Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 Egilsstaðir: 18 ára piltur játar þrjú innbrot Olli einnig mikl- um skemmdum með stolinni hjólaskóflu 18 ARA piltur, sem lögreglan á Egilsstöðum handtók að morgni sunnudags, hefur játað að hafa framið þijú innbrot í bænum aðfararnótt sunnudagsins og að hafa ölvaður tekið hjólaskóflu traustataki og valdið með henni miklum skemmdum á mannvirkj- um og gróðri í bænum. Meðan pilturinn var við athæfi sitt í bænum voru allir lögreglu- menn bæjarins uppteknir við gæslu á dansleik í Valaskjálf en grunur þeirra beindist fljótlega að piltinum og var hann handtekinn snemma á sunnudag. Hann neitaði í fyrstu aðild sinni að afbrotunum en var úrskurðaður í gæsluvarðhald og játaði um miðnætti á þriðjudag að eiga sök að máli. Hann vísaði lög- reglu á þýfíð og er mestur hluti þess kominn í leitimar að sögn Úlfars Jónssonar lögregluvarð- stjóra, sem annast hefur rannsókn málsins. Mestu stal pilturinn í verslun Kaupfélags Héraðsbúa þaðan sem hann hafði meðal annars á brott með sér 6 myndavélar, myndbands- tökuvél og tvo sjónauka. Pilturinn hefur áður komið við sögu lögreglu eystra vegna ölvunar og innbrota og hefur meðal annars tvívegis gerst sekur um innbrot í Kaup- félagið. Eftir að játning hans lá fyrir var honum sleppt úr haldi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sigurbjörn Karlsson, bóndi á Smyrlabjörgum II, úti á túni með Þokukynsánum. Á myndinni sjást 6 ær með 17 lömb, sem er ekki óalgeng sjón á bænum, slík er fijósemin. Fijósamt fjárkyn: Sérhver ær á Smyrlabj örgnm II bar 2,19 lömbum að meðaltali FYRIR rúmum fjörutíu árum síðan brá Eyjólfur Stefánsson, bóndi á Kálfafelli í A-Skaftafellssýslu, búi og gaf þá Karli Bjarnasyni, bónda á Smyrlabjörgum II í sömu sveit, tvær gimbrar. Þetta væri ekki sérstaklega í frásögur færandi ef önnur gimbrin hefði ekki verið svo fijósöm, að við hana er kennt fjárkyn, Þokukyn- ið. Nú i vor báru 267 ær á Smyrlabjörgum II 586 lömbum, sem gefur meðaltalið 2,19 á ær, þar af voru 12 fjórlembdar og 58 þrílembdar. Og á Smyrlabjörgum I, þar sem Þokukynið er sterkt, voru 2 ær fimmlembdar, 11 fjórlembdar og 30—40 þrílembdar, að sögn Siguijóns Jónssonar bónda þar. Til samanburðar má geta þess, að meðaltalið hjá nokkrum stórum fjárræktarfélögum á árunum 1985—86 var 1,64 lömb. Þótt kynið sé kennt við Þoku er núverandi stofn að mestu kom- inn undan Anga 79608. Árið 1979 var ein ærin á Smyrlabjörgum II fjórlembd og voru öll lömbin, tveir hrútar og tvær gimbrar, sett á. Annar hrúturinn, Angi, var afar fijósamur og út frá honum er núverandi stofn að mestu kominn. Sigurbjörn Karlsson og kona hans, Laufey Helgadóttir, búa á Smyrlabjörgum II ásamt foreld- rum Sigurbjörns, Karli Bjarnasyni og Halldóru Jónsdóttur. Sigur- bjöm sagði aðspurður, að með slíku ftjósemiskyni væri vinna við sauðburðinn talsvert meiri, enda þyrfti að venja eitt lamb úr hverj- um fjórlembingshópi undir ein- eða tvílembur. Því hefur hann eins og fleiri bændur tekið fjórhjólið í þjónustu sína og segir það gott til snúninga í kringum féð. Sigur- bjöm sagði að yfirleitt gengi vel með þrílemburnar þar sem Þoku- kynið væri nokkuð mjólkurgott kyn og fallþungi er að hans sögn í meðallagi. Fleiri bæir hafa notið góðs af fijósemi Þokukynsins. Siguijón á Smyrlabjörgum I fékk eina gimb- ur og setti Anga einnig á féð hjá sér. Hrútur undan honum, Skúm- ur, var mjög fijósamur og allt sem út frá honum er komið. Þokukyn- ið er því orðið sterkt þar og vom jafnvel tvær ær fimmlembdar í vor, eins og áður sagði. Fleiri hafa fengið fé af Þoku- kyni til kynbóta hjá sér eins og Ragnar í Gamla Garði. (ír & 62-1200 Mafvöruverslun Höfum til sölu góða matvöruverslun í grónu hverfi í Austurborginni. Verslunin er ágætlega búin tækjum og er í ca 160 fm leiguhúsnæði. Hagstæð leiga og langur leigutími. Gott fjölskyldufyrirtæki eða t.d. fyrir tvo sam- henta aðila. Upplýsingar á skrifstofunni eftir helgi. s.62-1200 Kári Fanndal QuAbrandsaon, Axel Kristjánaaon hrl. GARÐUR Skipholti 5 % 911RH 91 Q7fl LÁRUS Þl VALDIMARSON sölustjóri L I I UU ' L I 0 / U LÁRUS BJARNASON HDL. LÖGG. FASTEIGNASALI Til sýnis og sölu m.a. eigna: í þríbýlishúsi við Brávailagötu Góð 4ra herb. íb. á 1. hæö 95,5 fm. Teppi, svalir, Danfosskerfi. Þvottah. í kj. Vinsæll staður. Skuldlaus. Skipti æskil. á nýl. 3ja herb. íb. á 1. hæð í Vesturborginni. Endurbyggð sérhæð 4ra herb. á 1. hæð um 105 fm v/Snorrabraut. Allt sór. Öll nýendur- byggð. i kj. fylgja 2 góð herb. m. snyrt. Góður bílsk. Úrvals eign með útsýni á vinsælum stað í Garðabæ. Nýl. steinh. rúmir 300 fm. Neðri hæð: 2 góð forstherb. m. sérsnyrt., sauna m. hvíldarherb., góö geymsla og tvöf. bílsk. m. vinnuplássi. Efri hæð: 5 herb. glæsil. íb. m. svölum og stórri sólverönd út í skrúðgarð. Stór lóð í ræktun og góðri umhirðu. Skipti mögul. á um 200 fm einbhúsi á einni hæð í borginni eða í nágr. Skaftahlíð - Barónsstígur Góðar 3ja herb. íb. á sanngjörnu verði. Vinsaml. leitið nánari uppl. Við Hvassaleiti með bílskúr 4ra herb. íb. á 3. hæö um 90 fm nettó í suðurenda. Nýl. gler o.fl. Ágæt sameign. Góður bflsk. Skipti æskil. á 3ja herb. fb. (eða rúm- góðri 2ja herb.) f lyftuh. Breiðholt kemur til greina. Opift í dag kl. 11 -16 Ráðgjöf við kaup og sölu. Starfandi lögmaður. ALMENNA FASTEIGHASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 DDDáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 441. þáttur Setning íslensks texta við er- lendar myndir er ekki alveg nýtt umræðuefni, svo sem sjá má af eftirfarandi grein. En svona til þess að hafa einu sinni getraun í þættinum, þá spyr umsjónarmað- ur ykkur frá hvaða ári lesmálið sé, og ekki sakaði að nefna höf- und og blaðið sem þetta birtist í. Sleppt er síðari hluta greinarinn- ar, þar sem hann fjallar ekki um íslenskt mál: „Kvikmyndahúsin hafa nú starfað um nokkurt skeið á landi hér. Og eftir öllum sólarmerkjum að dæma er það sæmilegur at- vinnuvegur að reka þau. Það er þess vegna óskiljanlegt með öllu, að eigendum þessara fyrirtækja skuli haldast uppi að hafa texta kvikmyndanna á dönsku. Sumir hafa viljað bera því við, að aðgangseyrir að myndasýning- um yrði að vera hærri, ef textar allir væru þýddir á íslensku. Það er vafamál, hvort þetta er rétt. Það er einmitt líklegast að fleiri mundu sækja myndasýningarnar, ef textamir væm á íslensku, því að nú hafa ekki aðrir gagn af myndunum, en þeir sem skilja eitthvert hrafl í dönsku. En jafnvel þótt það væri fyrir- sjáanlegt, að rekstur kvikmynda- húsanna mundi borga sig ver, ef textar væm á íslensku, þá er samt sem áður ekkert vit í að hafa þá á dönsku. Það er hrein og bein þjóðarsmán. Mikill mannijöldi sækir kvik- myndahúsin. Er það því öllum ljóst, að það er enginn gróði fyrir íslenska tungu, að þessi mikli mannfjöldi skuli hanga kvöld eftir kvöld á dönskum myndasýning- um. Og verða í raun réttri að hugsa á dönsku. Þetta mál er sjálfstæðismál, því að allt það sem setur dönsk þræl- dómsmerki á þjóðina, er hættulegt fyrir sjálfstæði hennar. Það nagar rætumar undan þjóðernistilfinn- ingunni og þjóðarmetnaðinum. Það elur upp undirlægjuhátt og lítilþægni fyrir hönd þjóðarinnar. Ef ekki er hægt að reka kvik- myndahúsin, nema því að eins, að myndatextar séu á dönsku, þá á að leggja þau niður, banna þau með öllu. Vér væntum þess fastlega, að eigendur kvikmyndahúsanna þýði textana á íslensku. Ef þeir gera það ekki, þá verður að taka í taumana og leggja bann við því, að útlendir textar séu hafðir með myndunum. Með illu skal ilt út reka...“ ★ Ýmsir virðast eiga furðu erfitt með að fara rétt með orðið reyð- ur í merkingunni hvalur. Slíkt er þó ekki vemlegur vandi, ef menn átta sig á því að orðið er kven- kyns og beygist eins og Hildur í eintölu og heiðar (þær heiðam- ar) í fleirtölu. Við skulum taka dæmi: Margar langreyðar sáust í hvalaleitinni. Enginn hörgull er á sandreyði. Steypireyðurin er stærsta skepna jarðarinnar og hvergi nærri útdauð. Hann sagði mér deili á steypireyðinni. Ég sá margar sandreyðar. Fjöldi lang- reyðanna var meiri en ætlað var. Hrefna er annað nafn á hrafn- reyði. Af reyði er dregið nafnið Reyðarfjörður. Kjötið af sand- reyðunum skemmdist ekki. Þið sjáið að þetta er enginn vandi, og nú bið ég, eins og stundum endra- nær, fréttamenn að sameinast um að fara rétt með heiti þessara umdeildu stórfiska. ★ Leika landmunir lýða sonum hveim er fús er fara. Römm er sú taug er rekka dregur fóðurtúna til Þessi fræga vísa (einkum seinniparturinn) er þýðing Svein- bjarnar Egilssonar á kveðskap eftir latneska skáldið Ovid. Mörg- um hefur fundist þetta svo spak- legt, að þeir hafa helst ætlað það vera úr Hávamálum, enda er þetta kveðið með ljóðahætti eins og þau (mestur hlutinn). Lauslega þýtt merkir þetta, að í lífi manna skiptist á heimþrá og útþrá og sterkust sé taugin sem knýtir menn við átthagana. Einkum seinniparturinn, skrif- aði ég áðan. Það minnti mig allt í einu á hina ágætu vísu Isleifs Gíslasonar á Sauðárkróki: Hárin mér á höfði rísa, er hugsa ég um vænleik þinn. Þetta er annars ágæt vísa, einkum seinniparturinn. ísleifur var bráðfyndinn, sem kunnugt er, og sérfræðingur í nútímakenningum. Ég ætla að geyma þær um sinn, en láta aftur á móti þessa vísu flakka eftir hann: Við mæðivei kifaraldur hann Bjöm minn lengi bjó, búskapurinn ilia gekk, og lítið fékkst úr sjó. Svo bólgnaði í honum botnlanginn, eins og botnlanga er siður, og Bjöm var skorinn upp, en fénaðurinn niður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.