Morgunblaðið - 31.03.1988, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988
Mínnísblað lesenda
MORGUNBLAÐIÐ veitir les-
endum sínum að venju upplýs-
ingar um heilsugæslu, sérleyfis-
ferðir, strætisvagna og aðra
þjónustu um bænadaga og
páska.
Slysadeild
Slysadeild og sjúkravakt Borg-
arspítalans er opin allan sólar-
hringinn. Sími þar er 696600.
Læknaþjónusta
Helgarvakt lækna er frá klukk-
an 17 á miðvikudegi fyrir páska
til klukkan 8 á þriðjudagsmorgni
eftir páska. Símanúmer vaktarinn-
ar er 21230.
Á Heilsugæslustöðinni er hægt
að panta viðtalstíma við heimilis-
lækna á kvöldin og um helgar og
eru nánari upplýsingar veittar í
síma 21230.
Veittar eru upplýsingar um
læknavakt og lyfjabúðir í síma
18888 sem er símsvari Læknafé-
lags Reykjavíkur.
Tannlæknavakt
Upplýsingar um neyðarvakt
Tannlæknafélagsins eru veittar í
síma 18888.
Slökkvilið
Slökkviliðið í Reykjavík hefur
símann 11100, slökkviliðið í Hafn-
arfirði 51100 og slökkviliðið á
Akureyri 22222.
Lögregla
Lögreglan í Reykjavík hefur
símann 10200 en neyðarsími
hennar er 11166 og upplýsing-
asími 11110. Lögreglan á Akur-
eyri er í síma 23222, í Kópavogi
41200 og Hafnarfirði 51166.
Sjúkrabifreiðir
I Reykjavík er hægt að leita
aðstoðar sjúkrabifreiða í síma
11100, í Hafnarfirði 51100 og
Akureyri 22222.
Lyfjavarsla
Apótek Austurbæjar og Breið-
holts Apótek eru opin á skírdag
en það fyrrnefnda sér um nætur-
vörsluna. Á föstudaginn langa,
paskadag og annan í páskum sjá
Háaleitis Apótek og Vesturbæjar
Apótek um þjónustuna en það
fyrrnefnda verður með nætur-
vörslu.
Guðsþjónustur
Tilkynningar um guðsþjónustur
eru í C-blaði á blaðsíðum 19 C og
20 C. Skrá yfir fermingarbörn er
á blaðsíðum 22 C til 26 C.
Dagskrár útvarps-
sjónvarpsstöðva
Dagskrár útvarps- og sjón-
varpsstöðvanna, ásamt efnisúr-
dráttum nokkurra dagskrárliða,
eru í B-blaði á blaðsíðum 1 B til
16 B.
Menningarvið-
burðir um páskana
Upplýsingar um menningarvið-
burði um páskana eru í A-blaði á
blaðsíðum 66 A og 67 A.
Bilanir
Bilanir í hitaveitu, vatnsveitu
og gatnakerfi tilkynnist til Véla-
miðstöðvar Reykjavíkur í síma
27311. Þar verður vakt allan sól-
arhringinn frá skírdegi til annars
í páskum. Símabilanir er hægt að
tilkynna í síma 05 frá klukkan 8
til 24 alla daga. Rafmagnsveita
Reykjavi'kur er með bilanavakt
allan sólarhringinn í síma 686230.
í rieyðartilfellum fara viðgerðir
fram eins fljótt og auðið er.
Afgreiðslutími
verslana og söluturna
Leyfilegt er að hafa verslanir
opnar frá klukkan 9 til 16 laugar-
dag fyrir páska en að öðru leyti
verða þær lokaðar um páskana.
Sölutumar mega vera opnir á
skírdag, laugardag fyrir páska og
og annan í páskum til klukkan
23.30 en verða að venju lokaðir á
föstudaginn langa og páskadag.
Afgreiðslutími
bensínstöðva
Á skírdag og annan í páskum
verða bensínstöðvar opnar frá
klukkan 12 til 16.30 en á laugar-
dag fyrir páska frá klukkan 7.30
til 20. Þær verða hins vegar lokað-
ar á föstudaginn langa og páska-
dag.
Bifreiðastjórum er einnig bent
á sjálfsala sem eru á bensínstöðv-
um víðs vegar um borgina og víða
á landsbyggðinni.
Strætisvagnar
Reykjavíkur
Á skírdag verður ekið eins og
á sunnudögum, föstudaginn langa
samkvæmt sunnudagstímatöflu en
laugardag fyrir páska hefst akstur
á venjulegum tíma og ekið sam-
kvæmt laugardagstímatöflu. Á
páskadag hefst akstur um klukkan
13 og ekið verður samkvæmt
sunnudagstímatöflu og annan í
páskum verður ekið eins og á
sunnudögum.
Strætisvagn-
ar Kópavogs
Á skírdag verður ekið eins og
venjulega sunnudaga, föstudaginn
langa hefst akstur klukkan 14 og
ekið eins og sunnudaga, laugar-
daginn fyrir páska verður ekið eins
og á venjulegum laugardegi,
páskadag ekið eins og föstudaginn
langa, annan í páskum ekið eins
og á sunnudögum og sumardaginn
fyrsta ekið eins og á sunnudögum.
Mosfellsleið
Á skírdag og annan í páskum
verður ekið samkvæmt sunnu-
dagsáætlun. Engar ferðir verða á
föstudaginn langa og páskadag.
Langf erðabifreiðir
Gera má ráð fyrir að um pá-
skana ferðist um 5.000 manns
með sérleyfisbifreiðum. Frá Um-
ferðarmiðstöðinni verða daglega
40 til 60 komu- og brottfarir frá
klukkan 8 til 23.30. Á skírdag
verður ekið á öllum leiðum sam-
kvæmt áætlun en á föstudaginn
langa og páskadag verða engar
ferðir á lengri leiðum en á styttri
leiðum verður ekið _ samkvæmt
stórhátíðaráætlun. Á annan í
páskum verður ekið samkvæmt
sunnudagsáætlun á flestum sér-
leyfísleiðum. Nánari upplýsingar
um akstur sérleyfísbifreiða um
páskana veitir BSÍ á Umferðar-
miðstöðinni í síma 91-22300.
Vegaeftirlit
Símsvari Vegaeftirlitsins veitir
upplýsingar um færð á helstu veg-
um í símum 91-21000, 91-21001
og 21002. Eftirlitið verður einnig
með vakt frá klukkan 8 til 12 á
skírdag, laugardag fyrir páska og
annan páskadag.
Starfsábyrgdartrygging arkitekta,
byggingarfrœðinga,
tœknifræðinga og verkfrœðinga
Lítils háttar reikningsskekkjur eða yfirsjónir arkitekta,
byggingarfræðinga, tæknifræðinga og verkfræðinga
sem vinna við ráðgjöf, hönnun og eftirlit geta haft alvarlegar
afleiðingar og leitt til hárra skaðabótagreiðslna.
Þá kemur starfsábyrgðartrygging Sjóvá til skjalanna.
Hún er vátrygging gegn kröfu á hendur vátryggingartaka
í slíku tilviki.
Þessi starfsábyrgðartry^ging Sjóvá er ný tegund
vátrygginga á Islandi.
Vátrygging sem enginn í starfs-
greinunum ætti að vera án.
Markaðsdeild Sjóvá veitir allar
nánari upplýsingar um
starfsábyrgðartryggingar.
Tryggingarfélag í einu og öllu.
Sjóvátryggingarfélag íslands hf., Suðurlandsbraut 4, sími (91)-692500.