Morgunblaðið - 31.03.1988, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988
49
Morgunblaðið/Þorkell
KOMU FÆRANDIHENDI
Starfsmenn Hagkaups í Skeifunni komu færandi til að gaiða sér á um páskana. Var þeim fagnað vel
hendi í Skálatúnsheimilið í Mosfellssveit í fyrradag. að vonum.
Þeir gáfu vistmönnum fímm stórar súkkulaðikanínur
I
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Afhending sveinsbréfa íhúsasmíði
Fimmtíu sveinsbref í húsasmíði voru afhent fyrir nokkru og var ein kona
í þeim hópi, sem útskrifaðist. Á myndinni sést Jón Hannesson, formaður
prófanefndar, afhenda Sigríði Þorleifsdóttur sveinsbréf hennar.
Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson
Fermingarbarnahópurinn á tröppum gamla skálans í Vatnaskógi.
Fermingarbarna-
mót í Vatnaskógi
Fermingarbarnahópur úr Garðinum og Sandgerði dvaldi í Vatna-
skógi um síðustu helgi. 30 börn voru i hópnum ásamt sóknarpresti
sínum, Hirti Jóhannssyni á Útskálum, og Magnúsi Erlingssyni, æskulýðs-
fulltrúa. Viðfang helgarinnar var fræðsla og að kynnast betur inn-
byrðis, enda Vatnaskógur ákjósanlegur staður til þess að fara á og
hafa dýrmæta samfélagseflingu.
Hefur þótt vera bót að því, að
fermingarböm komi saman eina
helgi eða svo. Sagði Hjörtur, sóknar-
prestur á Útskálum, að þetta fyrir-
komulag væri gott, þar sem þetta
væri tilbreyting fyrir krakkana og
gerlegt væri að ná meiri trúarlegri
upplifun í ferðum sem þessari í
Vatnaskóg, heldur en væri í skólan-
um. Þar væri fermingarfræðslutím-
inn venjulegast aðeins viðbót við alla
hina tímana í skólanum, sem yfirleitt
væru ekki í neinu uppáhaldi hjá
krökkunum.
Eftiið, sem farið var í á fræðslu-
stundinni á laugardagskvöldið, fjall-
aði um djöfulinn, helvíti og endur-
komu Krists á efsta degi, og tengt
við boðskap páskanna. Síðan var
kvöldvaka í umsjón fermingarkrakk-
anna sjálfra og endaði með kvöld-
stund og bænum úti í kapellunni í
Vatnaskógi. Sagði Hjörtur, að með
fyrirkomulagi sem þessu upplifðu
krakkamir allt aðra þætti heldur en
unnt væri að viðhafa í kennslustund.
Oft væru upplifanir sem þessar hið
helzta, sem krakkar myndu eftir,
þegar frá liði og horft væri til ferm-
ingarfræðslunnar. Reynslan væri því
miður sú, að fermingin væri oft á
tíðum útskrift úr kirkjunni, og liðu
oft mörg ár þar til sumir kæmu aft-
ur í kirkju eftir fermingarathöfnina.
-pþ.
Afmælisfundur
AA-samtakanna
- á föstudaginn langa
AA-samtökin halda árlegan afmælis- og hátíðarfund sinn á föstudag-
inn langa, 1. apríl n.k. Fyrstu íslensku AA-samtökin voru stofnuð á
föstudaginn langa árið 1954. Síðan hefur þessi dagur verið hátíðar-
og afmælisdagur samtakanna, sama hvaða mánaðardag hann ber upp
á.
Hátíðarfundurinn verður í Há-
skólabíói og hefst kl 21:00. Þar koma
fram gestir frá Al-anon og Al-ateen
samtökunum, sem eru samtök að-
standenda alkóhólista. í dag eru
starfandi um 190 deildir AA-sam-
takanna um land allt, þar af um 90
í Reykjavík. Erlendis eru starfandi
5 íslenskumælandi deildir. Hver
þessara deilda heldur að minnsta
kosti einn fund í viku. Upplýsingar
um fundi og fundarstaði er hægt
að fá á skrifstofu AA-samtakanna
að Tjarnargötu 5, 101 Reykjavík.
{ fréttatilkynningu frá AA-sam-
tökunum segir svo um samtökin:
„AA-samtökin eru félagsskapur
karla og kvenna, sem samhæfa
reynslu sína, styrk og vonir, svo að
þau megi leysa sameiginlegt vanda-
mál sitt og séu fær um að hjálpa
öðrum til að losna frá áfengisbölinu.
Til þess að gerast AA-félagi þarf
aðeins eitt: Löngun til að hætta
að drekka."
Ennfremur segir þar: „AA-sam-
tökin lofa ekki neinum bata, en
benda má á, að mikill fjöldi fólks
hefur öðlast nýtt viðhorf til lífsins
eftir að hafa kynnst AA-samtökun-
um og fengið að njóta þess að kom-
ast út úr myrkri ofdrykkjunnar yfir
í ljós og birtu eðlilegs mannlífs, an
áfengis."
Allir eru boðnir velkomnir á há-
tíðarfundinn á föstudaginn langa og
verða kaffiveitingar að honum lokn-
um.
Tvö lítil lömb
til að gæla við
KJeDDiárnsrevkium. ^ ^ t
Kieppjárnsreykjum.
EFTIR mesta snjó vetrarins sem
kom í síðustu viku fékk Páll
Guðnason bóndi á Steindórsstöð-
um áminningu um að vorið væri
i nánd. Þegar hann kom út í fjár-
hús í mestu ófærðinni tóku á
móti honum tvö lömb.
Ekki er þó hægt að segja að
sauðburður sé eiginlega hafinn þar
sem þetta er undantekning. Páll
sagðist „ekki hafa hleypt til ánna
neitt fyrr en venjulega þannig að
þetta hefur verið forskot á sæluna
hjá blessaðri ánni. Það er óneitan-
lega gaman að hafa tvö lítil lömb
að gæla við svona seinni hluta vetr-
ar“.
Nokkuð er um að erlendar vinnu-
konur séu á bæjunum hér i Reyk-
holtsdal. Tvær eru frá Austurríki
og vinna þær aðallega við tamning-
ar og tvær eru frá Noregi og ein
frá Hollandi.
Regnboginn:
Leiðrétting
í FRÉTT í Morgunblaðinu laug-
ardaginn 26. mars féll niður setn-
ing í frétt um dvalarheimilið í
Barmahlið og verður málsgrein-
in við það markleysa.
Málsgreinin á að vera svona: Hér
á Reykhólum fer að fjölga fólki sem
þarf á læknishjálp að halda en hana
þarf að sækja til Búðardals. Þess
vegna er það samdóma álit lækn-
anna i Búðardal og þeirra sem njóta
læknishjálpar að það sé eitt af for-
gangsverkefnum sem þingmenn
verða að beita sér fyrir að koma
brú yfir Gilsfjörð. Við það styttist
leiðin um 20—24 km eða fjórða part.
Kvikmyndin
Bless krakkar
frumsýnd
Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson
Páll Guðnason bóndi á Steindórsstöðum og fyrstu lömbin.
Kvikmyndahúsið Regnbog-
inn hefur tekið til sýningar
frönsku myndina Bless
krakkar (Au revoir les En-
fants). Leikstjóri er Louis
Malle. Myndin er tilnefnd til
8 Óskarsverðlauna og nýlega
hlaut hún 8 Cesar-verðlaun,
en það eru frönsk kvikmynda-
verðlaun.
Myndin gerist árið 1944 og
fjallar um samband drengjanna
Julien og Jean sem eru í ka-
þólskum drengjaskóla.
Stríðsástandið skapar sterkan
undirtón, hemám Þjóðverja,
matarskömmtun, gyðingahatur
o.fl.
Aðálhlutverkin leika tveir
ungpr drengir, Gaspard Manesse
og Raphael Fejtö.
Aðalleikarar kvikmyndarinn-
ar Bless krakkar, Gaspard
Manesse og Raphael Fejtö.
Vil ekki sýna hveija
mynd oftar en einu sinni
- segir Sigþrúður Pálsdóttir sem opnar
sýningu á Kjarvalsstöðum á laugardag
Myndlistakonan Sigþrúður
Pálsdóttir opnar sína fjórðu
einkasýningu í Kjarvalssal
Kjarvalsstaða, laugardaginn 2.
apríl kl. 14. 40 myndir, allt frá
smámyndum upp í stór verk,
verða á sýningunni, sem stendur
til 17. apríl.
Myndimar eru fígúratívar og
flestar unnar í olíu en nokkrar eru
unnar með blandaðri tækni. Þær
eru allar unnar á innan við ári og
sagði Sigþrúður það stafa af því
að hún vildi helst ekki sýna hveija
mynda sinna oftar en einu sinni.
„Hvert verkanna er unnið sem sjálf-
stætt verk,“ sagði Sigþrúður. „Mér
fínnst þær allar töluvert skyldar,
þó þær líti ef til vill ekki út fyrir
það. Allar flalla þær um sama
myndefnið, manninn og sálina."
Sigþrúður er 33 ára og hefur
lagt stund á myndlistanám í Kaup-
mannahöfn og New York. í Kaup-
mannahöfn vann ég við gluggaskre-
ytingar og skiltagerð og var á
myndlistamámskeiðum Meirihluti
námsins fór fram í New York á
áranum 1977-1982 í 2 skólum; The
Morgunblaðið/Sverrir
Sigþrúður Pálsdóttir við tvö verka
sinna, „Góðan daginn" og „Tara“.
Art Students League og The School
Of Visual Arts.
Undanfarin fímm ár hefur Sig-
þrúður málað hér í Reykjavík.