Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 B 27 Sutherland (til vinstri) í myndinni„The Rosary Murders", sem Laugar- ásbíó sýnir á nœstunni. Presturinn, morðinginn og eiðurinn Faðir Bob Koesler er sóknar- prestur í Detroit sem flækist inní röð morða á kaþólskum prestum og nunnum í myndinni „The Rosary Murders", sem sýnd verður í Laugarásbíoi á næstunni.. Koesler, sem þekkir vel til kaþ- ólska safnaðarins í borginni, fellst á að hjálpa lögreglunni við rann- sóknina en eina vísbending þeirra er talnaband sem morðinginn skilur eftir í hendi fórnarlamba sinna. Faðirinn flækist ennfrekar í málið þegar morðinginn gengur til skrifta hjá honum og hann kemst að því hver brjálæðingur- inn er. En Koesler er bundinn þagnareiði. Aðeins með því að komast að því hvað vakir fyrir morðingjanum getur Koesler sóð fyrir hvert næsta fórnarlamb hans verður og stöðvað hann. Með aðalhlutverkið í myndinni fer Donald Sutherland en meö honum eru Charles Durning, sem leikur kollega Koeslers, Belinda Bauer, sem leikur blaðamann er fjallar um morðin, og Josef Som- mer, sem leikur lögregluforingj- ann sem rannsakar málið. Myndin er byggð á samnefndri sögu rithöfundarins og fyrrum prestsins William X. Kienzle sem út kom fyrir níu árum. Framleið- andinn, Robert G. Laurel, keypti kvikmyndaréttinn jafnvel áður en bókin kom út, fékk hinn fræga sakamálahöfund Elmore Leonard til að vinna handritið en það tók heil sjö ár að afla peninga til kvik- myndunarinnar. Hann fékk Fred Walton (Fyrsti apríl, „When a Stranger Calls") til að leikstýra. Walton og Leonard unnu um síðir saman að endanlegri gerð hand- ritsins. Myndin var tekin í Detroit og Sutherland, til að lifa sig sem mest inní föðurhlutverkið, bjó í nunnuklaustrinu sem nokkrir at- burðir myndarinnar gerast í og átti hinar ánægjulegustu sam- verustundir með nunnunum. Það var „mjög, mjög kyrrlát" reynsla, segir Sutherland. „Þær voru mér dásamlegar. Það var eins og að vera hluti af fjölskyldu að vera með þeim. Við spiluðum mikið brids." Nunnurnar leyfðu Sutherland að nota eldhúsið sitt og stundum bjó hann til morgunverð handa þeim. Þær leigðu jafnvel myndir með honum og hann þakkaði fyr- ir sig með persónulegri kveðju á myndbandi til hverrar og einnar. „The Rosary Murders" er fimmtugasta bíómynd Suther- lands á 23 ára ferli innan kvik- myndanna. „Nú er svo komið,“ segir leikarinn, sem á sjálfsagt marga gallharða fylgismenn hér á landi eins og annarstaðar, „vinn ég aðeins þegar ég vil og aðeins við myndir sem ég hef gaman af að gera.“ myndir lengur. Og hún fór að fá laun. Það þótti henni mesta breytingin. Hún lýsir sjálfri sér sem alvarlegri leikkonu sem reyni að taka sjáifa sig ekki of hátí- ðlega. Linda er ógift og hefur ekki hugsað sér að gifta sig í náinni framtíð. Hún lætur frama sinn sitja í fyrirrúmi. Hún segist ekki einu sinni fara út með karlmönn- um. Hún segir að það sé það heimskulegasta sem maðurinn hafi nokkru sinni fundið upp á. Næsta mynd sem Linda leikur í heitir „Pass the Ammo“ og fjall- ar um sjónvarpspredikara. Það þykir nokkuð spennandi efniviður eftir alla erfiðleika bandarísku sjónvarpspredikaranna, en myndin sem hór um ræðir tekur ekki beint alvarlega á málinu: Fjölskylda Lindu í myndinni hefur verið rúin inn að beini af ein- hverjum óprúttnum predikara. Hann selur syndaaflausnir eins og kollegar hans fyrr á öldum. En Linda og kærasti hennar láta sér það ekki iynda og hyggja á hefndir. Og áður en yfir lýkur hafa þau bæði komði fram í sjón- varpi predikarans, aiveg óvart og óundirbúið. Linda er fyrsta manneskjan til að viðurkenna að þetta sé ekki stórmerkilegur söguþráður, en henni er mjög í mun að takast á við sem fjölbreyttust hlutverk, því hún vill alls ekki festast í sömu rullunni eins og svo margir .á undan henni hafa gert. „Ég vil leika konur sem taka áhættur í lífinu, konur sem stökkva öfg- anna á milli. Ég þoli ekki mann- eskjur sem ganga hinn gullna meöalveg allt sitt líf. Slikt fólk er leiðinlegt og getur varla fengið mikið út úr lifinu," segir Linda. Það er því svolítil þversögn í þessu öllu saman þegar það svo fréttist að Linda Kozlowski hefði ekki hugsað sig tvisvar um þegar hún samþykkti að leika í fram- haldinu af „Krókódíla Dundee", sem verður að öllum líkindum sýnt í sumar. Marargata 6 Húseignin Marargata 6 í Reykjavík er til sölu.. Húsið stendur á stórri hornlóð og er að grunnfleti um 160 fm. Húsið er 2 íbúðarhaeðir, rúmgott ibúðarris og kjallari með fullri lofthæð. Útigeymslur og bílsk. fylgja. Afh. hússins getur orðið strax. Allar upplýsingar gefur undirritaður, Hafsteinn Hafsteinsson, hrl. Síðumúla 1, sími 688444. EVRÓPUFERÐIR bjóða upp á 63 gististaði víðsvegar um Portúgal í sumar. Flogið er í gegnum London á mánudögum og miðvikudögum í hverri viku til hinna ýmsu áfangastaða í Portúgal. evrópuferðir Klapparstíg 25-27 101 Reykjavik s 628181 Skemmtilegir Vindhanar á sumarbústaðinn * HURÐIRHF Skeifan 13-108 Reykjavik-Sími 681655 Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! •Í • V • W •. i ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.