Morgunblaðið - 25.06.1988, Page 4

Morgunblaðið - 25.06.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 Borgarsljóri í Þórshöfn; Miðbærinn prýdd- ur íslenskum og færeyskum fánum MIÐBÆR Þórshafnar, höfuðstaðar Færeyja, var prýddur íslensk- um og færeyskum fánum á öðrum degi heimsóknar Davíðs Odds- sonar borgarstjóra í Reykjavík og fylgdarliðs hans til bæjarins. Veður var heldur betra í Þórshöfn en í upphafi heimsóknarinnar. í gær skoðuðu íslensku gestim- ir nýtt dvalarheimili fyrir aldraða í Þórshöfn og fóru í leikhús að sjá hluta úr leikriti eftir William Heinesen, eitt virtasta skáld og rithöfund Færeyinga. Síðan var snæddur hádegisverður í boði Fisksölufélags Færeyja. Síðdegis var skoðuð listsýning með fær- eyskum myndum og farið í skoð- unarferð um nýja sundlaug Þ’ors- hafnarbúa. Kvöldverður var svo snæddur í boði bæjarstjórnar Þórs- hafnar. „Þetta er búið að ganga mjög vel, hér hefur verið tekið á móti okkur með miklum virktum og höfðingsskap eins og Færeyinga er vandi,“ sagði Davíð Oddsson i samtali við Morgunblaðið. Að- spurður sagði Davíð að þótt Reykjavíkurborg stæði ekki í nein- um sérstökum vinabæjartengslum, væri svo litið á að höfuðborgir Norðurlandanna fimm, ásamt Þórshöfn og Nuuk á Grænlandi væru vinabæir, og það væri honum því mikil ánægja að heimsækja Þórshafnarbúa. Morgunblaðið/Sigurgeir Lítt þekkt andartegund finnst í Eyjum Tveir ungir Vestmanneyingar fundu þessa önd við Breiðabakka á leið sinni út í Stórhöfða á dögunum og komu henni rakleiðis í Náttúrugripasafnið í Eyjum. Að sögn Kristjáns Egilssonar safnvarðar vantaði einar fimm flugfjaðrir á annan væng fuglsins og hefur hann líklega laskast eftir komuna hingað til lands. Ondin lifði aðeins tvo daga eftir að hún fannst. Kristján sagði að hér væri um mjög sjaldgæfa tegund af fiskiand- arætt að ræða og er ekki vitað til að þessar endur hafi sést hér áður. Hann taldi að hún ætti sér ekki íslenskt heiti. Hún mun aðallega halda sig í miðríkjum Bandaríkjanna en er ekki getið í helstu bókum um fugla í Evrópu. Öndin var merkt og sagði Kristján að merkingin gæfi til kynna að hún hefði ekki verið merkt í vísindaskyni heldur taldi hann að hún hefði komið úr dýragarði. Á ensku heitir fuglinn Hooded Merganser og er töluvert minni en toppönd. Þar sem þetta er fyrsti fugl þessarar tegundar sem finnst hér á landi, sagðist Kristján Egilsson reikna með að hann yrði sendur Náttúrufræðistofnun íslands. VEÐUR I/EÐURHORFUR í DAG, 25. JÚNÍ 1988 YFIRLIT í GÆR: Nálægt Jan Mayen er 993 mb lægð sem fjarlæg- ist en 988 mb lægð við Hvarf fer norð-austur. Hlýtt verður áfram austan til á landinu en fremur svalt vestanlands. SPÁ: Suð-vestan átt, víða stinningskaldi eða jafnvel allhvasst, skýj- að og skúrir með um 10 stiga hita vestan til á landinu, en um landið austanvert lóttir til og þar verður 13—20 stiga hiti. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Áfram suðvestan átt með súld eða rigningu um vestanvert iandið og 7—11 stiga hita, en þurrt og bjart austan til á landinu og 12—20 stiga hiti. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. •) o Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V Él r r r r r / / Rigning r r r Þoka Þokumóða * r * r * r * Slydda r * r * ■# * * •* * * Snjókoma * * * ’, ’ Súld OO Mistur 4 K Skafrenningur Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 14 skýjað Reykjavík 7 súld Bergen 16 léttskýjað Helslnki 21 skruggur Jan Mayen 3 súld Kaupmannah. 21 þrumuveður Narssarssuaq S rigning Nuuk 4 skýjað Osló 24 úrkoma í grennd Stokkhólmur 22 skýjað Þórshöfn 11 súld Algarve vantar Amsterdam 15 rigning Aþena vantar Barcelona 23 skýjað Chicago 21 alskýjað Feneyjar 23 skýjað Frankfurt 18 skýjað Glasgow 20 léttskýjaö Hamborg 20 láttskýjað Las Palmas vantar London 17 alskýjað Los Angeles 16 alskýjað Lúxemborg 14 skýjað Madrfd 23 hálfskýjað Malaga 30 mistur Mallorca 27 léttskýjað Montreal 13 léttskýjað New York 18 skýjað Parfs 19 skýjað Róm 26 rigning San Diego 17 alskýjað Winnipeg 21 hálfskýjað Símsvæði á Suðurlandi: Tengingu lýk- ur á þriðjudag SAMTENGINGU símsvæða 98 og 99 í eitt svæði, sem bera mun númerið 98, mun verða lokið á þriðjudag. í fyrrinótt var lokið við að gera öll símanúmer á svæðunum fimm stafa og ættu þau þá að vera rétt samkvæmt nýju símaskránni. Fram á þriðjudag verður svæðisnúmer á Suðurlandi hins vegar ennþá 99 og 98 i Vestmanna- eyjum. Nokkurn tíma hefur tekið að tengja nýju númerin, og hefur það valdið ruglingi hjá símnotendum, sem nú sér vonandi brátt fyrir end- ann á. Brandur Hermannsson, tæknifræ'ðingur hjá Pósti og síma, sagði að tenging númeranna hefði gengið vel, reyndar hefðu orðið dálitlar truflanir í gær, en búið væri að komast fyrir þær. Að sögn Brands var byijað á því skömmu eftir mánaðamót að bæta tölunni einum fyrir framan öll núm- er í Vestmannaeyjum, 22. júní hefðu öll númer austan Þjórsár ver- ið lengd í fimm stafí og í fyrrinótt var númerunum í nágrenni Selfoss breytt. Öll númer á svæðinu eru því orðin 5 stafir. Grásleppukarlar: Fá aðeins 75% af verði afurða sinna Grásleppukarlar fá nú aðeins greitt 75% af verði afurða sinna. Afurðalánin eru ekki hærri en sem nemur þessu hlutfalli og því greiða kaupendur körlunum sama hlutfall og segja að afganginn fái karlarnir er hrognin verða seld á markað erlendis. Öm Pálsson hjá Landsambandi smábátaeigenda segir að töluvert hafi verið kvartað undan þessu enda bætist við að vertíðin í ár hefur ver- ið með eindæmum léleg. Nú eru komnar á land um 7500 tunnur af hrognum og reiknar Örn með að ekki veiðist nema um 9000 tunnur á vertíðinni allri á móti 22.700 tunn- Kaupmannahöfn: Karl Þorsteins í öðru sæti KARL Þorsteins er nú í öðru sæti á Opna Kaupmannahafnarmótinu í skák, sem nú stendur yfir. Lokið er sex umferðum af níu og er Gros Z. Peter stórmeistari frá Ungveijalandi efstur með fimm vinninga en Karl er í 2.-5. sæti með fjóran og hálfan vinning. í sjöttu umferð sigraði Karl danan Sörensen en í sjöundu umferð sem tefld verður í dag etur hann kappi við Vaganian. Mótinu lýkur á þriðju- dag. um í fyrra. Verð fyrir hveija tunnu er nú 1100 þýsk mörk eða 27.800 íslenskar krónur. Tilboð opn- uð í vegagerð við Rakna- dalshlíð TILBOÐ í vinnu við vegakafla við Raknadalshlíð í Patreksfirði voru opnuð í vikunni. Lægsta tilboð i verkið átti Karl Þórðarson og hljóðaði það upp á 93% af kostnað- aráætlun. Vegakafli sá sem um ræðir er 5,7 km langur og var útboð auglýst vegna efnisvinnu og malbikunar- framkvæmda hinn 4. júní. Þeim átti svo að skila fyrir 20. júní sl. Alls bárust fimm tilboð í verkið og var tilboð Karls Þórðarsonar hið eina sem var undir kostnaðaráætlun. Hljóðaði það upp á rúmar 12 milljón- ir króna, en kostnaðaráætlun verk- kaupa voru tæpar 13 milljónir. Næst lægsta tilboð áttu Höttur sf, rúmlega 13,5 milljónir króna, Hagvon hf bauð 14 milljónir í verkið og Jón B. Magn- ússon rúmlega 14,6 milljónir. Hæsta tilboð áttu hins vegar Vinnuvéjar hf sem buðu rúmar 19,8 milljónir króna í gerð vegarins við Raknadalshlíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.