Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 37
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Friður með frelsi
Föstudagurinn langi er ekki
liðin tíð í sögu mannkyns-
ins. Grimmdin og ranglætið,
sem dagurinn stendur fyrir,
skyggir á aldir og kynslóðir,
skyggir svo að segja á hverja
stund mannkynssögunnar fyrr
og síðar.
Samtökin Amnesty Inter-
national staðhæfa. að frásagnir
af húðstrýkingum, hörunds-
brunum, raflostum og hlið-
stæðri grimmd hafi borizt frá
um sextíu ríkjum — nálægt
þriðju hverri þjóð jarðar —
síðastliðin nokkur ár. Pjöi-
margar þjóðir og þjóðabrot
sæta kúgun af ýmsu tagi.
Staðbundin stríð eru háð af
hörku. Milljónir manna þjást.
Tugþúsundir fólks láta lífið
vegna ofstækis, ofríkis, átaka
og hryðjuverka.
Það sem þið gerið mínum
minnsta bróður, það gerið þið
einnig mér, sagði Jesús Krist-
ur. Sá sem negldur var á kross
að kröfu lýðsins, sem heimtaði
Barrabas lausan. Þessi áminn-
ing hins krossfesta nær jafnt
til illra verka sem góðra, ef
grannt er gáð. 111 verk eru
unnin þvert á boðskap Krists.
Líta verður á atburði víða um
heim í ljósi þessara orða. Þess-
ir atburðir, þar sem saklaust
fólk er „krossfest", skyggja á
líðandi stundir. Þrátt fyrir alla
menntun, þróun og framfarir
tuttugustu aldarinnar býr
minnihluti þjóða og mannkyns
við frið með frelsi — eða lýð-
ræði og þingræði í þeirri merk-
ingu orðanna, sem V-Evr-
ópubúar leggja í þau. Við verð-
um að horfast í augu við veru-
leikann sem við okkur blasir.
Lokuð augu breyta ekki heims-
myndinni. Við verðum að Ijá
viðvarandi boðskap föstudags-
ins langa eyra, hvort heldur
hann talar til okkar í heilagri
ritningu eð bláköldum veru-
leika samtímans.
Mestu máli skiptir þó að
missa ekki sjónar á hinu góða
í tilverunni. Páskasólin reis og
rís yfír skyggð fjöll föstudags-
ins langa. I upprisunni talaði
og talar Kristur til okkar. 0g
hann er vegurinn, sannleikur-
inn og lífíð. Kristinn boðskapur
er sá vegvísir sem getur leitt
einstaklinga og þjóðir til friðar
með frelsi.
Sem betur fer mótar þessi
boðskapur viðhorf og afstöðu
fjölmargra milljóna manna,
víðs vegar um veröldina. Sam-
hugur þessa fólks geymir afl,
orku og árangur. Þannig er
ljóst að mannúðarsjónarmið,
sem móta, að minnsta kosti
að hluta til, almanna viðhorf,
löggjöf og samfélög, þar sem
einstaklingsbundinn réttur
manneskjunnar er bezt virtur,
eiga rætur í kristinni kenn-
ingu. Af þeirri ástæðu skipti
kristnitaka íslendinga á Þing-
völlum árið eitt þúsund, eða
nálægt árinu eitt þúsund,
sköpum í sögu þjóðarinnar.
Lögfesting kristinnar trúar er
mikilvægasta lagagerð Al-
þingis fyrr og síðar. Við eigum
engu að síður — eins og aðrar
þjóðir — langa þroskaleið óf-
ama að þessu leyti. En mikil-
vægt er að virða, vemda og
þróa það sem áunnizt hefur.
Við megum og gjaman huga
að því að hver manneskja er
heimur út af fyrir sig. I þessum
einkaheimi hvers einstaklings
takast á sömu öfl, góð og ill,
og í umhverfinu, þjóðfélaginu
og samfélagi þjóðanna. Ytri
aðstæður hafa að vísu ómæld
áhrif inn í þennan hugar- eða
sálarheim einstaklingsins. Það
losar hann þó ekki undan
sjálfsábyrgð. Hann verður að
móta eigin lífsstefnu, eigin
lífsmáta, eigið viðmót til sam-
ferðarfólksins — í samráði við
skynsemi sína og samvizku.
Af þessum sökum vegur
menntun og þekking þungt á
lífsferli einstaklingsins. En
mestu varðar að páskasólin fái
að rísa yfír þau „skyggðu fjöll“
sálarlífsins, sem flestir búa
við. Boðskapur páskanna á að
þessu leyti engu minna erindi
við okkur nú en á dögum þeirra
atburða sem Nýja testamentið
greinir frá.
Páskar fara í hönd. Þeir
eru, eins og allar kristnar há-
tíðir, friðarhátíð. En jafnframt
sigurhátíð lífs yfir dauða.
Þessvegna fer vel á því að
páskamir eiga samleið með
vorinu, sem vekur gróðurríki
umhverfísins til nýs lífs af
vetrarsvefni.
Megi friður styrkjast í
mannheimi, í þjóðfélagi okkar,
á heimilum okkar og í hugar-
heimi okkar. Með þeim orðum
óskar Morgunblaðið lesendum
sínum og landsmönnum öllum
gleðilegra páska.
Þátttakendur og leiðbeinendur á námskeiðinií um borð i björgunarbáti Slysavarnafélagsins,
Gísla J. Johnsen, við síðuna á Sæbjörgu.
25 sjómenn á slysavarnanámskeiði í Sæbjörgu:
. Morgunblaðið/Bjami
Æfð björgun með þyrlu á slysavarna-
námskeiðinu í síðustu viku.
Hverjum sjómanni nauðsynlegt
„ÞETTA er hverjum manni nauð-
synlegt sem starfar á sjó. Það
ætti í rauninni að fara á svona
námskeið áður en farið er á sjó-
inn,“ sagði Friðrik Jóhannsson frá
ísafirði í samtali við Morgunblað-
ið. Hann var einn 25 sjómanna sem
voru á slysavamanámskeiði um
borð í Sæbjörgu, skólaskipi Slysa-
varaafélags Islands í síðustu viku.
Fór námskeiðið fram í Reykjavík.
Þáttakendur vom átta nemar á
skipsstjóraaraámskeiði á ísafirði
auk sjómanna af skuttogurunum
Ögra RE og Bergvík KE.
Námskeiðið skiptist í bóklegt og
verklegt. Kennt var m.a. um skyndi-
hjálp og notkun björgunartækja um
borð í skipum, einnig notkun gúm-
björgunarbáta og björgun með þyrlu.
A skyndihjálpamámskeiðinu var m.a.
lögð áhersla. á aðhlynningu manna,
sem bjargast úr sjó og hafa ofkóln-
að. „Það var mjög gagnlegt, röng
meðhöndlun eins og manni var kennd
í gamla daga, að ætti að nudda,
getur skaðað," sagði Friðrik. Hann
sagði að það mætti helst að þessu
námskeiði finna, að það sé of stutt.
„Það er farið yfir mikið efni á stutt-
um tíma. Þyrfti að lengja þetta og
gera betri skil, þannig að hægt sé
að gera meira verklegt. Það er í raun-
inni skrýtið hvað hefur verið lítið
lagt upp úr þessu hjá þessari þjóð,
sem lifir á sjósókn. Þessi námskeið
eru í íjársvelti, það mætti örugglega
spara einhversstaðar og setja í
þetta." sagði Friðrik Jóhannsson.
Hann sagði vistina um borð í
Sæbjörgu hafa verið mjög góða og
vel staðið að námskeiðinu. Björgun-
amámskeiðið er hluti af skipstjóm-
amámi ísfírðinganna og fengu þeir
styrk frá menntamálaráðuneytinu og
Slysavamafélaginu til að koma suð-
ur. Friðrik sagði að hugarfar sjó-
manna væri að breytast í jákvæða
átt gagnvart slysavarnarmálum:
„Eftir að menn hafa farið á svona
námskeið einu sinni, fara þeir að
hugsa. Þetta á ekki að vera einka-
mál yfirmanna á skipunum, þetta er
mál allra um borð.“
Sjá ísland og dey
Greenpeace-samtökin hafa farið
af stað með víðtæka auglýsinga-
herferð gegn hvalveiðum íslend-
inga. Auglýsingunum er beint að
kaupendum íslensks fisks á meg-
inlandi Evrópu og víðar og með-
fylgjandi auglýsing birtist í vest-
ur-þýska dagblaðinu Kölnische
Rundschau þann 12. mars:
Sjá ísland og dey. Líf hans er
í veði. Þess vegna eigið þér að
hætta að kaupa íslenskan fisk.
Frá árinu 1986 hefur öll hvalveiði
í ágóðaskyni verið bönnuð. Ástæðan:
þessi stórkostlegu sjávartröll eru í
útrýmingarhættu.
En ísland heldur veiðunum áfram.
Veiðar íslendinga hafh verið kenndar
við hreinar vísindarannsóknirr En
raunveruleikinn er á annan veg:
Samviskulaust halda íslendingar
áfram að flytja út hvalkjöt til Japans.
Þessu verður að ljúka. Þér getið
hjálpað. Hættið einfaldlega að kaupa
íslenska fískinn þangað til hvalveið-
unum hefur verið haett.
Fiskiðnaðurinn á íslandi er fjár-
hagslega nátengdur hvalveiðunum
og þar koma sömu menn við sögu.
Biðjið fiskkaupmanninn yðar um að
selja yður ekki físk frá íslandi. Fram-
boðið án íslenska fisksins er ríkulegt
°g g°tt-
Þegar íslendingar gera sér
grein fyrir að enginn vill Iengur
leggja sér fiskinn þeirra til munns
þá munu þeir Ioksins hætta að
drepa síðustu hvalina.
Einmal Island séhen und sterben.
Erst wenn die kiönder
merken, daQ niemand
mehr ihren Fisth will,
werden sie endlkh
ouihören, die letzten
Wale zu töten.
Es geht um sein Leben.
Verzkhten Sie darum
auf Fisch aus Island.
Sc.l N*6 «Hcr
Ucr tirunil U.c ljnuunchcn
Mccrccricwn und vum Auv
Mcrbcn bcdrolil
Wcnn Sic mchr Inlnrmjnoncn,
•unxhcn. vchrcihcn Sic un» 6mc
MKh.nrl hbnd
Und Djnlc fiir Ihrc UMcrMuUunu
llohc llrudkc I. Iljuvdcr Scvfjhrl.
TlMllljmhunr II.
lclcfunMOrítiUOI-O
GREENPEACE
Auglýsingin þar sem vestur-þýskir fiskkaupendur eru hvattir til að
hætta við íslenska fiskinn.
Noregur:
Islensku laxaseiðin sögð
þau bestu sem völ er á
Eftirfarandi grein birtist í
norska sjávarútvegsblaðinu Fisk-
aren 25. mars sl. og er höfundur
hennar Alf SjövoII. Gerir hann að
umtalsefni reynsluna af innflutn-
ingi islenskra laxaseiða og er það
niðurstaða hans, að fslensku seiðin
séu þau bestu, sem völ er á.
Reynsla norskra fískeldismanna
af íslenskum laxaseiðum, sem flutt
voru til landsins á árunum 1984-86,
var ákaflega misjöfn en þegar um
hana er rætt ber að hafa þetta tvennt
í huga:
1. íslensku seiðin voru nærri und-
antekningarlaust ekki afhent fyrr en
síðla sumars eða þegar komið var
fram á haust.
2. Á þessum tíma var ekki vitað
um eiginleika seiðanna eða af hvaða
stofni þau væru, ekki einu sinni í
sjálfu útflutningslandinu.
Afleiðingar þessa innflutnings
urðu því miður þær, að margir kom-
ust á þá skoðun, að „íslensk seiði
væru léleg seiði".
Það hefur gengið verr að uppræta
þessa fírru en ætla mátti og má að
nokkru rekja það til þess, að skort
hefur upplýsingar um stór seiði frá
íslenskum framleiðendum. Auk þess
hefur ekki tekist að útvega niður-
stöður samanburðarrannsókna á
ýmsum íslenskum laxastofnum. Hér
í Noregi hefur einnig verið lítið um
slíkar rannsóknir og sýnist mönnum
raunar sitt hvað um þá vitneskju,
sem fyrir liggur.
Stærsta fyrirtæki á íslandi í sölu
hrogna og seiða fyrir eldisstöðvar
er lsno hf. í Kelduhverfí en norska
fyrirtækið Mowi á nærri helminginn
í því eða 49%. Af þeim laxastofnum,
sem ísno er með, er „ísno-stofninn“
kunnastur eða „ísno-Mowi-stofninn“
eins og hann er líka kallaður. Á hann
ættir sínar að rekja til Laxár í Aðald-
al en hún er líklega frægasta stór-
laxaáin á íslandi.
Á síðustu árum hefur nokkuð ver-
ið gert af því að blanda þenna stofn
með laxastofninum í Laxá í Kjós og
í Víðidalsá og það fer ekki á milli
mála, að ísno-stofninn er nú sá, sem
er útbreiddastur og mest vitað um á
íslandi.
Um 80% af físki af þessum stofni
verða kynþroska þriðja haustið í sjó
og miðað við norskar aðstæður virð-
ist það vera mjög aðgengilegt. Enn
betra er, að ísno-stofninn virðist
gefa mjög góða raun í norskum fisk-
eldisstöðvum.
Vegna rejmslu fískeldismanna í
Norður-Noregi af íslenskum seiðum,
sem þeir fengu í fyrra, hafa margir
ákveðið að fá sama magn aftur nú
í ár. Er það einkum vegna betri vaxt-
ar íslenskú seiðanna miðað við seiði,
sem þeir hafa verið með annars stað-
ar frá. Sem dæmi má nefna, að fisk-
ur, sem var 80 gramma þungur þeg-
ar hann var afhentur í júlí í fyrra,
er nú 0,9-1 kg á þyngd.
íslendingar standa mjög vel að
vígi hvað varðar þá sjúkdóma, sem
orðnir eru algengir í seiðaframleiðslu
og fískeldi í Noregi og öðrum Evróp-
ulöndum. Eru fyrir því margar
ástæður og meðal annars þessar:
- Lega landsins og „náttúruleg
einangrun".
- Sérstakar aðstæður í íslenskri
seiðaframleiðslu þar sem unnt er að
notast við kalt vatn, heitt vatn (síað
grunnvatn) og sjó.
- Fylgst er óvanalega vel með
heilbrigði fisksins, jafnvel með hveij-
um einstökum físki.
- Almenn stjórnun og rekstrar-
venjur virðast vera til fyrirmyndar.
Ég tel, að á þessu ári, 1988, muni
einkunnarorð fiskeldismanna vera
„heilbrigður fískur". í því skyni virð-
ist óhjákvæmilegt að grípa til nógu
umfangsmikillar bólusetningar en
hún er aftur undir því komin, að
umhverfísaðstæður séu fullnægjandi.
Fyrir einstaka kaupendur getur
verið erfítt að ákveða hve mikið skuli
kaupa af bólusettum seiðum og
skiptir þá ekki minnstu hvort fiskeld-
isstöðin er í stakk búin til að halda
hitastigi eldisvatnsins nógu háu í 2-3
mánuði að vetrinum.
Við skulum hafa það í huga, að
íslendingar búa við náttúrulegar að-
stæður hvað þetta varðar. Þar ræður
rafmagnsreikningurinn ekki jafn
miklu um það og hér hvort eða hvaða
bóluefni er notað.
Hvorki verðlag né viðskiptareglur
ættu að fæla norska fískeldismenn
frá að kaupa íslensk laxaseiði. Þeir
hafa fulla þörf fyrir „bestu" seiðin
hvaðan sem þau koma. Mikill þungi,
hraður vöxtur og lítil afföll vegna
sjúkdóma eru það, sem allt snýst um
í þessari atvinnugrein. Ekki er ólík-
legt, að þessi atriði muni vega enn
þyngra á næstunni.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988
37
l=P-----I
LANDAKOTSSPITALI
25 milljón-
ir króna til
bráðabirgða
SAMKOMULAG hefur náðst milli Guðmundar Bjarnasonar
heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Jóns Baldvins Hanni-
balssonar fjármálaráðherra, um að ríkissjóður greiði til bráða-
birgða 25 milljónir króna til Landakotsspítala en skuldir
spítalans erum um 140 milljónir króna. Gegn þessari greiðslu
hefur heilbrigðis- og tryggingaráðherra óskað eftir að Landa-
kotsspítali fresti um sinn öllum aðgerðum sem leiða til breyt-
inga á rekstri sjúkrahússins.
Guðmundur sagði, að þetta
væri bráðabirgðalausn á meðan
ríkisendurskoðun fer betur yfir
reikninga Landakotsspítala fyrir
árið 1987 en að því loknu verður
endanlega ákvörðun tekin um
greiðslur til spítalans. Þá verður
einnig farið yfir rekstraráætlun
ársins 1988 og tölur í fjárlögum
til að forðast sama vanda að ári.
„Ríkisendurskoðun mun strax
eftir páska fara yfir reikninga árs-
ins 1987 og að því loknu munum
við setjast niður og ræða málið á
ný til að fínna endanlega niður-
stöðu,“ sagði Guðmundur.
Landakot
Landssamband sjúkrahúsa á íslandi:
Erfið rekstrarstaða Laiida-
kotsspítala ekki einsdæmi
í TILEFNI af fréttatilkynningu I sem sjúkrahúsin heyra undir. I Landssamband sjúkrahúsa á I allir landsmenn eigi kost á full-
fjárlaga- og hagsýslustofnunar Landssambandið hefur ekkert á íslandi lýsir sig ávallt reiðubúið komnustu heilbrigðisþjónustu,
sl. föstudag 25. mars, þar sem móti úttekt á heilbrigðiskerfinu til samstarfs um málefni sjúkra- sem á hveijum tíma eru tök á að
fjallað var um málefni Landa- enda verði hún gerð undir stjórn húsa í landinu, enda verði staðið veita.
kotsspítala og birt var í dag- I rétts ráðuneytis. I við markmið heilbrigðislaga að I (Fréttatíikynmng)
blöðum um helgina, vill stjórn
Landssambands sjúkrahúsa á
íslandi taka fram eftirfarandi:
Fullyrðing þess efnis, að Landa-
kotsspítali hafí á sínum tíma feng-
ið sömu umfjöllun og önnur
sjúkrahús, sem síðar voru færð á
fjárlagakerfi (1987), orkar mjög
tvímælis. Landssambandi sjúkra-
húsa er fullkunnugt um, að þegar
Landakotsspítali var færður á föst
fíárlög 1983, var það einhliða
ákvörðun stómvalda, án alls sam-
ráðs við stjómendur spítalans.
Árið 1985, er til stóð að færa 14
sjúkrahús sveitarfélaga á fiárlaga-
kerfi, var að tilmælum landssam-
bandsins gerð ítarleg úttekt á
rekstri þeirra, og yfírfærslu seink-
að til 1987 til að unnt væri að
vinna það verk. Engin slík úttekt
fór fram þegar Landakotsspítali
og Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri voru færð yfír 1983.
Hin erfiða rekstrarstaða Landa-
kotsspítala er ekkert einsdæmi í
spítalarekstri landsmanna. Halli
hefur verið á spítölum í daggjalda-
kerfi og fjárlagakerfi um langt
árabil og hallinn greiddur efcirá.
Á síðasta ári er þessi halli yfir
hálfan milljarð króna. Landssam-
band sjúkrahúsa hefur oft bent á
nauðsyn þess, að vandað sé til
allrar áætlanagerðar ekki síður
ættu að vera óþarfir, ef fjárveit-
ingar eru miðaðar við raunvem-
legan kostnað hveiju sinni.
Fjármálaráðherra hefur látið að
því liggja, að nauðsynlegt sé að
gera heildarúttekt á heilbrigði-
skerfinu, og telur bandaríska aðila
best til þess fallna. Landssamband
sjúkrahúsa lýsir yfir áhyggjum á
þróun þessara mála, sem bendir
til þess að stjórnun heilbrigðismála
sé að færast í hendur íjármála-
ráðuneytis frá heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu, sem
að sjálfsögðu er það ráðuneyti,
Fjárlaga- og hagsýslustofnun:
Rekstrarhalli Landa-
kots rösk 13% en um
5% hjá öðrum spítöhun
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi frá fjárlaga-
og liagsýslustofnun fjármála-
ráðuneytisins:
Vegna athugasemda stjórn-
enda Landakotsspítala við frétta-
tilkynningu íjárlaga- og hagsýslu-
stofnunar er eftirfarandi komið á
framfæri:
Fjárlaga- og hagsýslustofnun
heldur fast við það sem kemur
fram í fyrri fréttatilkynningu.
Stjómendur Landakotsspítala
hafa farið út í meiriháttar rekstur
og eignakaup án heimilda i fjár-
lögum. Afstaða fjárlaga- og hag-
sýslustofnunar er meðal annars
byggð á skýrslu Ríkisendurskoð-
unar um athugun á bókhaldi og
reíkningsskilum stofnunarinnar
árin 1985 og 1986. Varðandi þau
atriði sem nefnd hafa verið þá
hafa ekki komið fram fullnægj-
andi skýringar frá stjóm spítalans
við athugasemdir Ríkisendurskoð-
unar um Marargötu 2, rekstur
þvottahúss og styrktarsjóð. Hér
verða ekki nefndar tölur úr
skýrslu Ríkisendurskoðunar enda
alger undantekning að fjárlaga-
og hagsýslustofnun fjalli um ein-
stakar stofnanir opinberlega. Það
má hins vegar vera hveijum
manni ljóst að stofnun sem fer
ítrekað út í breytingar á rekstri
sem valda kostnaðarauka innan
ársins, án þess að leita tilskilinna
fjárheimilda, hlýtur að þyngja
íjárhagsstöðu sína. Það er stjóm-
endum Landakotsspítala eklri til
sóma að væna fjárlaga- og hag-
sýslustofnun um þekkingarleysi
þegar byggt er á niðurstöðum
óháðs aðila um vanda spítalans.
Slíkur málflutningur er ekki til
að efla traust á stjómendum
spítalans. Það er stjórnendum
spítalans ekki heldur til sóma að
ræða mál sín á opinberum vett-
vangi áður en ráðhermm viðkom-
andi ráðuneyta hefur borist erindi
sjúkrahússins. Það telst varla
ábyrg afstaða af hálfu stjómend-
anna að fara út í rekstur og eigna-
kaup sem eru umfram heimildir
fjárlaga og varpa síðan vandanum
yfir á stjómvöld þegar í óefni
stefnir. Slíkar aðferðir tryggja
vart hagsmuni sjúklinga spítal-
ans.
Varðandi fullyrðingar um að
rekstur Landakots umfram fjár-
lög sé sambærilegur við önnur
sjúkrahús þá er halli annarra
stærri sjúkrahúsa um og innanvið
5% á meðan halli Landakots er
rúmlega 13% samkvæmt bráða-
birgðauppgjöri ársins 1987. Varð-
andi launagjöldin þá hefur Landa-
kotsspítali fleiri stöðuheimildir á
sjúkrarúm en sambærileg sjúkra-
hús og einnig er rétt að fram
komi að fjárlaga- og hagsýslu-
stofnun hefur gert athugasemdir
við launaáætlanir spítalans.
Að lokum vill fjárlaga- og hag-
sýslustofnun ítreka það sem kom
fram í síðustu fréttatilkynningu
vegna þessa máls: Við afgreiðslu
ijárlaga liggur fyrir ákvörðun
Álþingis um það rekstrarumfang
sem löggjafarvaldið telur eðlilegt
að greitt sé af skattfé almennings
hveiju sinni. Á það er lögð rík
áhersla að St. Jósefsspítali Landa-
koti nýtur engrar sérstöðu um-
fram önnur sjúkrahús og þarf að
haga starfsemi sinni innan fjár-
heimilda.
Er það von fjárlaga- og hag-
sýslustofnunar að þetta mál þurfi
ekki að ræða frekar í fjölmiðlum
þar sem það er ekki vænleg leið
til lausnar á vanda spítalans.