Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988
47
Hver er munurínn
á kaffi og kaffi?
eftir Davíð Jónsson
Þegar við íslendingar drekkum
kaffíð okkar hugsum við sjaldnast
um hvemig það er hingað komið.
Við veltum því ekki mikið fyrir
okkur hvemig verð þessarar vöru
er til komið eða hvað þeir fá fyrir
hana, sem framleiða. Kaffi er verð-
mætasta söluvara þriðja heimsins
að undanskilinni oiíu og er þeim
jafn nauðsynleg Qárhagslega og
fískurinn er okkur. Verðmæti upp-
skerunnar ræðst lítið af gæðum eða
magni heldur af spákaupmennsku
á skyndimörkuðum og magninn-
kaupum fjölþjóðafyrirtækja. Það
eru vestrænu kaupendumir sem
ráða markaðnum og virkilega
græða á kaffiversluninni meðan
fátæku þjóðimar og bændurnir sem
skapa verðmætin fá óeðlilega lítið
fyrir. Hingað til hefur nánast ekk-
ert verið hægt að gera til að breyta
þessu misrétti og við íslendingar
höfum tekið þátt í þessu sölukerfí
og styrkt það.
Nýleið
Þegar ég frétti af nýju verslunar-
kerfí sem sér um dreifíngu á vömm
frá þriðja heiminum með það að
meginmarkmiði að framleiðendur
fái sem diýgstan hlut arðsins til
uppbyggingar í heimalandi sínu
vakti það athygli mína. Ég setti
mig í samband við fyrirtæki sem
er mjög framarlega í þessu starfi
og kallast Stichting Ideele Import
og er vel þekkt í uppmnalandi sínu,
Hoilandi. Þetta fyrirtæki selur kaffi
og aðrar vömr sem em fengnar
beint frá samvinnufélögum bænda
í framleiðslulöndunum og fær hlut
af söluverði fyrir rekstrarkostnaði.
Þetta fyrirkomulag veldur því að
um 60% af smásöluverði hvers
kaffípakka fer beint til bændanna,
milliliðalaust. Hefur nú verið gerð
pöntun á kaffí frá Tanzaníu og ef
það reynist vinsælt verður athugað
með innflutning á fleiri vömtegund-
um frá Ideele Import.
Hvernig það byrjaði
Þetta hugsjónafyrirtæki var
stofnað 1976 af Carl Grasveld.
Hann hafði árinu áður verið að
vinna hjálparstörf víðsvegar f
Afríku. Bændur, samvinnufélög og
framleiðendur komu því oft að hjá
Carl að hann útvegaði þeim sam-
bönd við innflutningsaðila fyrir vör-
ur þeirra í Evrópu. Þegar heim kom
Davíð Jónsson
„Hingað til hefur nán-
ast ekkert verið hægt
að gera til að breyta
þessu misrétti og við
Islendingar höfum tek-
ið þátt í þessu sölukerf i
og styrkt það.“
til Hollands náði hann tali af ýmsum
fyrirtækjum sem þegar vom starf-
andi á sviði innflutnings frá þriðja
heiminum. Eftir að hafa verið í
endalausum viðræðum án þess að
samningar næðust, tók hann þá
ákvörðun að stofna eigið fyrirtæki
ásamt nokkmm félögum úr hjálpar-
starfínu. Fyrstu árin var öll starf-
semi Ideele Import gerð út frá heim-
ili Carls, sem er húsbátur á síki í
Amsterdam. 1980 komust þau á
þurrt og hafa aðeins stækkað við
sig einu sinni síðan.
Ekki bara kaffi
Eftir að Ideele Import komst á
legg hafa aðilar frá mörgum lönd-
um þriðja heimsins sóst eftir við-
skiptum í gegnum þá. Vömmar em
margskonar og mætti þar helst
nefna: Kaffí og sesamfræ frá Nik-
aragua; te frá Sri Lanka, kaffi frá
Angóla; te, kaffí, hnetur og sjávar-
salt frá Mozambique; túnfísk frá
Grænhöfðaeyjum o.m.fl. Kaffíð
þykir sérlega gott. Það er brennt
og malað í Hollandi til að tryggja
ferskleikann sem myndi frekar tap-
ast ef varan væri fullunnin í fram-
leiðslulandinu. Ideele Import rekur
umboðsskrifstofur 1 Managua, Nik-
aragua og Maputo í Mozambique.
Ideele dreifír vömm til Belgíu,
Norðurlandanna, Vestur-Þýska-
lands, Kanada og Bandaríkjanna.
En starfið hjá Ideele er tvíþætt,
ekki aðeins innflutningur og dreif-
ing, heldur einnig innkaup og út-
vegun á tækjum og þekkingu til
að aðstoða við uppbyggingu í þriðja
heiminum. Þessi aðstoð fyrirtækis-
ins nýtist á hinum margvíslegustu
sviðum, þar á meðal við hafnagerð,
vömflutninga, rafmagnsfram-
leiðslu, sjúkrahúsauppbyggingu,
rannsóknarstörf, vatnsveitur, land-
búnað, skólauppbyggingu svo og
ýmsa neyðaraðstoð.
Framlínuaðgerðir
Ideele Import er með aðgerðir
gegn aðskilnaðarstefnunni í S-
Afríku sem felast í því að styrkja
löndin sem liggja að S-Afríku og
gera þau fjárhagslega sjálfstæðari.
Það er gert með því að versla sem
mest við þessi lönd á þann veg að
framleiðslulöndin fái sem mestan
arð. Þetta grefur undan því valdi
sem S-Afríka hefur á þessum lönd-
um. Þessar aðgerðir ganga undir
nafninu Front Lijn Actie eða
Framlínuaðgerðir. Verslunin með
Tanzaníu-kaffí er liður í þessari
baráttu.
Tökum ábyrgð
Þróunaraðstoð eins og hún er í
dag dugir skammt. Mörg vestræn
ríki hafa skuldbundið sig við 1%
af þjóðarframleiðslu sem framlag,
þar á meðal íslendingar. Við höfum
því miður ekki staðið við þessar
skuldbindingar og skorið framlög
okkar við nögl, þ.e.a.s. í stað 1%
höfum við látið um 0,1%. Þó að
framlag okkar væri í raun 1%,
myndi það duga skammt. Sannleik-
urinn er sá að fyrir hveija krónu
sem fer í þróunaraðstoð þarf þriðji
heimurinn að greiða þijár til baka
í erlendar lántökur. Við þurfum að
taka ábyrgð sjálf á þessum málum.
Það að ætlast til að ríkisstjómin
geri eitthvað f þessum málum er
aðeins leið til að plata sig og firra
sig ábyrgð. að halda það að skipta
um ríkisstjóm bæti eitthvað _er líka
leið til að plata sjálfan sig. í þessu
eins og svo mörgu öðru er best að
framkvæma hlutina sjáifur, því nú
er til ný leið til að styðja við þriðja
heiminn á heilbrigðan og raun-
hæfan hátt.
Höfundur er félagi íSamtökum
græningja.
Gaidsláttuvélin
mr shqib m
Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu
Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg.
Fyrirferðarlítil, létt og meðfærileg.
3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél.
Auðveldar hæðarstillingar.
Þú slærö betur meö
Meir en 12 gerðir af
háfumálagereða
til afgreiðslu með
stuttumfyrirvara.
Háfarnir fást í
svörtu, hvrtu,
kopar, messing
og ryðfríu stáli
500 eða 1000
m3viftur.
/V'
Einar Farestveit &Co.hf.
Borgartúni 28, símar 91-16995,91-622900.
PLAST
I PLÖTUM
ER OKKAR SÉRGREIN
ACRYL
Glært plastgler
Glærar og litaðar plastplötur í mörgum
þykktum. Acryl plastgler má nota á fjöl-
breyttan máta í ýmsa hluti, t.d. í hurðir
og glugga, statíf, húsgögn, póstkassa,
innréttingar og undir skrifborðsstóla.
Getum útvegað fjölmargar gerðir af plast-
efnum í plötum, hólkum og stöngum.
Smíðum hluti úr plastgleri.
Vinnum úr þínum hugmyndum.
14
Háborq hf
|H M Skútuvogi 4
§9 !■ S: 82140 & 680380.