Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 B 3 Leyndarmál Stradivari Vlsindi Sverrir Ólafsson Antoni Stradivari (1644?- 1737) er einn þekktasti fíðlu- smiður sem um getur í sögunni. Fiðlur og selló sem hann smíðaði á starfsæfí sinni, í Cremona á Italíu, eru dýrmætir kjörgripir, sem sumir hveijir eru í notkun enn í dag. Menn hafa lengi velt vöngum yfir aðferðum Stradivari og því efni sem hann notaði, en enginn hefur hingað til gefið sannfærandi skýringu á því á hverju hin einstöku hljómgæði hljóðfæranna byggjast. Ýmsir hafa þó látið í ljós þá skoðun að leyndardómurinn felist í lakkinu sem Stradivari notaði. Þann 24. mars birtu vísinda- menn frá háskólanum í Cam- bridge lesandabréf í vísindatíma- ritinu „Nature" þar sem þeir greina frá athugun sem þeir gerðu á sýni úr Stradivari-hljóð- færi. Athuganir þeirra sýnda að undir næfurþunnu lakklaginu tekur við annað u.þ.b. 50 míkró- metra þykkt og hart lag (Stradi- vari-lag) sem býr yfir svipaðri efnasamsetningu og ákveðin gos- aska sem er algeng á svæðinu umhverfis Cremona. Vísindamennimir fengu sýni úr hljóðfæri frá árinu 1711 sem þeir efnagreindu með því að not- ast við nákvæmustu aðferðir sem völ er á í dag. Þeir byijuðu á því að athuga sýnin með skan raf- eindasmásjá og þannig fundu þeir áður nefnt lag, rétt undir Myndin sýnir niðurstöður efna- greiningar á: a) Stradivari- laginu, b) pozzolana-ösku, c) lakkinu sem Stradivari notaði og d) viðnum undir Stradivari- laginu. Samanburður á a) og b) sýnir áhugaverðan skyld- leika. Stafirnir eru einkennis- stafir einstakra frumefha, t.d. Si, fyrir kísil, K fyrir kalín, Ca fyrir kalsín og Fe fyrir járn. yfírborðslakkinu. Þeir fram- kvæmdu efnagreininguna sjálfa með aðferð er nefnist „energy dispersive X-rey spectroscopy“ Myndin er tekin með rafeindasmásjá og sýnir þverskurð úr yfir- borði sellós sem Stradivari smíðaði árið 1711. Lakklagið er merkt með V, en yfirborð viðsins með W, þar á milli er Stradi- vari-lagið sem að öllum líkindum hefúr að geyma pozzolana-ösku. Röntgengeisla. Með því að mæla bylgjulengd þessara geisla fást upplýsingar um efnasamsetningu sýnisins. í ljós kom að smákornótt efna- lag undir lakklaginu hafði að geyma fruméfnin, ál, kísil, fos- fór, brennistein, kalín, kalsín, títan, mangan ogjárn. Merkilegt er að efnasamsetning þessa þunna lags er ótrúlega lík efna- samsetningu eldfjallaösku er nefnist „pozzolana", en hún finnst á svæðunum umhverfis Cremona. Efnasamsetning bessi er frábrugðin bæði samsetningu lakksins og eins viðarins sém Stradivari notaði, en hvora Antonio Stradivari (EDAX), en hún byggir á eftir- farandi fyrirbæri. Orkumiklum rafeindum er skotið á efnið, sem þar af leiðandi sendir frá sér tveggja innihalda langtum minna magn jáms og kísils en lagið á milli þeirra. Þess hefur verið getið að efna- greiningin bendi ekki nauðsyn- lega til notkunar pozzolana-ösku heldur sé hugsanlegt að Stradi- vari og samstarfsmenn hans hafi notað smá- og harðkornóttan vik- ur til að pússa viðinn. Vísinda- mennirnir frá Cambridge telja að tvennt mæli gegn þessari upp- ástungu. Ólíklegt sé að slík notk- un vikurs hefði leitt til jafn þykks lags undir lakkinu og eins sýnir EDAX-athugun á vikrinum að efnasamsetning hans og einnig hlutföll efnanna sem koma fyrir, eru önnur en í pozzolana-öskunni og Stradivari-laginu. -J. Chipura stakk upp á því árið 1984 að Stradivari hefði notað ákveðna sementsgerð s.k. „Roman hydraulic cement“ sem er búið til með því að blanda saman lími (kalsín oxíði) og poz- zolana-ösku. Pozzolana er enn notað til framleiðslu á sliku se- menti, sem er sérstaklega hart og endingargott. Augljóst er af niðurstöðum efnagreiningarinnar að Stradivari hefur ekki nouast við lím því þá hefði langtum meira magn kalsíns fundist í lag- inu. Öllu líklegra er að hann hafi hrært öskuna í vatni og ef til vill notað einhverskonar bindi- efni, sem gæti hafa verið eggja- hvíta. Þetta hefur hann borið beint á viðinn, en lakkið síðan þar ofan á. Stradivari-lagið hefur ekki ein- ungis verið góð undirstaða fyrir lakkið, heldur er trúlegt að harka þess hafi á afgerandi hátt stuðlað að þeim frábæru hljómgæðum sem Stradivari-fiðlur hafa orðið frægar fyrir. Sovétríkin: Gerðu sameinda- líkan af eyðni- veirunni Moskvu. Reuter. SOVÉSKIR vísindamenn hafa gert sameindalíkan af eyðniveir- unni og uppgötvað ný einkenni hennar, sem ættu að auðvelda greiningu sjúkdómsins, að því er TASS-fréttastofan sagði á mið- vikudag. Það voru tveir prófessorar á Gamalei-farsótta- og örverustofn- uninni í Moskvu, sem gerðu líkanið, og tók verkið þijú ár, áð sögn TASS. Valentin Pokrovsky, einn af helstu eyðnisérfræðingum Sov- étríkjanna, var tilnefndur sem heimildarmaður fréttastofunnar. „Vírusinn er gerður úr fimm að- alsameindum, sem ráða í samein- ingu atferli hennar," sagði TASS. „Byggingu þessara sameinda hefur nú verið lýst í fyrsta sinn og líkan gert af hverri þeirra." Fréttastofan sagði, að peptíðið albúmín hefði fundist í eyðniveir- unni, en það væri ekki til staðar í öðrum veirum. „Þetta getur auð- veldað greiningu sjúkdómsins og gert hana örugga," sagði TASS. I fréttinni sagði enn fremur, að rannsóknimar, sem lágu til grund- vallar gerð líkansins, hefðu verið framkvæmdar í rafeindasmásjá og með tölvugreiningu, sem hefðu gert kleift að stækka eyðnivírusinn 50- 100 milljón sinnum. Þá sagði, að eyðnivírusinn væri um einn til tíuþúsundasti úr milli- metra að stærð. Tugir spíra væru á yfirborði hans og væri hver þeirra samsett úr fimm eða sex sameind- um sykmhvítu (glýkóprótíns). „Þetta er í fyrsta sinn, sem upp- götvast, að gerð vírussins er með þessum hætti,“ sagði TASS. Góðandagim! Goldstar myndbandstæki GHV-1245P Framhlaðið - HQ (High Quality) 14 daga upptökuminni á 4 mismunandi tímum 32 stöðva minni - Þráðlaus fjarstýring - Kyrrmynd Hraðspólun með mynd - Sjálfvirk endurspólun Greiöslumáti Utborgun Verð Staðgreiðsluverð 30.166,- ... Almennt verö 10.000,- 31.754,- Eurokredit 11 mán. 0,- ■ 31.754,- Visa raðar. 12 mán. 0.- „„31,754,:,. GoldStcir -guíttryggð gczðatœtd !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.