Morgunblaðið - 31.03.1988, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR Sl, MARZ ,1988
Nú þegar vorilmurinn fyllir
loftið ætlar Pólýfónkórinn að
bæta enn á hljóminn, heldur
okkur Sönglistahátíð í
Háskólabiói helgina eftir páska,
9. og 10. april. Tilefnið er ekki
aðeins vorkoman og sönggleðin
einber, heldur er verið að halda
upp á 30 ára kórafmæli. „Tónlist,
sem allir vilja heyra,“ segir i
yfirskrift tónleikanna og er ekki
ofmælt, því efnisskráin er eins
- og perluband úr dýrgripaskríni
tónlistarinnar.
Þama flytur kór og Sin-
fóníu hljómsveitin aukin,
samtals 220 manns, verk
og brot úr verkum tón-
skáldanna Monteverdis,
Bachs, Wagners, Verdis, Bizets,
Rossinis og Orffs. Einsöngvarar eru
Elísabet Eiríksdóttir, Ásdís Gísla-
dóttir, Gunnar Guðbjömsson, Elísa-
bet Erlingsdóttir, Sigríður Ella
Magnúsdóttir og Kristinn Sig-
mundsson, sem öll hafa tekið þátt
í starfí kórsins áður. Og þessum
fríða flokki stjómar Ingólfur Guð-
brandsson nú eins og endranær
árin þrjátiu.
Kórinn sjálfur er skipaður 130
manns, sem hefur æft drjúgum nú
í vetur. Segir sig sjálft að 130 radd-
ir renna ekki saman í eina, fyrr en
eftir langa og stranga þjálfun, sem
hefur að hluta farið fram undan-
famar vikur og í vetur, en að hluta
undanfarin ár, því þó alltaf bætist
nýir kórfélagar við á haustin, þá
er um þriðjungur kórsins söngfólk,
sem hefur verið í kómum í lengri
eða skemmri tíma.
Dqúg vinna,
takmarkalaus ánægja
Þegar kórinn er kominn á svið
og tónlistin líður fram fyrirhafnar-
laust að því er virðist, er erfítt að
gera sér grein fyrir að að baki
árangri liggur gegndarlaus vinna,
blóð, sviti og tár má segja. Uppsker-
an fyrir okkur í salnum em eftir-
minnilegir tónleikar, þar sem við
heyrum verk, sem eru kjaminn í
því besta, sem mannskepnan hefur
afrekað. En kórfólkið ... hvað hef-
ur það upp úr krafsinu, hvernig er
hægt að fá 130 manns til að vinna
og vinna og vinna kauplaust til
þess að fá að syngja á tónleikum?
Á æfíngu um daginn svömðu
nokkrir kórfélagar þeirri spumingu
og öðram ...
Eins og önnur skipuleg starfsemi
á kórinn sér auðvitað stjóm. í henni
em Kristján Már Siguijónsson
formaður, Ólöf Magnúsdóttir, vara-
formaður, Margrét Brynjólfsdóttir
og Auður Hafsteinsdóttir.
Það þarf ekki að tala lengi við
þau, til að fínna að þátttaka í kór-
starfínu er greinilega einkar auðg-
andi sálarlega. Ólöf segist hafa
áhuga á að syngja þessa tónlist.
„Ég kem iðulega hingað dauð-
þreytt, vinn í erilsömu starfi í
banka, en það fyllir lífíð hamingju
að komast inn í þessa tónlist, sem
er svo lifandi, þó hún sé margra
alda gömul. Þess vegna komum við
aftur og aftur, við konumar tilbún-
ar að stökkva frá eiginmanni, böm-
um og uppvaski." Eitthvað er það,
sem fær fólk til að sleppa vinnu og
aukavinnu, ef með þarf, þó engin
fjárhagsleg umbun fáist.. . og það
á tímum, þegar peningar virðast
stjóma svo miklu í lífí fólks. Ólöf
undirstrikar líka að það sé ekki
aðeins verið að sjmgja, heldur sé
þetta strangur skóli, því stjómand-
inn sé stórkostlegur kennari.
Kristján tekur mjög undir það,
segist hafa sungið í mörgum kórum
í tveimur löndum og þykist sannar-
lega ekki svikinn af starfínu í þess-
um kór. „Stjómandinn er kunnáttu-
maður í söng og reynsla hans kem-
ur okkur öllum til góða. Sé farið
rétt eftir leiðbeiningum hans, þreyt-
umst við aldrei að syngja. Og þó
við séum að stagla í gegnum verk,
læra ný verk, þá emm við fyrst og
fremst að læra söng.“
m
Svipmynd af æfingu ... söngur er ekki aðeins að syngja, heldur líka að hlusta.
Tómlistsem eflii'
ogstyrkir
... bæði flytjendur ogáheyrendur
Þreytt á æfingar, endur-
nærð heim
Auður bætir við að svo hafi Ing-
ólfur þessa ótrúlegu elju, sem smiti
frá sér. „Eins og fleiri, kem ég iðu-
lega þreytt á æfíngu og fínnst ég
ekkert geta. Hann gerir sér grein
fyrir hvað við getum, brýnir okkur
og hvetur, ef honum fínnst við vera
undir getu... og þá gengur það
eftir. Hér er gott fólk, sem allt
ætlar að gera vel.“
Verkefnin á tónleikunum em
valin vegna þess hve þau em stór-
kostleg tónlist, skemmtileg verk,
en þau em líka valin til að kórinn
eflist við glímuna við þau og greini-
legt að kórfélagar ætla ekki að láta
sitt eftir liggja í þeirri viðureign. í
kómum er að fínna fólk frá fímmt-
án ára og upp í sextugt, atvinnu-
fólk í tónlist og algjörir byijendur.
Söngurinn krefst mikils, svo það
situr enginn eftir, nema-þeir sem
em tilbúnir að gefa sig í hann heils-
hugar. Margrét hefur orð á að þeir,
sem ekki treysti sér í vinnuna, helt-
ist fljótt úr lestinni. „Eftir sitja
þeir, sem em nógu.harðir og stað-
fastir." En stundum sækja efa-
semdir á ... Ólöf man eftir að hafa
farið hálfgrátandi heim af æfíngu,
sannfærð um að nú gæti hún ekki
meir og að ekkert lægi fyrir annað
en að hætta. En daginn eftir var
allt gleymt og grafið og hún mætti
á næstu æfíngu, tvíefld.
Kristján hefur orð á að það hái
kómum að eiga sér engan fastan,
fjárhagslegan bakhjarl, enga undir-
stöðu. Kórinn njóti engra opinberra
styrkja, utan æfíngaaðstöðu, sem
félagar séu sannarlega þakklátir
fyrir. En svona starf þrífst á einum
manni og ef Ingólfur hætti, þá leys-
ist kórinn upp. Það nægir að benda
á örlög annarra stórkóra.
Það er greinilega uggur í kór-
stjóminni vegna framtíðarinnar.
Kórinn verður að takast á við stór
verkefni til að eflast og styrkjast,
en þau em dýr. En hér geta tónlist-
aráiiugamenn lagt sitt fram, stutt
við kórinn í raun, með því að mæta
dyggilega þegar kórinn boðar til
Kórstjórinn á æfingu fyrir Sönglistahátíðina.
Litið inn á æfingu hjá Pólýfónkórnum
í tilefni afmælistónleika 9. og 10. apríl,
rætt við nokkra kórfélaga og stjórnanda
kórsins, Ingólf Guðbrandsson
tónleika.
Þegar hér er komið sögu er
stjómin farin að ókyrrast í sætinu,
því frammi heyrist kórinn syngja
af krafti og nú vilja þau gjaman
slást í hópinn. Og hljómurinn er
öfugur og sterkur, verið að æfa
Carminu burana, tónlist Carls Orffs
við miðaldatexta, áhrifamikil
blanda gamals og nýs, steypt í eina,
hrífandi heild. Það er laugardags-
síðdegi, gott veður úti og fyrirtaks
skíðafæri fyrir þá sem það kjósa.
Samt sitja rúmlega hundrað manns
þama frammi og láta eins og ekk-
ert í heiminum skipti meira máli
en að syngja þessa tónlist. Forvitni-
legt að spyija nokkur fleiri hvað
dragi þau að kórsöngnum ...
Laufey Kristjánsdóttir byijaði í
kómum í haust. Söng í skólakór
sem krakki, þótti það gaman og
langaði alltaf í kór, þó hún léti það
dragast í mörg ár. Hún er á því
að það sé stórkostlegt að hafa feng-
ið tækifæri til að vera með. Hefur
reynt það sama og fleiri nefna.. •
að hingað komi hún oft þreytt, en
þrátt fyrir álagið á æfíngum, þegar
allir em keyrðir til hins ítrasta, þá
hjálpi tónlistin fólki að slaka á og
hún fari óþreytt heim. „Ingólfur er
líka frábær stjómandi og sterkur
persónuleiki, enda sýnir sig að það
er ekki af engu, að fólk slæst í
hópinn. Söngurinn hér opnar líka
dyr að tónlistinni. Ég hef alltaf
hlustað talsvert, en aldrei eins mik-
ið og nú og það eitt er gefandi.
Ég vona innilega að við eigum kost
á að halda áfram starfínu í þessum
kór.“
Ögun, sem skilar sér víða
Kristín Sigurðardóttir tekur und-
ir orð Laufeyjar um áframhaldandi
starf. „Annars yrði stórt gat í tón-
listarlífinu hér.“ Kristín byijaði í
kómum fyrir fjórum ámm, þá að-
eins sextán ára. „Ég slæddist óvart
hingað inn og bjóst alls ekki við
að ílendast héma, eins og ég hef
gert.“ Upp úr kórsöngnum fékk hún
brennandi áhuga á söng og er núna
komin í söngnám, auk þess að vera
í fjölbrautaskóla, svo líf hennar
hefur sannarlega tekið óvæntum
breytingum í kjölfar kórstarfsins.
„í söngnáminu þarf mikla ögun,
sem skilar sér jafnt í öðm námi og
yfírleitt alls staðar." Kristín er ekki
í vafa um að tónleikamir verði mjög
sérstakir, því öll þessi verk séu
hvert öðm stórkostlegri áheymar
og skemmtileg í söng, svo kórinn
eigi auðvelt með að leggja sig allan
fram.
En hvemig er með hvem og einn
kórfélaga, fínnst honum hann
skipta miklu máli í svo stómm hópi?
Kristín svarar eindregið að svo sé.
„Kórinn þarf að verða einn hljóm-
ur, ein rödd, og til að svo megi
verða, skiptir hver og einn svo miklu
máli. Allir verða að vera með réttan
tón.“
Magnús Jóhannsson hefur verið
í kómum í vetur í fyrsta skipti um