Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
„ÞETTA er mesta áfall, sem
KGB hefur orðið fyrir í
Vestur-Þýzkalandi síðan
sambandslýðveldið var
stofiiað,“ sagði Kurt
Rebmann rikissaksóknari
þegar hann tilkynnti
skðmmu fyrir páska að sex
menn hefðu verið
handteknir vegna gruns um
að þeir hefðu njósnað fyrir
Rússa um árabil. Tíu dögum
áður hafði Elke Falk, 43 ára
ráðuneytisritari og ein af
svokölluðum „gráum
músum“ í Bonn, verið
handtekin af sömu ástæðu.
Rebmann neitaði því að
nokkurt samband væri
þarna á milli, en spáði fleiri
handtökum.
Sexmenningamir
unnu sjálfstætt og
mynduðu ekki
njósnahring. Þeir
höfðu sambönd í
heraflanum,
landamæralög-
reglunni, ríkis-
stofhunum og sjúkrahúsum og útve-
guðu KGB upplýsingar um hermál,
iðnað og tækni. Nokkrir þeirra eru
fæddir í Sovétríkjunum, en hafa
fengið vestur-þýzkan ríkisborgara-
rétt. Þrír þeirra eru verkfræðingar
og einn þeirra er með kólombískt
vegabréf. Tveir þeirra eru kennarar
og sá sjötti er kaupsýslumaður. Enn
einn verkfræðingur var handtekinn
í Bem í SvÍ8S. Allt að 15 grunsam-
legum mönnum var sleppt eftir ítar-
legar yfirheyrslur. Mikil leynd hvílir
yfir rannsókninni.
Tornado
Einn verkfræðinganna, Helmut
Stefan Kolasch, sem er 44 ára gam-
all og fæddur í Vín, er grunaður um
að hafa afhent Rússum leyniskjöl frá
ýmsum vestur-þýzkum iðnaðarfyrir-
tækjum" síðan 1971, m.a. um Evr-
ópu-þotu (EFA) Breta, ítala, Spán-
veija og Vestur-Þjóðveija, sem verð-
ur tekin í notkun á næsta áratug,
og Tomado-herflugvélina, þá full-
konmnustu sem NATO hefur yfir
að ráða.
Rússar hafa lagt kapp á að afla
upplýsinga um Tomado-þotuna, sem
Bretar, Italir og Vestur-Þjóðverjar
smíðuðu í sameiningu. Fyrrverandi
rannsóknastjóri fyrirtækisins MBH
(Messerschmidt-Böíkow-Blöhm),
Manfred Rotsch, var dæmdur í átta
og hálfs árs fangelsi 1986 fyrir að
senda upplýsingar um hana og fleiri
áætlanir til Moskvu. Rotsch, sem er
fæddur I Austur-Þýzkalandi, viður-
kenndi að hafa starfað fyrir KGB í
E I N M A N A: með litlum frænda ... fyrir framan Eiffel-turn
í Paris ... á skíðum í Austurríki... á Markúsartorgi i Feneyj-
um.
—„greinargerðir, ljósrit og ljósmynd-
ir allt frá 1973“.
Elke Falk fékk aðgang að mikil-
vægustu stjómarskjölum þegar hún
varð ritari Helmuts Schmidts kanzl-
ara í október 1974. Embættismaður
í Bonn sagði eftir játningu hennar
á dögunum: „Við verðum að gera
ráð fyrir að henni hafi verið komið
fyrir í stjómarráðinu (Kanzleramt)
til að taka við hlutverki Guillaum-
es.“ Að sögn vikuritsins Der Spiegel
riQaðist upp að þrepiur ámm eftir
handtöku Guillaumes sögðu austur-
þýzkir embættismenn í hálfkæringi
við vestur-þýzka gesti: „Það em
a.m.k. þrír njósnarar ennþá eftir í
stjómarráðinu í Bonn.“ Sjáifur sagði
Guillaume drýgindalega í viðtali við
tímaritið Bunte 1981: „Ég get
ábyrgzt það að einn af okkar mönn-
um er þama ennþá og er býsna
handgenginn æðstu mönnum."
Ef til vilt átti Guillaume við Elke
Falk, sem var auðveld bráð austur-
þýzku leyniþjónustunnar. Hún er
ógift og á enga nána vini að sögn
nágranna hennar í þorpinu Alfter
nálægt Bonn. Hún hugsar mikið um
útíit sitt og hefur oft réynt að grenna
sig. Móðir hennar og systir létust
úr krabbameini. Hún hefur hugsað
vel um 79 ára gamlan föður sinn,
Gerhard, og dekrað við sex ára
gamlan systurson sinn, Christian.
Árið 1973 varð Elke Falk ást-
fangin af austur-þýzkum útsendara,
sem kallaði sig „Gerhard Thieme"
og sagðist vera bóksali. Kynni þeirra
hófust þegar hún svaraði auglýsingu
hans í „einkamáladálki" og þau fóm
saman í sumarleyfi. Seinna sagðist
hann vilja fá hana með sér til Berlín-
ar, en hún kvaðst ekki vilja fara frá
fjölskyldu sinni. Um skeið bjuggu
þau saman í íbúð hennar í Alften,
en siðan hvarf hann aftur til Aust-
ur-Þýzkalands. Hún njósnaði fyrir
hann af ást á hveiju sem dundi.
Ráðuneytísleki
Annan maí 1977 hóf Elke Falk
ritarastörf í „forherbergi" Hans-
JUrgens Wischnewskis, helzta að-
stoðarmanns Helmuts Schmidts þáv.
kanzlara. Sama dag var ákveðið að
Wischnewski yrði aðalsamninga-
maður Bonn-stjómarinnar í fyrir-
HA'NDTAKAN: „Líf mitt er í rúst...'
30 ár. Hann var afhentur Austur-
Þjóðveijum þegar skipzt var á njósn-
umm í fyrra, en kom aftur til Miinc-
hen í vetur.
Annar kennarinn úr hópi sex-
menninganna er ísraelsmaður fædd-
ur í Rús8landi, Shimon Or i Aachen
á landamæmm Belgíu. Hinn kennar-
inn, Eduard Neufert, er einnig fædd-
ur í Sovétríkjunum, en fluttist til
Vestur-Þýzkalands fyrir 11 ámm.
Hann kenndi rússnesku í tungumála-
skóla ríkisins skammt frá Köln og
notaði aðstöðu sina til að afla upplýs-
inga um embættismenn, sem þar
vom við nám. Die Welt segir að all-
ir sexmenningamir hafi notið
kennslu þar.
Blaðið hélt því lika fram að einn
hinna handteknu hefði staðið í sam-
bandi við hópa sýrlenzkra og aust-
ur-þýzkra njósnara, sem ynnu að
verkefnum meðfram landamæmm
Frakklands, Belgíu, Hoilands og
Lúxemborgar. Maður þessi er nefnd-
ur „Anir Hossein D.“, sagður 61 árs
læknir frá íran og mun hafa búið (
Vestur-Þýzkalandi ámm saman,
siðast í Aachen. Sonur hans sagði
við blaðið Bild: „Handtaka hans er
misskilningur og hann kemur bráð-
um heirn."
Að sögn Die Welt hafa vestrænar
leyniþjónustustofnanir komizt að
raun um að austur-þýzkir leyniþjón-
ustumenn í Damaskus kenni Sýr-
Arftaki Guillaumes
Fréttir um að sexmenningamir
hafi verið handteknir vegna upp-
Ijóstrana Elke Falk hafa heldur ekki
verið staðfestar. Þegar tilkynnt var
18. marz að hún hefði verið tekin
föst og játað var sagt að eins alvar-
legt njósnamál hefði ekki komið upp
í Bonn siðan 1974, þegar GÚnter
Guillaume, aðstoðarmaður Willy
Brandts þáv. kanzlara, var hand-
tekinn fyrir njósnir ( þágu Austur-
Þjóðverja, með þeim afleiðingum að
Brandt varð að segja af sér. Að sögn
embættismanna hefur Elke Falk
útvegaö Austur-Þjóðveijum þýðing-
armiklar upplýsingar í 15 ár
R E B M A N N ríkissaksóknari:
„Mesta áfall KGB síðan 1949.“
lendingum og írönum að stunda
neðanjarðarstarfsemi í Vestur-
Þýzkalandi og fleiri Vestur-Evrópu-
löndum. Þeir fái m.a. þau verkefni
að vera sendiboðar og lauma útsend-
urum inn í vestur-þýzk landamæra-
héruð í „sérstökum tilfellum". Þess-
ar fréttir blaðsins hafa ekki fengizt
staðfestar og em taldar ýkjur eða
hugarburður.
ELKEFALK: „njósnaði af
ást.“
MYSNAR
■ NN