Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B nmiíwMalnili STOFNAÐ 1913 81,tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Noregur sæki um EB-aðild Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMBAND norskra fiskeldis- stöðva telur, að Noregur verði að sækja um aðild að Evrópu- bandalaginu. „Án EB-aðildar mun norskt fiskeldi lenda í erfið- leikum," segir Sveinung Havre- vold, nýkjörinn formaður sam- bandsins. Sambandsstjómin stendur ein- huga að kröfunni um EB-aðild vegna sívaxandi verslunarhafta bandalagsins á þessum áratug. Frakkland, Vestur-Þýskaland og Spánn eru nú orðin aðalmarkaðs- lönd norsks fiskeldis. Lækkandi gengi dollarsins hefur dregið úr aðdráttarafli Bandaríkjamarkaðar- ins, og fara um 70% af þessum útflutningi til Evrópu eins og stend- ur. Norskir fískeldismenn óttast enn fremur að EB muni enn auka höft- in á þessum vettvangi í því skyni að vemda eigin framleiðslu, en hún er nú 25.000 tonn á ári og eykst með svipuðum hraða og hjá Norð- mönnum. Fiskeldi í Noregi jókst aðeins um 4% á árinu 1987, en gott heims- markaðsverð olli því, að veltan jókst úr 1,7 milljörðum norskra króna (ríflega 10 milljörðum ísl. kr.) f 2,1 milljarð n. kr. (tæplega 13 milljarða ísl. kr.). Markmiðið er, að veltan fari yfir þijá milljarða á þessu ári. Norðmenn hafa styrkt stöðu sína á heimsmarkaðnum, og eins og málin standa nú koma um 70% af heildar- framleiðslunni á eldislaxi og -sil- ungi frá Noregi. Mikillar bjartsýni gætir enn inn- an þessarar atvinnugreinar, en síðustu árin hefur þeim fyrirtækjum farið fjölgandi, sem orðið hafa að þola stórfellt tap. A það einkum við um fyrirtæki í Mið- og Norður- Noregi, en flestum eldisstöðvanna í Vest.ur-Noregi hefur vegnað mjög vel. í fyrra töpuðu norskir bankar allt að 180 milljónum n. kr. (ríflega milljarði ísl. kr.) á viðskiptum við flskeldisfyrirtæki. Stærsti bankinn í Noregi, Den norske Creditbank, tapaði t.d. milli 60 og 70 millj. n. kr. á viðskiptunum við tvö þessara fyrirtækja, Einvikfisk og Mariteck. r« >' ’ .• .. * I Landmannalaugum Morgunbladið/Ámi Sæberg Hóta frekari morðum fái þeir ekki eldsneyti Larnaka, Kýpur. Reuter. RÆNINGJAR kuwaísku far- þegaþotunnar myrtu f gær her- mann, sem var farþegi í þot- unni, þegar ekki var orðið við kröfum þeirra um að fá elds- neyti á þotuna. Hótuðu þeir að færa flugvallaryfirvöldum fleiri „gjafir af þessu tagi“ ef þeir fengju ekki eldsneyti til þess að halda ferð sinni áfram. Skömmu síðar nálguðust tveir opinberir embættismenn á Kýpur, ásamt fulltrúa PLO, flugvélina. Að sögn sjónarvotta gekk fulltrúi PLO upp landganginn og ræddi við einhvern inni f vélinni í dyr- unum. Því næst benti hann fylgd- armönnum sfnum að koma til sfii og taka þátt f samtalinu. Þegar blaðið fór í prentun eftir hádegi í gær var þotan enn á flugvellin- um f Larnaka á Kýpur. „Þið hafíð dregið úr hömlu að láta okkur hafa eldsneyti. Komið með sjúkrabíl og lfkkistu. Ef þið fyllið ekki þotuna fáið þið fleiri gjaf- ir af þessu tagi,“ sagði einn hryðju- verkamannanna. Fréttamenn gátu hlerað fjarskipti þotunnar og flug- Fimm dagar kvíða og angistar Nikósíu, Reuter Martröðin, sem nú hefur staðið f fimm daga f flugvélinni frá Kuwait, hófst í 10 km hæð yfir Arabíska hafinu þegar maður vopnaður skamm- byssu hrópaði að vélinni hefði verið rænt. í stuttu máli hefur at- burðarásin verið á þennan veg: Þriðjudagur 5. apríl. 02.30 (að ísl. tíma) — Flugræningjar ná Boeing 747-þotu Kuwait Airways, Flug KU422, á sitt vald. Vélin var á leið frá Bangkok til Kuwait. 03.40 — Flugvélin sem hefur 97 farþega innanborðs og 15 manna áhöfn fær lendingarleyfí á Mashad-flugvelli í norðausturhluta Irans eftir að flug- maðurinn segist eiga lítið eldsneyti eftir. 15.00 — Flugræningjarnir, sem tala arabísku, krefjast þess að 17 strangtrú- uðum múslímum verði sleppt úr fangelsi í Kuwait. Miðvikudagur 6. aprfl. 24 konum er sleppt. Nefnd á vegum Kuwaitstjómar flýgur til Mashad til að reyna að binda enda á flugránið á friðsamlegan hátt. „Skiptir engu hvaða þrýstingi við erum beittir, við munum ekki láta af kröfum okkar," segja ræningjamir. Fimmtudagur 7. aprfl. 01.00 — Flugræningjamir sleppa 32 gíslum og segja að enn séu 50 um borð, þar af flestir Kuwaitbúar. Stjóm Kuwait neitar að semja uns öllum gíslunum hafi verið sleppt. Ræningjamir gefa Kuwaitstjóm frest til kl. 8.30 að svara kröfum þeirra og segja að ella muni þeir fljúga annað. Föstudagfur 8. aprfl. 10.00 — Starfsmenn flugtumsins segja að heyrst hafí angistaróp inni í vélinni. Verið sé að misþyrma farþega. Ræningjamir skjóta þremur viðvör- unarskotum og farþegi er dreginn út á landganginn við vélina. 10.30 — Handsprengju er varpað á flugbrautina. íranir samþykkja loks að fíarlægja hindranir og láta eldsneyti í té. 11.15 — Flugvélin hefur sig til flugs og stefnir í átt til Beirút. 13.58 — Embættismenn í Beirút sem fengið hafa nóg af flugránum segja að flugvélinni verði ekki leyft að lenda. 15.48 — Hersveitir Sýrlendinga skjóta viðvörunarskotum að flugvélinni í þann mund er hún hnitar hringi yfír flugvellinum. Grátandi farþegi um borð biður um leyfí fyrir hönd ræningjanna til að lenda. „Þið eruð að sóa tíma ykkar,“ var svarað í flugtuminum. 16.47 — Flugræningjamir hóta að brotlenda á Beirút-flugvelli. Flugvélin tekur dýfur yfír vellinum. Loks fjarlægist hún Beirút. 18.17 — Flugvélin lendir á Lamaka-flugvelli á Kýpur. tumsins en eftir líflát öiyggisvarð- arins féllust ræningjarnir á að hætta talstöðvarsambandi en láta tvo fulltrúa stjómarinnar bera skilaboð á milli. Ræningjamir gáfu hvem frestinn af öðmm til að fylla þotuna, en brást þolinmæðin klukkan 8.30 í gærmorgun að íslenzkum tíma og myrtu einn gísla sinna. Vörpuðu þeir líkinu út um dyr á þotunni í nærbuxum einum fata. Lá það á flugstöðvarhlaðinu í 15 mínútur áður en þeir báðu um að það yrði hirt upp. Talsmaður stjómvalda á Kýpur sagði að hermaðurinn hefði látist af völdum höfuðhöggs en ekki verið skotinn, eins og ræningj- amir héldu fram. Vora áverkar á höfðinu aftanverðu. Læknar sögð- ust síðar hafa fundið brot úr byssukúlu í höfði hins látna. Sagt var að ekki væri hægt að setja eldsneyti á þotuna þar eð nú væri frídagur, en Grikkir halda nú páska. Embættismaður hvatti ræn- ingjana til þess að láta gísla sína lausa, en þeir era um 50 talsins, þar á meðal þijú skyldmenni furst- ans í Kuwait. Var látið í það skína að frelsi gíslanna væri skilyrði fyrir því að eldsneyti yrði sett á þotuna. Ræningjamir kvörtuðu sáran yfír því í gær að loftræsting þotunnar starfaði ekki eðlilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.