Morgunblaðið - 25.06.1988, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR '25. JÚNÍ 1988
Hebbel og Schopenhauer
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Friedrich Hebbel: Tagebticher
1835—63. I—III. Herausgegeben
und mit Anmerkungen versehen
von Karl Pömbacher. Deutscher
Taschenbuch Velrag 1984.
Friedrich Hebbel fæddist fyrir
175 árum, 1813, og lést 1863 í
Vínarborg. Hebbel er einkum kunn-
ur fyrir leikrit sín, en hann samdi
fjölda leikrita, sagna og ljóða.
Hebbel átti erfíða ævi, upprunninn
meðal fátæklinga og naut einskis
stuðnings í æsku til þess, sem hug-
ur hans stefndi að, sem var skáld-
skapur. Þrátt fyrir alla erfiðleika
og fátækt tókst honum að fá leik-
rit sviðsett og ljóð gefín út svo að
athygli vakti, sem varð til þess að
Kristján VIII. konungur íslands og
Danmerkur og hertogi í þeim héruð-
um, þaðan sem Hebbel var upp-
runninn, veitti honum styrk til rit-
starfa í nokkur ár. Hann kynntist
Thorvaldsen í Kaupmannahöfn,
síðan hélt hann til Parísar, þar sem
hann kynntist Heine. Að lokum
settist hann að í Vínarborg.
Þann 23. mars 1835 tók Hebbel
að skrifa dagbækur sínar sem
skyldu fjalla um „Heiminn, lífið,
heim bókanna og fyrst og fremst
um sjálfan mig ...“ Þótt Hebbel
væri talinn meðal merkustu leikrita-
höfunda og höfunda 19. aldar þá
eru dagbækur hans það verka hans,
sem veitir best innsæi í hug hans,
um smekk hans og öldina, sem
hann lifði. Þessar dagbækur eru
einstakt verk sem tjáning meðvit-
undar og hugarheims og söguleg
heimild um miðbjk 19. aldar.
Þetta er einnig þroskasaga Hebb-
els og hann er alls ófeiminn að játa
innstu tilfínningar sínar. Aðall þess-
ara skrifa er hvað þau eru snilldar-
lega skrifuð og skemmtileg aflestr-
ar.
Alls eru þrjú bindin um 1500
blaðsíður og í bókarlok eru athuga-
semdir, bókfræði og registur.
Arthur Schopenhauer, Von
Nutzen der Nachdenklichkeit.
Ein Schopenhauer-Brevier. Mit
einem Nachwort herausgegeben
von Otto A. Böhmerk. Deutscher
Taschenbuch Verlag 1988.
Hebbel minntist á Schopenhauer
í dagbókum sínum þann 14. maí
1863, tilefnið ástin og tryggðin.
Hann skrifar um hann sem einn
þeirra sem sjái flest gleggra öðrum
mönnum og að rýni hans sé nærri
því óhugnanlegt. Þetta kver er gef-
ið út af dtv í tilefni af 200 ára af-
mæli Schopenhauers, fæddur 1788,
lést 1860. Hann telst meðal fremstu
heimspekinga Þjóðveija og sá
þeirra sem hvað snilldarlegast ritaði
á þýska tungu um efni, sem mörg-
um hefur orðið örðugt að koma á
lifandi og auðskiljanlegt mál. Rit-
snilld hans er einstök. Kverið er
örstutt sýniskver úr þeim verkum
höfundarins, sem kunnust eru og
er því hentugur inngangur að frek-
ari lestri.
Schopenhauer var ekki sérlega
hrifinn af tegundinni „homo sapi-
ens", en hann taldi að meginhlutinn
væri „Fabrikware der Natur“ (nátt-
úruafurð). Hann gengur næst
Nietzche í fyrirlitningu sinni á þessu
misheppnaða fyrirbrigði náttúrunn-
ar, manninum. Schopenhauer hlaut
þá menntun sem hann kaus sér,
ferðaðist vítt um Evrópu og dvaldi
nokkra mánuði á Englandi, sem
varð m.a. til þess að hann vandist
á að lesa „The Times“ og las það
allt til dauðadags. Fyrirlitning hans
á kvenfólki hlaust af vafrasamri
hegðun móður hans eftir að hún
varð ekkja. í kverinu er sýnishorn
úr „Die Welt als Wille und Vorstell-
ung“, sem oft er talið meðal merk-
ustu rita hans. Vilji mannsins eins
og hann útlistar hann er ekki „frjáls
vilji" samkvæmt Schiller, heldur
blindur vilji, sem gerir manninn að
þræl eðlis síns, blindrar náttúru og
tilfinninga. Með þessum kenningum
um vald frumhvatanna yfír
mennskri skynsemi og viti opnuðust
allar gáttir fyrir síðari tíma kenn-
ingum um djúpsálarfræði, dulvitun
o.s.frv. Hann áleit viljann allsráð-
andi, hafínn yfír tíma og rúm. Þess-
ar kenningar buðu heimr svartsýni
og örvæntingu, en þó var einn ljós
punktur, listimar, en þar var að
fínna lausn undan áþján lífsins.
Ahrifa austrænnar speki gætir í
kepnningum Schopenhauers, eins
og kemur fram í þessu riti og öðrum
ritum hans. í kverinu eru kaflar
um gerð raunveruleikans, hið sanna
eðli hlutanna, mannlegt eðli, andleg
verðmæti: Heimspeki, bókmenntir
og bækur. Þarna er að fínna nokkra
Friedrich Hebbel
fleiri kafla. Hvað sem líður kenning-
um Schopenhauers, þá gildir eitt,
sem hann skrifaði: „Sá sem býr
yfír frumlegri hugsun skrifar ótví-
ræðan persónulegan stíl.“ Hvort
Arthur Schopenhauer
málsnilld og andríki Schopenhauers
bera sigurorð af þráttarhyggju
Hegels, rhetoríkin af díalektíkinni,
veit enginn, en eins og kunnugt er,
eru þær systur.
Furðuleg ævisaga
Bækur
Ævar R. Kvaran
MYRT
Sjálfsævisaga dr. Petti Wagners
Utg. Textaútgáfan, Rvk.
Þýðandi: Gísli Ragnarsson \
Þetta er áreiðanlega furðuleg-
asta sjálfsævisaga, sem sá sem
þetta hripar hefur nokkm sinni les-
ið, og svo mun um fleiri sem það
gera. Væri þetta skáldsaga myndi
lesandi í flestum tilfellum hrista
höfuðið og furða sig á því hve langt
skáldsagnahöfundar þurfa stundum
að ganga til þess að halda áhuga
lesenda sinna. En hér er ekki um
skáldskap að ræða heldur svo
furðulegt líf, að maður hefur aldrei
heyrt annað eins. Þetta er saga
góðrar og göfugrar konu, sem virð-
IBM SYSTEM/36
TÖLVU-
MARKAÐUR
Notaðar tölvur í umboðssölu
Nú gefst tækifæri á að selja og/eða kaupa
notaðan IBM S/36 vélbúnað.
Vélarnar verða teknar í umboðssölu.
SELJENDUR:
Látið skrá vélar í síma 685311.
KAUPENDUR:
Kynnið ykkur hvað er í boði af notuðum
vélum.
Umsjón með söluskrá hefur
Sigurlaug Guðmundsdóttir.
Tæknideild okkar mun aðstoða kaupendur
við val á notuðum vélum.
) rekstrartækni hf.
Tækniþekking og tölvuþjónusta.
Síðumúla37 108 Reykjavík.Sími 685311
ist fædd með silfurskeið í munnin-
um, eins og það er stundum orðað.
Hún er fædd til auðs og allsnægta,
á góða foreldra, sem veita henni
alla þá menntun sem hún þráir og
er svo lánsöm að vera þar að auki
stórgáfuð, svo allt nám verður henni
leikur einn, því hún er greind, dug-
leg og hefur unun af námi sínu.
Þegar fram líða stundir verður hún
sökum hæfíleika sinna bæði læknir
og sálfræðingur og mikils metin.
Og það er eins og þetta sé ekki
nóg, því snemma kemur einnig í
ljós að hún er svo hyggin og snjöll
í viðskiptum, að hún ásetur sér
snemma að notfæra sér ekkert af
hinum miklu auðæfum foreldra
sinna, heldur koma af sjálfsdáðum
undir sig fótunum og það gerir hún
með glæsileik. Hún er til dæmis svo
hugvitssöm að hún uppgötvar að-
ferð við hár kvenna, sem nú þykir
sjálfsagt um allan heim og jafnvel
sumir karlar nota líka. Hún fínnur
upp permanentið. Hún heldur á
þessari uppfinningu með sömu
snilldinni og öllu öðru og verður af
þessari uppgötvum stórauðug. Auk
þess stofnar hún margs konar önn-
ur fyrirtæki, sem öll dafna vel und-
ir frábærri stjórn hennar. Velsæld
hennar heldur því áfram að vaxa.
Sökum meðfædds góðleiks og skiln-
ings á högum starfsfólks síns er
hún elskuð og virt af öllum sem
hjá henni starfa.
Nú? Þetta er þá alveg einstök
velgengnissaga, eða hvað? Nei, ekki
aldeilis! Sagan er rétt að byija.
Henni er ekki lokið. Nú? Hvað tek-
ur nú við? Það er hvorki meira né
minna en það, að allt sem hér hefur
verið lýst gjörbreytist! Öfundin
kemur til sögunnar. Þar sem stór-
kostlegri velgengni er að fagna er
þess venjulega ekki lengi að bíða,
að hið hryllilega andlit öfundarinnar
rísi. Það sem hér gerðist var það,
að öfundarmenn þessarar ágætu
konu stofnuðu til einhvers ógeðsleg-
asta samsæris til þess að ná undir
sig eignum hennar, sem hægt er
að hugsa sér. Hún er tæld að heim-
an til ókunnugs hótels þar sem
glæpamenn bíða hennar, læst inni
í einu herbergi þar sem hún sætir
svo hroðalegri meðferð á alla lund
að varla er hægt að trúa frásögn-
inni, svo hræðileg er hún. Hún dvel-
ur í höndum þessa bijálaða glæpa-
hyskis í samfellt tíu daga og með-
ferð hennar slík að bersýnilegt verð-
ur þegar það er athugað síðar, að
meiningin er að svipta hana lífí. í
þessari bók er birtur fyöldi vottorða
íækna og annarra málsmetandi
manna, sem sanna, að lýsing henn-
ar sjálfrar á meðferðinni sem hún
sætir eru engar ýkjur.
Hvernig hún að lokum nær að
bijótast út úr þessari vítisprísund
er svo ótrúleg, að einungis sálrænt
trúað fólk fær skilið það til hlítar.
Það er nefnilega trúin sem bjargar
henni og þeir verndarvættir, sem
henni fylgja.
Hér ér ekki pláss til þess að lýsa
að nokkru hinni miklu og oft ör-
væntingarfullu baráttu sem dr.
Wagnar háir til þess að endur-
heimta eignir sínar og ná fullum
bata. Það nægir að segja frá því,
að sannað var, að þessi ótrúlega
kona dó sökum misþyrminga
þeirrka sem hún varð fyrir. Og nú
kemur að lokum það alíra ótrúleg-
asta sem hér er frá sagt nefnilega,
að hún reis aftur upp frá dauðum
pg gat því jafnvel komið hingað til
íslands til þess að segja frá þeim
ósköpum sem hana hentu.
Þessi ótrúlega saga hefur þegar
vakið heimsathygli og hefur bókin
verið gefin út í ijölmörgum löndum
og selst í milljónum eintaka.
Ég leyfí mér að ráðleggja hveij-
um þeim, sem hefur gaman af því
sem er ótrúlegt en satt, að lesa
þessa bók. Ég hef hingað til ekki
rekist á hennar líka. Það er afar
erfítt að sleppa henni úr hendi,
þegar maður er byijaður.
Bókin hefur á íslensku ýmsa
kosti. Hún er ódýr (700 kr.) á góðu
og skýru letri og ágætlega þýdd.
Hér er með öðrum orðum um bók
að ræða, sem alveg er óhætt að
mæla með við hvem sem er.
Nýr ammoníaksgeymir í Gufunesi:
Smíði hefst strax o g
byggmgarleyfi fæst
SMÍÐI nýs ammoníaksgeymis í
Áburðarverksmiðju ríkisins í
Gufunesi mun hefjast strax og
borgarráð hefur veitt leyfi fyrir
byggingunni, að sögn Hákonar
Bjömssonar framkvæmdastjóra
verksmiðjunnar. Málið hefur enn
ekki komið til afgreiðslu lyá borg-
arráði og Magnús L. Sveinsson,
forseti borgarstjórnar og borgar-
ráðsmaður, sagði að ekki væri
(jóst hvenær það yrði tekið fyrir.
Ríkisstjórnin samþykkti að hefja
byggingu geymisins á fundi á
þriðjudag.
í nýja geyminum verður ammoní-
akið kælt niður í -33 gráður á Cels-
ius. Efnið verður þá ekki undir þrýst-
ingi og hætta á að eitraðar gufur
sleppi út, ef leki kemur að geymin-
um, verður þá ekki fyrir hendi.
Nefnd sem kanna átti, hvort þjóð-
hagslega hagkvæmt væri að reka
verksmiðjuna í Gufunesi, hefur skilað
áliti. Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu að það myndi kosta meira að/
reisa nýja verksmiðju á öðrum stað
en að endurfjárfesta í gömlu verk-
smiðjunni og greiða niður lán henn-
ar. Nefndin var einnig þeirrar skoð-
unar að nýi ammoníaksgeymirinn
muni tryggja öryggi í verksmiðjunni.