Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
Sjávarútvegs-
ráðherra:
Óeðlilegt
að skýrsl-
an sé birt
„ÉG VIL fá tækifæri til að ræða
efni skreiðarskýrslunnar við hðf-
unda hennar. Eg tel óeðlilegt að
hún skyldi hafa verið birt áður
en ríkisstjómin var búin að fjalla
betur um hana,“ sagði Halldór
Ásgrímsson, sjávarútvegsráð-
herra, í samtali við Morgunblað-
ið.
Ríkisstjómin ^allaði um skreið-
arskýrsluna á fundi sínum á
fímmtudag. Halldór fór þá fram á
það , að ráðherrar hittu nefndar-
menn. „Við höfum ekki hitt þá enn.
Ég hef tekið þá afstöðu, að tjá mig
ekki um skýrsluna fyrr en eftir fund
með þeim,“ sagði Halldór.
Mjólkurstöðin í Þórshöfn:
Urniið að endurbót-
um næstu mánuði
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Lið Kjalnesinga Guðni Jóhannesson Garðabæ, Anna Kristín Jóns-
dóttir Seltjamamesi og Gylfi Pálsson Mosfellsbæ. Lið Árnesinga
Hreinn Ragnarsson Laugarvatni, Jóhannes Sigmundsson Hruna-
mannahreppi og Sveinn Helgason Selfossi.
Hvað heldurðu:
Heilsugæslulæknirinn í Þórs-
höfn, Sigurður Gunnarsson, rit-
aði Hollustuvemd rikisins bréf
fyrir nokkru, þar sem hann
krafðist þess, að mjólkurstöð
Kaupfélags Langnesinga yrði
lokað, á meðan nauðsynlegar úr-
bætur færu fram. Kaupfélagið
hefur nú ákveðið að vinna að
endurbótum i stöðinni á næstu
fjórum mánuðum. Vegna þeirrar
ákvörðunar hefur heilbrigðis-
Rífandi stemmmnsf á Flúðum
SelfoMÍ. 4—7
RÍFANDI stemmning og gif urleg
spenna var í loftinu allan timann
á meðan þáttur rikissjónvarpsins
Hvað heldurðu var tekinn upp á
Flúðum í Hrunamannahreppi.
Húsfyllir var og áhorfendur sem
og þátttakendur og gestir voru
vel með á nótunum frá upphafi
til enda. Þeir sem áttust við voru
Áraesingar og Kjalnesingar og
Bandarísk samgönguyfirvöld:
Fallið frá hækk-
un á símgjöldum
Látið undan þrýstingi samtaka Islendinga í Bandaríkjunum
Laugarhóli, Bjarnarfirði.
SAMTÖK íslendinga í Banda-
ríkjunum hafa komið því til leið-
ar að þarlend samgönguyfirvöld
hafa fallist á að ísland verði
undanþegið hækkunum á
simgjöldum milli landanna, en
breytingar þar að lútandi tóku
nýlega gildi þar vestra. Breyting-
ar þessar fólust meðal annars í
því, að ódýrasti símatíminn á
milli viðkomandi landa var stytt-
ur, og var ísland upphaflega i
hópi þessara landa. Vepia þrýst-
ings frá samtökum Islendinga
vestan hafs- hefur hins vegar
verið ákveðið að taka ísland út
úr þessum hækkunarlista.
íslendingafélagið í Washington,
undir forystu formannsíns Guðrún-
ar Martyny, var í fararbroddi í
þessu hagsmunamáli og mótmælti
þessum hækkunum við samgöngu-
ráðuneyti Bandaríkjanna, jafíiframt
{iví sem fréttabréf var sent öðrum
slendingafélögum, sem þegar tóku
undir þessi mótmæli. Íslendingafé-
lagið í Washington hefur ennfremur
beitt sér fyrir stofnun nýrra sam-
taka „Friends of Iceland", en innan
vébanda þess eru jafnt íslendingar
sem Bandaríkjamenn og er tilgang-
ur félagsins að gæta hagsmuna
íslands S Bandaríkjunum. Simamál-
ið er fyrsta málið sem „Friends of
Iceland" lætur til sfn taka á þessu
sviði.
Bandaríska símafélagið AT & T,
sem hefiir haft með þessar hækkan-
ir vestan hafs að gera, hefur boðað
stjóm íslendingafélaganna í Was-
hington og New York á sinn fund
hinn 15. apríl næstkomandi til
umræðu um hvemig leysa megi
símgjáldamálið báðum í hag.
S.H.Þ.
verður viðureign þeirra send út
i ríkissjónvarpinu f kvöld.
„Ég held þetta verði bara einn
besti þátturinn til þessa," sagði
Ómar Ragnarsson í lok upptökunn-
ar. Viðureign Ámesinga og Kjál-
nesinga er í undanúrslitum keppn-
innar og mun það lið sem sigrar í
kvöld keppa til úrslita við iið Reyk-
víkinga eða ísfírðinga sem einnig
eigast við í undanúrslitum.
Keppni ísfírðinga og Reyk-
víkinga verður tekin upp á Bolung-
arvík 15. aprfl og send út þann 17.
Úrslitakeppnin verður send út 24.
aprfl og að sögn Ómars Ragnars-
sonar verður sú keppni á hlutlaus-
um velli. Ekki er búið að ákveða
þann völl en til greina koma staðir
í nágrenni Reykjavíkur og Ames-
sýslu. Þátturinn sem tekinn var upp
á Flúðum var sá 21. í röðinni en
alls verða þættimir 23 talsins.
í lokin er gælt við að velja hag-
yrðing þáttanna og líka eftirminni-
legustu vísuna. Þá benda sumir á
að líka megi útnefna óvæntustu
uppákomuna eða frískasta bjöllu-
takið.
Sig. Jóns.
nefnd staðarins hætt við að loka
stöðinni, en Hollustuvernd rikis-
ins mun hins vegar taka afstöðu
til þess, hvort undanþága verður
veitt frá þeirri reglu að hafa
fastráðinn mjólkurfræðing við
stöðina.
í bréfí Sigurðar Gunnarssonar
kom fram, að þremur atriðum væri
ábótavant í mjólkurstöðinni. Sírita
vantar til að fylgjast með hitastigi
mjólkur, skolkerfí stöðvarinnar er
bilað og pökkunarvélin sömuleiðis.
Vegna þessa ráðlagði heilsugæslu-
læknirinn fólki frá því að drekka
mjólkina, þar sem hún væri gölluð.
Eftir að aðfínnslur læknisins komu
fram, ákvað Kaupfélagið að vinna
að lagfæringum á stöðinni og er
áætlað að þær taki fjóra mánuði.
Heilbrigðisnefnd staðarins ákvað að
taka tillit til þessa og var stöðinni
því ekki lokað.
Halldór Runólfsson, deildardýra-
læknir hjá Hollustuvemd ríkisins,
sagði að stofnunin hefði nú fengið
öll gögn um málið frá heilbrigðis-
nefnd og heilbrigðisfulltrúa staðar-
ins. „Endurbótaáætlun Kaupfélags-
ins gerir ráð fyrir að mjólkurfræð-
ingur frá nærliggjandi stöð hafi eft-
irlit með þessum endurbótum og
daglegri framleiðslu," sagði Halldór.
„Hollustuvemd ríkisins þarf að sam-
þykkja þessa tilhögun, þar sem skylt
er að hafa fastráðinn mjólkurfræð-
ing á staðnum. Sýni af framleiðslu
stöðvarinnar undanfama daga sýrta
að hún fer batnandi, en sem stendur
er málið í biðstöðu hjá okkur."
Leiðrétting
í inngangi og undirfyrirsögn
fréttar á íþróttasiðum blaðsins í
gær var Þorbjörn Jensson hand-
knattleiksþjálfari tvivegis sagð-
ur Guðmundsson. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
íslenskt prestsembætti í Svíþjóð:
Alþingi taki ákvörðun
- segir Bernharður Guðmundsson,
fréttafulltrúi Þjóðkirkjunnar
„EKKI hefur borist formleg
beiðni frá Svíþjóð varðandi
áframhaldandi prestþjónustu við
íslendinga i þar i landi en þegar
hún berst verður hún tekin til
meðferðar i Kirkjuráði," sagði
Bemharður Guðmundsson,
fréttafuUtrúi Þjóðkirkjunnar, en
1. júli n.k. rennur út starfstimi
islensks prests f hálfu starfi i
Svfþjóð þar sem Svfar vifja ekki
lengur kosta starfsemina. Bern-
harður sagði að íslendingar i
Svíþjóð óskuðu eftir að prestur
Leiðrétting
í FRÉTT af áskorun rúmlega 300
starfsmanna f verksmiðjum Sam-
bandsins á Akureyri, sem birtist
f blaðinu i gær, er Bogi Péturs-
son sagður verksmiðjustjóri en
það er ekki rétt, hann er verk-
stjóri.
sæti áfram en til þess að svo
gæti orðið, yrði Alþingi að sam-
þykkja stofnun sliks embættis,
sem færi inn á fjárlög.
Dómkapelláninn í Uppsölum setti
starfíð á laggimar fyrir þremur
árum í tilraunaskyni. Fór hann fram
á það við sænska Kirkjumálaráðu-
neytið að þetta tilraunaverkefni
verði að föstu starfí eins og þekkt
er um kirkjulega þjónustu við fólk
af erlendum uppmna en fengið nei-
kvætt svar. Taldi Bemharður eðli-
legt að sænska kirkjan sinnti ís-
lendingum ekki síður en öðmm
þjóðum.
„íslendingar búsettir erlendis em
hvergi eins maigir og í Svíþjóð og
þess vegna er það mjög æskilegt
að þessi prestþjónusta haldi áfram.
Það er mikil ánægja með starf séra
Helgu Soffíu og sóknarböm hennar
sem flest em námsmenn, em þjóð-
kirkjufólk sem vill halda góðum
tengslum við arfleifð sína,',,■ sagði
Bemharður.
Rangárvellir:
„Hafi maður gaman af
hlutunum ganga þeir vel“
- segja hjónin á Kaldbak sem framleiða bestu mjólk-
ina á Suðurlandi
SdfoaaL
„OKKUR finnst þetta bara eðli-
legt. Við höldum kúnum hrein-
um og vöndum vel júgurþvott,“
sögðu þjónin Sigríður Heið-
mundsdóttir og Viðar Steinars-
son á Kaldbak á Rangárvöllum
sem fengu þriðja árið f röð
fyrstu verðlaun frá Mjólkurbúi
Flóamanna fyrir framleiðslu á
úrvalsnyólk. Þau eru númer eitt
f hópi 70 framleiðenda úrvals-
mjólkur sem taldir eru upp i
ársskýrslu búsins 1987.
Þau hjónin hófu búskap 1980
og em með 440 ærgilda bú, 11 kýr
og 150 kindur. Þau sögðu að það
hjálpaðist margt að því að mjólkin
væri þetta góð. Árangurinn byggð-
ist fyrst og fremst á því að þrifnað-
ur væri í lagi. Metnaður mjólkur-
búsins fyrir góðri mjólk væri smit-
andi og einnig hjálpaði það til að
dýralæknirinn sem þau hefðu
fýlgdist vel með.
„Við leggjum mikla vinnu f
mjaltimar og við að halda kúnum
hreinum, klippa þær, þrífa júgrin
og halda öllu hreinu sem nærri
þeim kemur. Það er líka nauðsyn-
legt að passa upp á alla þætti í
mjaitakerfínu og þrífa það allt mjög
vel. Það er nú svo einfalt að hafí
maður gaman af hlutunum þá
ganga þeir vel,“ sagði Sigríður.
Hún sagði einnig að það fylgdust
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Hjjónin Viðar Steinarsson og Sigrfður Heiðmundsdóttir á Kald-
bak með viðurkenningar siðustu þriggja ára fyrir framleiðslu á
úrvalsnýólk.
ailir spenntir með gerlafjöldanum
í mjólkinni en sýni eru tekin viku-
lega og rannsóknarstofa mjólkur-
búsins sendir niðurstöðumar með
mjólkurbílnum.
Viðar sagði að þau gætu fram-
leitt 70 þúsund lítra í Qósinu með
fullum afköstum en hefðu fullvirð-
isrétt fyrir 40 þúsund Htra. Hann
lét f ljós þá skoðun að meiri umbun
mætti vera til þeirra sem framleiða
úrvalsmjólk svo sem með meiri
fullvirðisrétti og sfðan aftur hegn-
ing fyrir að framleiða slaka mjólk.
Þannig næðist upp meiri metnaður
hjá fólki. „Það væri gott ef mjólkur-
búið hefði einhvem ákveðinn Iftra-
fjölda sem það gæti fært á milli
eftir gæðum hjá hveijum og einum.
Við reynum að sinna verkunum af
alúð og látum aldrei fjósverkin f
hendumar á neinum öðrum. Við
verðum að hugsa um það að við
emm að framleiða matvöm," sagði
Viöar.
Viðurkenningin sem þau hjón
fengu er áletruð eftirlfking af
mjólkurbrúsa.
Sig. Jóns.