Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir HELGA BJARNASON
Gjaldþrot Kaupfélags Vesturbarðstrendinga:
Lítíð eða ekkert fæst
Áætlað að um 130 milljónir kr. tapist
LJÓST er að lítið eða ekkert fæst greitt upp í almennar kröfur í
þrotabú Kaupfélags Vesturbarðstrendinga á Patreksfirði sem var
tekið til gjaldþrotaskipta 18. nóvember á síðasta ári. Á fyrsta skipta-
fundi búsins, sem haldinn var á Patreksfirði 17. mars síðastliðinn,
var lögð fram kröfulýsingaskrá. 126 kröfum var lýst í búið, samtals
að fjárhæð rúmlega 158 milljónir kr. Erfitt er að meta eignir þess
en verðmætið er lauslega áætlað 30 milljónir kr., þannig að sam-
kvæmt því tapast a.m.k. 130 mUljónir kr. því til viðbótar kröfum
kemur kostnaður við rekstur búsins og skipti þess. Stærsti kröfuhaf-
inn i búið er SÍS og ásamt dótturfyrirtækjum og öðrum tengdum
fyrirtælqum á SÍS meirihluta krafna. í krafti þessa valds felldu
fuUtrúar SÍS tUlögu bústjórans um að þrotabúið gerði kröfu í hugsan-
legan eignarhluta kaupfélagsins í eigin fé SIS, samtals um 54 milljón-
ir kr., til skuidajafnaðar á móti kröfu Sambandsins. Skiptastjórinn
mun höfða nokkur stór riftunarmál á hendur SÍS vegna ráðstafana
á eignum sem gerðar voru á árinu 1986 til að minnka skuld kaup-
félagsins við SIS og tryggja hluta þeirra sem eftir urðu. í skýrslu
sinni tU skiptafundarins kom fram hjá bústjóra að stjórnun fyrirtæk-
isins hefur verið í miklum óiestri, til dæmis hefur kaupfélagsstjór-
inn ekki sinnt daglegum rekstri sem skyidi vegna anna við önnur
almennar kröfur
störf.
Lýstar kröfur skiptast þannig
að um 50 milljónir kr. eru al-
mennar kröfur, 104 milljónir eru
veðkröfur og aðrar kröfur utan
skuldaraðar og 4,5 milljónir kr. eru
forgangskröfur. Ljóst er að flestar
eignir búsins seljast ekki á frjálsum
markaði og verða því seldar á nauð-
ungaruppboði og er því mikil óvissa
um verðmæti þeirra. Veðkröfur
flestra eigna eru umfram áætlað
söluverð á uppboði og fæst því að-
eins hluti þeirra greiddur. Það sem
afgangs kann að verða af veðkröf-
um verður að almennum kröfum
eftir sölu eignanna. Forgangskröf-
urnar eru laun, orlof, lífeyrissjóðs-
gjöld og félagsgjöld til verkalýðs-
félaga.
SÍS stærsti kröfuhafinn
Lang stærsti kröfuhafínn er
Samband íslenskra samvinnufé-
laga, með rúmlega 64 milljónir kr.
og deildir SÍS og dótturfélög eiga
einnig stórar kröfur í búið. Kröfur
SÍS og tengdra fyrirtækja nema
samtals um 118 milljónum kr., eða
tæpiega 75% af kröfum í þrotabúið.
Annar stærsti kröfuhafinn er
Samvinnubankinn, aðallega útibú
hans á Patreksfirði, 24,6 milljónir.
Aðrir stærstu kröfuhafar eru:
Stofnlánadeild samvinnufélaganna
11,1 milljón, Reginn hf. (SÍS-fyrir-
tæki) 8,8 milljónir, Byggðastofnun
8,6 milljónir, Samvinnutryggingar
6,8 milljónir, Ríkisábyrgðasjóður
5,5 milljónir, Innheimtumaður ríkis-
sjóðs 5,1 milljón, Landsbanki ís-
lands 1,8 milljónir, Sveitarsjóður
Patrekshrepps 1,5 milljón, Áburðar-
verksmiðja ríkisins 1,5 milljón og
Samvinnulífeyrissjóðirnir 1,4 millj-
ónir. Eftirtaldir eru með um einnar
millj. kr. kröfu hver: Haraldur
Blöndal, Lífeyrissjóður VestQarða,
Mjólkursamsalan í Reykjavfk og
Kaupfélag Dýrfirðinga. Þá eiga
nokkrir kröfuhafar 700—900 þús-
und inni hjá félaginu, Smjörlíki hf.,
Skipaútgerð ríkisins, Ragnar Guð-
mundsson Btjánslæk og Sláturfélag
Suðurlands. Aðrar kröfur eru
smærri.
Fyrir utan kröfur Sambandsins
og tengdra aðila og banka og opin-
berra sjóða eru áberandi kröfur frá
heildsölum og iðnfyrirtækjum. Ekki
virðist mikið vera um stórar kröfur
einstaklinga á búið, fyrir utan
launakröfumar sem eiga að fást
greiddar, hver sem niðurstaða
skiptanna verður.
55 milljóna kr. krafa
í eigið fé SÍS
Á skiptafundinum kom upp á
yfirborðið ágreiningur á milli full-
trúá SÍS fyrirtækjanna annars veg-
ar og bústjórans og annarra kröfu-
hafa hins vegar. Viðar Már Matt-
híasson hrl. bústjóri iagði til að
útreiknuð hiutdeild hins gjaldþrota
félags í eigin fé SÍS yrði notuð til
skuldajafnaðar við viðskiptakröfur
SÍS í þrotabúið. Þessu var mót-
mælt af hálfu lögmanns SÍS.
í greinargerð bústjórans kom
fram að ekki hefði tekist að fá árs-
reikninga SÍS vegna ársins 1986,
og heldur ekki upplýsingar um eig-
iníjárstöðu þess þann 18. nóvember
1987, þ.e. daginn sem KVB var
tekið til gjaldþrotaskipta. Hinsveg-
ar lágu fyrir upplýsingar um að
eigið fé SIS hafi í september 1987
numið 2,6 milljörðum kr. í greinar-
gerðinni segir: „Af hálfu þrotabús-
ins er talið að því beri sama hlut-
fall af eigin fé Sambands íslenskra
samvinnufélaga og hlutdeild þess í
/Stofn- og séreignarsjóðum Sam-
bandsins er, en 'samkvæmt upplýs-
ingum frá því í september 1987 eru
síðastgreindir sjóðir að fjárhæð kr.
66.000.000. Er hér talið að hið
gjaldþrota félag eigi 2,105% í sjóð-
um þessum og sama hlutfall af eig-
in fé Sambands ísienskra samvinnu-
félaga nemur því kr. 54.730.000.
Síðastgreind fjárhæð mun verða
notuð til skuldajafnaðar við þær
viðskiptakröfur Sambands
íslenskra samvinnufélaga sem
kunna að verða viðurkenndar í
búið.“
Þegar fundarmönnum var gefinn
myndinni er eitt húsa hins gjal-
þrota Kaupfélags Vesturbarð-
strendinga sem væntaniega verð-
ur selt á nauðungaruppboði.
kostur á að tjá sig um afstöðu bú-
stjóra kom fram að Gunnar Sæ-
mundsson hrl., fulltrúi SÍS-fyrir-
tækisins Regins hf., taldi ekki rétt
að lýsa yfír skuldajöfnuði vegna
meintrar kröfu þrotabúsins í eigin
fé SÍS, en bústjórinn hélt fast við
afstöðu sína. Gunnar krafðist þess
þá að fram færi atkvæðagreiðsla á
fundinum um það hvort þrotabúið
ætti að halda kröfunni til streitu.
Stefán Pétursson hrl. óskaði eftir
frestun atkvæðagreiðslunnar til
næsta skiptafundar og tóku aðrir
fundarmenn undir óskir hans, nema
einn sem ekki tók afstöðu. Ragnar
Guðmundsson á Bijánslæk tók und-
ir kröfu bússtjóra qg taldi að leita
ætti allra leiða til að reyna skulda-
jöfnuð þann sem fælist í afstöðu
bústjóra og krafðist atkvæða-
greiðslu strax.
Stefán Skarphéðinsson skipta-
ráðandi úrskurðaði að atkvæða-
greiðslan færi fram á fundinum.
Með afstöðu bústjóra greiddi aðeins
Ragnar Guðmundsson atkvæði, en
hann er með tæplega 800 þúsund
kr. kröfu á bak við sig. Á móti
greiddu atkvæði umboðsmenn Reg-
ins hf., Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga og Samvinnulífeyris-
sjóðanna sem höfðu atkvæðisrétt
fyrir um 45 milijónir kr. Aðrir tóku
ekki afstöðu. Þar með var tillagan
felld.
Bústjóri áskildi sér rétt tihþess
á grundvelli 105. gr. gjaldþrotalaga
að krefjast þess að skiptaráðandi
ógildi þessa ákvörðun fundarins,
einkum ef fram koma um það óskir
frá kröfuhöfum sem vildu standa
undir kostnaði við meðferð málsins
fyrir dómstólum. Lagagreinin sem
bústjórinn vísaði til er svohljóðandi:
„Ef skiptastjóri eða skiptafundur
hefst eitthvað að, sem er til tjóns
fyrir búið, eða sé brotinn réttur
veðhafa, þrotamanns eða annarra,
getur skiptaráðandi ógilt ákvarðan-
imar, gefið skiptastjóra fyrirmæli
og gert aðrar nauðsynlegar ráðstaf-
anir.“
Kjartan P. Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Qárhagsdeildar SÍS,
hefur sagt í samtali við blaðamann
að fulltrúi Sambandsins hefði fellt
þessa tillögu vegna þess að til þess
að láta reyna á réttmæti kröfunnar
þyrfti að höfða mál og það kostaði
þrotabúið peninga og tæki tíma.
Hins vegar væri ekkert því til fyrir-
stöðu að einstakir kröfuhafar höfð-
uðu slíkt mál, enda bæru þeir sjáif-
ir kostnaðinn af því. Hann talar utn
„óskiptanlega" sjóði SÍS en ékki
óskipta eins og flestir aðrir gera^
og lýsir það afstöðu SÍS-manna til
þessarar kröfu.
Afstaða bústjórans til hugsan-
legs eignarhluta þrotabúsins í SÍSj
er víðar til umfjöllunar í sambandi
við gjaldþrot kaupfélaga, m.a.
vegna Kaupfélags Svalbarðsstrand-
ar. Húp þykir athyglisverð og er
raunar furðulegt að aldrei fyrr skuli
hafa verið látið reyna á réttmæti'
kröfunnar fyrir dómstólum, því áð-
ur hafa kaupfélög staðið illa: og
orðið gjaldþrota.
Stjórnin í
rniklum ólestri
í skýrslu bústjórans til fyriíta
skiptafundarins kom fram að tekn-
ar voru skýrslur fyrir skiptarétti
af nokkrum starfsmönnum og fyrir-
svarsmönnum kaupfélagsins. Þau
eru Snorri Gunnlaugsson gjaldkéri,
Anna Jensdóttir formaður stjórnar,
Sigurgeir Magnússon fyrrverandi
formaður og Jens Valdimarsson
fyrrverandi kaupfélagsstjóri. Til-
gangurinn var að reyna að afla
upplýsinga um starfsemi hins gjald-
þrota félags, bankaviðskipti þess,
ráðstafanir eigna á síðustú misser-
um fyrir gjaldþrotið, svo og mat
þeirra á orsökum gjaldþrotsins.
Á þessum skýrslum byggir bú-
stjórinn m.a. eftirfarandi:
Segja má að allar deildir félags-
’ ins hafi verið reknar með tapi að
frátalinni byggingavörudeild. Táp
félagsins vegna rekstrar 1985 er
!JG
talið vera 7 milljónir og 17,5 níiilj-
ónir vegna ársins 1986. Má raunar
með gildum rökum halda því frárn
að tapið hafi verið mun meira. Táp '
fór vaxandi á árinu 1987. Heildái'-
rekstrartekjur ársins 1986 eru tald-
ar vera um það bil 104 milljónir
kr., sem var um það bil 30% minna
en á árinu á undan. Af þessu má
ráða í hvert óefni reksturinn ýár
kominn á árinu 1985 og 19861:,"
Fyrirsvarsmenn kaupfélagsíns
eru sammála um að orsakir gjálH-
þrotsins megi einkum rekja til dýrr-
ar byggingar sláturhúss og siðán
fækkunar sláturfjár vegna niÖiSr-!l
skurðar vegna riðuveiki. Einnig til