Morgunblaðið - 31.03.1988, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988
'41
SÉRA AGNES M. SIGURÐARDÓTTIR
SÓKNARPRESTUR Á HVANNEYRI
HRAÐIHVERSDAGSLÍFSINS
ALLUR MINNI
UÓSMYNDIR OG TEXTI: EINAR
FALUR INGÓLFSSON
s.
ÉRA Agnes M. Sigurð-
ardóttirog fjölskylda hennar eru
búsett á Staðarhóli, rétt utan við
Hvanneyri í Borgarfirði. Þaðan þjón-
ar hún fjórum sóknum, þar sem
kirkjurnareru þrjár, en sóknarbörnin
eru á milli fjögur og fimm hundruð.
Agnes var vígð til prestsþjónustu
1981 og starfaði næstu fimm árin
sem aeskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunn-
ar. Þá starfaði hún einnig í Dómkirkj-
unni. í nóvember 1986 lét hún
draum sinn um sveitaprestakall
rætast er hún tók við embættinu
að Hvanneyri. Eiginmaður Agnesar
er Hannes Baldursson, tónmennta-
kennari, og sækir hann vinnu sína
meöal annars til Reykjavíkur í hverri
viku, og kennireinnig í Borgarnesi
og á Hvanneyri. Þau eiga tvö börn,
Sigurð, sjö ára og Margréti, sem
eráöðruári.
AÐALKIRKJA sóknarinnar er á
Hvanneyri en þar, sem og i Bæj-
arkirkju í Bæjarsveit og Lundarkirkju
í Lundarreykjadal, messar Agnes
einu sinni í mánuði. Auk þess starf-
rækir hún sunnudagaskóia fyrir
börn annan hvern sunnudag, er
með opið hús fyrir eldri borgara
mánaðarlega og hefur tíma fyrir
fermingarbörn í grunnskólanum að
Kleppjárnsreykjum. Agnes veröur
að flýta fermingunum fram á
skírdag, þar sem hún á von á þriðja
barni sínu í kringum hvítasunnuna.
ÞRÁTT fyrir nokkra einangrun og
breytingarfrá erli borgarinnar, kann
fjölskyldan vel við sveitina. Hraði
hversdagslífsins er allur minni, gott
er að vera þar með börnin og
draumurAgnesarum prestakallið
úti á landi hefur ræst.