Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 26 B ' *- i i i riHi i vi Fólkí f rétt u m Bíóborgin/Bíohöllin sýnir bráð- lega eina af athyglisverðustu myndum síðustu mánaða í Banda- ríkjunum, nefnilega „Broadcast News“ (Sjónvarpsfréttir í beinni þýðingu) eftir James L. Brooks með William Hurt, Holly Hunter og Albert Brooks í aðalhlutverkum. Það vakti talsverða athygli að hún skyldi ekki hreppa neinn Oskar um daginn því hún þótti eiga mikla möguleika. Kvikmyndagagnrýn- endur New York-borgar völdu hana til að mynda bestu mynd ársins 1987. „Broadcast News" er fyrsta mynd Brooks frá því hann gerði Óskarsverðlaunamyndina „Terms of Endearment" árið 1983. Myndin sú var byggð á bók eftir Larry McMurtry en í þetta skiptið er sköpunin alfarið í höndum Brooks sjálfs. Hann eyddi tveimur árum í að kynna sér viðfangsefnið og næstum heilt ár fór í að skrifa handritið. Myndin gerist á sjónvarpsstöð í Washington sem stendur höllum fæti fjárhagslega og fjallar um samband þriggja starfsmanna hennar, bæði faglegt og ró- mantískt — Jane Craig (Holly Hunt- er) sem framleiðir fréttaþátt stöðv- arinnar, Áarons Altmans (Albert Brooks), sem er mjög góður frétta- maður og Toms Grunicks (William Hurt), sem er myndarlegur frétta- maður en engin mannvitsbrekka. Brooks er sjóaður í gerð gaman- þátta fyrir sjónvarp. Hann hjálpaði m.a. til við að búa til frægan gam- anþátt Mary Tyler Moore. Þá hafði hann nokkra höfunda sem upp- hugsuðu brandarana með honum en í „Broadcast News" stóð hann einn. Það var „aðeins ég og svitak- irtlarnir". Hann hringdi hins vegar mikið í vini sína og kollega og las fyrir þá skrif sín. „Ég var sífellt að hringja í vini mína og spyrja þá hvort ég mætti lesa fyrir þá eina síðu. Skriftir geta orðið einmana- legar". Brooks neitar því ekki að margra ára störf við gerð gaman- þátta hafi liðkað til fyrir honum við samningu „Broadcast News" en hann heldur því staðfastlega fram að mikill munur sé á gamanþátta- gerð og gerð dramatískrar bíó- myndar. „Þegar við gerðum Mary Tyler Moore-þættina gátum við aldrei látið líða langt á milli brand- aranna. Aðaláherslan var lögð á þá. í myndinni eru persónurnar aðalmálið og við reynum að vera þeim trú jafnvel þótt við höfum þurft að fórna nokkrum bröndur- um.“ Hann setti sér það m.a. að markmiði með nýju myndinni sinni að kanna eðli rómantíkurinnar á seinni hluta níunda áratugarins. „Ég vildi vita hvort hún hafði breyst. Sjálfur fann ég sterkt fyrir breytingu og margir vina minna líka. Mér fannst sum grundvallar- atriði hafa breyst. Það var svolítið sem kaupsýslukona sagði sem festist í huga mér: Hverjum öðrum en vinnufélaganum ætti maður að verða ástfangin af þegar maður vinnur 18 tíma á dag?" Brooks setti sér einnig nokkur veigaminni markmið með lýsingu í réttarsalnum með Cher Hæstaréttardómari fremur sjálfsmorð i Washington. Kona finnst myrt niður við Potomacána. Heimilislaus, fyrrum hermaður í Víetnam er ákærður fyrir morðið. Kathleen Riley er verjandi sem hefur yfrið nóg á sinni könnu en fær málið í hendur. Hún kemst fljótt að því að þetta er enginn venjulegur glæpur og morðinginn er enginn venjulegur morðingi. Þetta er sagan í spennumynd Stjörnubíós sem heitir lllur grun ur(„Suspect") og er með Cher og Dennis Quaid í aðalhlutverkum. Cher, sem hreppti Óskarinn um daginn fyrir Fullt tungl, myndina sem hún lék í næst á undan þess- ari og er nú sýnd í Bíóborginni, leikur verjandann Riley en Quaid leikur Eddie Sanger, sem vinnur við að afla ákveðnum frumvörpum fylgis í þinginu og er kvaddur til að sitja í kviödómnum sem ákvarða á sekt eða sakleysi her- mannsins fyrrverandi. Hann fer útí svolitla rannsókn á málinu uppá eigin spýtur og kemur upplýsingum sínum á framfæri við Riley en sá galli er á að þau mega ekki talast við á meðan réttað er í málinu. Það kemur þó ekki í veg fyrir að ástin kvikni einhverstaðar á leiðinni. Leikstjóri myndarinnar er Bret- inn Peter Yates sem gert hefur nokkrar afbragðsmyndir („Break- ing Away", Aðstoðarmaðurinn). Quaid og Cher f myndinni lllur grunur. l\MyNDANN/4 sinni á þremur vinnuölkum sem giftir eru starfinu sínu. „Ég vildi búa til sannan þríhyrning. í hvert sinn sem annar mannanna virtist vera að ná yfirhendinni reyndi ég að bæta stöðu hins og gerði val Jane eins erfitt og hægt var." Með því braut Brooks þá Hollywood- reglu að áhorfandinn verði alltaf að halda með einni persónunni. Á sama hátt vildi hann lýsa vax- andi áhyggjum sínum af sjónvarps- miðlinum og sýna hvernig sjón- varpsfréttir hafa í æ ríkari mæli verið settar upp sem skemmtiefni. En hann vildi ekki leggja of mikla áherslu á boðskap. „Mér virtist það kjánalegasti hlutur í heimi að standa upp og predika," segir hann.„í staðinn lýsir myndin hrað- ferðinni inn í einskismannslandið sem allt stefnir á. Ég lagði mikla áherslu á að gera öllum jafnhátt undir höfði og ekki dásama eitt á kostnað annars. Jane er kona sem ber hag samstarfsmanna sinni mjög fyrir brjósti en samt sjáum við þegar hún er að skipuleggja helgarleyfið sitt um leið og nokkrir samstarfsmenn hennar eru reknir. Ég álasa henni ekki. Hvað gat hún gert? Ég held að hún hafi hagað sér af raunsæi og ég vildi fyrir alla muni vera raunsær." Það var þó ekki fyrr en hann horfði á myndina sína rétt áður en hún var sett í dreifingu að hann uppgötvaði nokkuð sem kom hon- um mjög á óvart. „Það var ekki fyrr en þá sem ég sá að myndin er gerð í hefð rómantískra gaman- mynda. Allt í einu heyrði ég Cary Linda Kozlowski - hún hlautfrægðfyrir að leika í „Krókódíla Dundee" Hún hlaut frægð fyrir hlutverk sitt í „Krókódíla Dundee" og seg- ist bara nokkuö ánægð meö það, en það eina sem hún getur verið stolt af segir hún að sé nafnið sitt: Linda Kozlowski. Það var nefnilega þannig að allir vildu ólmir breyta nafni hennar þegar hún var fyrst að reyna fyrir sér á listabrautinni. Hún hafði nógu sterk bein til að standa á sínu. Henni líkaði alltaf sitt eigið nafn, henni fannst það skemmtilegt og henni fannst það líka hallæris- legt og gamaldags að breyta óvenjulegu nafni til þess eins að fá eitthvað snubbótt og ómerki- legt í staðinn. Það voru aðeins tvö ár liðin frá því hún kláraði leiklistarnámskeið við hinn virta Juillard-listaskóla í New York, þegar hún fékk hlut- verkið í „Krókídíla Dundee". Það var hennar fyrsta kvikmyndahlut- verk. Hún þáði það enda þótt hvorki hún né vinir hennar bygg- just við miklu. En myndin var frumsýnd síösumars 1986 og viti menn — hún gekk fyrir fullu húsi í meira en tólf mánuði, og varð lang óvæntasti smellurinn í kvik- myndaheiminum það áriö. Eng- inn vissi hver Paul Hogan var áður en myndin var sýnd, og enn síöur var Linda Kozlowski þekkt. „Myndin breytti lífi mínu alger- lega," segir Linda. Hún varð fræg og eftirsótt. Hún þurfti ekki leng- ur að grátbiðja um smávægileg hlutverk i leikhúsum. Hún þarf ekki að fara í prufutökur fyrir bíó- Á frétta- stofunni; Brooks, Hunter og Hurt góna á skjáinn. Leik- stjórinn, James L. Brooks: „Ég elska samtöl". Grant fara með setningarnar. Ég hafði ekki farið af stað með það í huga að herma eftir einhverjum ákveðnum myndum og þegar það rann upp fyrir mér að ég fylgdi hefðinni undraði það mig og kætti." Brooks er mikið gefinn fyrir samtöl í kvikmyndum og undrast sífellt hvað þeim er gefinn lítill gaumur af kollegum sínum. Fyrir nokkrum árum kenndi hann á nám- skeiði í handritsgerð í San Fran- cisco og í samtölum við aðra hand- ritshöfunda og áheyrendur kom i Ijós að hann stóð einn á báti þeg- ar hann varði mikilvægi samtala í kvikmyndum. „Ég elska samtöl," segir hann, „og þau eiga fullan rétt á sér í kvikmyndum og það var furðulegt að þurfa að verja það sjónarmið. Óllum öðrum þóttu samtöl gegna veigalitlu hlutverki. Ég skil hinar myndrænu myndir en ég get ekki skilið fólk sem kann ekki að meta samtöl." Linda Kozlowski f „Pass the Arnrno" sem fjallar um banda- rfska sjónvarpspredikara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.