Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 Algeirsborg; 7=7 — •'O |'f>- \ 'ó^ L TS'"^ÍLaghouat TUNIS Ghardaia f Ouargla Tademaít hásléttan LIBYA Hoggar- k>4>- ílTamanrasset In Guezzam Assa M.S- É* ^^Agaclez MALI Tahoua Sokoto BURKINA Kaduna GHANA K Hjólað í sandinum á leiðinni frá Tamanrasset til Arlit. HJOLAÐYiTR SAHARA Texti og myndir: Amanda Dunn Fyrsta myndin sem við fengnm af íbúum Alsírs var ekki ýkja jákvæð. Ferjan suður yfir Miðjarðarhafið valt eins og tunna, ælan sem máttvana ferðalangar, ófærir um að staulast á salernin, misstu óvart út úr sér seytlaði eftir þilfarinu og álengdar mátti sjá hóp heittrúaðra múhameðs- trúarmanna þar sem þeir sátu með krosslagða fætur og báðu í örvæntingu til Allah. Þannig var koma okkar til Algeirsborgar. Við höfðum lagt af stað frá Englandi hálfum mánuði áður með skær- gult tvímennings-reiðhjól og tengi- vagn sem líktist mest tekistu á hjól- um. Ferðin yfir Frakkland var reynslutími til að kynnast þeim vandamálum, sem síðar kynnu að kóma upp, nú meðan við vorum enn innan seilingar við siðmenninguna, en í þessum áfanga brotnuðu öxlar á tengivagninum sex sinnum, tvisv- ar þurfti að rafsjóða þá á ný og níu sinnum sprakk á hjólbörðunum. Að öðru leyti gekk ferðin vel. Þótt við reyndum að halda okkur niðri í dölum við árnar urðum við að klífa upp eitt 1300 metra hátt og snævi þakið fjall. Við hlökkuðum til að komast í hlýjuna í Afríku. Formsatriðin við að komast inn í Alsír tóku langan tíma, en það var aðallega vegna þess hve for- vitnileg við vorum. Þegar við sögð- um heimamönnum hvað við ætluð- umst fyrir brugðust þeir strax við með því að segja að þetta væri ógerlegt. Þeir sögðu okkur margar sögur af ferðamönnum sem höfðu villst eða dáið úr þorsta og virtust þekkja vel til ástands vega, þótt enginn þeirra hefði nokkru sinni komið sunnar en til Ghardaia, sem er vin um 650 kílómetra fyrir sunn- an Algeirsborg. Við skiptum hvort um sig 140 sterlingspundunum samkvæmt gildandi reglum á hneykslanlega lágu gengi og komumst burt með áfengisflöskumar okkar þtjár óséð- ar. Og svo lögðum við af stað hjól stjórar voru alltaf að stoppa og þeir gátu alls ekki skilið það hugar- far að vilja fara yfir eyðimörkina hjólandi. Þegar við afþökkuðum í hundraðasta skipti að þiggja far ypptu þeir gjarnan öxlum í upp- gjöf, buðu okkur appelsínur eða döðlur og kváðust vona „Insh Allah“ að við kæmumst heilu og höldnu á leiðarenda. „Insh Allah“ eða „ef Guð lofar" voru dæmigerð viðbrögð múslima við allri óvissu. Jafnvel þegar við spurðum vömbíl- stjóra, sem hafði beðið í biluðum bíl sínum í átta daga 200 kílómetra frá Tamanrasset, gat hann aðeins sagt „Insh Allah“ — vonandi kæmi viðgerðarmaður brátt á vettvang. Oft var okkur boðið í „eous-cous“ hjá alsírskum fjölskyldum. „Cous- cous“ samanstendur af bollum úr gufusoðnu, fínmöluðu hveiti með grænmeti og sósu og stöku bita af úlfalda- eða kindakjöti. Lög mú- hameðstrúarmanna mæla svo fyrir að þeim rétttrúuðu beri að taka vel á móti ókunnugum, svo okkur var alltaf boðið að setjast á bestu púð- ana eða teppin, ýmist umhverfis lágt borð eða í hring á gólfinu. Ókunn andlit bám inn „cous-cous“ í stórri skál með mörgum skeiðum í. Við gestimir áttum að borða fyrst með húsbóndanum, síðan var skálin borin til annarra karla í fjölskyld- unni og loks til kvenna og barna. Venjulega sáum við ekki konurnar sem önnuðust matseldina. Á jóladag vorum við að fá okkur gönguferð í pálmalundi þegar Alsír- búi bauð okkur í te. Röndótt teppi hafði verið breitt undir pálmatré, og við vorum beðin að flýta okkur að fá okkur sæti. Döðlur og app- elsínur voru bornar fyrir okkur meðan sonur ættarhöfðingjans lag- aði te í hefðbundnum litlum te- katli. Það var eins og að vera kom- in aftur í fortíðina að dreypa á tei með þessum mönnum, klæddum hefðbundnum kyrtlum að þeirra sið. Hvert okkar fékk þrjú glös, eitt af hverri lögun, sem allar voru mjög sætar, sterkar og grænar. Umræð- urnar snerust um geitur, döðlur og önnur áhugamál dreifbýlisins. Fyrir sunnan Ghardaia hófst leið- angurinn fyrir alvöru. Daglega vor- um við lögð af stað klukkan níu árdegis og tjölduðum í eyðimörk- inni þegar kvöldaði. Við sáum okk- ar fyrstu sandöldur, gular og sigð- laga, að öðru leyti var landslagið flatt, hijóstrugt og sviplaust. Dagurinn hófst venjulega hjá okkur klukkan níu þegar við skrið- um út úr tjaldinu, sem stóð 100 metrum utan vegar, og helltum upp á te. Svo, eftir að hafa hrist hrímið andi eftir götum Al- geirsborgar og allir bílstjórar þeyttu flautu sína og veifuðu til okkar furðu lostnir. Alsír Norður-Alsír var grænt og kalt í des- ember. Þótt við hefð- um lesið okkur vel til vorum við engu síður haldin þeim misskiln- ingi að Afríka væri heit og sólin helltist yfir eyðilegar sand- auðnimar. En við lögðum upp á morgn- ana í vindheldum úlpum utanyfir dúnfóðruðum jökkum. Við fundum aldrei vemlega fyrir hita sólarinnar fyrr en í Laghouat, „inngangnum að Sahara", sem er rétt sunnan við Atlas-fjallgarðinn. Dag einn, þegar við vomm að hjóla upp bratta brekku í fjöllunum, datt okkur í hug að við gætum sparað okkur mikið erfiði ef okkur tækist að hanga aftan í einhvetjum vömbílanna sem þar vom á ferð og láta hann draga okkur upp. Lítill sendiferðabíll kom og hægði nægilega á sér til að við gætum gripið í hann. Svo jók hann hins- vegar ferðina á ný og við höfðum ekki mátt til að halda okkur. Allur ferðabúnaðurinn okkar kollsteyptist og enn einn öxullinn á tengivagnin- um brotnaði. Vingjarnlegir arabar buðu okkur far, en við afþökkuðum og hjóluðum áfram þrátt fyrir öxul- inn. Fólkið var vinsamlegt. Vömbíl- Áð til að borða nýtt brauð, gjöf frá heima- manni, í miðri eyðimörkinni. af tjaldinu, tókum við saman við- legubúnaðinn og komum honum fyrir á tengivagninum eða í klyfja- töskunum og gengum upp á veg. Svo hjóluðum við venjulega til klukkan fimm og áðum oft. Félagi minn, Paul, stöðvaði þá vömbíl sem leið átti þarna um til að fá vatn (við gátum ekki flutt með okkur nema tíu lítra), svo tjöld- uðum við. Eg lagaði te meðan Paul safnaði eldiviði, aðallega þyrnimnn- um, og ef vind lægði matreiddum við kvöldverð yfir eldi. Milli E1 Golea og In Salah þurft- um við að fara yfír 250 kílómetra langa hásléttu og þar blés stöðugt hvass vindur úr austri. Á hveiju kvöldi þurftum við að moka sandi upp að tjaldinu allan hringinn til að það fyki ekki burt. Sem betur fór hafði Paul gert ráðstafanir til að birgja okkur upp af tollfijálsu áfengi, þrátt fyrir veikleika tengi- vagnsins, svo skapið var gott og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.