Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 37 Próf. Jón Sigtryggs- son - Afmæliskveðja Fyrir hartnær hálfri öld byijuðu nokkrir læknar og aðrir ágætir menn að veiða lax á stöng í Laxá í Þingeyjarsýslu. Laxamýrarbænd- ur tóku upp gildrumar, og bændur við ána gáfu stangveiðimönnum kost á að stunda laxveiði, njóta útiverunnar og náttúrunnar við feg- urstu veiðiá í heimi. Jón Sigtryggs- son slóst fljótlega í hópinn, og hann hefur veitt í Laxá í rúmlega 40 ár. Prófessor Jón er áttræður í dag, fæddur 10. apríl 1908. Foreldrar hans voru Sigtryggur Benediktsson veitingamaður á Akureyri og Margrét Jónsdóttir, en þær Sigríður móðuramma mín voru systkinadæt- ur og góðar vinkonur. Jón var af- burða náms- og fræðimaður. Hann lauk cand. med. prófí frá Háskóla íslands árið 1937 og tveimur árum síðar brautskráðist hann frá Tann- læknaháskólanum í Kaupmanna- höfn. Hann var læknir bæði í Dan- mörku og hér heima, en 1944 var hann skipaður dósent í tannlækn- ingum við læknadeild Háskóla ís- lands og prófessor 1950. Hann átti stærstan hlut að máli þegar tann- læknanám var skipulagt og festi deildina í sessi með dugnaði sínum og árvekni í hvívetna. Háskóli ís- lands sæmdi hann doktorsnafnbót í heiðursskyni árið 1987 fyrir störf hans og rannsóknir. Jón kvæntist 22. júní 1937 Jór- unni Tynes, dóttur Ole Tynes út- gerðarmanns og sfldarsaltanda á Siglufírði og Indíönu fögru Tynes. Jórunn lézt árið 1978, aðeins 65 ára að aldri. Foreldrar mínir minn- ast gleðistunda á heimili Ole og Indíönu, en þau voru með afbrigð- um gestrisin, og Ole glaðvær og skemmtilegur og þau hjón bæði. Jón og Jórunn eignuðust fímm böm, elztur er Jón Öm, aðstoðarráðu- neytisstjóri í Saskatchewan, þá Ingvi Hrafn, fréttastjóri íslenzka sjónvarpsins, Óli Tynes, upplýs- ingafulltrúi hjá Arnarflugi, Sig- tryggur, skrifstofustjóri hjá Elling- sen, og Margrét, skrifstofumaður hjá_ Securitas. Eg man fyrst eftir Jóni norður á Siglufírði á sfldarárunum, en þar áttu þau Jómnn sumarbústaðinn Sólvang og komu þangað ár hvert með krakkana. Jón ók á „stóra bflnum", sem við kölluðum svo, enda var hann stór! Hann fylgdist grannt með sfldarvinnslunni, sem þá var aðaltekjulind þjóðarinnar. Við strákamir klifruðum hins vegar bara í löndunargálgunum á Rauðkubryggjum og höfðum ekki hugmynd um efnahagslegan þátt þessarar vinnslu. Það var gott að heimsækja Jón og Jómnni á heimili þeirra við Miklubraut 48. Þar var alltaf gest- kvæmt, enda þau hjón greiðvikin og góð heim að sækja: móðir mín minnist einnig ánægjulegrar dvalar hjá þeim heiðurshjónum úti í Viborg í Danmörku sumarið 1938, þegar fmmburður þeirra var á fyrsta ald- ursári. Fyrir okkur krakkana var heimil- ið á Miklubraut miðstöð skemmt- analífsins ef svo strákslega má komast að orði, þar var gáski og grallaraskapur okkar umborinn, og þar vom okkur líka lagðar lífsregl- umar. Og ekki má gleyma því, að auðvitað gerði Jón við tennumar í okkur strákunum! Jón lagði mikla alúð við fræði sín. Hann á gott bókasafn og les raunar eðlisfræðibækur og stærð- fræði sér til afþreyingar og hugar- hægðar og mættu fleiri hafa slfld fyrir stafni nú til dags þegar allt stefnir til einföldunar. Maður kemur ekkert að tómum kofa hjá Jóni, og skiptir vist ekki máli hvar borið er niður. Hann er margfróður. Og heima hjá Jóni vom allar veiðiferðimar skipulagðar. Við vor- um raunar ekki fyrr komnar heim úr Laxá en byijað var að skegg- ræða og skipuleggja næsta ár! Eg var svo lánsamur að njóta hand- leiðslu Jóns þegar ég byijaði að veiða fyrir tuttugu ámm, og ekki er hægt að hugsa sér elskulegri leiðbeinanda fyrir byijanda í list- inni. Hann landaði fyrir mig fyrsta laxinum úr Stórafossi, innrætti mér að fara alltaf með gát þegar við remm út á Mjósundið fyrir ofan beljandi Æðarfossana, og hann hélt meira að segja niðri í sér hlátrinum úti f Hrúthólma, þegar veiðihjólið mitt stóð á sér og stórlaxinn tókst á vjð taugaveiklaðan byijanda! Öll mín ár við Laxá hef ég verið í veiðihóp eða „holli" með Jóni og öðrum ágætum mönnum — ég nefni hér einungis Víglund Möller og Kolbein Jóhannsson, en við heiðruð- um þá félaga þijá árið 1986, en þá höfðu þeir veitt í hollinu óslitið í 40 ár. Þessi hópur er samhentur og heldur uppi sérstökum háttum og siðum, sem frumheijamir við ána tömdu sér. Hópurinn er svo sem eins og sérstakt „ríki“ meðal Laxár- manna, og bændur á bökkum Laxár hafa verið svo elskulegir að leyfa okkur að halda uppi þeirri sérvizku, sem okkur er orðin eiginleg og við viljum ekki breyta. Ég var á sömu veiðisvæðum og Jón. Hann ávann sér virðingu Laxárbænda, var fyrir- mynd mín og víst margra annarra í því hvemig á að umgangast veiði- félagana og umhverfíð, þannig að 20 manna hópur verði nánast sem einn maður og þó fái allir að njóta sín. Víglundur Möller var leikfélagi Jóns í æsku. Hann lézt 8. maí 1987. Hann sendi Jóni og okkur hinum veiðifélögum sínum þessa kveðju: Við Laxá hef ég iöngum yndis notið, og lof sé þeim sem hennar feguið skóp. En nú er senn í veiðiblað mitt brotið, að baki dvöl í góðra vina hóp. Jón tilkynnti okkur síðastliðið sumar, að veiðitími sinn væri á enda, hann væri fullkomlega sáttur við dvöl sína við Laxá og óskaði flokknum velfamaðar. Samt sem áður sé ég hann nú fyrir mér á Hólmavaðsstíflunni í byijun veiði- ferðar. Hann byijar efst við homið á Vaðhólmakvíslinni og bleytir flug- una varlega. Hann á það til að takír þama fast við landið! Við veiðifélagamir sendum Jóni innilegar hamingjuóskir á þessum tímamótum og óskum honum vel- famaðar um leið og við þökkum honum samverustundimar á bökk- um Laxár. Jón verður að heiman í dag. Orri Vigfússon j ÍSLENSKUMORÐA- RÓKUM FINNST t N.Ö.R.D. VATNSHITARAR Vinsælu METR0 rafmagns-vatnshitarartil hvers kyns nota i ibúðina eða sumarhúsið. Þú færð mikiö af heitu vatni tii bööunar og i uppvask. Sjálfvirk hitastýring. Hitarinn er emeleraður að inn- an og hefur þess vegna mjög góða endingu. Ódýr i notkun og auðveldur i uppsetningu. Fæst i stærðum frá 5—300 Iftra. Gott verð og greiöslukjör við allra hæfi. ra -fj §m n LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022 HBBi t Wi MyA gWj Tj M M H I H ■HMi í allt sumar. íbúðir í besta gæðaflokki rúma allt að 6 manns. Verð frá á farþega (miðað við 2 fullorðna og 4 böm) HttfKVTMC FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTÍG 1 SÍMAR 28388 - 28580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.