Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 B 11 Að sjá fram í tímann Rætt við Robin Stevens forseta Alþjóðasambands spíritista Morgunblaðið/Bjami Robin Stevens forseti Alþjóðasambands spíritista Fyrir skömmu var staddur hér á landi Robin Stevens for- seti Alþjóðasambands spírit- ista. Hann hefur getið sér orð fyrir ýmsa dulræna hæfileika i Bretlandi og kom hingað í boði Sálarrannsóknafélags ís- lands. Robin Stevens starfar sem starfsmannastjóri á sjúkra- húsi í London en sinnir miðOs- störfum í fristundum. Blaða- maður Morgunblaðsins spjaU- aði við Stevens á dögunum og var hann spurður hvemig hæf i- leikar hans komu fyrst í ljós. Látnir ættingjar „Þegar ég var átta ára gamall varð fyrst vart við þá. Ég fór að sjá ýmislegt sem ekki var auðvelt að skýra, bæði fólk og liti. Þegar ég fór að lýsa þessu fólki sem ég sá, kom í ljós að þetta voru ætt- ingjar og vinir sem ekki voru leng- ur á lífi. Nei, ég sé framliðna ekki allt- af, sem betur fer“, segir Stevens og hlær. „Ég verð að stilla hug- ann inn á vissa bylgjulengd. Hæfi- leikar mínir hafa þroskast með aldrinum og núorðið hef ég fulla stjóm á þeim. Ég held að margir hafí vísi af þessum hæfíleikum en það þarf að þjálfa þá ef vem- legur árangur á að nást." — Kanntu einhveija skemmti- lega sögu af störfum þinum? „Þær skipta orðið hundmðum því margt hefúr borið við. Ég á nokkra vini frá Suður-Afríku og var einu sinni sem oftar með þeim. Þá fékk ég hugboð þess efnis að flugvél hefði farist yfír Austur- London (East-London). Þetta hugboð var mjög skýrt og afger- andi og sagði ég félögum mínum þegar frá þessu. Hins vegar var ekki stafur um flugslys í Lund- únablöðunum og ekkert um það í útvarpi heldur. Þetta þótti mér undarlegt því ég hef alitaf getað treyst hugboðum mínum séu þau skýr og afdráttarlaus. Það korn líka á daginn að þennan dag hafði flugvél farist yfír East London í Suður-Afríku en ég hafði ekki vitað af þeirri boig. Draugagangur Ég hef jafnan gert mér far um að fá hugboð mín staðfest. Oft hef ég komið á staði þar sem byggingar hafa nýlega verið reystar og lýst umhverfínu eins og það var áður og jafnan tekist að lýsa því í flestum aðalatriðum. Það er hins vegar nokkuð mis- munandi hversu móttækilegur ég er.“ - Hvað um draugagang? „Ég hef oft verið kallaður til vegna þess að fólk hefur álitið að draugagangur ætti sér stað í hús- umi Stundum hefur aðeins verið um ímyndun fólks að ræða og reyndar í flestum tilvikum. Það Iiggur við að það sé tíska að hafa heimilisdraug. En ég hef einnig orðið vitni að draugangi, komið í hús þar sem framliðnir hafa vald- ið óróa. Þá hef ég hjálpað og greitt úr málum og það hefur venjulega gengið vel.“ — Þú hefur gert ýmsar tilraun- ir til að sjá fram i tímann - lítur þú svo á að allt sé fyrirfram ákveðið? „Nei, ég held að svo sé ekki. En við höfum öll okkar lífsmáta, okkar daglega mynstur ef svo mætti segja og það er ef til vill þess vegna sem mér tekst að sjá fyrir atburði nokkrar klukku- stundir fram í tímann. Ég hef ekki aðra skýringu. Þó er eins og sumir atburðir séu fyrirfram ákveðnir en það á alls ekki við um smávægilega, hversdagslega atburði. En ég get ekki spáð. Ef þú vilt láta spá fyrir þér skaltu fara til stjömuspekings eða spá- konu. Hins vegar get ég venjulega séð nokkrar klukkustundir fram í tímann með því að einbeita mér á sérstakan hátt. Ég hef gert fjöldan allan af slíkum tilraunum og jafnan getað lýst tilteknum atburði rétt í einstökum atriðum. Tökum dæmi af síðustu tilraun- inni sem ég var fenginn til að gera á Hótel Lind. Þar var ég beðinn að lýsa persónu sem myndi setjast í tiltekinn stól á fundi sem boðaður hafði verið. Ég lýsti alls tuttugu atriðum, að viðkomandi væri kona, klæðnaði hennar og einkennum. Öll þessi tuttugu at- riði reyndust rétt - nema eitt. Ég hafði sagt að í bíl konunnar væru opinber bréf sem hún ætti að koma áleiðis fyrir eiginmann sinn. Þetta kannaðist konan ekki við í fyrstu. En þegar að hún fór út í bflinn og kannaði málið fann hún bréf sem maður hennar hafði beðið hana að póstleggja en hún hafði verið búin að gleyma. Það hefði satt að segja komið mér mjög á óvart ef öll atriðin hefðu ekki reynst rétt því mér tókst að sjá hana skýrt fyrir mér og hugboðið um bréfið var ótví- rætt. Venjulega hef ég rétt fyrir mér í öllum atriðum við tilraunir sem þessa ef ég er vel upplagður og aldrei hafa færri en 80 prósent þeirra atriða sem ég hef talið reynst rétt.“ - Hvernig sérðu þessa hluti? „Ég sé þetta ekki með augun- um. Það má segja að ég sjái það mér fyrir hugskotssjónum rétt eins og þegar maður rifjar upp fyrir sér skýra minningu. Myndin verður greinilegust ef ég einbeiti mér að miðju enni, rétt ofan við augun. Á þennan hátt get ég séð framliðið fólk, áru eða blik lifandi fólks og margt fleira. Áran er sálræn útgeislun mannsins og af henni má ráða margt um persónu- leika hans og heilsufar. Miðlar fyrr og nú Jafnframt held ég fullri meðvit- und - ég hef aldrei fallið í „tran- ce“ eins og sumir miðlar gera. Flestir miðlar nú á dögum starfa eins og ég. Fyrir svo sem tuttugu árum voru flestir miðlar dámiðlar. Þeir fóru úr líkamanum og svo tók stjómandi að handan við og miðillinn hafði ekki hugmynd um hvað fram fór. Sumir þessara miðla voru mikilhæfír en það hef- ur verið mjög erfítt að starfa svona. Það er líka mjög erfítt að útiloka svik ef miðillinn starfar með þessum hætti enda var tölu- vert um svik á miðilsfundum á þessum tíma. Mér skilst að dá- miðlar starfí enn hér á íslandi, að því leyti em sálarrannsóknir hér tuttugu árum á eftir tímanum því annars staðar tíðkast þessir starfshættir ekki lengur. Þó einstakir miðlar hafí verið staðnir að svikum stendur vitnis- burður traustra miðla óhaggaður. Ég er sannfærður um að við höld- um áfram að lifa eftir líkams- dauðann, á því er ekki minnsti vafí. Ég hef varið miklu af tíma mínum til að sýna fólki framá þetta. Það er ekki vegna þess að ég hafí áhuga fyrir að svala for- vitni fólks um þessi mál, he'dur vegna þess að ég tel að fólki líði betur ef það veit hið sanna í þessu efni. Öll trúarbrögð, sama hvaða nafni þau nefnast, segja okkur að lífí mannsins sé ekki lokið við líkamsdauðann. Spíritisminn gengur aðeins feti lengra og vill kanna það sem við tekur. Meðal sumra þjóða hefur trúarbrögðun- um verið hafnað vegna þess að mönnum hefur fundist margt ós- kynsamlegt í þeim og þá hefur eftiishyggjan tekið við. I Banda- ríkjunum eru t.d. margir aldir upp í efnishyggju og afleiðingin verður mikil dauðaangist og kvíði. Ég vil hjálpa fólki að losna við þessa angist því hún er ástæðulaus." Að lokum sagði Stevenson: „ís- land er tiltölulega ósnortið land - því hefur ekki verið spillt með umsvifum manna svo neinu nemi og það virkar mjög sterkt á mig. Þið sem í landinu búið njótið góðs af þessu. Þið íslendingar ættuð að snúa ykkur meira innávið í stað þess að taka sífellt við hug- myndum erlendist frá. Hér hafa komið fram miklir andans menn á liðnum timum. Það kemur ekki á óvart því hér eru góð skilyrði til að taka andlegum framforum." - bc. Þingkosningar í Danmörku: „Danska ástandið“ veldur áhyggj um innan NATO Kaupmannahöfn. Reuter. Þingkosningar standa nú fyrir dyrum f Danmörku og ákvað stjórnin að boða til þeirra vegna af stöðu meirihluta þings- ins í kjarnorkuvopnamálum og vill, að þær snúist um aðildina að Atlantshafsbandalaginu. í bandalagsríkjum Dana hafa margir áhyggjur af framvind- unni og líta raunar svo á, að þetta „danska ástand“ sé miklu hættulegra NATO en ágrein- ingurinn í afvopnunarmálum. Poul Schluter forsætisráðherra boðaði til kosninganna, sem verða 10. maí nk., eftir að þingið hafði samþykkt ályktun, sem skyldar stjómina til að fylgja eftir banninu við kjamorkuvopnum innan danskrar lögsögu á friðartímum. Sagði hann, að kosningamar ættu að vera nokkurs konar þjóðarat- kvæðagreiðsla um aðildina að NATO, sem þingsályktunartillaga jafnaðarmanna hefði stefnt í mikla tvísýnu. Er þetta þá í annað sinn, sem efnt er til kosninga um stefnuna í vamarmálum. Þær fyrri vom árið 1929 þegar íhalds- flokkurinn lét af stuðningi sínum við stjóm Venstre vegna mikils niðurskurðar á framlögum til vamarmála. Vega efnahags- málin þyngra? Svend Auken, leiðtogi jafnaðar- manna og eindreginn stuðnings- maður Atlantshafsbandalagsins að eigin sögn, segir hins vegar, að kosningamar muni ekki snúast um vamarmál, heldur um efna- hagskreppuna í Danmörku, sem lýsi sér best í gífurlegri skulda- söfnun erlendis. Nema skuldimar nú 1.540 milljörðum ísl. kr. „Mér kemur ekki til hugar eitt augna- blik, að kosningamar muni snúast um kjamorkuvopnamálin og við Poul SchlUter forsætisráðherra ætlum okkur ekki að eyða einu orði að svo sjálfsögðum hlut sem NATO-aðildinni,“ sagði Auken. Hættulegur kjána- skapur Vestrænir stjómarerindrekar í Kaupmannahöfn segja, að ástand- ið í dönskum stjómmálum sé ákaf- lega alvarlegt fyrir NATO, enda er Danmörk mikilvæg bandalag- inu vegna legu sinnar. Öll skipa- umferð úr Eystrasalti til Atlants- hafs þarf að fara um Eyrarsund eða Kílarskurð. Segja þeir, að tapi Schluter verði litið á ósigur hans sem áfall fyrir Atlantshafsbanda- lagið, jafnvel þótt kosningar hafi í raun snúist um allt annað. „Bandalagið mun ekki gliðna vegna ágreiningsins í afvopnunar- málum en því er hins vegar hætta búin af Iqánaskap eins og þeim, sem við horfum nú upp á í Dan- mörku,“ sagði einn af fulltrúum NATO-ríkjanna í Bmssel en sendiherrar ríkjanna hjá banda- laginu skutu í gær á skyndifundi til að ræða ástandið í Danmörku. Martraðarkenndar hugmyndir um varnarmál Danmörk hefur lengi verið talin einn af veikustu hlekkjunum í vömum NATO enda em útgjöldin til vamarmála óviða minni. Fyrir áramót mistókst stjóminni að koma í gegn tillögum sínum um vamarmálaframlögin og síðustu viðræður stjómar og stjómarand- stöðu um það mál fóra út um þúfur nú í vikunni. Jafnaðarmenn, sem segjast stuðningsmenn NATO, hafa sínar hugmyndir um það hvemig Danmörk verði best varin — hugmyndir, sem varnar- málasérfræðingar líkja við mar- tröð. Em þær í stuttu máli þær, að Dönum sé best borgið með því að losa sig við öll vopnakerfí, sem nota megi í árásarskyni, og með því að hafa engan herafla í fremstu vamarlínu til að styggja ekki Varsjárbandalagið. í skoðanakönnun, sem birt var um síðustu helgi, kom fram, að 44% kjósenda vilja, að Schlúter verði áfram forsætisráðherra en 37% kusu heldur Auken. Fyigi einstakra flokka virðist hins vegar vera svipað og í síðustu kosning- um og því allt eins víst, að eftir kosningamar 10. maí sitji flest við það sama í Danaveldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.