Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 42
42 SZ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 3 — og hljóðlátum milljónum á strönd Cox kapteins Hún er að gefa skjaldbökunni. á hótelum. Ég fór að skoða þessar ódýrari vistarverur. Þar eru 5—8 svefnpláss í hveiju herbergi og kostar hvert um 50 tökur og fólk hefur leyfi til að elda á lóðinni. Þama stóð yfir gríðarmikill matar- tilbúningur og soðin hrísgijón og steikt kjöt í hálfgerðum tröllapott- um. Mér var boðið að smakka á krásunum og fannst þær gómsætar en fullmikið kryddaðar. Khan sagði, að ýmis stór fyrirtæki borguðu stundum helgardvöl fyrir starfsfólk sitt þama og mér sýndist af öllu að Cox’z Bazar væri sá staður í landinu sem hefur hvað mesta möguleika til að verða túristastað- ur, þótt ekki sé það neitt í líkingu við það sem gerist á Vesturlöndum. Þama var verið að leggja síðustu hönd á nýtt hótel sem er líka undir stjóm Paijatan. Þar er sundlaug og þar verður líka eini barinn í borginni, en aðeins fyrir útlendinga. Tvær mflur af strönd verða girtar af fyrir gesti hótelsins svo að þeir geti verið út af fyrir sig, en kannski ekki síður til að hlífa Bangladesum við að horfa á hálfberar konur. „Það er mjög óþægilegt fyrir karl- mennina og sérstaklega vandræða- legt fyrir stúlkumar okkar," sögðu þeir Khan hótelstjóri og Sujit Barua, veitingastjóri. Annars veitti ég því athygli á ströndinni, að það kom fyrir að ég sæi karl og konu leiðast eða láta blítt hvort að öðru og almennt sýnd- ust samskipti kynjanna fijálsleg, miðað við að þetta er múhammeðs- trúarland. En kynni milli pilts og stúlku ganga ekki fyrir sig eins og okkur finnst sjálfsagt á Vesturlönd- um. Það er á verksviði foreldra og ættingja að finna bami sínu maka. Þeir kanna vel og rækilega hvemig væntanleg brúðhjón gætu átt sam- an, uppruni, stétt, menntun og áhugamál; þetta er allt tekið með í reikninginn áður en að því kemur að hjónaleysin kynnist. Sjaldnast hafa brúðhjónin skipzt á nema nokkmm orðum þegar vígslan fer fram. Menn sögðu, að þetta ætti ekki skylt við kúgun eða ofríki! Það færi best á að foreldramir sæju um að undirbúa þetta, þeir þekktu sín böm og ættu að vita öðmm fremur hvað hentaði lund þeirra. Þetta á við um allar stéttir þjóðfélagsins. Fólk er ekki neytt í hjónaband, var sagt við mig. En það er einfaldlega að gera eins og eldra fólkið ráðlegg- ur. Þetta hefur þann kost, sögðu þeir ennfremur, að hjónin kynnast ekki fyrr en eftir brúðkaupið og geta átt lengri og betri hveiti- brauðsdaga „en þið sem emð búin að taka allt út fyrirfram", eins og Mohammed Lokiotullah, banka- stjóri, sem ég hitti á Khuhua-feiju, sagði við mig þegar við fómm að skrafa um efnið. Hann sagðist lítið gefa fyrir þessa ást sem Vestur- landabúar létu svo mikið af. „Við Ég hafði komið frá Chittagong daginn áður. Leiðin er ekki nema um eitt hundrað kflómetrar, gróður- sæl og fjölskrúðug. Þó vomm við sex klukkutíma að keyra þennan spöl. Gazi Sadez, forstjóri Ríkis- ferðaskrifstofunnar Paijatan í Dhaka, reyndist mér betri en enginn við að leggja á ráðin um ferðir um landið, og hann hafði sagt mér að vegurinn væri mjór og holóttur og víða numið staðar. Kannski væri betra að fara flugleiðis. Ég sagði honum hvemig íslenskir vegir hefðu verið fyrir fáeinum ámm og væm víða enn og við ákváðum að hafa ekki áhyggjur af því. Samt var ég komin snemma á „stöðina" til að tryggja mér gluggasæti nærri bflstjóranum. Rólyndislegur maður og nokkuð við aldur. Bfllinn stút- fylltist fljótlega en strákurinn sem tók við peningunum var hreinasti snillingur að raða í bflinn svo að enginn kafnaði alveg. Við keyrðum í suður, um ótelj- andi lítil þorp þar sem mannlífíð var löngu komið á fullt skrið, fram- hjá vötnum, þar sem krakkar vom Chandamur-moskan i Chittagong. að synda eða húsmæður að þvo þvottinn sinn og notuðu tækifærið til að baða sig eða þvo á sér hárið, alklæddar vitaskuld. Sums staðar vom geitahjarðir á beit, hrísgijóna- akramir hvarvetna undir vatni og pálmatrén að sligast undan kókos- hnetunum. Stundum komu litlir sölukrakkar í bflinn og voru með fram á næsta áfangastað. Ég keypti mér græna kókoshnetu á 3 tökur. Það er góður vökvi og ekki of sæt- ur, svo að maður finnur ekki til þorsta lengi á eftir. Þótt ferðin sæktist seint miðaði framan af. Riksjáar og pínubflar viku úr vegi. Unz kom að ban- anabflnum. Upphófst nú þessi at- hyglisverði og alþjóðlegi leikur að hleypa bfl ekki fram úr llklega hátt í klukkutíma. Uppi á pallinum sat stútungskall og þeir öskmðu svívirðingar hvor á annan, röðunar- strákurinn og hann, og lengi vel var látið þar við sitja. En svo sé ég að það er byijað að síga í okkar prúða ökumann og hann gefur frá sér ýmis reiðihljóð. Þegar bflamir þurftu að stoppa við brú til að hleypa farartæki á móti yfír, var samfarþegum mínum nóg boðið. Allur skarinn út og réðst að vöm- bflnum og ég sá ekki betur en þeir ætluðu að velta honum niður í ána. Svo kom röðunarstrákurinn hlaup- andi, skiptist á nokkmm orðum við bflstjórann okkar og dró að svo K í N A ( / BHUTAN ^— íc ^ '>—i l< BURM A MotgunbOM/GÖll búnu fram gríðarlega jámstöng. Með samstilltú átaki var hún svo rekin í gegnum framrúðuna á ban- anabflnum. Síðan hópaðist fylkingin inn aftur og mér létti, ökumaðurinn var kominn með eðlilegan lit í and- litið aftur. Meðan bananabflstjórinn dustaði glerbrotin framan úr sér skutumst við fram úr með sigur- hrópum. Lögreglan sást hvergi og mér skildist á félögum mínum, að bananabflstjórinn hefði ekki fengið annað en það sem hann átti skilið! Ég fékk mér riksjá og bað strák- inn að fara með mig á Motep Up- al. Það stendur skammt frá strönd- inni, á fallegum stað. Og er eigin- lega eina alvömhótelið sem ég gisti á utan Dhaka. Alamgir Khan, hótel- stjóri, er kröfuharður við starfsfólk sitt um hreinlæti og umgengni og meira að segja eru þar ruslatunnur, með hvatningu um að fólk noti þær. Hótelin eru í tveimur aðal- byggingum og herbergin til fyrir- myndar og kosta svo sem ekki neitt, um 700 krónur. Svo er önnur bygging skammt frá ströndinni, þar sem eru enn ódýrari vistarverur. Þar sem ég kom á fímmtudegi var mikil umferð og fullsetin öll pláss eftirJóhönnu Kristjónsdóttur Við erum á göngu eftir strönd inni við Cox’s Bazar, sem er lengsta samfellda sandströnd í heiminum, á annað hundrað ldló- metra. Úti við sjóndeildarhring- inn til suðurs skagar Taknef i sjó fram, siðan tekur við Burma, land gullnu pagodanna. Það er farið að líða á daginn og þá verð- ur ströndin aðalsamkomustaður bæjarbúa. Fjölskyldur flykkjast þangað, vinir og kunningjar labba fram og aftur og leiðast. Krakkarnir hlaupa út á móti öld- nnni, en annars eru menn hér til að ganga um, ekki stríplast og baða sig. Enda væri slíkt ekki í samræmi við siði og trú. Sólin er að verða að stórum eldhnetti og býr sig til að siga niður á hafflötinn. Og þrátt fyrir allan þennan fjölda sem var að ganga eftir ströndinni, upplifði ég að- eins kyrrð þarna. Alls staðar annars staðar var ys og þys og ærusta. Kannski hafið geri menn hljóða. BRÉF FRÁ BANGLADESH II: Hjáskjaldbök- um í dulargervi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.