Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 1
fMmagnttirlittofö PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 BLAÐ hélt á vit litanna sinna sem hann fann á íslandi í vetrarham Þú verður að fara tíl íslands, það er þitt land, þinir litir, sagði hinn kunni sagnf ræðingur George Duby við myndlistarmanninn Pierre Soulages, þegar hann kom f fyrra heim til Frakklands úr fyrirlestrarferð til Háskóla íslands. Þetta sama hafði hann heyrt fyrr frá vinum sinum. Og nú þegar Pierre Soulages og kona hans Colette Soulages komu til Islands í tilefni grafíksýningar hans í Listasafni íslands og fóru á sunnudag í boði safnsins um landið í vetrarskrúða á vordögum, fann þessi frægi Iistamaður raunverulega litina sem hann dáir mest. Varð frá sér numinn yf ir þessu landi, sífellt að benda konu sinni á liti og form og biðja hana um að smella mynd út um bílglugga, til að minna sig á. Stórkostlegt! heyrðist hann segja hvað eftir annað. Og íslensku ferðafélagarnir, sem hefðu kannski viljað að ofurlítið væri farið að hlýna og grænka til að sýna þessum fræga útlendingi, skildu nú að það var hreinn misskilningur. Það sem hreif var einmitt þessi grágræni litur á mosanum, blæbrigðin i hrauninu með hvítum flekkjum, íshrannirnar i Hvitá með mjólkurlitum lænum, formin í nálægð í stökum fjöllum og klettaveggnum í Almanna- gjá eða einhver hraunmyndun undir fótum manns. Kannski vorið hafi látið á sér standa til að sýna þessum listamanni einmitt það ísland og þá liti, sem falla svo vel að hans skapi og skynjun? Pierre Soulages hefur í áratugi verið einn þekkt- asti listmálari og grafík- listamaður Frakka, margverðlaunaður og myndir hans eftirsóttar á öllum stærstu listasöfnum heims. Gríðar- legur fengur að fá sýningu á verk- um hans og heiður fýrir Listasafnið að hýsa slíka sýningu, eins og Val- týr Pétursson, listmálari benti á hér í blaðinu. Flestar af grafíkmyndun- um 34 á sýningunni, sem opnaði sl. laugardag eru löngu ófáanlegar. Eitthvað þarf að koma til svo _að slík sýning leggi leið sína til ís- lands. Hér eins og svo oft þekkti maður mann — auk þess sem lista- maðurinn sjálfur vildi einmitt með ánægju lána verk sín til þessa lands, sem hann langaði til að sjá, að því er hann sagði fréttamanni Morgun- blaðsins á leið í rútu austur fyrir Ejall. Svo vildi til að Jean Louis Depierris menningarfulltrúi í franska sendiráðinu í Reykjavík þekkir vin Soulages og kannaði gegn um hann viðbrögð listamanns- ins sjálfs, stakk svo upp á því við Selmu sálugu Jónsdóttur, forstöðu- mann Listasafns íslands, sem tók því fagnandi að eiga kost á slíkri sýningu. „Sjáðu hér er ísland, litir ís- lands," sagði Pierre Soulages sjálf- ur og dró blaðamann Morgunblaðs- ins að einni myndinni fyrir miðjum vegg við opnun sýningarinnar. Mik- ið rétt. Þessi mógráu, svörtu og hvítu litbrigði komu kunnuglega fyrir sjónir einum íslendingi, sem upplifir landið á öðrum árstímum en rétt yfir hásumarið. Listamaður- inn segir að vinir sínir, sem til lands- ins komu. hafi einmitt haft orð á nSjáðu! Þetta er ísland. Litir íslands," sagði franski listmálarinn Soulages fyrir framan eina af grafíkmyndum sínum og Ijósmyndari Mbl., Ólafur K. Magnússon, festi hann þar á filmu. þessu, en Soulages er einkum þekktur fyrir jarðarliti sfna auk hina svarta og hvíta og fyrir þá tæru birtu sem flæði á móti skoðandan- um milli formanna á myndunum. „Ég átti vin, sem bjó í mörg ár í Reykjavík og var í Færeyjum, skrif- aði m.a. færeyska orðabók,“ segir Pierre Souiages til skýringar. „Þeg- ar hann kom til Parísar færði hann mér alltaf eitthvað, hangikjöt frá íslandi, skerpikjöt frá Færeyjum, jafnvel hval. Hann talaði mikið um ísland. Sagði að þangað yrði ég að fara, það væri land fyrir mig, litir sem þú munt elska, svart, grátt og hvítt, sagði hann við mig. Og það var hann sem sagði mér frá lax- veiðiánum og íslensku hestunum," bætir hann við þegar ekið er upp Artúnsbrekkuna og strax tækifæri til að sjá íslenska laxveiðiá og hestamenn á Rauðavatni. Það var kalt en heiðskírt þegar lagt var upp í ferðina á sunnudags- morgun. Snjófölið dró vel fram formin og dökkbláan litinn í hamra- beltum Esjunnar, en stimdi á svell- in í alhvítum Bláfjöllum í sólinni. Vítt virtist til allra átta og fjalla- hringsins. Þar til á há Hellisheið- inni að skyndilega fór að skafa yfír veginn, líkt og hendi væri veifað. Eins og sýnikennsla í íslenskum veðrabrigðum. Sem svo vék aftur fyrir sól og sýn, þótt ekki dygði það til að sjá af Kamba brún til Vest- mannaeyja eða alla leið til Eyja- fjallajökuls og Heklu, sem geymdi sig þar til síðar. En heiðurs- gesturinn Soulag- es var frá sér num- inn, beindi sjónum að móbrúnu litun- um í klettum og jarðvegi við Hveragerði og skrýtnu blálituðu rgkúlunum sem mæta vegfarend- um í hlíð Ingólfs- ijalls. Jafnvel þar má sjá líkinguna við litinn sem hann notar sjálfur eða notaði a.m.k. fyrr- um. Hann hafði einmitt á opnun sýningarinnar í Listasafíiinu bent blaðamanni á yngstu myndina frá 1952 með þessum sama bláa lit, þegar þar barst í tal upphaf ferils hans sem listmálara og að við- mælandi hans kvaðst fyrst hafa séð og munað svartar og bláar myndir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.