Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
49
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Atvinnurekendur
Sumarfólk
Við höfum á skrá fólk með fjölbreytta reynslu
og þekkingu til sumarafleysinga.
Gjörið svo vel að hafa samband og kynna
ykkur þjónustuna.
yVETTVANGUR
STARFSMIOl UN
Skólavörðustig 12, sími 623088.
Hafnarfjörður
Fóstrur
Fóstrur og annað uppeldismenntað starfs-
fólk óskast til starfa á nýtt dagvistarheimili
í Hafnarfirði.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
652495 og dagvistarfulltrúi í síma 53444.
Þroskaþjálfar
Þroskaþjálfi óskast nú þegar á sérdeild Víði-
valla. Ráðning er til óákveðins tíma. Upplýs-
ingar gefur deildarþroskaþjálfi í síma 54835.
Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði.
REIÐHÖLLIN HE
Bændahöllin v./Hagatorg
107 Reykjavík, ísland, sími 91 -19200
Víðidalur, R-110, s. 91-673620
Reiðnámskeið
fyrir börn og fullorðna, byrjendur og lítið
vana reiðmenn.
Einnig bjóðum við uppá framhaldsnámskeið.
Reiðnámskeiðin taka hvert fyrir sig 10 tíma
og er kennt á hverjum degi í 10 daga að
undanskildum laugardögum og sunnudög-
um. Reiðhöllin útvegar trausta hesta og reið-
tygi ásamt öryggishjálmum. í hverjum hóp
eru 10-13 nemendur.
Eftirtalin námskeið eru í boði:
1. Barna og unglinganámskeið fyrir byrjend-
ur. Kennsla hefst 11. apríl og er kennt frá
kl. 16.10-17.00 (aldur 8-15 ára).
2. Framhaldsnámskeið fyrir börn og ungl-
inga. Kennsla hefst 11. apríl og er kennt
frá kl. 17.00-17.50.
3. Kvennatímar framhaldsnámskeið.
Kennsla hefst 11. apríl og er kennt frá
kl. 17.50-18.40.
Allar upplýsingar og innritun fer fram í síma
91-673620 frá kl. 13.00-16.00.
Verð pr. námskeið kr. 4.000.
Athugið: Strætisvagn leið 10 stöðvar í Sei-
ási skammt frá Reiðhöllinni.
Hjúkrunarfræðingar
Langar ykkur ekki að breyta til. Okkur bráð-
vantar hjúrkunarfræðinga í fastar stöður og
til sumarafleysinga. Góð vinnuaðstaða og
léttur vinnuandi meðal starfsfólks.
Góð launakjör og gott húsnæði.
Ef þið hafið áhuga hafið þá samband.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í
síma 96-71166 og heimasíma 96-71334.
Sjúkrahús Siglufjarðar.
Afgreiðslustarf
Sportval í Kringlunni leitar að hressu fólki til
afgreiðslustarfa.
1. í fatadeild leitum við að starfskrafti. Æski-
legur aldur 20-35 ára.
2. í veiðideild leitum við að starfskrafti.
Þekking á veiðivörum nauðsynleg. Æski-
legur aldur 20-35 ára.
Við bjóðum uppá góðan vinnustað, mögu-
leika á sveigjanlegum vinnutíma og gott sam-
starfsfólk. Laun samkomulag.
Upplýsingar gefur verslunarstjóri mánudag-
inn 11. apríl milli kl. 4 og 6, ekki í síma.
Sportval
Sumar-
áætlun
Heilsu-
garðsins
SUMARÁÆTLUN Heilsugarðs-
ins hefst með sex vikna nám-
skeiði laujjfardaginn 16. apríl nk.
með alhliða líkamsþjálfun fyrir
almenning.
Mun þátttakendum boðin ráðgjöf
læknis, næringarfræðings og
íþróttakennara í upphafi, sem inni-
felur viðtal, skoðun, stutt áreynslu-
próf, næringarfræðslu og ráðlegg-
ingar um þjálfun og útbúnað. Eftir
það munu þátttakendur stunda
skokk og tækjaþjálfun 3var í viku
undir eftirliti íþróttakennara og
sjúkraþjálfara.
Með þessari þjálfun og ráðgjöf
er ætlunin að ná þremur markmið-
um en þau eru að auka þol, þ.e.
að styrkja hjarta og bæta blóðrás,
að auka vöðvastyrk, þ.e. að stæla
og móta líkamann og að megra þá
sem stríða við offítu. Munu læknar
og næringarfræðingar sjá þátttak-
endur aftur í lok námskeiðs til að
meta árangur af þjálfuninni.
Af annarri starfsemi má nefna
að Nautilus tækjasalurinn verður
opinn í allt sumar, en þar fá gestir
einstaklingsbundna þjónustu.
Einnig verða leikfímitímar áfram
bæði árdegis, síðdegis og á kvöldin
og vert er að geta þess að í bama-
herbergi verður áfram gæsla eftir
hádegi á mánudögum og miðviku-
dögum og fyrir hádegi á þriðjudög-
um og fimmtudögum eins og verið
hefur.
Askriftcirsiminn er 83033
Fiölskyklubímnn
meft möguleikaiia
• 3ja dyra: Sportlegur
en rúmgóður engu að
síður.
• 4ra dyra: Klassískar
línur — ,,Stórt skott“.
• 5 dyra: Ótrúlegt rými.
• Þið fínnið Sunny frá
Nissan sem hentar
ykkar jölskyldu.
• 3 vélastærðir:
1300 cc, 1500 ccog
1600 cc fjölventla.
• 3ja ára ábyrgð
Nissan Sunny — rétti
fjölskyldubíllinn
Verð frá kr. 455 þús.
Ingvar
Helgason
Sýn ingarsalu ri nn,
Rauðageröi
Slmi: 91-33560
hff.
• 4ra, 5 gíra beinskipting
eða sjálfskipting.
• Aflstýri.
• Sjálfstæð fjöðrun á
hverju hjóli með tví-
virkum dempurum.
• Tvöfalt hemlakerfí.