Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 fclk í fréttum VELGENGNI Michael Eisner er arftaki Walt Disneys Will Eisner í góðum félagsskap Unnið að hönnun Disneylands við París Við spumingunni hvaða kvik- myndafyrirtæki eigi þijár af fimm vinsælustu myndum Banda- rikjanna þessa dagana er einfalt svar Walt Disney. Sama á við þegar spurt er hvaða fyrirtæki hafi grætt mest á kvikmyndagerð síðastliðið ár og innheimti þriðjung af öllum pen- ingum sem Bandaríkjamenn reiða af hendi fyrir bíómiða ár hvert. Sá sem stendur á bak við þessa vel- gengni er undramaðurinn Michael Eisner. Hann ber hinn virðulega titil stjómarformaður, en þegar Eisner leggur leið sína í Disneyland Kali- fomíu eða Töfraríki Florídu þyrpast ungir aðdáendur að honum. Þeir em flestir um tíu ára aldurinn. f þeirra augum er Eisner blíðmælti sagnaþul- urinn í vikulegum sjónvarpsþætti fyrirtækisins. Eisner tók við stjómartaumunum í Disney fyrirtækinu þegar það átti í mikilli kreppu. Hann hefur notið fjármálavits Frank Wells forstjóra og metnaðar Roy Disney varaform- anns stjómarinnar við uppbygging- arstarfíð sem nú ber ótrúlegan ár- angur. Aðsókn að skemmtigörðum Disney heldur áfram að aukast, kvik- myndaframleiðslan er blómlegri en nokkra sinni fyrr og nýjar teikni- myndapersónur bætast í hópinn ár hvert til að halda uppi merkinu. Starfsmenn Disney bera þann ugg í bijósti að Eisner komi til vinnu að morgni með tíu nýjar hugmyndir, til viðbótar þeim tlu sem hann lagði fram daginn áður. Hann er sagður búa yfír þeim óvenjulega kosti stjóm- arformanns að vera byltingarkennd- ari en undirmenn sírtir: Til marks um það er höfð sú hugdetta hans að byggja skýjakljúf í líki Mikka músar. Eisner hefur tekist vel að virkja sköpunargáfu annarra. Það var hann sem ieitaði tii Michael Jackson um aðstoð við gerð þrívíddar-myndarinn- ar um Eo skipstjóra sem sýnd er í Disneylandi og Töfrarfkinu. Þá ku Eisner vera afar stoltur af nýrri vatnsrennibraut þar sem farþegamir verða votari eftir því sem hlýrra er í veðri og kvikmyndahúsi sem hrist- ist til og frá á meðan áhorfendur njóta geimmyndar eftir George Luc- as. Nú er verið að bijóta land undir fyrsta skemmtigarð Disney fyrirtæk- isins í Evrópu, tuttugu kflómetram fyrir utan París. Hann mun ekki gefa görðunum í Bandaríkjunum og Tokló neitt eftir að stærð og um- fangi. Franska ríkisstjómin lét gagn- rýnisraddir menningarvita um er- lendan yfírgang sem vind um eyra þjóta þegar Disney gerði grein fyrir áætlunum slnum. I garðinum fá nefnilega þrátíu þúsundir manna vinnu. Eisner einsetur sér að flytja opnunarávarpið á frönsku og er bú- inn að ráða franskan einkabflstjóra til að auðvelda sér námið. Inga Kolbeinsdóttir tók nýlega þátt í leiksýningu f Bonn í Vestur- Þýskalandi. BONN Islensk stúlka á leiksviði Inga Kolbeinsdóttir var ein af leik- endum I verkinu „Orgie" eftir Pier Paolo Passolini, sem sýnt var I Bonn I febrúarmánuði. Auk Ingu komu tveir samnemendur hennar við leiklistaskólann I Hanover fram í leikritinu, þau Bettina Römer og Peter Mustafa. Leikstjórinn heitir Harald Siebler. Þótti sýningin tak- ast mjög vel og hlaut góða dóma I blöðum I Bonn. Leikritið „Orgie" var skrifað fyr- ir 25 árum og fjallar um hermann sem klæðist rauðum kjól á kvöld- in...Trúlega hefur það hneykslað marga, en nú er það sem þá var kallað öfuguggaháttur viðurkennt sem einn þáttur mannlegrar hegð- unar. - E.H. COSPER — Hvað verður í matinn í kvöld? KYNNINGARDAGUR STYRIMANNASKÓLANS Nemendur stofna sjóð til þyrlukaupa Kynningardagur Stýrimanna- skólans í Reykjavík var hald- inn síðastliðinn laugardag. Á samkomu f skólanum var tilkynnt um stofnun sjóðs til kaupa á full- kominni björgunarþyrlu. Það voru nemendur skólans sem höfðu frumkvæði að stofnun sjóðsins og lögðu fram stofn- framlag, sem þeir öfluðu með sölu merkja Slysavarnafélags ís- lands. Jafnframt afhentu nem- endur samgönguráðherra áskor- un með á sjötta þúsund undir- skriftum, þessu málefni til stuðn- ings. Þá voru skólanum færðir til varðveislu gripir, tengdir sigl- ingum fyrri tima, frá Sjóminja- safni Álandseyja. Á kynningar- deginum _ sýndi björgunarsveit frá SVFÍ björgunaræfingu og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, lenti á lóð skólans. Nemendafélag Stýrimannaskól- ans stóð að fjársöfnun fyrr í vetur I þeim tilgangi að stofna sjóð, til styrktar kaupum á fullkominni björgunarþyrlu. Peninganna öfluðu nemamir með því að selja merki SVFÍ. Þeir munu hafa selt um 40% allra þeirra merkja, sem seldust á höfuðborgarsvæðinu. Sölulaunin vora notuð annars vegar til stofn- framlags I þyrlukaupasjóðinn, hins vegar til þess að standa straum af kostnaði við undirskriftasöfnun málefninu til styrktar. Eitt hundrað þúsund krónur komu I sjóðinn, sem stofnframlag Nemendafélags Stýri- mannaskólans. Þá afhentu nemend- ur Matthíasi Á. Mathiesen sam- gönguráðherra áskorun með undir- skriftum 5.325 manna. Undirskrift- unum var safnað af nemendum stýrimannaskólanna í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Dalvík og ísafírði. í áskoraninni era stjóm- völd hvött til að veita fjármagni til kaupa og reksturs fúllkominnar björgunarþyrlu, sem geti borið 24 farþega auk áhafnar og hafi 800 sjómflna flugþol. Gaf 100 þúsund krónur Þegar tilkynnt hafði verið um stofnun sjóðsins, kvaddi Rannveig Tiyggvadóttir sér hljóðs. Hún sagði frá því, er hún sem bam hugsaði til föður síns, Tryggva Ofeigssonar, á sjó og hve erfitt var að vita af honum úti þegar illviðri geisuðu. Hún vildi leggja sitt af mörkum, til að auka öryggi sjómanna á hafínu og I því skyni gaf hún 100 þúsund krónur í þyrlukaupasjóðinn. Sjóðsstjómina skipa forseti SVFÍ, Haraldúr Henrysson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans, Guðjón Armann Eyjólfsson og formaður Nemendafélags Stýrimannaskól- ans, Steinar Hólmsteinsson. Merkir gripir frá Álendingum Á kynningardeginum vora skó- lanum færðir merkir gripir frá Sjó- minjasafninu á Álandseyjum, en Guðjón Armann Eyjólfsson skólastjóri Stýrimannaskólans veitir við- töku gripum frá Sjóminjasafni Álendinga. Forstöðumaður Sjóminja- safnsins, Göte Sundborg, afhenti griþina. Hann stendur í ræðustól. Á borðinu má sjá fjóra gripanna, skipsklukkuna, sjónaukann og í öskjunum eru sextantur og oktantur. Álendingar vora og eru mikil sigl- ingaþjóð. Gripimir sem Stýri- mannaskólanum voru afhentir til varðveislu eru skipsklukka, sjón- auki, sextantur og oktantur. Allt munir, eins og notaðir voru á tíð seglaskipanna. Ennfremur voru skólanum færðar myndir, fímm málverk, ein teikning og þtjár eftir- myndir af málverkum. Allar eru myndimar af frægum seglskipum Álendinga, ýmist á siglingu eða í höfn I Maríuhöfn. Meðal skipanna eru Pommem, Pamír, Herzogen Cecilie og Mozart. Öllum gripunum verður komið fyrir á nýju bókasafni Sjómannaskólans, sem fljótlega verður opnað. Það var Göte Sundborg, for- stöðumaður sjóminjasafnsins á Álandseyjum, sem afhenti Stýri- mannaskólanum gripina og veitti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.