Morgunblaðið - 25.06.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
13
Barnaverndarráð:
Þremur sumarbúðum hafnað
----------------------------N
Á slóðum
Ferðafélags
Islands
I upp æðarvarpi á Eskineseyrum.
i Lét hann byggja kofann og setti
þar niður karl og kerlingu og
skyldu þau búa í haginn fyrir
æðarvarpið með því meðal annars
að halda hænsni, þar sem menn
töldu að hænsn lokkuðu fulginn
að með vappi sínu ásamt gali han-
ans. Þessi tilraun mistókst.
Hér í fjörunni er rekaþang víða
í hrúgum, en það var áður notað
til eldsneytis af Garðhverfingum
pg Hafnfirðingum, sem þurrkuðu
það og báru síðan á sjálfum sér
heim í kotin og tómthúsin, því
erfitt var um eldivið á þessum slóð-
um. Við höldum nú ferðinni áfram
vestur með Lambhúsatjörn en för-
um varlega, því hér er hraunið
mjög úfið og sprungið, en þegar
við erum komin beint á móti
Bessastöðum verða Gálgaklettar á
vegi okkar. Gálgaklettar eru auð-
þekktir þar sem þeir rísa hærra
en klettarnir í kring og eru bratt-
ir og sundur sprungnir svo auð-
velt hefur verið að koma þar fyrir
gálgatré. Það voru aðallega þjófar
og umrenningar sem voru hengd-
ir, og voru þeir yfirleitt dysjaðir
nálægt aftökustað og munu
mannabein hafa fundist í hraungj-
ótum í grennd við klettana.
Hér skulum við staldra við og
hvíla okkur um stund, því hér er
friðsælt og ekkert sem minnir á
atburði liðinna alda, en þó er
freistandi að reyna að kalla fram
í hugann svipmyndir frá þeim at-
burðum sem hér hafa átt sér stað.
Eftir hæfilega hvíld höldum við
ferð okkar áfram og er nú stutt
leið út úr hrauninu, en þegar
hraunjaðrinum er náð skulum við
ganga upp með honum að bílnum
og þá höfum við lokið þessari
gönguferð.
Barnaverndarráð íslands af-
greiddi síðustu umsóknirnar um
meðmæli til reksturs sumarbúða
á fundi nýverið. Þrennar búðir
fengu meðmæli, þar af tvennar
með þeim fyrirvara að Barna-
verndarráði berist staðfesting
brunamálayfirvalda um að bruna-
vörnum hafi verið komið í lag.
Umsóknum frá öðrum þrennum
búðum hefur verið hafnað, þar
sem ástand þeirra telst ekki upp-
fylla öryggiskröfur. Alls hafa 28
sumarbúðum verið veitt meðmæli
nú í ár og fimm búðir að auki
höfðu starfsleyfi frá því í fyrra.
Búðimar sem fengu meðmæli nú,
eru Hlíðardalsskóli, Héraðsskólinn
Núpi og Heiðarskóli. Tvennar fyrst-
nefndu búðimar fengu meðmælin
með fyrirvara um staðfestingu
brunamálayfírvalda um að bmna-
vamir þeirra séu komnar í lag, þar
sem gögn þar að lútandi höfðu ekki
borist þegar fundur Barnaverndar-
ráðs var haldinn.
Þremur umsóknum var hafnað,
þar sem öryggisbúnaði viðkomandi
búða var taíið ábótavant. Þær búðir
eru Reykir í Hrútafirði, Dalir II og
Hrolllaugsstaðir í Suðursveit.
Bamavemdarráð hefur þá afgreitt
allar umsóknir um rekstur sumar-
búða, sem borist hafa ráðinu. Guðjón
Bjamason framkvæmdastjóri Barna-
vemdarráðs sagði í gær, að ekki
hefðu borist neinar upplýsingar um
rekstur annarra búða og taldi hann
að ekki hefði gefíst tilefni til að hafa
afskipti af óleyfílegum búðum. Hann
sagði að rekstraraðilar sumarbúða
hefðu í flestum tilvikum brugðið fljótt
við og lagfært það sem þurfti hjá
sér. Hefði mikið starf verið unnið á
mörgum stöðum og öryggismál í
sumarbúðum í allgóðu horfí nú, mun
betri en áður.
Eftirtaldar sumarbúðir hafa feng-
BLAÐAMANNAFÉLAGIÐ hefur
mótmælt beiðni eigenda Helgar-
póstsins um greiðslustöðvun í tvo
mánuði þar sem ekki hefur verið
gengið frá launauppgjöri við fé-
laga í Blaðamannafélaginu.
Stjóm félagsins krefst þess að eig-
endur Helgarpóstins standi þegar
skil á launagreiðslum þessum og vill
ið meðmæli Bamaverndarráðs ís-
lands. Eins árs leyfí: Ásaskóli, Eið-
ar, Geirshlíð, Hafralækjarskóli, Hof,
Kaldársel, Laugagerðisskóli, Leys-
ingjastaðir, Lýsuhóll, Miðskáli,
Minni-Núpur, Núpur í Dýrafirði,
UMSB að Varmalandi, Tölvusumar-
búðir að Varmalandi, Vatnaskógur,
Úlfljótsvatn og Ölver. Tveggja ára
leyfi: Ástjöm, Bifröst, Dæli, Heiðar-
skóli, Hlíðardalsskóli, Hólavatn;
Kjamholt, Riftún, Skatastaðir,
Skúfslækur og Súluholt. Með leyfí
frá fyrra ári em: Bergsstaðir, Glæsi-
bær, Skálholt, Tunga og Vindáshlíð.
að gefnu tilefni árétta að fyrrverandi
starfsmenn blaðsins og félagar í
Blaðamannafélaginu eiga inni
ógreidd laun uppá milljónir króna
eftir hinar ólöglegu uppsagnir um
síðustu mánaðarmót. Lögfræðingur
félagsins hefur þegar hafið inn-
heimtuaðgerðir til að ná þessum
launum.
Blaðamannaf élagið:
Mótmælir greiðslu-
stöðvun Helgarpóstsins
nna! BB í Fjarkanum
drætti - getur þú unnið
iandsferðir
margt
ICELANDAJR
rw-JCJcat
u m. Lv H WESSl
IVfcVsI
annað
U og ótal
F'jarkinn er nýtt og spennandi hraðhappdrætti
Handknattleikssambands íslands og Skáksam-
bands Islands og íþví áttu von á vænum vinningi.
I Fjarkanum eru 54.844 vinningar í boði og
bíða eftir að þú skafir ofan af þeim. Vertu með
ogskafðu til vinningsþví í Fjarkanum hefuralltaf
elnhver heppnina með sér.
Vinningslíkur eru með ólikindum. Þín bíður
vinningurað jafnaði í fjórða hverjum Fjarka og
vinningshlutfall er 51%.
Fjarkinn býður þér tvo skemmtilega og spennandi
leiki.
ÞÚ GETUR UNNIÐ FORD ESCORT
í FJARKA-HAPPDRÆTTI
•
ú skefur afskákreitunum og efþú færð fjórar
w myndir eins hlýturðu vinning. Fjórir handbolt-
ar gefa gullfallegan Ford Escort að verðmæti
kr. 580.000. Nýjan glæsivagn - hvorki meira
né minna.
Fjórir kórjgar gefa þér Accord skáktölvu að verð-
mæti kr. 10.000; fjórir hrókar gefa Goal hand-
bolta að verðmæti kr. 2.000 og fjórir riddarar
Adidas Miami íþróttatösku að verðmæti kr. 50'0.
Fyrir vinning í Fjarka-happdrætti að verðmæti kr. 10.000,
kr. 2.000 og kr. 500 færðu VISA-vöruúttektarseðil,
sem þú getur framvisað í verslunum og hjá þjónustu-
aðilum VI5A um land allt. Möguleikarnir í Fjarkanum
eru óteljandi.
FJARKINN BÝÐUR BÓNUS
- UTANLANDSFERÐ MEÐ
FLUGLEIÐUM
Allir safna einhverju, hvort sem það eru
æw servíettur, frímerki eða myndir af
frægum kvikmyndaleikurum? En hefurðu
safnað liði?
í Fjarkanum skefur þú af handboltavellin-
um og þá kemur í Ijós nafn stórmeistara i
skák eða landsliðsmanns í handknattleik.
Safnaðu Fjörkum með nöfnum sex stór-
meistara í skák eða nöfnum sjö lands-
liðsmanna í handknattleik og þú ert
lukkunnar pamfill - þú hefur unnið utan
landsferð að eigin vali með Flugleiðum
Það vinna fleiri í Fjarkanum - fjórði hver
Fjarki ber að jafnaði vinning. Fáðu þér fjóra
Fjarka í einu.