Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 á að líta, þótt varla endist fólk nema stutta stund í nálægð hans í frost- inu og norðannæðingnum og nrá- slaganum í úðanum upp úr gljúfr- inu. Mikil blessun er að hafa Strokk með sýnishom af gosi þegar Geysir hinn mikli gefur ekki kost á sér, en bláu og grænu litbrigðin í sjóð- andi hverunum vekja ekki síður aðdáun svo næmra ferðamanna. Gott er samt að fá að koma inn í hið nýja hótel við Geysi til að borða nestið góða, sem Listasafnsfólk hefur útbúið af hugkvæmni. Næsti áfangi er Skálholtskirkja. Pierre Soulages hefur þekkt Nínu Tryggvadóttur og mann hennar á árum áður, segir þau alltaf hafa litið inn þegar þau komu til París- ar. Hrafnhildur Sehram, listfræð- ingur á Listasafni íslands skrifaði textann um Nínu í myndabók henn- ar og getur frætt hann á því að Nína hafí gert stóra mosaikmynd sem altaristöflu í Skálholtskirkju. Og í kirkjunni kemur Soulages líka auga á merkingu á steindu glugg- unum. Kveðst vera vinur Oidtmans- bræðra framleiðenda glugganna, sem hann segir mikilvæga listum og listamönnum. Höfund glugga- nna, Gerði, þekkti hann ekki per- sónulega enda var hún yngri og var að koma fram í París um það leyti sem hann verður frægur og sýnir mikið erlendis, en hann þekkir verk listahópsins sem hún var lengi með. Það jók fjölbreytnina í ferðinni að geta komið í Skálholt og sýnt lista- manninum verk þessara tveggja íslensku listakvenna. Og enn eykur á fjölbreytnina í ferðinni að geta boðið ofan í iður jarðar við Ljósa- foss, þar sem 100 tonn á sekúndu af vatni spýtist út úr stöðinni eftir að hafa verið nýtt til rafmagns- framleiðslu fyrir landsmenn, en þama er opið fyrir almenning vegna tækniársins. Þó er það landið sjálft sem tekur alla athygli listamannsins, slær allt Franski myndlistarmaðurinn Pierre Soulages og Colette kona hans við Gullfoss í klakaböndum, enda hörkufrost og norðan garri. hans á sýningum í París upp úr 1950. Soulages hafði frá byijun snúið sér að óhlutbundinni list, sem fyrir áhrif frá heimsstyijaldarárun- um var að ryðja sér braut strax upp úr stríðinu. Hún átti erfitt upp- dráttar á fyrstu árunum eftir heims- styijöldina og varð fýrir aðkasti, en Soulages vakti fyrst athygli umheimsins á sýningum sem fóru um Þýskaland, England, Dan- mörku, Japan og Bandaríkin á ár- unum 1948 til 1951. Þá var hann orðinn heimsfrægur og viðurkennd- ur einnig heima í Frakklandi og talinn einn mikilvægasti listmálari Parísarskólans svonefnda. Einmitt á þeim stað á ferli sínum fór hann að vinna að ætingum og þar hefst 1952 grafíksýning sú sem er í Lista- safni Islands og spannar feril lista- mannsins í grafíkmyndum allt fram til 1980. En grafíkmyndir hans haldast alltaf í hendur við málverk hans í stfl og lit. Soulages kvaðst enn vinna á víxl að málverkum og grafíkmyndum, en ekki samtímis. Pierre Soulages er hár maður og mikill velli, hlýr í framkomu og stutt í brosið. Hann er kominn fast að sjötugu. Með vitneskju um að hann er frá Suður-Frakklandi átti maður fremur von á annarri manngerð, lágvöxnum manni og dökkum yfir- litum, en ekki þessum manni sem allt eins gæti verið kominn af nor- rænum víkingum. Enda lét hann ekkert á sig fá nístandi kuldann í 12 stiga frosti og norðannæðingi við Gullfoss og Geysi og alls staðar annars staðar þar sem stigið var út úr bfl á þessu ferðalagi. Þegar haft var orð á því einhvers staðar á þessu ferðalagi að þama væri um tvo ólíka heima að ræða, ísland í í Montpellier sem hann sagðist hafa kynnst konu sinni Colette, sem var þar einnig í listanámi. Þau kváðust búa ýmist í París eða í strand- bænum Sete við Miðjarðarhafið, og hefur Soulages vinnustofur á báð- um stöðum. Þótt listamaðurinn sé hinn ljúf- asti er óviðkunnanlegt að vera allt- af að spyija hann um annað meðan hann er greinilega svo upptekinn af íslandi og því sem fyrir augun ber. Þegar ekið er upp Hreppana austan Hvítár taka hug hans allan stuðlabergsmyhdanir, mógulur lit- i Pierre Soulages talar um litina í hveraholunum og jarðveginum við Geysi við Listasafnskonur, forstöðumanninn Beru Nordal, listfræð- inginn Hrafnhildi Schram og deiidarstjórann Körlu Kristjánsdóttur. Litirnir og formin, allt heillar þetta mig, hrópar Soulages út í íslenska kuldanepjuna, þar sem hann stendur á barmi Kersins með Hrafnhildi Schram listfræðingi. kuldakasti og heimaslóðir hans á Miðjarðarhafsströnd Frakklands, þar sem viðmælandinn hafði um miðjan nóvember sl. setið á útiveit- ingahúsi 1 bænum hans Sete í blíðviðri, þá kvaðst hann upprunn- inn í smábænum Rodez í Aveyron- héraði. Það væri innar og ofar í landinu, ekki langt norðan við Montpellier og þar væri einmitt grófara landslag, mætti finna fyrir þessari sömu mannlausu víðáttu sem hann fyndi svo fyrir héma. Þar kæmi kannski líkingin. Það var einmitt í Listaskólanum urinn í móbergsmyndunum og ekki hvað síst fínlega grænleita slikjan á mosanum og vetrarlitir lyngsins. Sjáðu þetta! Og þetta! segir hann við konu sína, sem sýnilega er vön að taka þátt og vera hlutgeng í því sem hann sér. Magnificiue! Svona fínleg litbrigði! Og fyrr en varir er nýtt aðdáunarefni komið, liturinn á Hvítá þar sem hún stingur sér und- ir íshrannimar í þrengslunum undir brúnni. Slóðin upp með Hvítá að vestan reynist ófær þar sem snjór hefur sest í niðurgrafna götuna. Gullfoss er í klakaböndum og fagur annað út. Svartir klettaveggir gjánna á Þingöllum, ísi þakið hvítt vatnið og sagan sem þama lifir þegar gengið er niður Almannagjá og á Lögberg. Soulages hefur kom- ið til íslands með miklar vænting- ar, lesið sig til um land og sögu og fylgir leiðinni með ferðahandbók sína opna. Spyr mikið. Hefur hann orðið fyrir vonbrigðum? Ekki aldeii- is.„Ég er stórhrifinn. Elska þetta, litina og formin.“ Hann hefur fund- ið litina sem hann hefur alltaf haft mest dálæti á, í íslenskri náttúra. E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.