Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 Þorbjörg Daníelsdóttir Líknarmeðferð dauðvona sjúklinga • • Orlítið um starf Cicely Saunders Á sunnudaginn var birtist hér í blaðinu viðtal við dr. Thomas West, yfirlækni St. Christopher's Hospice í Lon- don. Inger Anna Aikman átti þetta viðtal við hann um líknar- meðferð dauðvona fólks. Dr. West kom hingað í boði Krabba- meinsfélags Islands og flutti fyrilestra á vegum þess og í háskólanum. Ef viðtalið skyldi hafa farið fram hjá einhverjum lesenda okkar í dagsins önn og unfangi lesefnis helgarinnar þykir mér rétt að vitna í það, sem þar segir um þessa stofn- un: „St. Christopher’s Hospice var stofnað fyrir rúmum tutt- ugu árum af Dame Cicely Saunders og síðan hefur Hospice-hreyfingunni stöðugt vaxið fiskur um hrygg. Nú er svo komið, að liknarheimili eða heimahlynning i anda Hospice- hreyfingarinnar er að finna i 27 löndum heims.“ Dame Cicely Saunders Ég á í fórum mínum grein úr Intemational Herald Tribune frá 12. maí 1981, sem ber heitið Dame Cicely Saunders. Undirfyr- irsögn er þessi: Stofnandi hreyf- ingar, sem vill að dáuðvona fólk fái að deyja með reisn, verður heiðruð í dag í Buckingham Palace. Greinin er skrifuð af El- aine Davenport. Ég ætla nú, kæru lesendur, að þýða lauslega hluta greinarinnar fyrir ykkur. Ég hef ekki frekar en Inger Anna á reið- um höndum þýðingu á orðinu Hospice-movement enda verður að vanda til smiði nýrra orða. En í bili þýði ég orðið Hospice með orðinu líknarheimili. í viðtalinu við dr. West útskýrir hann orðið svona: „í öllum orðabókum er orðið „Hospice" skilgreint sem griðastaður fyrir þreytta og jafn- vel þjáða ferðamenn — og það er einmitt það, sem við reynum að veita sjúklingum okkar — bæði andlegan og líkamlegan frið.“ Mál er til komið að við fínnum gott orð fyrir þetta góða starf því vonandi verður ísland bráðum í hópi þeirra landa, sem bjóða það fram. Og nú sný ég mér að grein Elaine Davenport frá 1981. Milli- fyrirsagnir eru mínar. Upphafið Hospice-hreyfingin byijaði fyr- ir alvöru að vekja athygli fólks þegar bókin „A Way to Die“ kom Cicely Saunders, stofnandi St. Christopher’s Hospice í Lon- don. út árið 1978. Hún er skrifuð af hjónunum Victor og Rosemary Zorza og segir frá því hvemig ung dóttir þeirra dó úr krabbameini. Hún segir frá því hvemig líknar- heimilið, sem annaðist hana í veik- indunum, hjálpaði henni og for- eldrum hennar til að horfast í augu við þjáninguna. Þótt slíkir griðastaðir hafi verið til um ára- tugaskeið varð bók hjónanna til þess að fólk fór að tala meira og opinskárra um dauðann. Hjúkrunarkona, félags- málaráðgjafi, læknir Lafði Cicely, sem nú er 63 ára (1981), var hjúkrunarkona og fé- lagsmálaráðgjafi fram að 33 ára aldri. Þá ákvað hún að einbeita sér að umönnun dauðvona sjúkl- inga. Það var fyrst og fremst til þess, segir hún, að reyna að sann- færa fólk um að það þurfi ekki að deyja eitt og að dauðinn sé mikilvægur þáttur lffsins. Hún lagði sig eftir að læra allt, sem hún gat, um þjáningu dauðvona fólks. Henni var ráðlagt að læra læknisfræði og það tók hana 7 ár. Svo byijaði hún að starfa við St. Joseph’s líknarheimilið áið 1958. Nákvæm rannsókn á þján- ingu og lyfjagjöf Ein ástæðan til þess að safnað var fé til að setja St. Christoph- er’s líknarheimilið á stofn var sú að geta rannsakað þar þjáningar sjúklinganna. „Um 75 af hundraði sjúklinga okkar þjást svo mikið að þeir þurfa að fá deyfilyf til að bægja þjáningunum frá,“ sagði lafði Cic- ely. „Ég lærði það af frumrann- sóknum mínum á St. Joseph’s líknarheimilinu að hægt er að gefa kvalastillandi lyf í eitt til tvö ár og að það er ekki vandamál að auka lyfjagjöfina. Fimm ára rannsókn í St. Christipher’s heim- ilinu hefur staðfest þetta." Starfsfólkið vinnur við það tímunum saman að rannsaka í smáatriðum hvers vegna hver sjúklingur er veikur og finna ná- kvæmlega hvar verkimir em. Það veit að til eru margar leiðir til að halda kvölunum í skefjum. Hin andlega þjáning Og svo á fólk í sálarstríði. „Við hlustum á áhyggjur þess og reyn- um að hjálpa því,“ segir hún. „Margir sjúklingar okkar hafa áhyggjur af því að skilja eftir sig ung böm. Aðrir era ósáttir við líf sitt eða finnst erfitt að horfast í augu við að því sé að ljúka. Kon- ur hafa áhyggjur af því að eigin- menn þeirra geti ekki séð um sig þegar þær era dánar og fólk hef- ur áhyggjur af flóknu fjölskyldu- lífí. Við veijum miklum tíma til að tala við fjölskyldur sjúkling- anna. Okkur finnst við fínna hjá þeim andlega þjáningu, sem er einhvers konar ómótuð tilfínning, sem seilist eftir sannleika, fyrir- gefningu og meiningu.“ St. Christopher’s líknarheimilið er mótað af kristinni trú. Það kemur m.a. fram í þeirri áherzlu, sem er lögð á andlega líðan sjúkl- inga og fjölskyldnanna. Það þýðir þó ekki það að sjúklingar eða starfsfólk þurfi sjálft að vera kristið. Fólk, sem tilheyrir öðram trúarbrögðum eða hefur enga trú, er velkomið á heimilið. Við viljum opna dyr, ekkiloka Lafði Cicely lítur ekki á St. Christopher’s heimilið sem einu færa leiðina í rekstri slíkra heim- ila. „Við viljum opna dyr, ekki loka þeirn," segir hún. Dyr era vissulega að opnast. Líknarheimili era starfrækt eða undirbúningur hafínn fyrir starfi þeirra í Banda- ríkjunum, Kanada, Suður-Afríku, Hollandi og Belgíu, Svíþjóð, Ind- landi, Kýpur, Noregi, Sviss og ísrael (1981). Sumir telja að það dragi allan mátt úr fólki að kenna því að deyja hamingjusamt. „Við höfum mikinn áhuga á því, hvemig fólk notar þann hluta lífsins, sem það á eftir," segir lafði Cicely. „IJfíð verður oft miklu lengra en búizt var við. Starf okkar beinist fyrst og fremst að því að lina þjáningar þeirra, sem deyja. En við störfum líka fyrir þau, sem batnar. Og það starf verður æ meira." Biblíulestur vikunnar Sunnudagur: Jes. 43.2 Óttastu eigi Mánudagur: Fil. 4.11 Ég hef lært að sættast við lcjör mín Þriðjudagur: Sálmur 46.1 Guð er oss hæli Miðvikudagur: Lúk. 23.46 í þínar hendur fel ég mig Fimmtudagur: Sálm. 43.5 Vona á Drottin Föstudagur: Sálm. 40. 1—3 Hann veitti mér fótfestu Laugardagur: Sálm. 55. 23: Varpa áhyggjum þínum á Drottin Biblíulestur vikunnar er tekinn úr bók dr. William Barcley Bænum um hjálp og lækningu. Guð geymi ykkur. Hlustar einhver—er einhveijum ekki sama? Hvert eram við að fara? Hvaða drauma höfum við um líf okkar, hvaða lífsskoðanir og hvaða trú? Trúum við því að líf okkar hafi til- gang, stefnum við að einhveiju marki? Hvert okkar gengur sína eigin leið um land lífsins og trúar- innar. Sum okkar standa á brekku- brún og sjá takmarkið framundan, sjá það greinilega, finna eftirvænt- ingu og gleði. Onnur era í djúpum dal, fullum af stórgrýti. Sum okkar era á veglausri og endalausri sléttu og vita ekki hvert þau eiga að stefna. Getum við orðið samferða? Get- um við stundum leiðst á leiðinni? Vinur minn sagði við mig: „Ef þú gefur einhveijum gaum gefurðu kraft." Þoram við að gefa hvert öðra gaum? Nennum við þvf? Höf- um við tíma til þess? Já. Við þor- um, nennum og finnum okkur tíma. Margir vinir mínir hafa sagt mér að þau skammist sín svo oft fyrir það hvað þau sinni öðram lítið. Þau segjast láta allt mögulegt ganga fyrir því að tala við vini sína. Þótt þau ætli sér oft að taka sig taki haldi þau samt áfram að vanrækja vini sína. Svo verði samvizkubitið verra og verra og fari að trufla allt, sem þau era að hamast við að gera. Þá taka þau til við að tala um þetta við Guð. Og viti menn. Þá breytist allt. Á einhvem undraverð- an máta fá þau tíma og ómótstæði- lega löngun til að hitta vini sína. Þá gerast undrin. Þau fínna nýja gleði. Af því að þau finna að þeim er gefinn gaumur. Þá fá þau nýjan styrk. Þau fá líka að gefa gaum, gefa styrk, hlusta, eiga trúnað annarra og tala um sín eigin mál. Tala um lífið, lífsskoðanimar, ANYBODY LISTENING? ANYBODY CARE? markmiðin, trúna. Þau finna að þau eiga vini, sem hlusta og er ekki sama. Og þau era sjálf vinir, sem er bara dálftið varið f. Það er undursamlegt að finna hvemig Guð tekur þátt í lffi okkar. „í gær hitti ég Guð á kaffihúsi niðri í bæ,“ sagði vinkona mín. „Það var venjulegur virkur dagur og asinn og skyldustörfin vora að kæfa mig. Ég fann enga glóandi trúarhrifningu f hjartanu, enga sér- lega lífsgleði. Við sátum þama saman tvær vinkonur. Ég fékk að segja henni frá sárindum, sem var erfítt að eiga í ein. Hún hlustaði í umhyggju og kyirð. Kannski bað hún fyrir mér í hjarta sínu. Þetta samtal gaf mér kraft til að halda áfram. Ef við hugsum upphátt með einhveijum, sem við treystum, sjáum við hlutina í nýju ljósi. Það er gjöf frá Guði, ómetanleg gjöf frá Guði.“ Fjáröflun Styrktarfélags Vogs: Þrír bflar í aðalviiuiing í sjónvarpsbingóinu Bílaþrennu hleypt af stokkunum ÞRÍR bílar af gerðinni Peugot 205 verða f aðalvinning f sjónvarps- bingói Styrktarfélags Vogs frá og með næsta mánudegi, 25. aprfl. mai næstkomandi. Auk þess verða dregnir út 10 aukavinningar, sem eru myndbandsupptökuvélar. Styrktarfélag Vogs er ennfremur að ráðast i aðra fjáröflun sem er bflaþrenna, sem verður smámiða- happdrætti af svokallaðri skaf- miðagerð. Tilgangur Styrktarfélags Vogs er að styrkja starfsemina að Vogi og bæta aðbúnað sjúklinga og starfs- fólks þar. Aðaltekjulind félagsins hefur verið sjónvarpsbingóið, en þar hafa nú verið spilaðar 15 umferðir og hefur í hvert sinn aðalvinningu verið ein bifreið af gerðinni Volvo og aukavinningar verið 10 stereo hljómflutningstækj asamstæður. í bílaþrennu Styrktarfélags Vogs verða 50 bifreiðar á hveija 500 þús- und útgefna miða. Bifreiðamar era af gerðinni Lancia, svokallaðar skutl- ur, hver að verðmæti yfír 300 þús- und krónur. Einnig verða 250 geisla- spilarar og 500 ljósmyndavélar f vinning. Styrktarfélag Vogs hefur nú aflað um 10 milljónir króna, sem farið hafa til greiðslu á byggingarskuldum vegna sjúkrahússins að Vogi. Styrkt- arfélagið hefyr unnið ! náinni sam- vinnu við SÁÁ og stjóm þess hefa skipað Þórarinn Tyrfíngsson læknir, Stefán Friðfinnsson aðstoðarmaður fíármálaráðherra, Jón Magnússon lögfræðingur, Ámi Bergmann rit- stjóri og Ásgeir Hannes Eiríksson verslunarmaður. Framkvæmdastjóri félagsins er Amundi Ámundason. (Úr fréttatilkynningu.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.