Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 1
168 SÍÐUR B/C/D
76. tbl. 76. árg.
Frakkland:
Enn aukast
vinsældir
Mitterrands
París, Reuter.
VINSÆLDIR Francois Mitterr-
ands Frakklandsforseta hafa auk-
ist á þeim tíma sem liðinn er frá
þvi hann gjörði heyrinkunnugt að
hann hygðist gefa kost á sér í
forsetakosningunum í næsta mán-
uði. Stjórnmálaskýrendur höfðu
margir hveijir spáð hinu gagn-
stæða en ef marka má niðurstöður
skoðanakönnunar, sem birtar
voru í frönsku vikuriti í gær, mun
forsetinn vinna öruggan sigur í
báðum lotum kosninganna.
Samkvæmt skoðanakönnun viku-
ritsins VSD mun forsetinn, sem orð-
inn er 71 árs að aldri, fá 40 prósent
atkvæða í fyrri lotu kosninganna sem
fram fer 24. apríl. Hefur fylgi Mitt-
errands aukist um þrjú prósent frá
því hann tilkynnti þann 22. mars að
hann hygðist bjóða sig fram að nýju.
Jacques Chirac, forsætisráðherra og
frambjóðandi hægri manna, fengi 21
prósent atkvæða. Fylgi Raymonds
Barre mældist 16 prósent og hefur
það minnkað um fimm prósent frá
þ'ví í síðustu könnun vikuritsins.
Síðari lota kosninganna fer fram
8. maí og verður þá valið milli tveggja
efstu manna. Mitterrand fengi sam-
kvæmt könnuninni 56 prósent at-
kvæða stæði slagurinn milli hans og
Chiracs og 57 prósent gegn Barre.
Sjá einnig „Barre reynir að“ ..
á bls. 34.
Svíþjóð:
Átu eftir-
læti dýra-
garðsgesta
Stokkhólmi, Reuter.
DAPURLEG örlög bjarndýrs-
húnsins Molly hafa vakið
gífurlega reiði meðal dýra-
vina í Svíþjóð. Komið hefur í
jjós að starfsmenn dýragarðs-
ins i Stokkhólmi aflífuðu dýr-
ið í nóvember á síðasta ári og
efndu siðan til happdrættis
þar sem hinir heppnu hlutu
kjötið af skepnunni i vinning.
Molly var gefið nafn á síðasta
ári eftir að efnt hafði verið til
samkeppni meðal skólabarna um
hvað dýrið skyldi heita. Bjarn-
1 dýrshúnninn, sem var 18 mán-
aða er hann var tekinn af, var
í miklum metum í Svíþjóð og
þyrptust menn í dýragarðinn í
Stokkhólmi til að berja hann
augum.
Malin Bergman, sem átti hug-
myndina að því að húnninn yrði
nefndur Molly, var miður sín er
hún frétti um voðaverk starfs-
mannanna. „Hvemig gátu þeir
gert þetta? Hvemig gátu þeir
gefið dýrinu nafn, hugsað um
það og síðan laumað því upp á
kvöldverðarborðið?".
Eva Nordenson, forstöðumað-
ur dýragarðsins í Stokkhólmi,
sagði að Molly hefði verið aflífuð
í nóvember vegna plássleysis í
dýragarðinum. Hefðu starfs-
mennimir síðan haldið happ-
drætti og hinir heppnu haldið
heim með kjötbita.
FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Sveitum Irans og Kuwaits
lendir saman á Persaflóa
Kross á minnisvarða franskra sjómanna á Fáskrúðsfirði.
Morgunblaðið/Helena Stefánsdóttir
Kuwait, Baghdad, Nikósíu. Reuter.
HERSVEITIR frá íran og Kuwait skiptust á skotum í gær í fyrsta
skipti frá því ófriður braust út við Persaflóa fyrir tæpum átta árum.
I tilkynningu varnarmálaráðuneytis Kuwaits sagði að þrír íranskir
fallbyssubátar hefðu ráðist á herstöð Kuwaitbúa á eyjunni Bubiyan
á norðanverðum Persaflóa. Fylgdi og fréttinni að tveir hermenn
hefðu særst i árásinni. íranir sögðu hins vegar að engin slík árás
hefði átt sér stað.
í tilkynningu varnarmálaráðu-
neytisins sagði að Kuwaitbúar
áskildu sér rétt til að svara slíkum
árásum en ekki var frá því skýrt
hvort íranir hefðu orðið fyrir mann-
i falli. Herstöðin á eyjunni Bubiyan
er framvamarstöð Kuwaitbúa og
liggur brú yfir á fastalandið. Engir
óbreyttir borgarar búa á eyjunni.
Útvarpið í Teheran bar fréttir
þessar til baka í gær og sagði þær
vera „hugarburð ráðamanna í
Kuwait". Var haft eftir talsmanni
írönsku herstjómarinnar að fréttir
þessar væru áróðursbragð og til
þess fallnar að réttlæta vem banda-
rískra herskipa á Persaflóa.
KUNA, hin opinbera fréttastofa
Kuwaits, hafði það eftir háttsettum
embættismanni að árásin myndi
leiða til aukinnar spennu á þessum
slóðum, sem þó væri ærin fyrir, og
að „afleiðingar hennar“ gætu orðið
til þess að raska stöðugleika í þess-
um heimshluta. Sagði og að mót-
mælum hefði verið komið á fram-
færi við stjórnvöld í íran.
Jórdanir fordæmdu árásina þeg-
ar í stað og hétu stjómvöldum í
Kuwait stuðningi. Egyptar gagn-
rýndu og írana sökum þessa og
sögðu að ástandið á Persaflóa
myndi fara versnandi í kjölfar árás-
arinnar auk þess sem hún væri
ögrun við þær þjóðir heims sem
reynt hefðu að miðla málum í stríði
írana og íraka.
íranir fullyrða að Kuwaitbúar
leyfí íröskum hersveitum að halda
til á eyjunni Bubiyan. Hafa þeir
hótað að hertaka eyjuna og aðrar
eyjar Kuwaitbúa á Persaflóa vegna
þessa. Kuwaitbúar hafa þráfaldlega
vísað ásökunum þessum á bug.
Kuwaitbúar hafa stutt íraka frá
því ófriðurinn braust út við Persa-
flóa og hafa Iranir löngum haft í
hótunum við þá. Af þessum sökum
fóru Kuwaitbúar þess á leit við
Bandaríkjamenn í júlí á síðasta ári
að 11 olíuskip þeirra yrðu skráð í
Bandaríkjunum til að þess að þau
gætu notið vemdar bandarískra
herskipa á Persaflóa. Akváðu
Bandaríkjamenn að verða við þess-
ari beiðni. Á síðasta ári skutu Iran-
ir ekki færri en sex flugskeytum
að olíuvinnslustöðvum í Kuwait en
ekki hefur komið til vopnaðara
átaka milli ríkjanna fyrr en nú.
Irakar skutu í gær þremur flug-
skeytum á borgina Esfahan í íran
og sögðu íranir fjökia óbreyttra
borgara hafa fallið. íranir hefndu
árásarinnar með miklum sprengju-
árásum á borgina Sulaymaniyah í
norðausturhluta íraks og sagði út-
varpið í Teheran að tíu tonnum af
sprengiefni hefði rignt yfir borgina.
I fréttum útvarpsins kom einnig
fram að íranir hafa ákveðið að loka
skólum í þeim hlutum landsins sem
taldir eru í mestri hættu vegna flug-
skeytaárása íraka.
ísrael:
Fréttastofu Pal-
estínumanna lokað
Nazaret. Jcrúsalem, Reuter.
ÍSRAELSKAR herlögreglusveitir lokuðu í gær fréttastofu Palestínu-
manna í austurhluta Jerúsalemborgar og hersveitir skutu ekki færri
en fjóra Palestinumenn til bana á vesturbakkanum. í gær voru 12 ár
liðin frá því að lögreglumenn felldu sex araba í Galíleu sem mót-
mælt höfðu eignarnámi lands þeirra og óttuðust yfirvöld víðtækar
mótmælaaðgerðir araba í minningu þeirra. Þúsundir lögreglu- og
hermanna voru í viðbragðsstöðu í bæjum og þorpum araba með ísra-
elskt ríkisfang en mótmælin fóru að mestu friðsamlega fram.
„Fréttastofa Palestínu" (PPS) í
austurhluta Jerúsalem hefur verið
ein helsta heimild erlendra frétta-
manna sem fylgst hafa með uppreisn
Palestínumanna á herteknu svæðun-
um undanfama fjóra mánuði. ísra-
elsher tilkynnti í gær að fréttastof-
unni hefði verið lokað næstu sex
mánuðina.
Hermenn skutu Qóra menn til
bana á vesturbakkanum og særðu
um 30 manns til viðbótar, suma al-
varlega. Fréttir bárust af mótmælum
víða á herteknu svæðunum en þeim
hefur verið lokað undanfama tvo
daga.
Þúsundir her- og lögreglumanna
héldu uppi gæslu í þorpum og bæjum
araba með ísraelskt ríkisfang. Höfðu
yfirvöld óttast flölmenn mótmæli í
minningu arabanna sex sem féllu
árið 1976 en dag þennan hafa ara-
bar upp frá því nefnt „Dag lands-
ins“. Hópar manna söfnuðust víða
saman en mótmælin fóru friðsamlega
fram.