Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 Upphaf bamafræðslu í Grindavík fyrir 100 árum Fjölskylda séra Odds V. Gíslasonar, eiginkona og börn. Sum börnin voru i hópi fyrstu nemenda i Grindavik. eftirPétur Pétursson Þess er nú minnst með skóla- sýningu í Grindavík að 100 ár eru liðin á hausti komanda frá því að barnafræðsla hófst á staðnum. A þessu fyrsta ári starfaði skólinn frá 28. október 1888 til 25. febrú- ar 1889. Bömin voru 23. Kennslu- greinar: kver, biblíusögur, lestur, skrift, reikningur og réttritun. Þótt námsgreinar væm eigi fleiri en hér er talið rejmdist erfitt að vinna Grindvíkinga til fylgis við uppfræðslu bama. Klerkur þeirra á þessum árum, frægur ferðagarp- ur og slysavamafrömuður, séra Oddur V. Gíslason, lýsti baráttu sinni með þessum orðum: „Bamauppfræðslan í Grindavík hefur að undanfömu, eins og menntun og menning yfír höfuð, verið mjög á eftir tímanum, og eigi hægt að koma á skóla fyrir böm, þar þeir, sem mest megn- uðu, eigi vildu styðja að því. Loks tókst mér á vetrarvertíð 1887 að fá nokkra bændur til að gefa hlut af skipi í eitt skipti, og sjómenn, einkum utanhreppsmenn, studdu mikið með því að gefa nokkra físka hver. Þannig safnaðist saman 100 kr., sem lagt var til grundvallar kennslustofnun þessari. Við þessar 100 kr. bættust aftur í fyrra 100 kr. úr Thorkelisjóði, og var þannig ráðist í að byija kennslu í haust 1888. En til þess að hafa von um góðan árangur, eftir kringum- stæðum og ástæðum íbúa hér og fáfræði og agaleysi bamanna, var fyrsta skilyrðið að fá æfðan, dug- legan og reglusaman kennara. Að ráði séra Jens Pálssonar á Útskálum og kennara þar, herra Ögmundar Sigurðssonar, réð ég til kennslunnar Realstúdent Pétur Guðmundsson, sem árið áður hafði verið kennari við bamaskólann í Garði, og reyndist hann eins og þeir ætluðu hinn hæfasti. Var hann ráðinn frá 1. október 1888 til 1. febrúar 1889 fyrir ákveðið kaup, 120 kr., auk húsnæðis, fæð- is etc. 151 kr. og varð þannig kostnaður við kennarann kr. 271 kr. Bækur, ritföng og borð til kennslunnar þurfti að kaupa, en hús vom léð leigulaust. Til tryggingar vitnisburði og áliti um framför fékk ég séra Brynjólf Gunnarsson í Kirkjuvogi til að vera prófdómara ásamt mér. Kennsla og próf fór fram eins og skýrt er frá í skýrslu kennara Péturs Guðmundssonar, og fylgja með vitnisburðarskírteini af 28. febrúar þ. ár. Eins og kennarinn hafði sýnt sérlega alúð, áhuga og iðni við kennsluna, eins kom það og fram við prófíð, að bömunum hafði far- ið fram og nokkur tekið sérlegum framförum, og hefír kennslan í þetta skipti borið meiri ávöxt en búist var við, sem ég þakka ein- göngu hæfíleika, áhuga og lagni kenr.arans, því við margt var að stríða. Foreldrar og vandamenn bam- anna hafa látið í ljós ánægju sína yfír framförum bamanna og óska mjög, að skóla verði árlega haldið áfram úr þessu, sem ég vona að verða muni, þótt vertíðarafli hafi brugðist í vetur, svo að ekki em tiltök að leita samskota, einkum þar sem búist er við, að hinir sömu einstaklingar og áður leiði sig hjá að styðja að uppfræðingunni. Það ber þess vegna brýna nauð- syn til, að þessi kennslustofnun fái þann styrk af opinberu fé, sem hægt er, bæði til að eignast ýmis- legt, er að kennslunni lýtur, t.a.m. hnött, landabréf, myndir dýra og Séra Oddur V. Gislason for- göngumaður Grindavíkurskóla. fugla m.fl., og sérlega til að geta haldið góðum kennara. Stað 3. maí 1889. Oddur V. Gíslason." Pétur Guðmundsson sem ráðinn hafði verið fyrsti kennari að bama- skóla Grindavíkur hvarf þaðan eftir tveggja vetra starf. Réðst til Keflavíkur og kenndi þar næstu þijú ár, en síðan til Eyrarbakka þar sem hann varð skólastjóri allt frá árinu 1893 til 1919. Grindvíkingar voru ekki einir um að sýna fræðslumálum og bóknámi lítinn áhuga, eins og glöggt má sjá af greinargerð séra Odds um undirtektir við tilmælum hans um stuðning og fjárframlög. Til er frásögn Péturs Guð- mundssonar um andúð bænda og heimilisfólks í sveitum austaníjalls á öllu er að bókmenntum sneri. Vekur það furðu nú þegar borin eru saman kjör þeirra er hyggja á menntun og standa nú opnar margar dyr þeim er kosta vilja einhveiju til, meðan áður var „harðlæst hvert hlið" og flestar bjargir bannaðar. Braut fyrsta kenn- arans tíl mennta „Eg er fæddur að Langholti f Flóa 17. maí 1858. Foreldrar mínir eru Guðmundur Sigurðsson frá Votamýri á Skeiðum og Petronella Guðnadóttir frá Nesi í Selvogi. Eg var hjá þeim í Langholti þar til eg var 2 ára, þá hættu þau búskap og fluttist eg þá með föður mínum til foreldra hans og ólst eg upp hjá þeim til þess er og eg var 12 ára. Af þeim árum æfi minnar er lítið að segja, eg lifði þar eins og í góðum for- eldrahúsum og þekkti ekki hið minsta sorg- ir og áhyggjur lífsins. Menn þóttust snemma sjá þess merki að eg myndi verða hneigður til bóknáms; vildi faðir minn þvf láta mig læra líklega til prests, sem kallað var. Kom hann mér því til Stefáns prests Stefánssonar á Ólafsvöllum; var eg þá kominn á 13. ár, er eg fór þangað. Þar var eg 1 vetur og undi hvorki nótt né dag, og lærði eg þess vegna svo sem ekki neitt. Næsta vor kom faðir minn mér til Gríms Thomsens á Bessastöðum; hefir hann líkiega hugsað, að eg myndi una betur, ef eg væri langt frá ættingjum mínum. Þegar eg kom að Bessastöðum spurði Grímur mig hvort mig langaði til að læra í skóla en eg kvað nei við því, enda var það svo í raun og veru að eg hafði enga löngun til þess; eg ímynda mér skólanámið háð svo mörgum erfíðleikum, að mér væri öld- ungis ómögulegt að ganga í gegn um það. En mig langaði til að vera velmenntaður bóndamaður, en mest langaði mig þó til að læra tungumál. Á Bessastöðum var eg 1 ár og gætti eg þar fjár, því ekki vildi faðir minn kosta peningum til þess að eg lærði ekki annað en tungumál. Um vorið var eg kristnaður og var kall- að að eg væri vel að mér í kristnum fræð- um. Frá Bessastöðum fór eg um vorið og austur í Grímsnes að bæ þeim sem heitir Búrfellskot. Þar var eg í 8 ár frá því eg var 14 ára og til þess eg var 22 ára; mér leið þar að mörgu leyti vel; eg var alltaf heilsugóður og gekk allvel að vinna. Eg hafði eignast danska bók þegar eg var á Bessastöðum, og hafði eg hana með mér austur og var eg opt með hana á sunnudög- um, að reyna að stafa mig dálítið áfram í henni. Það var illa liðið, var mér opt sagt að maður þyrfti eins að vinna á sunnudög- um eins og aðra daga, og einnig að maður lifði ekki á því að lesa dönsku; varð eg nú að leggja það niður. Hið sama var sagt við mig, ef eg fekk lánaða sögubók, eða blað til að lesa í á vökunni, þá var það ætíð viðkvæðið að eg vildi ekkert gjöra nema liggja í bókum, og voru haldnar margar ræður yfír mér fyrsta árið sem eg var á heimili þessu þess efnis, að það ætti ekki að eiga sér stað að maður legði sig eftir ónauðsynlegum bóklestri, sem það kallaði það. Eg varð nú að sætta mig við þetta en talsvert breyttist skaplyndi mitt af þessu; eg var áður glaðlyndur, en nú varð eg kaldlyndur, harður og alvörugef- inn. Því mér féll illa að löngun sú, sem eg hafði til að mennta mig, skyldi vera drepin Pétur Guðmundsson fyrsti kennari í Grindavík. Myndin tekin f Kaupmanna- höfn um 1890. með ekki meiri sanngimi. Eftir að eg varð 15 ára gekk eg að hey- vinnu á sumrum og reri við sjó á vetrum; gafst mér þá færi á að lesa bæði blöð og bækur. Þegar Möðruvallaskólinn var stofnaður gladdist eg mjög því eg sá að hann gat fullnægt löngun minni. En þá var að vita hvaðan eg átti að hafa fé til að fara i skóla þennan. Því sjálfúr átti eg ekkert, fann eg nú föður minn og bað hann hjálpa mér, en hann setti þvert nei fyrir; sagði hann, að eg hefði ekki viljað læra, þegar eg hafði átt kost á, og væri nú vel, að eg fengi að sjá fyrir mér sjálfur; sá eg þá, að eg varð að hætta við áform mitt að sinni. Um þess- ar mundir, eða sama árið og skólinn var stofnaður hér, fór eg að Öndverðamesi því mér bauðst þar betra kaup, en nú var um að gjöra fyrir mig að afla mér sem mest eg gæti á skömmum tíma, því nú var eg alráðinn í því að fara hingað. Eg var 4 ár í Öndverðamesi; annað árið sem eg var þar fekk eg mig lausan frá jólum og fram að Góubyijun, og var eg þann tíma í skólan- um í Flensborg og er það skemmtilegasti tími, sem eg hef lifað, en hann var of stutt- ur. Eg gat átt kost á að vera þar næsta vetur, en af því mér þótti kennslan ekki vera nógu reglubundin sleppti eg þvi tæki- færi. Þau 4 ár sem eg var í Öndverðamesi leið mér all vel, en ekki var eg hvattur til bóknáms þar, sém ekki var von, því bókv- ísi var höfð þar í mestu fyririitningu og þótti það lýsa fíflsku, að eg skyldi ætla mér hingað. En eg var búinn að fastráða þetta með mér, og því lét eg ekkert buga mig, og fór því burt frá Öndverðamesi á næstliðnu vori og norður í Skagafjörð, til þess að stytta mér leiðina hingað. Það er mín innileg ósk og von, að eg beri gæfu til að nema hér það sem kennt er svo vel, að eg þurfí ekki að iðrast þess að eg fór hingað þrátt fyrir hindrun ættingja og vina. Pétur Guðmundsson" Þannig sagði Pétur Guðmundsson frá aðdraganda þess að hann innritaðist til náms við Möðruvallaskólann. Þaðan lauk hann prófí 1886. Réðst þá sem fylgdarmað- ur erlendra ferðamanna en síðan kennari á Suðumesjum og loks á Eyrarbakka. Pét- ur lést árið 1922.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.