Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 33 ars starfsfólks. Fóstrur og þroska- þjálfar þurfa að að læra að skilja eðli starfs hinnar stéttarinnar betur en nú er og sameina sjónarmið sín um uppeldisstarfið, aðferðir og markmið. Það tók marga mánuði fyrir starfsfólk Bamaborgar að sameina sjónarmið og vinnubrögð. Báðar stéttir þurfa að eiga kost á að læra um uppeldi bæði fatlaðra og ófatlaðra bama. Þroskaþjálfar sem vinna á dagheimilum þyrftu að hafa aðgang að almennri kennslu- og uppeldisfræði eins og hún er kennd í Fósturskólanum. Eins þyrftu fóstmr að hafa innsýn í störf þroskaþjálfa. Árið 1985 vom Kristinn Örn, Edda Hlíf og Bára 84 fötluð böm á dagvistarstofnun- um í Reykjavfk. Þá vom 700-800 böm af þeim rúmlega 3.000 sem em á dagvistarheimilum í Reykjavík með vemlegar sérþarfir að auki samkvæmt áætlun sálfræð- ings Dagvistar barna." Dóra segir að vandinn sé einnig fólginn í því að kerfíð styður ekki nægilega vel við bakið á starfsfólki dagvistarheimila sem vinnur með fötluðum bömum og öðmm bömum með sérþarfír, en þetta fólk þurfí nauðsynlega á stuðningi að halda. — En hvort er sameiginlegt upp- eldi mikilvægara fyrir fatlað bam eða ófatlað? Dóra heldur því fram að ófötluðu bömin þurfí ekki síður á því að halda en hin fötluðu. Hún segir að þegar þarfír hvers bams hafa verið greindar og það liggur fyrir hvar barnið er statt í þroska og getu sé hægt að skipuleggja allt uppeldisstarfið þannig að það taki mið af hveiju einstöku bami. Uppeldisstéttir ættu í samráði við sérfræðinga að geta metið ná- kvæmar en nú þarfir hvers bams og skipulagt vinnu sína, metið hana og endurmetið í ljósi slíkra upplýs- inga. Þegar þetta hefur verið gert er verkefnið hugsað fyrst út frá hveiju bami og síðan öllum hópn- um. Þannig verður starfíð sveigjan- legra og skemmtilegra en jafnframt markvissara. Þær kröfur sem fötluð böm gera til vinnubragða geta því bætt allt uppeldisstarf. Foreldramir á Bamaborg vom hlynntir því að þessi tilraun væri gerð og vom ánægðir með að böm þeirra fengu að umgangast fötluð börn á dagheimilinu. Töldu nánast aliir að það gæti haft þroskandi áhrif á bömin en flestum þótti þó blöndunin vera mikilvægari fyrir fötluðu bömin en þau ófötluðu. Verðum að sjá manneskj- una á bak við fötlunina „Félagslegi þátturinn skiptir fatl- aðá bamið jafnmiklu máli og mark- viss kennsla og þjálfun," sagði Dóra. „Fatlað bam þarf jákvæðar fyrirmyndir sem örva það til náms og þroska og geta fötluðu bömin lært mikið af hinum ófötluðu. Ófötl- uðu bömin búa að því að umgang- ast alls konar fólk. Við verðum öll ríkari af því að umganganst fólk sem er ólíkt okkur sjálfum. Það eykur reynslu okkar og eflir skiln- ing okkar bæði á okkur sjálfum og á öðrum manneskjum. Það auðgar bamið að læra að gefa og þiggja, setja sig í spor annarra og taka tillit til bama sem hafa kannski verulegar sérþarfir. Það er. forsenda fyrir því að það læri að bera virð- Lind með Ninnu þroskaþjálfa. Morgunblaðið/BAR Dóra S. Bjarnason félagsfræð- ingur. ingu fyrir sjálfu sér og öðrnrn." Dóra segir að ekkert af þessu gerist þó sjálfkrafa. Það er ekki nóg að fötluðu bömin séu í sama um- hverfí og ófötluð böm. Starfsfólkið verður að byggja brýr milli þeirra. Hún minnir á að margt hafí breyst til batnaðar á síðustu 10 ámm og umræðan einnig. Fatlaðir sjáist meira í samfélaginu nú orðið en fyrir áratug, en samt eigum við langt í land. „Við verðum að vera fær um að sjá manneskjuna á bak við fötlun- ina. Fatlað fólk er ólíkt, rétt eins og annað fólk. Það getur verið mis- jafnlega geðþekkt og haft mismun- andi hæfileika og áhugamál. Eftir því sem fólk kynnist hinum fötluðu betur em meiri líkur á að ijötrar fordómanna rofni. Þá fyrst er hægt að meta einstaklinginn og forðast að setja hann í ákveðinn hóp sem hefur á sér neikvæðan stimpil eins og gjaman er gert.“ í nóvember 1986 var sendur út spumingalisti til nánast allra sem störfuðu með börnum á dagvistar- heimilum borgarinnar, alls um 600 manns. Á listanum vom 25 spum- ingar í mörgum liðum og var spurt bæði um reynslu fólks af starfí með fötluðum og ófötluðum bömum á dagvistarheimilum svo og ýmislegt annað sem viðkemur starfí á vinnu- stað þeirra. Vom spumingamar byggðar á rannsókninni á Bama- borg, m.a. vegna þess að ekki var hægt að alhæfa út frá þessari einu rannsókn. Svör bámst frá 547 manns. í könnuninni kemur fram að meginþorri þeirra sem spurðir vom telur að heimilin sem þeir vinna á séu illa í stakk búin til að þjóna fötluðum bömum og ennfremur að fötluðum bömum sé best borgið á sérdeildum. Dóra sagði að líkiega byggði fólkið þetta á slæmri reynslu vegna kunnáttuleysis og skorts á stuðningi. „Rannsóknin gefur til kynna að þegar fólk kann til verka og fær stuðning af sérhæfðu starfs- fólki batnar allt uppeldisstarfíð," sagði hún. Athyglisvert er að í könnuninni kemur fram að þeim mun meiri áhuga sem starfsfólkið hefur og menntun þvi meira finnur það fyrir skorti á sérhæfðum stuðningi og ráðgjöf. Þá telja yfír 70% aðspurðra að sameiginlegt uppeldi fatlaðra og ófatlaðra skipti miklu máli fyrir fatlaða bamið, en tæp 60% að það skipti miklu máli fyrir ófatlaða bamið. í könnuninni kom í ljós að mikill skortur er á sérhæfðu starfsfólki á dagvistarstofnunum og manna- breytingar era þar mjög örar. Dóra segir að þetta eigi einnig við í kerf- inu. Þetta skipti miklu máli þegar talað er um blöndun því ekki er hægt að vinna markvisst uppeldis- starf hvað þá vel heppnað blöndun- arstarf þegar mannabreytingar era svona örar. Tæplega 80% af öllum sem svör- uðu spumingalistanum hafa unnið skemur en fímm ár á núverandi vinnustað sínum og um 60% þeirra hafa starfað þar í tvö ár eða skem- ur. Það vekur athygli að yfír 70% af þessu fólki fellur vel við starf sitt. Dagvistarstofnanir eðli- legasti vettvangur fyrir fötluð börn Þingmennimir Elín Jóhannsdótt- ir, Valgerður Sverrisdóttir, Ragn- hildur Helgadóttir, Ólafur Þ. Þórð- arson og Karl Steinar Guðnason, sem fluttu tillöguna sem greint var frá hér í upphafi, segja í greinar- gerð sinni með tillögunni að það sé viðurkennt að eðlilegasti vettvang- ur þjónustu við fötluð böm sé dag- vistarstofnanir. Þar fá ófötluð og fötluð böm að kynnast og blandast í leik og starfí og jafnframt er unnt að veita hinum fötluðu bömum þá sérhæfðu meðferð sem þau þarfn- ast vegna fötlunar sinnar. Með til- komu Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins greinist fötlun fyrr og talið er nauðsynlegt að hefja meðferðarvinnu með fötluðum bömum sem allra fyrst. Við þetta hefur eftirspum eftir dagvist fyrir fötluð böm aukist en skortur á dagvistanými kemur hvað harðast niður á fötluðum bömum. Telja þingmennimir að núgildandi löggjöf sé ekki nógu skilvirk og því þurfí að taka af skarið um hver beri ábyrgð á uppbyggingu þessarar þjónustu svo og hver skuli greiða kostnaðinn við hana. Flutningsmennimir telja jafn- framt að leggja beri mikla áherslu á að tryggja að unnið sé markvisst að því að gera fötluðum bömum sem vistast á sérdeildum kleift að flytjast á almennar deildir þegar og ef aðstæður leyfa. Á Múlaborg hefiir í mörg ár ver- ið starfrækt sérdeild fyrir fötluð böm. Starfíð byijaði á Æfíngastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra árið 1972, en þegar Múlaborg var byggð árið 1975 fluttist starfsemin þangað. Hún var áfram í umsjá Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, eða til ársins 1978 þegar Reykjavík- urborg tók við henni. Á Hvolpadeildinni, eins og sér- deildin heitir, hittum við að máli Borghildi Thors deildarþroska- þjálfa. Borghildur byijaði á því að sýna blaðamanni ný hjálpartæki sem deildin var að fá frá Englandi. Það vora sérstaklega hönnuð borð og stólar sem notuð era í þjálfunar- kerfí fyrir hreyfíhömluð böm. Þetta kerfí nefnist „Conductive Educat- ion“ eða Petö-kerfíð. Er það nefnt eftir ungverskum prófessor, Andr- eas Petö, sem þróaði kerfíð og vann eftir því í Ungveijalandi. Á Hvolpadeild era nú tíu fötluð böm. Þar vinna fimm þroskaþjálfar ásamt fleira starfsfólki. Sagði Borghildur að starfíð gengi vel í vetur vegna þess að tekist hefði að fá þroskaþjálfa til starfa á deildinni. Bömin sem koma á deildina hafa áður fengið greiningu hjá Greining- ar- og ráðgjafastöð ríkisins í Kjar- valshúsi. Þau era um það bil tveggja ára þegar þau koma á Múlaborg og era flest þar til 6 ára aldurs. Auk þroskaþjálfunar fá bömin sjúkra- og iðjuþjálfun, en sú þjón- usta kemur frá Æfíngastöð Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra. Sérdeild Múlaborgar er sú eina sinnar tegundar í borginni og sagði Borghildur að mikil þörf væri á þessari deild fyrir ung fötluð böm. Það sæist best á því að nú væra mörg böm á biðlista eftir að kom- ast inn á Múlaborg. „Ef vel ætti að vera þyrfti að starfrækja fímm svona deildir innan dagvistarkerfisins," sagði hún. „Ástandið er mjög alvarlegt, því að mörg fötluð böm sem fengið hafa greiningu eiga ekki möguleika á að komast að á stað þar sem þau fá þjálfun við hæfí. Þetta veldur því að foreldrar þeirra þurfa að reyna að halda áfram með þjálfun- ina upp á sitt einsdæmi heima hjá sér og það er augljóst að það næg- ir þessum bömum ekki. Auk þess sem það er mjög erfítt fyrir foreldr- ana.“ Skortur á starfsfólki — Er um einhverskonar blöndun fatlaðra og ófatlaðra bama að ræða á Múlaborg? „Sérdeildin hefur góð samskipti við hinar deildimar þijár á Múla- borg,“ sagði Borghildur, „en um markvissa blöndun fatlaðra og ófatlaðra bama er ekki að ræða. Böm af öllum deildum hittast reglu- lega, bæði í sal og í gagnkvæmum heimsóknum milli deilda. Ég tel mjög jákvætt að hafa sérdeildina í tengslum við almennt dagvistar- heimili þó hér hafi ekki verið hægt að vinna markvisst að blöndun." — Hvað veldur? „Ástæðan er skortur á starfs- fólki, sérstaklega þroskaþjálfum, til starfa á almennum deildum. Því má bæta við að mannabreytingar era mjög örar og það kemur einnig í veg fyrir að þetta sé hægt. Að- stæður era því ekki nægilega góðar til þess að af því geti orðið. En við höfum getað gert ýmislegt í þessa átt og það hefði ekki verið hægt nema vegna þess að við eram stað- sett hér inni á almennu dagvistar- heimili. Þó nokkuð mörg fötluð börn sem byijuðu á sérdeildinni hafa færst yfir á almennar deildir. í þessum tilfellum hafa aðstæður verið óvenju góðar. Þroskaþjálfar hafa fengist til starfa og fylgt baminu inn á almenna deild. Víða um borgina era einnig fötluð böm á almennum dag- vistardeildum, en þar hefur vanda- málið verið það sama, skortur á sérmenntuðum starfskröftum." Borghildur var því næst spurð að því hvort hún teldi æskilegast að blanda saman fötluðum og ófötl- uðum bömum á dagvistarheimilum. „Óskastaðan er sú að það verði mögulegt. Ég held að svo sé í aug- um flestra," sagði hún. Borghildur sagði að ekki mætti gleyma því að það væri ekki síður akkur fyrir ófötluðu bömin að hafa tækifæri til að umgangast fötluðu bömin. Á Múlaborg vendust þau því mjög ung að hafa samskipti við fötluðu bömin og hefði reynslan sýnt að foreldrar ófatlaðra bama hafa verið mjög ánægðir með það. — Heldur þú að sameiginlegt uppeldi fatlaðra og ófatlaðra bama verði almennt í framtíðinni? „Þrátt fyrir að allir óski þess að það væri hægt er ég á þeirri skoðun að það sé óraunhæft. Sum böm sem koma hingað inn era mjög ung og mjög fötluð. Ég er þeirrar skoðunar að það sé þeim fýrir bestu að fá sem mesta og besta þjálfun á sér- deild fyrst í stað og síðan, ef þau hafa getu og þroska til, geti þau smám saman farið að umgangast ófötluðu bömin og lært af þeim. Sameiginlegt uppeldi fatlaðra og ófatlaðra bama er því ekki alltaf tímabært." Borghildur hefur unnið í sjö ár á Múlaborg og segir að þetta sé skemmtilegasta starf sem hún hef- ur unnið um ævina og jafnframt það sem hefur gefíð henni mest. Hún segir starf þroskaþjálfans mjög krefjandi, en ánægjan sé margföld þegar framfarir verða, „og þær höfum við oft séð hér á sérdeildinni", sagði hún að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.