Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 B }5 Bylot-eyja Arctic Bay 'ond Inlet Eclipse-sund Island Badloping Í!í\lsland ^J’Cape 3 Dyer Pangnirtung Cape Dorset GRÆNLAND Hudson-flói [Montreal OTTAWA Waterdown um. En tilkostnaðurinn fer hækkandi. Iqaluit er þróuðust af þeim rúm- lega tólf byggðum sem eru aðgengi- legar á Baffins-eyju. Pangnirtung er í 35 mínútna fjar- lægð með flugi og aðeins 25 mílur neðan norðurheimskautsbaugs. Þetta smáþorp, þar sem íbúafjöldi er 1.100, fær Iqaluit til að líta út sem stórborg. Það er byggðarkjami stórkostlegrar óbyggðar Auyu- ittuq-þjóðgarðsins og sæmilega ákveðinn göngumaður getur farið gangandi yfír heimskautsbauginn og þar með fengið viðurkenningar- skjal norðurskautsævintýramanns- ins. Kekerten er skammt frá og þar er hægt að skoða leifar frá hval- veiðitímunum. Annað smærra samfélag er á Broughton-eyju við austurenda þjóðgarðsins, nálægt ísjökum Davis-sunds. íbúamir segja þama vera besta stangveiðistað veraldar. I Cape Dorset eru gijótnámurnar og frægustu tálgusteinsskurðar- mennimir. Pond Inlet er dýrðlega staðsett við Eclipse-sund á norð- austur Baffins-landi. Þar sést til jökla 18 mílur í burtu á Bylot-eyju. Meðalhitinn er aðeins 8,5°C í júlí en íbúarnir 800, flestir inuitar, telja það eiginlega vera hitabeltisveður. æt að eru þijár flugferðir á vikur „frá suðri“, þ.e. frá Iqaluit, og árleg skipsferð frá Montreal „í ágúst eða þegar ísar leyfa". Það er gott hótel í Pond' sem frá þjóðveginum, þar sem ungir inuitar hlusta á Madonnu af segul- bandi, búa Henry Evaluardjuk, kona hans og bam friðsælu lífi í tjaldi sínu. Þú getur gengið um og upplifað freðmýri sumarsins, þar sem tylftir þelingafléttna og mosa ná því að blómstra út úr sffrerinni, ásamt súrplöntum, steinbijót, rauðum dúnurtunum og heimskautafífunni sem alls staðar eru, og nú í ágúst byijaðar að fölna. ú getur farið í bátsferð til Qaummaarviit-þjóðgarðsins hand- an sundsins og heimsótt leifar Thule-menningarinnar. Ef þú hefur heilan dag til stefnu, ættir þú að fara niður að víkinni með báti til að sjá seli, farfugla og ef þú ert einstaklega heppinn, hvítingshval. Fiskur, sérstaklega heimskauta- bleikja, selur, hreindýra- og moskuuxakjöt, sem eru á matseðl- um veitingahúsa Iqaluit, eru enn mikilvæg undirstaða í mataræði staðarins. Þeir inuitar sem enn hafa til þess kunnáttu afla þessara fæðu- tegunda og neyta ásamt skyndi- fæðu og sjoppumat úr kjörbúðun- heitir „Sauniq". Þar eru bjamar- feldir mjög áberandi, og í bækling- um sjá gestkomandi að „þó ísbimir telji menn sjaldan hugsanlega fæðu, þá hræðist þeir þá ekki“. Þetta er samfélag sem fram- fylgir vínbanni mjög stranglega, og hryllir við því sém J.A. Huestis, fyrrverandi fjárbóndi frá Nova Scotia, kallar „illkynja túrisma". Þó er hægt fyrir tilstuðlan milliliðs í Waterdown í Ontario (Canada North Outfitting) að skipuleggja ferðir með fararstjóra sem heitir Elijah Erkloo. Til skamms tíma mátti sjá Elijah og nokkra félaga hans aftan á kanadíska tveggja dollara seðlinum. Síðastliðið sumar urðu Pond-búar alveg orðlausir af undmn þegar lögfræðingur frá New York heim- sótti staðinn yfir helgi og ljósmynd- aði hvali áður en hann sneri heim til að skipta um föt og fljúga með Concorde til Heathrow-flugvallar til að sjá úrslitaleikinn á Wimbledon tennisvellinum. Það er erfítt að trúa því að þess- ar síðustu óbyggðir Norður- Ameríku fái að vera í friði lengi. Höfundurgreinnrinnar, David Leitch, er fyrrverandi fréttamað- ur „ Sunday Times “ í London. Baffin-eyja: I Pond Inlet á Baffin-eyju í 40 stiga frosti. Hreindýraskinn spýtt á vegg Síftustu óbyggftir \ ____ OtM'n ) - norðursins TEXTI: DAVID LEITCH BAFFIN-EYJA (KANADA) hoimskaulsbaugur O ISLAND BANDARÍKIN Broughton BAFFIN-EYJA og -FLÓI eru kennd við William Batfin (1584-1622), breskan landkönnuð sem kom i þennan heimshluta í leit að norð- vestur-siglingaleið til Austurlanda. Á Baffin-eyju er líklega að finna það sem kallað er Helluland í islenskum miðaldarritum. Staersta byggðin á eyjunni, Iqaluit (Frobisher), er á sömu breiddargráðu og Grindavík hér á landi og sömu sögu er að segja af Pangnirtung og Húsavík. Veðurfar í þessum heims- hluta er hinsvegar jöluvert ólíkt því á islandi. f Lake Harbou 500 km —i $ Resolution Island Það var augljóst fljótlega eftir flugtak í Ottawa að við vorum á leið til nyrstu óbyggða þegar tveir menn hinum megin í vélinni pöntuðu sér steik og egg í morgunverð og skoluðu niður með bourbon-viskíi. MorgunblaóitV GÚII Ferð okkar var heitið u.þ. b. 2.000 km norður til Frobisher, sem var gefíð nýja nafnið Iqaluit í jan- úar sl. í samræmi við þá stefnu sem hefur tekið í notkun orðið „inuiti" í stað „eskimói“ (sem er talið niðurlægjandi. Iqaluit, sem þýðir „margir fiskar", er dymar að eystra heimskautasvæði Kanada og aðal byggðar Baffinslands. Þegar við lækkuðum flugið og flugum lágt eftir Frobisher-flóa birtist landslag- ið jafn undarlega eyðilegt og framandi og fystu nærmyndir af yfirborði tunglsins á sjöunda ára- tugnum. Við höfðum fyrir löngu farið framhjá nyrstu skógarmörkunum sem voru falin undir skýjaþykkninu. Nú mátti sjá hvíta toppaa á smá ísjökum, snækrýndar hæðir sem augljóslega bráðnuðu aldrei, jafnvel ekki í ágúst og berir steinamir á ströndinni báru engan gróður. Þetta er ekki hlýlegt landslag en við það er þó eitthvað hrífandi og ógnvekj- andi. Það er ekki hægt að setja fram fagurfræðilegar fullyrðingar um Iqaluit. Húsin eru verksmiðjufram- leidd og virðast reist til bráða- birgða. Samt sem áður bar staðurinn nokkur einkenni inuita. Athyglisverðastur er hæfileiki þeirra til aðlögunar við erfið lífsskil- yrði. Okkurgul flugstöðin, sem lokið var árið 1985, er í svipuðum stíl og Pompidou Center í París og er furðanlega afkastamikil aðkomu- leið til Baffin-eyjar og austurhluta heimskautasvæðisins. Þetta er aðsetur fyrir starfsmenn ríkisins og héraðsins, jafnframt því að vera samgöngumiðstöð. íbúum fer fjölgandi — em nú þeir 3.500, en vom 100 samkvæmt manntali 1981. Þó er þama að fínna þijú hótel, fimm veitingahús, banka, lækna- miðstöð, útvarpsstöð og lyfjaversl- un, sem er rekin af Egypta að nafni Nader Barsoum. Hann kemst í vandræði annað slagið fyrir um- deildar yfírlýsingar í bæjarblaðinu Nunatsiaq News, sem er gefið út bæði á ensku og mállýzku eystra heimskautasvæðisins, inuktitut. Að flugstöðinni undanskilinni em tvær aðrar byggingar sérlega at- hyglisverðar, Baffins-fangelsið og St. Jude’s-dómkirkjan sem er byggð í nokkurs konar nútímalegum snjó- húsastíl. Dómkirkjan er óumdeilan- lega eina kirkjan, sem hefur að geyma silfur, sem gefið var af Eng- landsdrottningu og altarið er samansett úr samstæðum selskinn- um og náhvalstönnum. Fornir lifnaðarhættir inuita breytast óðfluga. Mr egar mig bar að garði var enn- þá hálfgert neyðarástand í fangels- inu sem skapast hafði vegna átaka sem ýmist vom kölluð uppreisn, lítilsháttar ónæði eða allsheijar skemmdarverk. Það fór þó ekki á milli mála hvað hafði valdið þessum óróa. Fangamir höfðu efnt til mót- mælaaðgerða og brotið glugga að kvöldi föstudagsins áður vegna þess að þeir vildu fá að fara út og ljúka fótboltaleik. Þar sem enn er bjart allan sólar- hringinn í ágúst var þessi ókyrrð þeirra skiljanleg — jafnvel þeir sem ekki em fæddir í þessum heims- hluta minnka svefntíma sinn um nokkrar stundir á þessum árstíma án þess að nokkurra líkamlegra ein- kenna verði vart. Vinnustundir þurfa þó enn að samræmast sólarhringsmynstri suðlægari landa og inuitarnir, á sama hátt og lapparnir í Skand- inavíu, hafa á síðustu ámm verið undir þrýstingi að samhæfa eigin lifnaðarhætti. (Þeim finnst það erf- itt, og „slæmt tímaskyn" er ein algengasta kvörtunin um inuita í starfi.) Um tveir þriðju Iqaluit-búa em inuitar og svo að segja allir búa í fjölbýlishúsum. Tfmar hirðingjalífs sem gmndvallaðist af árstíða- bundnu dýralífí heimskautasvæðis- ins, em liðnir, en þó ekki það langt um liðnir að þeir lifa enn í hugum þeirra miðaldra, oft í gegnum sögur sem sagðar em af foreldmm eða eldri ættingjum. Fram til ársis 1939, þegar dóm- stóll úrskurðaði að þeir heyrðu undir alríkisstjórnina, höfðu inuitar, ólíkt indíánunum, verið mjög af- skiptir af stjórninni. Þeir em þar af leiðandi enn að ganga í gegnum undraverða breytingatíma. Það má vel sjá í Iqatuit. Aðeins nokkur hundmð metmm KJTKUNGAR Eru Holtakjúklingar bestir? Við höfum verið að velta því fyrir okkur vegnaþess að við seljum fleiri þúsundir í hverjum mánuði. Grillaðir á aðeins 49S.Dr.stk. # 1 stk. í pakka 3 stk. í pakka 5 stk. í pakka Laugalæk2, s. 686511 Garðabæ,s. 656400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.