Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 5
 1 -L MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 Píanóblúskóng- urinn Big Maceo Afstöðumynd. íbúðabyggðin séð frá Skúlagötu. Milli húsanna verða útivistar- svæði en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir barnaleikvelli í næsta nágrenni á landi í eigu Reykj avíkurborgar. Hverri íbúð mun fylgja bílastæði í sameiginlegri bílageymslu sem verður í kjallara undir öllum bygg- ingunum fjórtán. Keyrt verður inn í bílageymsluna frá Skúlagötu. Gestum og öðrum þeim sem eiga erindi í húsin og eru á bll, er ætlað að leggja ökutækjum sínum á bíla- stæði við Skúlagötuna. Samkvæmt skipulagi Reykjavík- urborgar yfir Skuggahverfið verður Skúlagatan húsagata en sú umferð sem í dag fer þar um, mun í fram- tíðinni fara um Sætún. Milli þessara gatna verður komið fyrir „hljóðm- m ' — úr“ þ.e. grasi vöxnu hæðardragi til að draga úr umferðamið frá Sæ- túni. A jarðhæð við Skúlagötuna eru 770 fermetrar ætlaðir undir ýmiss konar verslun og þjónustu. Fljótlega hafist handa Verktaki hyggst hefjast handa í næsta mánuði við fyrstu bygging- amar í norðvesturhomi lóðarinnar og verður svo haldið áfram upp Klapparstíginn og að lokum verða háhýsin og húsin við Skúlagötuna reist. Gert er ráð fyrir að fyrsta húsið verði fokhelt i september á þessu ári og fyrstu íbúðir verði af- hentar fullfrágengnar eftir eitt ár. Fyrirhugað er að öllum fram- kvæmdunum verði lokið á tveimur ámm. Vignir H. Benediktsson fram- kvæmdastjóri Steintaks hf. sagðist nú þegar hafa orðið var við mikinn áhuga á íbúðunum við Skúlagötu. Sjötíu og átta aðilar hafa sagt það vera sinn ákveðna ásetning að festa kaup á einhverjum af fyrirhuguðum íbúðum. Vignir sagði í samtali við Morgunblaðið að í þessum hópi bæri mikið á fólki nokkuð komið fram yfir miðjan aldur sem vildi minnka við sig. Þessir aðilar teldu nálægð við miðbæinn gera búsetu í Skuggahverfinu fysilega. Mörgum þætti og útsýnið til Esjunnar nokk- urs virði. Til þess að íbúar fái notið útsýnisins sem best er sérstök áhersla lögð á að búa svo um hnút- ana að gluggaþvottur verði sem einfaldastur og þægilegastur. Hefðin fyrir píanóblús er ekki minni en fyrir hinum klassiska gítarblús, enda rnrfti á píanóleikurum að halda í hóruhúsum og krám, ekki síst vegna þess að hann gat haft hærra en gítarleikari. Það er þó hægara um vik að taka með sér gítarinn til að leika fyrir dansi en t.d. píanó og því var pínaóleikarinn krá- arstemmningunni og tónlistin yfirleitt fjörlegri þó að treginn hafi verið á sinum stað. Big Maceo Merriweather var kall- aður konungur pianóblúsins og bestu blúsar sem hann tók upp eru á meðal þess besta sem tekið hefur verið upp af blús. Big Maceo fæddist á býli utan við Newnan í Georgíu 31. mars 1905. Hann var yngstur fímm systkina og var skírður Major Merriweather. Ekki voru neinir hljóðfæraleikarar í ættinni en af söngfólki var nóg. Snemma heill- aðist Maceo af píanóinu og hann greip hvert tækifæri sem bauðst til að laumast frá stritinu á býl- inu og til Atlanta, en þar hékk hann, þá fimmtán ára, utan við krár og búllur til að hlusta á blús. 1920 fluttist fjölskyldan til Atl- anta og þar komst Maceo í tæri við píanó fyrir alvöru og gat far- ið að fikra sig áfram í píanóleik. Ekki fylgir það sögunni hvort hann hafi haft einhvern einn kennara frekar en annan, en snemma var hann farinn að leika á píanó í hóruhúsi einu. 1924 flutti Maceo til foreldra sinna sem þá bjuggu í Detroit og þar hélt hann uppteknum hætti við að leika og syngja fyr- ir sukkveislur og í hóruhúsum. Það var um það leyti sem hann fékk viðumefnið Maceo, sem var afbökun á Major, og Big fylgdi með enda var hann um tveir metrar á hæð og um 120 kíló. Ekki er mikið vitað um blúslíf Detroit-borgar og ekki tóku upp neitt af ráði nema tveir blústón- listarmenn þar, þeir Charlie Spand og Will Ezell. Maceo átti og erfitt með að komast á samn- ing, en hann vann á daginn og lét sér nægja að leika á kvöldin og um helgar og þá helst í ólög- legum knæpum. í einni slíkri kynntist hann eiganda staðarins, Rossell „Hattie Bell“ Spruel, sem síðar varð kona hans. Hún kom honum til að draga úr drykkj- unni, sem þá var töluverð og sendi hann til Chicago, en þar kynntist hann þeim Big Bill Bro- onzy, Tampa Red og Lester Mel- rose. Melrose, sem starfaði sem umboðsmaður, kom Maceo í hljóðver og þar tók hann upp sín fyrstu sex lög í júní 1941. Tampa Red, sem var með afbrigðum snjall gítarleikari, lék með Maceo í lögunum, en Maceo borgaði fyrir sig og lék undir hjá Tampa í átta lögum sama dag. I lögunum sex mátti heyra að Maceo var framúrskarandi snjall píanóleik- ari með einkennandi þungan og sterkan bassa, enda örvhentur, en söngurinn var líka vel yfir meðallagi. Lögin voru nær öll hans og textamir voru allt frá því að leita aftur í svartar þjóð- sögur til fyllerísfrásagna af þeim félögum. Fyrsta lagið sem hann hljóðritaði, Worried Life Blues, hefur lifað hvað lengst og verið tekið upp af fjölda manns. Þó hefur enginn komist með tærnar hvar Maceo hefur hælana í túlk- un á því. í desember 1941 var aftur haldið í hljóðver og tekin upp önnur sex lög, því hin höfðu öll selst framar vonum. I Detroit var Maceo orðinn fastur hljóðfæra- leikari hjá fjórum stærri krám og lék þar með lítilli sveit sem í voru blásarar, sem undirstrikar það að hann gat leikið meira en bara hreinan Chicago-blús. Fjöl- skyldan lifði hátt, en það kom bakslag í seglin þegar allar upp- tökur voru stöðvaðar í deilum vegna glymskrattanna sem ruddu sér til rúms um þetta leyti. Maceo varð að fínna sér vinnu og heldur tók að halla undan fæti. Í árslok 1944 var banninu aflétt og í desember var Maceo aftur kominn í hljóðver. Snemma árs 1945 settu þeir saman litla sveit Big Bill og Maceo með trommara, bassaleikara og saxó- fónleikara. Um miðjan febrúar fór Maceo í hljóðver aftur og tók upp fimm lög, þar á meðal leikna lagið Chicago Breakdown, en það var síðasta lagið sem hann tók upp sem aðalmaður og í fullu fjöri. Hann átti þó eftir að leika inn á plötur sem undirleikari hjá Tampa Red og John Lee „Sonny Boy“ Williamson. Snemma árið 1946 fékk Maceo hjartaáfall og missti mátt í hægri hendi sem gerði það að verkum að hann gat varla leikið á píanóið framar þó hann hafí þrælast áfram sem söngvari í nokkur ár til viðbótar. Síðustu upptökumar sem hann gerði voru í Chicago 1951, eftir fímm ára basl og fátækt, en þá lék hann vinstri hendi en annar píanóleikari hægri hendi. Eftir þetta lagðist Maceo í drykkju og lést í Chicago í febrúar 1953. Þó upptökuferill Maceo hafi ekki varað í nema fimm ár, lét hann eftir sig píanóblús sem átti eftir að hafa mikil áhrif á þá sem á eftir komu og eitt besta dæmið um það er Otis Spann sem lengi lék með Muddy Waters. Bestu upptökur Maceo er að finna á tveimur plötum frá Arholie, plöt- unum Big Maceo Vol. 1 og Vol. 2. Á þeim eru hans bestu lög, lög eins og Texas Blues, County Jail Blues, Poor Kelly Blues, Kid Man Blues o.fl. o.fl., og ekki má gleyma hinum snjalla blús Worri- ed Life Blues og Chicago Break- down. Ekki er hægt að gera upp á milli 1 og 2, enda eru plöturn- ar báðar ómissandi í safnið. Hús Timburverslunarinnar Völundar eru nú horfin. Morgunblaðið/Júlíus Blús Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.