Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 B 13 ■mÁb Norðanmaðuriiin Finnur Aðalbjörnsson býr sig undir spymu á Artic Wild Cat, en hann vann öflugasta flokk kvartmilunnar. Hluti keppnissleðanna sést yfir hann, en á annað hundrað vélsleðar voru á sveimi i kringum mótsstaðinn. Yamaha vann tvo flokka Fjórir flokkar voru í spymukeppn- inni á braut sem var kvartmfla að lengd. Tveir ökumenn spymtu gegn hvor öðmm þar til sigurvegari fékkst úr krafsinu í snjónum. Að venju var mesta spennan í kringum aflmesta flokkinn, þar sem Wildcat og Polaris 650 réðu lögum og lof- um. Norðanmenn röðuðu sér í efstu sætin í þessum flokki, voru fljótast- ir að opna fyrir bensínið og þeysa brautina eftir að hafa séð græna ljósið í rásmarkinu. „Það var erfítt að hanga á sleðanum á þessari ferð, í endamarkinu vorum við komnir nærri 160 km hraða, svo hoppaði sleðinn talsvert á leiðinni, sérstak- lega á annarri brautinni," sagði Finnur Aðalbjömsson, sem stóð uppi sem sigurvegari á undan Stef- áni Þengilssyni. Báðir óku Wildcat- sleða, knúnum um 100 hestafla vél, en Eyþór Tómasson á Polaris 650 varð þriðji. Faðir Eyþórs, Tómas, gerði hins- vegar betur í aflminnsta flokknum, vann á Polaris Indy Trail, en hann er umboðsmaður sleðanna, sem náðu sex fyrstu sætunum í flokkn- um. Til að ijúfa einokun Polaris og Artic gerði Hörður Sigurbjamarson „Ég er rólegur í tíðinni núna, áður fyrr ók ég daglega á vélsleða“, segir Ingvar m.a. i viðtali. Hann var sallarólegur og hallaði sér á keppnisfák sínum milli atriða. Hér spjallar hann við Eyþór Tómas- son, sem varð þriðji i öflugasta kvartmiluflokknum. sitt í hljómsveitinni. „Þó maður gefi sér ekki mikinn tíma til að aka vél- sleða fær maður tilfinninguna strax í fínguma um leið og sest er á bak, maður býr að túrunum á yngri árum.“ „Hef áhuga á öllu sem fer hratt“ „Ég var líka mikið á mótorhjólum á mínum yngri árum, átti Enduro- ferðahjól, fór m.a. nærri tuttugu sinnum í Laugafell, héðan frá Akur- eyri. Sfðast átti ég Yamaha XT 600, en í eldgamladaga átti ég Honda 250. Fyrst eftir að flórhjólin komu var ég að þvælast á slíkum farartækjum. Ég hef áhuga á öllu sem hefur mótor og fer hratt, sama hvað það er. Mig langar til dæmis mikið að prófa fjórhjóladrifinn Pe- ugeot 205 rallbíl, sem hefur um 400 hestafla vél. Það væri líka gaman að prófa almennilega kraftmikinn sleða, 150—200 hestafla grip. Slíkir vélsleðar eru notaðir í keppni í Bandaríkjunum. Þar eru haldin mót sem svipar til fjallarallsins og einn- ig erfið klifurmót. Mig langar að prófa að keppa úti og það er búið að bjóða mér sleða til afnota í Minneasota, rétt við landamærí Bandaríkjanna og Kanada. Hvort ég kemst er svo annað mál. Það eru allskyns vélsleðamót í Bandaríkjunum, ein keppnisgreinin er eins og rally-cross bflakeppni, 21 vélsleði ekur í sömu braut, allir eru ræstir af stað á sama tfma. Fjallarallið f Mývatnskeppninni ber keim af amerískum mótum. Leiðin var 40 kílómetra löng og þurfti að aka í gegnum átta hlið, þó við mættum svo velja leiðina sjálfir. Leiðin var stikuð og bað var auð- veldast að elta stikumar, það hefði þurft marga skoðunardaga til að finna fljótlegri leið. Erfiðast var að sjá slóðina vegna birtunnar, snjór- inn blindaði hreinlega. Ég reyndi bara að halda sleðanum í botni eft- ir stikunum, hraðinn var frá 30—40 kílómetrum upp í 140 kílómetra á klukkustund. Eg var hissa á hvað hægt var að kreista út úr sleðunum sem við notuðum, sem voru þeir aflminnstu." „Leiðin var mjög skemmtileg, byrjaði í hólum, hæðum og giljum, en sfðan tók við nærri 20 km löng slétta og henni lauk í mörgum brekkum með hliðarhalla. Leiðin hefði alveg mátt vera lengri, ég þreyttist ekki mikið, en aksturinn tók tæpan hálftíma. Indy Trail- sleðinn virtist henta vel í þennan akstur, við náðum öllum verðlauna- sætunum. Hann er sprækastur og með fleiri stillingarmöguleika á búkka og breiðari milli skíða. Hann hefur sama belti og stærsti Polaris- sleðinn. Ég stffaði minn sleða að- eins að aftan, en að öðru leyti var hann óbreyttur. Maður hélt þessu bara í botni og reyndi að sjá hvað var framundan — notaði sömu gömlu taktana, án þess að rasa um ráð fram. Það er mun þægilegra að keppa á Indy Trail en 650 Poiaris-sleðan- um, sem er miklu öflugri, það mun- ar helmingi á krafti. Eg bjóst satt að segja ekki við því að geta kreist hann upp í tæplega 150 kílómetra hraða. Fjallarallið og brautarkeppn- in sýna vel hæfni sleðanna, sjálfur hef ég ekki keppt á öðrum sleðum. Ef ég færa að tapa og tapa i keppni á svona sleðum myndi ég kannski skipta...“ „Margir ökumenn sýndu góðatakta“ „Stóri sleðinn virkaði mjög vel í brautarkeppninni, þar sem við ók- um 4 kílómetra leið. Þar var kraft- urinn til staðar. Ég varð svolítið stressaður eftir fyrri umferðina, keyrði illa og fékk refsistig fyrir að stökkva of langt. Slíkt gerist ekki aftur. Menn hafa mismunandi aksturslag í brautinni, sumir sýnast fara hratt, djöflast til og frá með miklum látum. Svo hafa aðrir ró- legri hreyfingar og ná betri tíma. Þetta er eins í öllum akstursíþrótt- um. Það er sama hugsun hjá öllum, gefa í botn í byijun og sjá til með hraðann milli hliða. Það þarf að fínna rétta taktinn. í fyrri ferðinni fór ég svigkafia í lok brautarinnar alltof hratt, lenti utarlega og breytti því akstursmát- anum í seinni ferðinni. Ég komst betur í gegnum brekkuklifur en margir aðrir, felldi reyndar stiku með rassinum, en náði þar með meiri hraða upp brekkuna. Brautin var mjög grafin og erfið. Það sýndu margir ökumenn góða takta og eiga ftamtíðina fyrir sér. Finnur Aðal- bjömsson ók vel, sömuleiðis Ingi á Höskuldsstöðum, Þorlákur Jónsson er þrumukeyrari, Gunnar Hákonar- son, Jóhannes Reykjalín og Ámi Grant. Það er nóg af mönnum í slaginn næstu ár. Þeir sem em að byija í þessu vilja margir hveijir byija að aka aflmestu sleðunum strax, en ég tel að menn eigi að byija rólega og öðlast reynslu. Galdurinn við að ná árangri er að ná líkamsþyngdinni á réttan stað hveiju sinni. Hvemig ég geri er mitt leyndarmál," sagði Ingvar. Áður en ég kvaddi Ingvar spurði ég hann um áhuga hans á öðrum íþróttum. „Ég fylgist með mörgum, en þoli ekki fótbolta. Ég hef „anti- pat“ á fótboltanum öllum stundum í sjónvarpinu, handboltinn er skárri og körfubolta er horfandi á. Ég fylgist með torfærumótunum hérna og með rallinu gegnum fjölmiðla. Akstursíþróttir em mín lína ...“ sitt besta og vann flokk sleða með +5? hestafla vélar á Yamaha Exit- er, en Polaris hirti enn eitt gullið i flokki +72 hestafla sleða með að- stoð Vilhjálms Ingvasonar á Polaris 600. En Hörður var ekki af baki dottinn, vann sigur í sínum flokki í brautarkeppninni, sem var næst á dagskrá. Öflugasti flokkurinn mest spennandi Kvartmílan og akstur í braut fóm fram nærri Kröfluvirkjun og hama- gangur vélsleðanna yfirgnæfði hljóma virkjunarinnar, sem oft hef- ur verið á vömm manna. En nú vom það vélknúnir sleðar sem skiptu máli, heiður sleða og öku- manna var í veði. Ingvar Grétarsson hafði mest að veija, fímm sinnum hafði hann sigrað brautarkeppnina, oft í aflmesta flokknum. Það var þó ekki að sjá að mikið væri í húfi, hann var hinn rólegasti á meðan helstu andstæðingar hans örkuðu um svæðið óþreyjufullir. Brautin lá að mestu í fjallshlíð ofan Kröflu, krappar beygjur og bratt klifur gerðu keppendum lífið leitt auk þess sem brautin grófst mjög fljótt. Sextíu sleðar tróðu brautina í fyrstu umferð og var skipt í þijá flokka, en í hveijum þeirra komust átta bestu í úrslit. Eins og í kvartmílunni röðuðust Polaris Indy trail-sleðar í efstu sætin í afl- minnsta flokknum, Gunnar Hákon- arson þeirra fyrstur, tveimur sek- úndum á undan Þorláki Jónssyni, sem náði þama í sitt annað silfur. Óvenju öflugur Yamaha Exiter Harðar Sigurbjamarsonar sló svo auðveldlega við stórum hópi Polaris Indy 400 í næst öflugasta flokkn- um, hann varð 14 sekúndum á und- an Amari Valsteinssyni, sem varð annar, þremur sekúndum á undan Ófeigi Fanndal, en báðir óku Indy 400. Það var óneitanlega mest spenn- andi að fylgjast með öflugasta flokknum, en á ný áttust við Wild- cat-menn og Polaris-menn. Undir niðri kraumaði hiti, bæði við Kröflu- virlq'un og meðal eigenda þessara sleða, sem að sjálfsögðu eiga allir „besta sleðann". Heilbrigður rígur er alls ekki óþekkt fyrirbæri meðal vélsleðamanna. Ingvar Grétarsson hafði unnið þennan flokk í fyrra, en fyrir síðari umferðina var hann aðeins í fimmta sæti, 10 sekúndum frá fyrsta sæti. Samanlagður tími gilti. Ingvar fór síðastur af stað í seinni umferðinni og menn biðu með öndina í hálsin- um. „Ég vissi að það var annað- hvort að duga eða drepast og gaf allt sem ég átti,“ sagði Ingvar. „Ég gerði mistök í fyrri umferðinni, þorði ekki að beita sleðanum al- mennilega og var því aftarlega." Seinni umferðin reyndist honum happadijúg og hann varð á endan- um tveimur sekúndum á undan Jóhannesi Reykjalín á Polaris 650, en Ami Grant, sem hafði forystu í fyrri umferðinni, endaði í þriðja sæti á Polaris. Fyrsti Wildcat-sleð- inn lenti í fjórða sæti undir hand- leiðslu Ingólfs Sigurðssonar. Ef úrslitin eru tekin saman sést að Polaris hafði betur en Artic Cat, nokkuð sem sjálfsagt verður deilt um fram að næstu keppni. Svo eru öflugri sleðar á leiðinni frá öðrum umboðum, þannig að jafnræðið ætti að verða meira næst. Úrslit i vélsleðakeppni Björgunarsveitarinnar Stefáns og íþrótta- félagsins Eilifs í Mývatnssveit Fjallarall, 40 km: 1. Polaris 54.37,44 Ingvar Grétarsson 26 58,58/Þorlákur Ingvason 27.38,46 2. Yamaha 59.24,89 Amþór Pálsson 29.40,02/Benedikt Valtýsson 29.54,87 3. Artic 60.32,24 Magnús Þorgeirsson 29.33,77/Bergsveinn Jónsson 30.58,47 Brautarkeppni — 4 km Flokkur A yflr 72 hestöfl 1. Ingvar Grétarsson Polaris 650 ...................... 7.19,14 2. Jóhannes Reykjalín Polaris 650 ..................... 7.21,40 3. Ámi Grant Polaris 600 ..............'............... 7.24,23 4. Ingólfur Sigurðsson Artic Wildcat .................. 7.26,57 5. Gottlieb Konraðsson Artic E1 Tigre ................. 7.28,83 Flokkur B 57—71 hestöfl 1. Hörður Sigurbjamason Yamaha Exiter ................. 7.39,88 2. AmarValsteinssonPolarisIndy 400 .................... 7.54,43 3. Ófeigur Fanndal Polaris Indy 400 ................... 7.57,70 4. Hinrik Ámi Bóasson Polaris Indy 400 ................ 8.02,49 5. Viðar Eyþórsson Polaris Indy 400 ................... 8.08,15 Flokkur C undir 56 hestöfl 1. Gunnar Hákonarson Polaris Indy Trail ............... 7.40,33 2. Þoriákur Jónsson Polaris Indy Trail..................7.42,32 3. Sturla Birkisson Polaris Indy Trail..................7.59,01 4. Marinó Sveinsson Polaris Indy Trail..................8.01,53 5. Ketill Sveinsson Yamaha Phazer.......................8.08,47 Spyrnukeppni Flokkur AA +100 hestöfl 1. Finnur Aðalbjömsson Artic Wildcat......................15.68 2. Stefán Þengilsson Artic Wildcat........................15.95 3. Eyþór Tómasson Polaris 650.............................15.37 4. Jón Ingi Sveinsson Polaris.............................16.61 5. Ingvar Gétarsson Polaris 650............................16.70 Flokkur A +72 hestöfl 1. Vilhjálmur Ingvarsson Polaris 600......................16.60 2. Stefán Jónsson Formula Plus............................17.00 3. Sigurður Kristjánsson Polaris 600......................17.36 4. Bjami Höskuldsson Polaris 600..........................17.51 5. Ingvar Jónsson ArticElTigre...................’........17.53 Flokkur B 57—71 hestöfl 1. Hörður Sigurbjamason Yamaha Exiter.....................18.17 2. Rúnar Arason Artic E1 Tigre...........................18.47 3. Hinrik Ámi Bóasson Polaris Indy 400....................18.48 4. Birgir Birgisson Yamaha Exiter........................18.53 5. Stefán Jónsson Yamaha Formula MX.......................18.72 Flokkur C +57 hestöfl 1. Tómas Eyþórsson Polaris Indy Trail.....................18.24 2. Gunnar Hákonarson Polaris Indy Trail...................18.58 3. Sturla Birkisson Polaris Indy Trail....................18.83 4. Þorlákur Jónsson Polaris Indy Trail....................18.85 5. Marinó Sveinsson Polaris Indy Trail....................18.86 Skipting verðlauna milli vélsleðategunda Tegund gull silfur brons gerð vélsleða Polaris 5 4 7 (650, 600, Indy 400, Indi Trail) Actic 2 1 2 (Wildcat, E1 Tigre) Yamaha 2 2 0 (Formula Plus, Exiter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.