Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
7
PRESTASTEFNU LOKIÐ:
Stóraukin fræðsla
ogfærriíhóp
TORFI Stefánsson er formaður
fermingarstarfanefndar sem
lagt hefur fram tillögur á
Prestastefnunni um stóraukna
fermingarfræðsluskyldu. Til-
lögurnar fela í sér að fræðsl-
utímar verði minnst 60 kennslu-
stundir og fermingarhópur tak-
markist við 20 börn. Verði hóp-
ur stærri en 25 börn verður
leyfi prófasts að koma til. Þá
er i tillögunum gert ráð fyrir
að hver fermingarfræðari hafi
ekki fleiri en 80 börn eða 4
hópa á fræðslutímabilinu en i
dag þekkist að fermingarfræð-
ari hafi allt upp í 200 börn.
Að sögn Torfa eru þetta ekki
nýjar tillögur því á Prestastefnu
árið 1965 og 1972 komu fram
samþykktir um að fræðslustundir
skyldu ekki vera færri en 30 en
það hefur verið virt að vettugi og
um 50% fermingarfræðara hefur
haft færri fræðslustundir. Sumir
fermingarfræðarar hafa allt að
einum og hálfum árslaunum prests
fyrir fermingarstörf og að sögn
Torfa virðist sem þeir séu tilbúnir
að ráða sér aðstoðarfólk og láta
um leið af hendi hluta launa sinna.
Verði erfiðleikum bundið að fá
fermingarfræðara til samstarfs
um þetta atriði er sú spuming
fyrir hendi hvort beri að skikka
þá til þess, að sögn Torfa.
Þær breytingar sem verið er að
ræða á Prestastefnu núna voru
framkvæmdar á Norðurlöndum
fyrir 15 árum. Tillögur fermingar-
starfanefndar byggja á þeim
breytingum og á könnun um við-
horf og vinnubrögð fermingar-
fræðara sem nefndin lét gera.
„Það 'er í sjálfu sér í lagi þó tillög-
umar verði ekki samþykktar á
þessari Prestastefnu. Það tók
mörg ár að breyta þessu á hinum
Norðurlöndunum," sagði Torfi.
„Hér er um að ræða 3-4 ára áætl-
un sem lýkur með því að ný nám-
skrá verður gerð. Fermingar-
starfanefnd mun móta þessa nýju
námskrá og í framhaldi af því
verður að búa til nýtt íslenskt
fermingarkver. Það gengur ekki
að vera endalaust að þýða erlend
kver. En fyrsta verkefnið er að
gera samræmda námskrá sem
gerir ráð fyrir að fermingarfræð-
arar kenni sama efni og kenni
jafn mikið. Tillögur fermingar-
starfanefndar miða að auknum
gæðum fræðslunnar," sagði Torfi
Stefánsson.
Morgunblaðið/Sverrir
Torfi Stefánsson formaður ferm-
ingarstarfanefndar sem hefur
lagt stefnumótandi tillögur fyrir
Prestastefnu 1988.
Fermingin:
„Ekki burtfararpróf“
SIGMAR Torfason prófastur í
Múlaprófastdæmi hefur verið
prestur á Skeggjastöðum frá 1944
og lætur af störfum í ágúst næst-
komandi. Hann var inntur eftir
fermingarstarfi í sinni sókn.
„Undirbúningur undir fermingu
hefst strax með starfi því sem prest-
ur hefur með bömum. Það er ólíkt
með fámennum söfnuði og þeim
stærri að fermingarfræðslan hefst
strax í þeim fámennari. Mér hefur
þótt þessi leið árangursríkari en aðr-
ar en ég vil leggja áherslu á að ég
lít ekki á ferminguna sem burtfarar-
próf. Því er öfugt varið. Fermingin
er innganga í samfélag krist- inna
manna. Eins finnst mér að ekki
megi leggja of mikla áherslu á
fræðslu og aftur fræðslu. Þess verð-
ur að gæta að samband myndist á
milli fermingarbama og kirkjunnar
en ekki að þetta samband rofni,"
sagði séra Sigmar sem var á hrað-
ferð því umræður á Prestastefnunni
vom að hefjast.
Séra Sigmar Torfason frá
Skeggjastöðum telur árang-
ursríkast að fermingarfræðslan
hefjist þegar börn eru á unga
aldri.
Nesti sem aldrei eyðist
- segir Auður Eir
Vilhjálmsdóttir
AUÐUR Eir Vilhjálmsdóttir er
prestur á Þykkvabæ í Kirkju-
hvolsprestakalli. Hún lýsti yfir
ánægju sinni með Prestastefn-
una og sagði hana nauðsynlega
fyrir þá sem koma frá ystu
dölum og annesjum svo þeir
gætu skiptst á skoðunum við
starfsbræður sína. Blaðamaður
spurði hana hvað hún teldi mik-
ilvægast í fermingarfræðslunni.
„Fræðsla, tilbeiðsla og samfélag
er það sem mest á ríður og þessir
þættir verða allir að fara saman."
Aðspurð hvort þörf væri á því að
Prestastefnan væri helguð um-
ræðum um ferminguna sagði hún:
„Það er mikil þörf á því. Þetta er
mikilvægur vetur í lífí barna og
heimilanna og mikilvægt tækifæri
fyrir kirkjuna að koma sínum boð-
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Sverrir
Auður Eir Vilhjálmsdóttir prest-
ur í Þykkvabæ.
skap til leiðar. Fermingin er tæki
kirkjunnar til að ná til barna og
heimila.
Varðandi undirbúning ferming-
ar sagði Auður: „Að jafnaði ferm-
ast 10-20 böm og ég undirbý þau
að mestu í mánuðinum fyrir jól.
Eg hef námskeið á laugardögum
þar sem við ræðum saman. Mig
langar til að kenna börnum að
biðja og að lesa Biblíuna. Til þess
nota ég Barnabiblíuna og Nýja
Testamentið. Börnin sýna Biblí-
unni mikinn áhuga.
- Hvernig eru börnin undir-
búin þegar þau koma til þín?
„Það er misjafnt og fer sjálfsagt
eftir kennurum. Flest eru þau
ágætlega undirbúin og sum eru
mjög vel að sér. En ef barn lærir
að lesa Biblíuna og biðja hefur það
nesti í farteskinu sem aldrei eyðist.
SUM ARSYNINGIN
ERí SUNDABORG
UM ÞESSA HELGI
Á sumarsýningunni í ár getur þú kynnst kostagripum okkar af
eigin raun:
Glæsilega innréttuð hjólhýsi; tjaldvagnar sem eru þrautreynd-
ir fyrir íslenskar aðstæður; gróðurhús, farangurskassar og
margt fleira af spennandi sumarvöru.
í dag er opið frá kl. 10 til 17 og á morgun verður opið frá kl. 13
til 17.
Gísli Jónsson & Co
Sundaborg 41 s. 686644