Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988
59;
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Keflavík
Blaðbera vantar í Heiðahverfi II.
Upplýsingar í síma 92-13463.
Skóflumaður
Björgun hf. óskar að ráða mann á hjóla-
skóflu til starfa í sumar.
Mikil vinna.
Björgun hf.,
Sævarhöfða 13, sími 681833.
Afgreiðslustarf
Óskum að ráða röskan afgreiðslumann í
varahlutaverslun okkar. Framtíðarstarf.
Upplýsingar á skrifstofunni í síma 687121.
HÁBERGP
SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88
Sjálfstætt starf hjá
þjónustufyrirtæki
Fyrirtækið er virt þjónustufyrirtæki í miðborg
Reykjavíkur.
Starfið felst í móttöku viðskiptavina, veitingu
upplýsinga í síma, úrvinnslu sérhæfðra verk-
efna, tölvuvinnslu og öðrum almennum skrif-
stofustörfum.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi sé á aldrin-
um 30 til 40 ára, hafi almenna reynslu af
skrifstofustörfum, sé leikinn í vélritun og/eða
hafi reynslu af tölvunotkun. Sérstök áhersla
er lögð á hlýlega framkomu og hæfileika til
að starfa sjálfstætt undir álagi.
Vinnutími er frá kl. 9.00-17.00.
Umsóknarfrestur ertil og með 8. apríl 1988.
Ráðning verður sem fyrst.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00.
Skólavördustig 1a - 101 Reykjavik - Sími 621355
Markaðsstjóri
Öflugt fyrirtæki á sviði fjármála og
viðskipta, með mikil erlend samskipti,
vill ráða markaðsstjóra til starfa.
Starfið er laust nú þegar. Ekki er um að
ræða nýtt starf.
Viðkomandi veitir forstöðu markaðs- og
útbreiðslumálum fyrirtækisins, ásamt tengd-
um verkefnum.
Viðskipta og/eða markaðsfræðimenntun er
nauðsynleg. Æskilegt að viðkomandi
hafi góða reynslu af sölustarfsemi og
almannatengslum (PR), hafi til að bera
trausta og örugga framkomu og hafi gott
vald á íslensku máli og ensku. Starfið krefst
nokkurra ferðalaga innanlands og utan.
Launakjör samningsatriði. í boði er góð
vinnuaðstaða. Gott framtíðarstarf.
Allar nánari upplýsingar veittar í fullum
trúnaði á skrifstofu okkar.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf sendist skrifstofu okkar í síðasta lagi
þriðjudaginn 5. apríl nk.
frl JÐNT TÓNSSON
RÁDCJÖF & RÁDN I NCARÞJÓN USTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVlK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Innri-Njarðvík
Blaðbera vantar í Innri-Njarðvík.
Upplýsingar í síma 92-13463.
Enska - Ritari
- Hlutastarf
Traust iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða
starfsmann til enskra bréfaskrifta.
Þarf að geta unnið sjálfstætt, geta sett upp
og svarað bréfum.
Starfið má vinna á heimili viðkomandi. Lagt
verður til telefaxtæki sem samskipti ritarans
og fyrirtækis munu fara fram um.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl.
merktum „Telefax - 4825“ fyrir 11. apríl.
Laus staða
til umsóknar
Staða útibússtjóra við Lækjargötuútibú Iðnað-
arbankans er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt ákvörðun bankaráðs Iðnað-
arbanka íslands hf.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1988.
Umsóknum sé skilað til bankastjórnar Iðnað-
arbankans. Allar nánari upplýsingar veita
Bragi Hannesson, bankastjóri og Sveinn H.
Skúlason, forstöðumaður rekstrarsviðs Iðn-
aðarbankans.
Iðnaðarbanki Islands hf.
Reykjavík, 18. mars 1988.
Ný verkef ni
Talnakönnun óskar eftir að ráða í eftirtalin störf:
Forritun. Aðalverkefni eru viðhald og upp-
bygging viðamikils tölvukerfis fyrir S/3x tölv-
ur (verðbréfakerfið Arður). Reynslu af forritun
er krafist.
Ritari. Hálft starf. Umsækjandi þarf að hafa
gott vald á íslensku og reynslu af vinnu við
tölvur. Fjölbreytt starf sem krefst frumkvæð-
is og sjálfstæðra vinnubragða.
Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu
Talnakönnunar, Síðumúla 1, Reykjavík,
s: 688644.
Talnakönnun er vaxandi fyrirtæki sem sér-
hæfir sig í verkefnum sem tengjast úrvinnslu
upplýsinga og ákvarðanatöku.
TALNAKÖNNUN
y_________________________
Sölustarf
- útkeyrsla
Bókaforlag vill ráða nú þegar menn til lager-
starfa, útkeyrslu og sölustarfa.
Við leitum að duglegum og ábyggilegum
mönnum sem geta unnið sjálfstætt.
í boði eru góð laun fyrir rétta aðila.
Skrifstofufólk
/
Oskum nú þegar eftir manneskjum til marg-
víslegra framtíðarstarfa á skrifstofum.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
veittar á skrifstofu okkar frá kl. 9-15.
StarfsMiÖlunin
Afleysinga- og ráðningaþjónusta
Ármúla 19 -108 Reykjavík • 0 689877
Húsmóðir
Okkur á dagvist MS-félagsins vantar góða
húsmóður sem fyrst. Vinnutími frá kl. 9.00-
14.00.
Upplýsingar í síma 688620 (Oddný).
Tækjastjórar
Viljum ráða vana tækjastjóra til starfa.
Upplýsingar í síma 622700 eftir páska.
ÍSTAK
Verkfræðingar - verktakar.
Lyftaramaður
og verkamaður
óskast til starfa hjá byggingavöruverslun
sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri
í síma 698320.
SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA
STARFSMANNAHALD
Fjármálastjóri
Þekkt einkafyrirtæki í borginni, heildsala -
smásala, vill ráða fjármálastjóra til starfa
fljótlega.
Leitað er að viðskiptafræðingi með minnst
tveggja ára starfsreynslu.
Laun samningsatriði. Gott framtíðarstarf.
Allar nánari upplýsingar veittar í fullum trún-
aði á skrifstofu okkar.
Gudmíónsson
RÁDCJÖF &RÁDNINCARÞJÓNUSTA
TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVlK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Sumardvalarheimilið
Kjarnholtum,
Biskupstungum
auglýsir eftir starfsfólki. Uppeldismenntun
eða fyrri störf með börnum æskileg. Viðkom-
andi þarf að vera hress og lífleg manngerð.
Gítarkunnátta, skátastarf og afskipti af hest-
um eru æskileg meðmæli.
Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér betur
þessa starfsemi sendi inn nafn, símanúmer og
heimilisfang, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf á auglýsingadeild Mbl. fyrir 6.
april, merktar: „Sumar í sveit - 333“.
Bankastarfsmenn
Vegna mikillar eftirspumar vantar okkur
umsækjendur á skrá til almennra banka-
starfa. .
í boði eru fjölbreytt störf hjá hinum ýmsu
bankastofnunum í Reykjavík og nágrenni.
Hæfniskröfur eru þær að umsækjendur séu
töluglöggir og nákvæmir. Menntun af versl-
unar- eða viðskiptasviði er æskileg og
reynsla af bankastörfum væri kostur.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Skólavördustig la - 101 Reykjavik - Simi 621355