Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 S-30 . •. að vera tælandi. TM Reg. U.S. Pat. Otf.—all rights reserved o 1986 Los Angeles Times Syndicate 432 Mér varð á að gleyma viðnum í eldinum, en hvar er sauma- borðið mitt? Ég ætla að afturkalla kvaðn- inguna í kvennaathvarfið! -- Númerakerfi bifreiða: Hver er sparnaðurinn? Til Velvakanda. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp um að leggja Bifreiðaeft- irlit ríkisins niður og gera það að hlutafélagi og að taka * upp fast númerakerfi á bifreiðir, þannig að sama númer sku!i fylgja bifreiðinni alla tíð. Þetta er sagt nauðsynlegt til að spara fé, allt að 100 til 200 milijonir króna eða meira á ári. En hver er þá spamaðurinn? Rökstuðn- ing fyrir honum hef ég ekki séð eða heyrt. Bifreiðaeftirlitið er opinber stofn- un, sem við verðum að hafa í ein- hverri mynd. Þessi háttur er á í öllum löndum, sem við þekkjum til, eins og t.d. á hinum Norðurlöndun- um, sem oftast er vitnað til. Þama fer fram skráning ökutækja og eft- irlit með ökutækjum eða með öðrum orðum löggæsla. Þetta em þættir, sem ekki er hægt að færa til einkaaðila með góðu móti. Skoðun ökutækja er. aftur á móti hægt að framkvæma á hvaða verkstæði sem er og hefur gefist vel í sambandi við ljósaskoð- un ökutækja en hún hefur farið fram á viðurkenndum verkstæðum um árabil. Þá hefur biðfreiðaeftirlit- ið séð um framkvæmd allra öku- prófa, námskeið til meiraprófs og ökukennaraprófs. Suma þessa þætti er hægt að færa til einkaaðila, eins og t.d. námskeiðahald og fræðilega hlutann af almennum ökuprófum. En öll verkleg próf verður að mínu viti að framkvæma af því opinbera. Það er allstaðar gert, þar sem til þekkist, eins og t.d. á hinum Norð- urlöndunum, svo aftur sé vitnað í þau. Vissulega eru til aðrar opin- berar stofnanir, sem geta fram- kvæmt þessa hluti, en hvað sparast við að leggja niður eitt fyrirtæki og stofna nýtt eða auka við báknið sem fyrir er? Bifreiðaeftirlitinu hefur verið illa stjómað eins og svo mörgum ríkis- fyrirtækjum. Stjómendur þess hafa komist upp með það eins og stjóm- endur annarra ríkisfyrirtækja, að fara langt fram úr ijárlögum ár eftir ár með stjómleysi og jafnan fengið aukafjárveitingu til þess að greiða með óstjómina. Þessu verður að breyta. Þá er það fasta númerakerfið, sem koma skal á allar bifreiðir. Með því á að vera hægt að spara stórfé. Það kemur hvergi fram hvemig, eða að bíleigendur hafa greitt fyrir þessa þjónustu til ríkis- sjóðs milljónir króna, og t.d. á síðasta ári hátt á annað hundrað milljónir króna. Hér á landi eru umskráningar á milli 40 og 50 þúsund á ári. Hver umskráning með númeraskiptum kostar í dag kr. 7.300 hér í Reykjavík, en á milli umdæma kr. 4.500, en haldi bifreiðin sama núm- eri kostar umskráningin kr. 1.500. Ef við gefum okkur að á þessu ári verði 45 þúsund umskráningar, sem skiptast þannig: 15 þúsund umskráningar hér í Reykjavík með númeraskiptum, og þær gæfu rík- inu 109.500.000 krónur, 15 þúsund umskráningar á milli umdæma er gæfu ríkinu 67.500.000 krónur og að lokum 15 þúsund umskráningar án númeraskipta, er gæfu þá 22.500.000 krónur í kassann, þá verða þetta samtals tæpar 200.000.000 krónur, sem renna beint í ríkiskassann. Ef þessar 45 þúsund umskrán- ingar færu fram eftir þessu nýja kerfi sem verið er að boða, gæfi það ríkissjóði aðeins 67.500.000 krónur í -tekjur, mismunurinn er því í þessu dæmi 132.000.000 krónur í mínus. Því spyr ég: Hvar ætlar ríkið að taka þessar milljónir, sem um er að ræða í þessu dæmi, en eru líklega í rauninni mun hærri upphæðir? Eigum við bíleigendur kannski að greiða sama gjald og áður var greitt fyrir að stimpla eigendaskipti og/eða umskráningu inn í tölvu? Eg held að ráðherra, sem fer með þessi mál, ætti að taka á mikil- vægari málum, sem varða umferð- arvandamál okkar, en þessi tvö mál.-Ef hann vill spara fyrir bíleig- endur ætti hann t.d. að leiðrétta það misrétti, sem viðgengst í trygg- ingamálum bíleigenda, eins og t.d. að gera allt landið að einu áhættu- svæði. Er eitthvað ódýrara að gera við bíl eftir árekstur, ef hann er með T- eða Z-númer, svo dæmi sé tekið, heldur en bíl með R-númeri? Spyr sá er ekki veit. En á þessum stöðum er allt að helmings munur á tryggingariðgjöldum bifreiða. Þá ætti að láta þessa 3 til 4 þúsund ökumenn, sem oftast valda tjóni, greiða stærri hlut en nú er gert. Það er dæmi þess að maður, sem lent hefur í þremur árekstrum á ári og alltaf í órétti, er með 50% bónus hjá tryggingafélagi sínu. Þetta eru hlutir, sem bíleigendur eru skyldaðir til að greiða, hvort sem þeim líkar betur eða verr. En þeim er í sjálfsvald sett, hvort þeir greiða fyrir að halda gamla bílnúm- erinu sínu eða ekki, sá er munurinn. Birkir Skarphéðinsson HÖGNI HREKKVlSI „ pAE> ER S\/EI /héf^ HAVAÐI FjZA VARA/VIAMNA&EKKNU/Vl.' " Yíkverji skrifar Kunningi Víkveija stendur á því fastar en fótunum að sem næst fjórðungur útsendingartíma ríkissjónvarpsins á kvöldin fari orð- ið í auglýsingar og svo meira eða minna hástemmdar lofrollur um væntanlegt dagskrárefni af ýmsu tagi. Hann er að vonum síður en svo sáttur við þessa þróun, og það því fremur sem hann segir að þýðingar- laust sé með öllu að reyna að forða sér með því að skipta yfir á Stöð 2. Það er að fara úr öskunni í eld- inn, segir aumingja maðurinn; á Stöð 2 séu þeir nefnilega jafnvel iðnari við það en á hinum bænum að gorta af sínu eigin ágæti auk þess sem þeir séu í tíma og ótíma með allskyns ávörp til allskyns fyr- irtækja úti í bæ að tjá þeim þakk- læti sitt fyrir að hafa ausið fé í þessa eða hina dagskrárliði. XXX Fróðlegt væri að fá úr því skor- ið hvort fyrmefnd fullyrðing heimildarmanns Víkvetja (sem er annars ólyginn) eigi í rauninni við rök að styðjast. Hann sver og sárt við leggur að svo sé, staðhæfir að þetta sjálfshólsfargan beggja stöðv- anna aukist meira að segja dag frá degi og þykist raunar horfa fram á þann dag að dagskrár beggja verði einn linnulaus lofsöngur um þær sjálfar og mest annað ekki. Hvað finnst þeim nú um þetta, stjórunum þama um borð? Báðar stöðvamar hafa verið ósparar á alls- kyns línurit sem hafa einkanlega haft þann tilgang að níða skóinn af keppinautnum. Gaman væri nú að fá eins og eitt línurit á skjáinn sem sýndi okkur glápurunum með þessum góðkunnu skræpóttu súlum hve mikið af sýningartíma stöðv- anna fer í raunverulegt sjónvarps- efni og hve mikið í raus og manna- læti. XXX Vonandi taka sjónvarpsmenn því ékki illa þó að nú skuli látið af þessum vangaveltum um heiminn þeirra í svipinn og talinu vikið í staðinn að svínarækt. Um að gera í svona rabbdálkum að bera sem víðast niður. Svo er mál með vexti að bóndi nokkur í Svíþjóð komst í heims- pressuna ekki alls fyrir löngu þegar það spurðist að hann hafði keypt einhver reiðinnar ósköp af boltum og fært þá svínunum sínum í þeirri von að hressa þau bæði andlega og líkamlega. „Þegar svínunum finnst gaman að lifa eru þeir betri til heilsunnar og fljótari að vaxa,“ er haft eftir Lasse Knutsson sem á hvorki meira né minna en 2.500 stykki. Fyrir nokkrum árum færði hann þeim stereógræjur svo að þau gætu haft músík í stíunum. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.