Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUK 24. APRÍL. 1988 NÝBYGGINGAR íSKUGGAHVERFI Skugg-ahverfið milli Hverfisgötu og Skúlagötu er aö breytast. Gömlu byggingarnar á Völundarlóðinni svonefnduá horni Skúlagötu og Klapparstígs eru horfnar og í næsta mánuði verður hafist handa við nýjar byggingar. Hvað kemur í staðinn fyrir gömlu Völundarhúsin? Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson arkitektar. Morpinbiaðið/Svemr Stillilegt yfirbragð Byggingarfyrirtækið Steintak hf. á lóðina og efndi til lokaðrar sam- keppni um hönnun fjölbýlishúsa á lóðinni. Tillaga arkitektanna Dagnýjar Helgadóttur og Guðna Pálssonar varð fyrir valinu. Deiliskipulag Reykjavíkurborgar fyrir Skúlagötusvæðið og sam- keppnisskilmálar byggingaraðila settu arkitektum nokkuð þröngar skorður. Þeir höfðu ekki frjálsar hendur um staðsetningu bygginga og var gert að miða við að hvert hús yrði 11X11 metrar að grunn- fleti. Fjölbýlishúsin á Völundarlóðinni' verða alls ijórtán talsins. Hæð hús- anna verður breytileg; hin lægstu verða fimm hæðir en þau hæstu ellefu hæðir. Tvær efstu hæðimar verða með þakhalla og þar verða þakíbúðir (penthouse). Gert er ráð fyrir að á lóðinni verði að minnsta kosti 109 íbúðir. Um tuttugu tveggja herbergja íbúðir, 52-78 fer- metrar að grunnfleti; um sextíu þriggja herbergja íbúðir, 77-92 fer- metrar og um fimmtán fjögurra til fimm herbergja íbúðir sem verða 108-118 fermetrar. Þakíbúðimar verða íjórtán. Arkitektar og bygg- ingaverktaki gera ráð fyrir að íbúa- fjöldi verði nálægt þremur hundmð- um. Tillaga Dagnýjar og Guðna er með nokkmm undantekningum, unnin eftir þeim reglum sem lagðar vom fyrir. Arkitektamir vilja að öll húsin á Völundarlóðinni verði með venjulegu mænisþaki, þeir telja ekki fara vel á því að hafa einhalla þak á háhýsum við Skúlagötuna eins og skipulag Reykjavíkurborgar ger- ir ráð fyrir. Einhalla þök tíðkast yfirleitt ekki í byggðinni í kring og á háhýsunum við Skúlagötu yrðu einhalla þök 14 metra löng. Á hús- unum myndi slíkur þakhalli virka yfirþyrmandi. Með því að byggja húsin með mænisþaki yrðu þau í betra samræmi við umhverfi sitt og hefðu stillilegra yfirbragð. Enn- fremur leggja Dagný og Guðni til að þau tvö háhýsi sem snúa að Skúlagötunni verði jöfn að hæð. Því er sá kostur valinn að lækka annað húsið um eina hæð og hækka hitt um eina. Með þessari hæðajöfn- un styrkist enn frekar hið stillilega yfirbragð og þar að auki verða ýmis tæknileg og byggingarfræði- leg atriði auðveldari og ódýrari úr- lausnar. Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson sögðust hafa reynt að sjá svo til, að fyrirhugaðar byggingar féllu að heildarsvip hverfísins, en einnig var leitast við að gefa húsun- um líflegt yfirbragð og skapa til- breytni. Skipulagsskilmálar reistu óneitanlega nokkuð þröngar skorð- ur en Dagný og Guðni sögðust kappkosta, að skapa fjölbreytni með mismunandi gluggaformum og samsetningu þeirra. Einnig má ná fram blæbrigðum með litavali. Arkitektamir leggja til að þök verði steingrá, gluggar hvítir og veggir í ljósum pastellitum, t.a.m. gráblá- ir, laxableikir, ljósgrænir, gulir o.s.frv. Sól og útsýni Arkitektamir, þau Dagný Helga- dóttir og Guðni Pálsson, sögðust hafa reynt eftir því sem í þeirra valdi hefði staðið að haga öllu skipulagi þannig að allar íbúðir nytu sólar, úr suðri eða vestri og að útsýn til Esjunnar og Akrafjalls væri frá sem flestum íbúðum. Stór- ir útskotsgluggar verða í hverri íbúð, munu þeir snúa bæði í útsýn- is- og sólarátt og sumir opnast einn- ig út á svalir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.