Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 35 * Norður-Irland: Leiðtogar stríðandi fylkinga tilbúnir til friðarviðræðna London. Reuter. ALDA ofbeldisverka í Norður- írlandi að undanfömu hefur leitt til þess að leiðtogar stríðandi fylkinga segjast nú reiðubúnir til viðræðna um hugsanlega verka- og valdsskiptingu þar í landi. John Hume, sem telst til hófsam- ari leiðtoga kaþólikka, átti í gær tveggja stunda fund með Tom King, sem fer með málefni Norður-írlands í brezku stjóminni. Eftir fundinn sagðist Hume reiðubúinn að eiga viðræður við leiðtoga mótmælenda (sambandssinna) um lyktir ofbeldis, sem verið hefur.við lýði á Norður- írlandi í 20 ár, og friðsamlega sam- búð íbúanna. Hume er formaður Jafnaðar- og verkamannaflokks Norður-írlands (SDLP). Hann varaði við of mikilli bjartsýni en sagði að timi væri kom- inn til að leiðtogar kaþólikka og mótmælenda hæfu viðræður um „Því fyrr sem við því betra,“ sagði lausn deilumála. hefjumst handa hann. Jim Molyneaux, sem telst til hóf- samari leiðtoga mótmælenda, átti viðræður við King fyrir skömmu. Gaf hann til kynna eftir þær að hann væri reiðubúinn til viðræðna við leiðtoga kaþólikka með því að segjast hlynntur hugmyndinni um samstarf stjómvalda í London og Dublin um friðsamlega lausn deilu- mála á Norður-írlandi. Sú yfírlýsing markaði í raun þáttaskil því leið- togar mótmælenda höfðu ætíð lagst gegn aðild yfirvalda í írska lýðveld- inu að samningum um Norður- írland. Hume átti í síðustu viku viðræður við leiðtoga stjórnmálaarms hins ólöglega írska lýðveldishers (IRA) um hugsanlegar leiðir að friðsam- legri lausn deilumála á Norður- írlandi. í gær sagðist hann hlynntur hvaða formi valdsskiptingar sem væri ef sýnt þætti að hún yrði til að bijóta niður múra, sem risið hefðu milli kaþólskra íbúa og mót- mælenda. Norður-írland var sett undir beina stjóm frá London árið 1972, þremur árum eftir að hinn ólöglegi írski lýðveldisher (IRA) hóf hryðju- verk sín í þeim tilgangi að losa héraðið undan yfírráðum Breta. Tilraunir með þingræði ári seinna mnnu út í sandinn og landið sett aftur undir beina stjórn frá London. Reuter Michael Dukakis vann stórsigur í forkosningum demókrata í Connec- ticuf á þriðjudag. Dukakis sem er rikisstjóri í nágrannaríkinu Massac- hussets hlaut um 60% atkvæða. Edgar Faure, fv. forsætísráð- herra Frakk- lands, látinn París. Reuter. EDGAR Faure, einn kunnasti stjórnmálamaður Frakklands eftir strið, lézt í gær á sjúkra- húsi, 79 ára að aldri. Faure var tvívegis forsætisráð- herra og sjö sinnum ráðherra á rúmum 30 ámm. Hann er einn fárra franskra stjómmálamanna, sem gegndu ráðherradómi bæði á dög- um fjórða lýðveldisins, sem leið undir lok árið 1958, ogþess fimmta. Einna kunnastur er Faure fyrir að hafa átt fmmkvæði að laga- breytingum á sviði menntamála er leiddu til þess að illvígum stúdenta- mótmælum árið 1968 linnti. Hann neitaði einnig að taka sæti í stjórn Francois Mitterrands, sem tók við völdum árið 1981. Faure var formaður afmælis- nefndar, sem undirbjó mikil hátí- ðahöld í tilefni 200 ára afmælis frönsku byltingarinnar á næsta ári. Hann var lagður inn á sjúkrahús fyrir röskum mánuði vegna melt- ingartmflana og gekkst tvisvar undir skurðaðgerð, en allt kom fyr- ir ekki. Forkosningar demókrata í Connecticut: Oljós staða þrátt _ fyrir sigur Dukakis New York. Reuter. MICHAEL Dukakis, ríkisstjóri Massachussets, vann yfirburðasigur í forkosningum Demókrataflokksins í Connecticut á þriðjudag og hlaut rúmlega . Dukakis fékk tæplega 60% atkvæða, Jesse Jackson 29% og Albert Giore 8%. Þrátt fyrir þennann sigur Dukakis, sem flestir höfðu spáð fyrirfram, er hann þó langt frá því búinn að vinna sigur yfir Jesse Jackson í baráttunni um útnefningu Demókrata- flokksins. Til þess að vera ömggur um útn- efningu þarf frambjóðandi að vera búinn að ná 2082 kjörfulltrúum Danmörk: • • Olvaðir ökumenn velji milli fangelsis og hælisvistar Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, ÁKVEÐIÐ hefur verið að gefa mönnum, sem reynast sekir að ölvunarakstri, að velja milli fangelsisvistar eða meðferðar á drykkjumannahæli. Taki þeir síðari kostinum fellur refsing niður sem slík. Samkvæmt nýju reglunum, sem koma til framkvæmda á morgun, 1. apríl, eiga dómarar að benda ökumönnum á valkost- ina þegar þeir hafa kveðið upp fréttaritara Morgunblaðsins i Danmörku. úrskurð sinn. Talsmenn yfirvalda segja að tveggja vikna fangelsun oku- manna, sem ekið hafa ölvaðir, dugi skammt. Árlega afplána á Qórða þúsund manns fangelsis- dóm fyrir ölvunarakstur í Dan- mörku. Um helmingur þeirra eru það langt leiddir í drykkjunni að það væri ugglaust vænlegra til árangurs að þeir fengju meðferð við drykkjusýki. Stjórnarkreppan á Ítalíu: Sósíalistar reyn- ast de Mita erfiðir -Tekið til við gerð málefnasamnings eftir páska fyrir þing Demókrataflokksins sem haldið verður í Atlanta í júlí. Með sigrinum í Connecticut krækti Duk- akis sér í 34 kjörfulltrúa en Jackson 16. Þeir standa því tiltölulega jafn- ir að vígi enn sem komið er, báðir með rúmlega 600 kjörfulltrúa, og beina nú augunum að næstu for- kosningum sem haldnar verða í Wisconsin 5. apríl næstkomandi. Samkvæmt skoðanakönnunum verða kosningamar í Wisconsin mjög jafnar. Þær verða mjög mikil- vægar fyrir Dukakis, sem hefur átt undir högg að sækja eftir stórsigur Jacksons í Michigan, þar sem kosn- ingasigurinn í nágrannaríki hans Connecticut voru nánast á „heima- velli". 698 sjálfkjörnir fulltrúar Mun mikilvægari eru þó forkosn- ingamar í New York 19. apríl nk. en þar em mjög margir kjörfulltrú- ar í veði. Jackson er talinn vera ömggur um fylgi svartra kjósenda í ríkinu en þeir em þar um 20% kjósenda. Dukakis og Gore takast síðan á um fylgi hvítra kjósenda en þeim síðamefnda hefur ekki enn tekist að vinna sigur í norðurríki. Dukakis einbeitir sér nú einnig að þeim 698 kjörfulltrúum úr röðum forystumanna flokksins sem sjálf- kjömir em á þingið. Þessir fulltrúar gætu ráðið úrslitum um hver verður útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins en vitað er að margir þeirra em þeirrar skoðunar að dem- ókrötum myndi ekki takast að sigra frambjóðanda repúblikana með svertingja í framboði. Gore g'agnrýnir Jackson Það bar einnig til tíðinda á þriðju- daginn að Albert Gore, sem nú er í þriðja sæti í baráttunni um útnefn- ingu Demókrataflokksins, gagn- rýndi blökkumannaleiðtogann Jack- son harðlega en slík gagnrýni hefur ekki áður heyrst opinberlega úr röðum keppinautana. „Við emm ekki að kjósa predikara heldur for- seta,“ sagði Gore og hafði uppi efa- semdir um að Jackson væri gæddur þeim hæfileikum sem krafist væri af þeim er gegndi æðsta embætti þjóðarinnar. Bushfékk75% George Bush, varaforseti, vann auðveldan sigur í forkosningum Repúblikanaflokksins. Bush fékk 75% atkvæða en helsti andstæðing- ur hans, Robert Dole, sem hafði dregið sig úr baráttuni fyrr um daginn, fékk 20% atkvæða. Mílanó. Frá Benedikt Stefánssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. AÐUR en páskahelgin gekk í garð birti Chiriaco de Mita, aðalritari Kristilega demókrataflokksins, aðilum fimm flokka stjórnarinnar drög að málefnasamningi væntanlegrar ríkisstjórnar ítaliu. í næstu viku setjast oddvitar flokkanna að samningum um efni skjalsins, sem er á annað hundrað blaðsíðna að lengd. Þótt menn séu enn hæfilega bjartsýnir um árangur stjórnarmyndunarviðræðnanna, er slagur um ráðherrastólana þegar hafinn, bæði innan f lokkanna og milli þeirra. Helsti þröskuldur í vegi de Mita koma í ljós, að stuðningur þeirra eru sósíalistar, annar stærsti flokk urinn í fimm flokka stjórninni. Þeg- ar de Mita tókst það verkefni á hendur fyrir hálfum mánuði að mynda stjórn, einsetti hann sér að koma saman ríkisstjórn með „skýr markmið". Á tungumáli ítalskra stjórnmálamanna merkir það, að flokkamir sættist á verkefnalista í stað þess að komast að málamiðl- un, sem oft hefur lítið gildi, þegar á reynir. Sósíalistar tóku heils hug- ' ar undir þessa stefnu, en nú er að gæti orðið dýru verði keyptur. Sósíalistar hafa þegar krafist þriggja mikilvægra ráðuneyta úr hendi Kristilega demókrataflokks- ins, innanríkis- og dómsmála, auk ráðuneytis Suður-Italíu. Það síðast- nefnda virðist þeim einna mikilvæg- ast. Segja þeir, að kristilegir demó- kratar hafi misnotað þá gífurlegu fjármuni, sem ráðuneytið fer með og ýtt undir óstjórn og spillingu. Giovanni Goria, fráfarandi forsætis- ráðherra og flokksbróður de Mita, mun hafa verið lofað því embætti. Aðalritarinn má einnig illa af inn- anríkisráðuneytinu sjá, því að þar situr einn af valdameiri mönnum flokksins. I málefnasamningi de Mita er gert ráð fyrir breytingum á starfs- háttum þingsins, takmörk verði sett á leynilegar atkvæðagreiðslur og verkefni fulltrúadeildar og öldunga- deildar aðgreind. Þar er líka tekið á nýjum útvarpslögum, en kristilega demókrata greinir verulega á við sósíalista um veldi fjölmiðlajöfurs- ins Berlusconi. Sósíalistar munu þegar hafa sett það á oddinn, að hann fái fullt frelsi til að keppa við ríkissjónvarpið, en hvor þessara aðila ræður yfir þremur rásum á landsvísu. Fann guUklump í garð- mum Bob Boyce, sem býr skammt frá Brisbane í Ástr- alíu, brosir út að eyrum er hann sýnir blaða- mönnum gull- klump er hann fann í garði sínum á þriðju- dag. Boyce kom niður á klumpinn er hann var að gróðursetja tré við sveitabýli sitt nærri Brisbane. Sérfræðingar segja að klump- inn geti Ástral- inn fundvísi að líkindum selt fyrir um 70.000 Bandaríkjadali (tæþar 2,8 millj- ónir ísl. kr.). Reuter
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.