Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstraeti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Krossdauði Jesú hafður í flimtingum að er síst of fast að orði kveðið hjá herra Pétri Sig- urgeirssyni biskupi yfir íslandi að kalla það „óhæfuverk" í út- varpi Rót, þegar síðdegis á föstudaginn langa var tekið upp á því þar að hafa kross- dauða Jesú Krists í flimtingum sem aprílgabb. Þeir sem fyrir slíku standa ganga þvert á hugmyndir þorra íslendinga og særa tilfinngar tugþúsunda manna, sem líta á atburðinn á Golgata þegar Kristur var krossfestur sem sorgar- og al- vörustund og yfír það hafna að hún sé dregin niður í svað ómerkilegustu gerðar fjölmiðl- unar. í stuttu máli var tekið upp á því í þætti undir yfírskriftinni Umrót í útvarpi Rót, sem rekið er sem hlutafélag og að standa alls kyns fjöldasamtök og stjómmálahreyfíngar, að hæð- ast að krossfestingunni. Var það notað sem aprílgabb, að Jesús hefði ekki verið kross- festur heldur hengdur og stæði nú til að fjarlægja krossa úr kirkjum kristinna manna og setja þar gálga í staðinn. Þeir sem taka sér fyrir hendur að útvarpa slíku efni yfír fólk á sjálfan föstudaginn langa hljóta að vera firrtir allri al- mennri dómgreind og án þeirra tilfínninga sem bærast í bijóst- um kristinna manna á þessum degi. Minnir þetta athæfí helst á verk þeirra, sem taka sig til að næturlagi og ráðast á graf- reiti og eyðileggja legstæði. Slíku fólki er ekkert heilagt og það sýnist gangast upp í því að saurga minninguna um dauða Krists og þann mikla arf sem krossfestingunni tengist. Morgunblaðið tekur heils- hugar undir með herra Pétri Sigurgeirssyni biskupi yfír ís- landi sem sagði hér í blaðinu í gær af þessu tilefni: „Aprílgabb hefur á liðnum árum verið mjög skemmtileg tilbreytni í grámóðu hvers- dagslífsins, enda er hér um að ræða græskulaust gaman sem kryddar samfélagið. Fjölmiðlar hafa tekið upp þennan gamla sið og yfírleitt farið vel með hann. Við munum eftir ýmsum skemmtilegum 1. apríl „at- burðum". Þar sem ég er svo spurður álits á aprílgabbi sem fór fram á föstudaginn langa, er það álit mitt, að þann dag hefði verið eðilegt að slíkt félli niður. Það ætti að vera óþarfí að rökstyðja þá skoðun, slíkt er innihald föstudagsins langa. Því fínnst mér það fyrst og fremst mikið óhæfuverk þegar krossdauði Jesú var á þessum degi hafður að aprflgabbi á einni útvarpsstöðinni." Morgunblaðið var því fylgj- andi á sínum tíma, að einokun ríkisins á útvarpsrekstri yrði afnumin. Því frelsi sem þá kom til sögunnar fylgir mikil ábyrgð og ríkar skyldur. En það er auðvelt að koma óorði á frelsið eins og annað. Þeir sem hafa því hlutverki að gegna af opin- berri hálfu að sjá til þess að menn rísi undir því að njóta frelsis hljóta að líta þetta for- kastanlega uppátæki í útvarpi Rót alvarlegum augum og huga að þeim mörkum, sem eðlilegt er að virða í útvarpssendingum eigi þær ekki að særa dýpstu tilfinningar almennings og vera óvirðing við kristna trú. HryUingurí háloftimum Lýsingamar á ferð flugvél- arinnar frá Kuwait, sem rænt var á þriðjudaginn á leið frá Bangkok í Thailandi til Kuwait, sýna að grimmd flug- ræningja eru lítil takmörk sett. Þeir sem með flugvélum hafa ferðast geta aðeins reynt að setja sig í spor þeirra farþega, sem biðu með öndina í hálsinum eftir því á föstudag, hvort vélin gæti lent í Beirút eða ekki. Og líðan þeirra endranær í höndum þessara morðóðu manna. Fyrirlitningin á flugræningj- um er svo mikil að jafnvel í íran, þar sem mörgum sam- skiptareglum manna hefur ver- ið vikið á annan veg en við eig- um að venjast, vildu stjómvöld fyrir alla muni losna við flug- vélina og þau vandræði, sem af henni kynnu að hljótast. Sýrlendingar hindruðu að hún gæti lent í Beirút. Kýpur hefur löngum verið griðastaður þeirra, sem hraktir eru frá Mið-Austurlöndum. Vonandi tekst stjómvöldum á Kýpur að koma í veg fyrir frekara mann- tjón og hörmungar vegna þessa grimmdarverks. Forkosningamar vegna forsetakjörs í Banda- ríkjunum, sem gengið verður til í nóvember næstkomandi, hafa þegar leitt til þeirrar niðurstöðu innan flokks Ronalds Re- agans, Repúblíkana- flokksins, að George Bush, varaforseti Reagans, verður örugglega forsetaefni flokksins. Hjá repúblíkönum velta menn því nú helst fyrir sér, hvem Bush velur með sér sem varaforseta. Meiri óvissa ríkir á hinn bóginn um það, hver verður fram- bjóðandi Demókrataflokksins. Þar takast þeir helst á Michael Dukakis, ríkisstjóri í Massachusetts, og blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson. Líklegt er að hvorugur þeirra komi til flokksþings demókrata í Atlanta í júlí næstkomandi, þar sem fram- bjóðandinn verður valinn, með meirihluta þingfulltrúa á bak við sig. Kemur í sjálfu sér ekki á óvart, að uppi séu raddir innan flokksins þess efnis að velja þurfi þriðja manninn til að fara í framboð gegn Bush. Baráttan um forsetastólinn í Hvíta hús- inu er háð fyrir opnum tjöldum. Finnst flestum raunar nóg um, hve langan tíma hún tekur, hve mikið hún kostar og hve umstangið er mikið. En þetta er lýðræðið í framkvæmd með kostum sínum og göll- um. Sagan sýnir að þessi aðferð við að velja frambjóðendur verður bæði til þess að „góðir" og „slæmir" frambjóðendur heltast úr lestinni. Þeir eru ófáir sem þola ekki að komast í fjölmiðlaljósið og láta grafast fyrir um skapgerð sína og fortíð af því miskunnarleysi sem setur svip sinn á fjölmiðlastríðið umhverfís frambjóðend- urna. í Reykjavíkurbréfi í dag verður ekki fjallað frekar um bandaríska kosninga- slaginn heldur litið til Sovétríkjanna. Þar þurfa menn ekki að berjast til æðstu met- orða fyrir opnum tjöldum heldur takast þeir á innan Kremlarmúra í andrúmslofti, sem fáir kynnast utan hóps hinna útvöldu. Enn eru menn á Vesturlöndum að geta sér til um það, hvað gerðist á fundinum í Moskvu sl. haust, þegar Boris Jeltsin, flokksforingi í Moskvu, talaði þannig að hann neyddist til að segja af sér. í Sov- étríkjunum veit almenningur þó líklega mun minna um gang helstu mála á toppn- um en sérfræðingar á Vesturlöndum. Hér verður vísað til eins þessara sérfræðinga og þess sem hann hefur að segja um stöð- una í Sovétríkjunum og hvers kann að vera að vænta þar. Wolfgang Leonhard hlaut menntun sína í Sovétríkjunum (1935-45) en flúði síðan til Vesturlanda og er nú prófessor í sagnfræði við Yale- háskóla í Bandaríkjunum. Hann er í hópi virtustu sérfræðinga á Vesturiöndum í málefnum Sovétríkjanna og birtist grein sú, sem hér er birt, í vetrarhefti 1987/88 af bandariska tímaritinu Foreign Affairs. Greinin er rituð áður en armenskir þjóðem- issinnar fóru að láta að sér kveða og áður en Pravda sá ástæðu til að setja ofan í við blað flokksins í Rússlandi, Sovjetskaju Rossíju, og saka það um óviðurkvæmilegar gælur við Stalín, en Leonhard telur þjóð- emisrembing og ný-stalínisma einmitt hugmyndafræðilega kosti í Sovétríkjunum, sem þurfí að skoða samhliða glasnost og perestrojku. Skjótur frami Gorbatsjovs Hefst þá tilvitnunin í grein Wolfgangs Leonhards: „Erum við þá vitni að dauða sovéskrar hugmyndafræði? Verða Sovétríkin „venju- legt risaveldi" sem mótast ekki af sterkri hugmyndafræði? Það er mjög vafasamt. Þvert á móti má segja að á síðustu árum hafí ýmsir hugmyndafraaðilegir stjóm- málastraumar birst þar og ástæða er til að ætla að Sovétríkin séu að komast á hugmyndafræðilegar krossgötur. Hinir þrír hugsanlegu hugmyndafræðilegu kost- ir framtíðarinnar kynnu að vera: 1) endur- bætur og endumýjun marxismans-lenín- ismans í samræmi við stefnu Gorbatsjovs í anda glasnosts og perestrojkw, 2) rússn- esk þjóðemisvakning; eða 3) sigur ný- stalínisma. Fyrsti þátturinn tengist Gorbatsjov. Hann er afsprengi sovéska kerfísins, en á sovéskan mælikvarða er hann óvenjulegur leiðtogi. Hann er fyrsti lögfræðingurinn í æðsta valdasæti frá því á dögum Leníns. Hann er einnig landbúnaðarfræðingur. Gorbatsjov hefur lifað starfsævi sína á árunum eftir Stalín og hann er fyrsti leið- togi Sovétríkjanna eftir stríð sem ekki tók þátt í síðari heimsstyrjöldinni. För Gorbatsjovs upp á toppinn hefur verið einstaklega hröð. Fram til ársins 1978 var hann fyrsti flokksritari í Stavro- pol-héraði í Norður-Kákasus. Sumarið það ár var hann kallaður til Moskvu og varð einn af riturum miðstjómarinnar og tók að sér landbúnaðarmál. í nóvember 1979 varð hann varafulltrúi í stjómmálaráðinu og í október 1980 varð hann yngsti full- gildi félaginn í því ráði. Sumarið 1983, á skömmum valdatíma Júríjs Andropovs, fékk Gorbatsjov það hlutverk að fara með málefni starfsmanna flokksins, hug- myndafræði og neyslugreinar. I apríl 1984 jók hann áhrif sín með því að verða formað- ur utanríkismálanefndar Æðsta ráðsins; eftir það tók það hann innan við ár að komast á toppinn. Fyrri toppleiðtoga hafði það tekið þrjá áratugi sem Gorbatsjov tókst á sjö ámm. Hin hraða ferð hans upp valda- stigann vekur vonir um að festa hans, sjálf- stæði og frumkvæði hafí ekki verið brotið á bak aftur með áratuga þjónustu innan skrifræðisins.“ Stöðnunin hvetur til dáða Wolfgang Leonhard heldur áfram: „Fyrir utan skapgerð hans var það einkum stöðnunin sem hann varð vitni að á valdatíma Brezhnevs sem réð úrslitum um hugmyndir Gorbatsjovs um endurbæt- ur. Eins og aðrir gjörkunnugir og virkir embættismenn áttaði hann sig á því að skrifvætt efnahagskerfið hafði komið í veg fyrir tæknilega framsókn og að sífelld kreppa í landbúnaði hafði leitt af sér alvar- legan matvælaskort. Hann gerði sér grein fyrir hinum sundurleitu kröftum í sam- skiptum þjóða Sovétríkjanna. Hinu síminnkandi gildi hugmyndafræðinnar og vaxandi félagslegum vandamálum. Og síðast en ekki síst hnignun meðal embætt- ismanna stjómarinnar. Á fyrstu vikunum eftir að hann var útneftidur til að taka við af Konstantín Tsjemenkó í mars 1985 vonaði Gorbatsjov greinilega að hann gæti hmndið í fram- kvæmd hugmyndum sínum um „hröðun“ (uskorenije) með því að hvetja fólkið til að sýna iheiri þrótt og auka aga í þjóð- félaginu með ráðstöfunum eins og barátt- unni gegn alkóhólisma. Hann komst fljótt að raun um það að aðeins væri hægt að ná fram raunverulegum breytingum með glasnost og perestrojku. Þessi tvö hugtök eru samtengd. Með opnum umræðum (glasnost) um það sem miður hefur farið, vandamálin og mistökin — opinskárri umfjöllun fjölmiðla, meira frelsi í bók- menntum og listum og gagnrýnu endur- mati á sovéskri fortíð — vonar Gorbatsjov að sér takist að virkja sovéska borgara, að sigrast á vantrú þeirra og kalla þá til stuðnings fyrir framtíðarendurbætur, þ.e. í þágu perestrojku. Hugtakið perestrojka gefur til kynna víðtækar endurbætur á sovéska kerfínu á sviði stjómmála, efnahagsmála og löggjaf- ar, með það að markmiði að draga úr skrifræði, gera kerfíð sveigjanlegra og auka sjálfstæði fyrirtækja í atvinnurekstri og landbúnaði. Að sjálfsögðu vill Gorb- atsjov ekki koma á lýðræði, fjölræði, stjóm í krafti laga eða fijálsu markaðskerfi með þeim hætti sem tíðkast í vestrænum lýð- ræðislöndum. En hann sækist hins vegar eftir breytingum sem réttlæta orðin „rót- tækar umbætur". Pólitíska andrúmsloftið hefur þegar breyst, enda þótt umbætur á kerfínu sjálfu hafí varla hafíst." • • Oflug andstaða Enn segir Wolfgang Leonhard: „Sú staðreynd að öflug andstaða er gegn glasnost og að yfírlýstum umbótum hefur verið frestað hefur leitt til þeirrar niðurstöðu hjá sumum að áætlun Gorb- atsjovs sé aðeins áróður, leikbragð nýs MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 35 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 9. apríl Morgunblaðið/Einar Falur leiðtoga. Þetta virðist mjög ólíklegt; Gorb- atsjov gæti átt mun náðugri daga ef hann léti hjá líða að gagnrýna það sem miður hefur farið í sovéska kerfínu og hvetja til víðtækra umbóta. Vandinn er ekki að hann sé aðeins tækifærissinni heldur hitt að sterk öfl standa í raun í vegi fyrir umbót- um hans. Þessum öflum má skipta í þrennt. í fyrsta hópnum er pólitíska forystu- sveitin og ber þá fyrst að nefna miðstjóm- ina þar sem sitja 307 fullgildir félagar og 170 varafulltrúar. Margir í þessum hópi óttast að glasnost og perestrojka kunni að draga úr valdi stjómvalda. Andstaða þeirra kemur fram í því að af og til eru ræður Gorbatsjovs ritskoðaðar, allsheijar- fundum miðstjómarinnar er frestað og samþykktar eru ályktanir sem eru útþynnt útgáfa af upphaflegum tillögum Gorb- atsjovs. Allt er þetta til marks um að vald hans sé takmarkað. Tillögur hans um að óflokksbundnir menn gætu skipað mikil- vægar stöður innan ráðuneyta og að fleiri en einli gætu verið í kjöri í kosningum hafa hingað til ekki náð fram að ganga. í öðru lagi er andstöðuna að fínna í hinu risavaxna kerfí skrifræðisins (í efna- hagsstjómkerfinu einu eru 5,3 milljónir embættismanna). Þetta fólk óttast að tapa stöðu sinni og sérréttindum, komist um- bætur til framkvæmda. Loks verður Gorbatsjov að horfast í augu við víðtækar efasemdir meðal fólks- ins sjálfs; margir sovéskir borgarar eru vanir að hlýða fyrirmælum skrifræðisins og þeim fínnst beinlínis óþægilegt að þurfa skyndilega að mæla með breytingum og umbótum. Margir iðnverkamenn óttast nýja launakerfið. Og það er umfram allt rík tilhneiging á meðal fólks að það vill sjá meiri matarbirgðir og neysluvörur í búðunum áður en það verður virkt í stuðn- ingi sínum við perestrojku. Á meðal starfs- manna flokksins er aðeins nútímalegur, víðsýnn og vel menntaður minnihluti í raun fylgjandi hinni nýju stefnu Gorbatsjovs. Hann getur treyst á meirihluta yngri kyn- slóðarinnar og menntamanna — vísinda- menn, listamenn og blaðamenn. En þrátt fyrir það verður Gorbatsjov við þessar aðstæður að halda áfram á braut glasn- osts til að kynna markmið sín og efla stuðningsmenn sína. Aldrei fyrr hefur sovéskur leiðtogi verið jafn hreinskilinn um galla kerfísins. Á alls- herjarfundi miðstjómar flokksins í lok jan- úar sagði Gorbatsjov að sovésk hugmynda- fræði hefði á margan hátt staðnað á fjórða og fímmta áratugnum og hann hvatti flokksfélaga til þess að hverfa frá gömlum kennisetningum og „endurnýja" hug- mjmdafræðina. Markmið Gorbatsjovs er tvíþætt; að fínna hugmyndafræðilega rétt- lætingu fyrir fyrirhugaðar umbætur sínar og sigrast á víðtæku sinnuleysi gagnvart hugmyndafræðinni. Þessi „endumýjun" mundi hefjast með því að hrófla við ýmsum atriðum sem enginn þorir að minnast á, ræða um „óskemmtileg" vandamál sem hefur verið litið framhjá og leitast við að heimfæra nútíma vísindi undir hugmynda- fræðina og hefja hlutlægari ritun á sov- éskri sögu." Þrír hugmyndafræði- legir kostir Loks segir Wolgang Leonhard: „Við getum vænst þess að efnahagsum- bætur verði réttlættar með jákvæðu mati á NEP-tímanum (það er tilraunum Leníns til minni miðstýringar í efnahagsmálum í upphafi þriðja áratugarins innsk. þýð.) og með áherslu á ákveðnar yfírlýsingar Leníns eins og þær sem lúta að stofnun samvinnufélaga. Það hefur verið hafist handa við að endurreisa Búkarín og Khrústsjov eins og glögglega kom fram í ávarpi Gorbatsjovs á 70 ára afmæli bylt- ingarinnar í nóvember. Stjómmálaumbæt- ur verða framkvæmdar samhliða víðtæk- ari gagnrýni á einræðisstjóm Stalíns og með aukinni gagnrýni á stjómarhætti á Brezhnevs-tímanum — en þetta var einnig augljóst í afmælisávarpi Gorbatsjovs. Ut- anríkisstefnan mun ekki stjómast af „bar- áttunni" milli kapítalisma og sósíalisma heldur af samkeppninni og jafnvel sam- vinnunni á sviðum eins og afvopnun, um- hverfísvemd í málum þriðja heimsins og baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverk- um. Þegar fram líða stundir kynni þetta jafnvel að leiða til „umbóta kommúnisma" — nema svo fari að framgangur umbót- anna verði stöðvaður. Annar hugmyndafræðilegi kosturinn er alls ekki marxískur-leníniskur heldur byggist á valdboði, stór-rússneskri þjóð- emishyggju, sem tengist þjóðemishyggju á meðal þeirra þjóða Sovétríkjanna sem ekki eru rússneskar. Framgangur rússn- eskra þjóðemishópa sem þekktir em sem pamjat eða otetsjestvo og nýleg ólga með- al almennings í Kazakhstan og í Eystra- saltslöndunum gefa aukna þjóðemis- hyggju til kynna — bæði meðal Rússa og þeirra sem ekki em Rússar. Ef dæma má eftir pam/af-hópunum myndi rússnesk þjóðemishyggja ná til hópa sem aðhyllast andúð á öllu því sem útlent er og gyðinga- hatur. Verði þessi kostur ofan á myndi rússn- eskt þjóðemisríki byggjast á tveimur hefð- bundnum stoðum valdsins; flokknum og ríkisstjóminni — og æðstu dyggðir borgar- anna yrðu vald og regla. í utanríkismálum myndi Rússland taka upp mun harðari stefnu gagnvart Vesturlöndum vegna þess að gmndvallarskoðun þjóðemissinnanna er að Vesturlönd séu efnahagslega, stjóm- málalega og menningarlega gjörspillt. Þjóðemisleg rússnesk ríkisstjóm kynni að hætta að fylgja utanríkisstefnu sem nær til heimsins alls og hefur í för með sér afskipti af málum í Asíu, Afríku og Suður- Ameríku, slík stjóm mundi vafalítið fylgja nýrri utanríkisstefnu í anda Rússakeisara með það að markmiði að viðhalda eða auka yfirráð yfír löndum sem liggja að rússneska „heimsveldjnu": Austur og Mið- Evrópu, Tyrklandi, íran, Afganistan og landsvæðum í fiarlægari Austurlöndum. Rússland myndi breytast úr alheimsrisa- veldi í meginlandsveldi í Evrópu og Asíu sem byggðist á hefðum, valdboði og þjóð- emishyggju. Þriðji hugmyndafræðilegi kosturinn er einnig hugsanlegur: Nútímalegur stalín- ismi sem myndi réttlæta skjót umskipti til harðdrægari stefnu innanlands og utan. Ný-stalínismi er ekki ríkjandi afl um þess- ar mundir, en við þurfum ekki að efast um að hann á sér málsvara innan ríkis- stjómarinnar, KGB og hersins. Endurreisn Vyatsjeslavs Molotovs, jákvæð ummæli um Stalín í sovéskum blöðum sumarið 1984 (í sjómartíð Tsjemenkos) og tilmæli ein- hverra hermanna úr síðari heimsstyijöld- inni þess efnis að Volgograd verði á ný kölluð Stalíngrad eru studd af þeim hluta þjóðarinnar sem saknar stalíntímans og telur að allt hafí verið betra undir stjóm Stalíns og að landið þarfnist nú reglu og styrkrar forystu. Verði tilraunir Gorbatsjovs til umbóta kæfðar kynnu ný-stalínistar að krefíast skjótrar stefnubreytingar. Efnahagserfíð- leikar yrðu skýrðir sem verk „svikara“, Khrústsjovs, Brezhnevs og einkum Gorb- atsjovs. Stalín yrði endurreistur. Efnt yrði til sýndarréttarhalda, hreinsana, baráttu- funda og vakningasamkunda eins og gert var á fjórða áratugnum í því skyni að hafa áhrif á unga fólkið og endurreisa efnahagslífíð. Rit Stalíns yrðu endurprent- uð vegna stjómmálafræðslu; harðari stefna yrði tekin upp í utanríkismálum, einkum gagnvart „kapítalísku" löndunum. Hver þessara þriggja kosta sem hér hafa verið nefndir — eða kannski ein- hveijir aðrir sem ekki hafa verið nefndir hér — verður ofan á getur framtíðin ein svarað. Sú kreppa sem nú setur svip sinn á marxisma-lenínisma í Sovétríkjunum ætti ekki að leiða okkur til þeirrar niður- stöðu að hugmyndafræðin eigi ekki eftir að gegna hlutverki í framtíðinni í landinu. Á komandi árum munu Vesturlönd standa frammi fyrir öflugum hugmyndafræðileg- um straumum í Sovétríkjunum. Þráin eftir hugmyndafræðilegum aflvaka sem þokar sovésku þjóðinni í eina eða aðra átt er ekki hluti af fortíðinni." * „I Reykjavíkur- bréfi í dag verður ekki fjallað frek- ar um bandaríska kosningasiaginn heldur litið til Sovétríkjanna. Þarþurfamenn ekki að beijast til æðstu metorða fyrir opnum tjöld- um heldur takast þeir á innan Kremlarmúra í andrúmslofti, sem fáir kynnast utan hóps hinna út- völdu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.