Morgunblaðið - 25.06.1988, Page 19

Morgunblaðið - 25.06.1988, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 19 Beikon á borðum Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Víða um lönd þykja beikon og egg sjálfsagður morgun- matur en sá siður er vart al- gengur hér dags daglega. Ann- að mál er hvað gert er stöku sinnum við sérstök tækifæri. En það er með beikon, eins og reyndar fleiri matvæli, að það er dýrar hér en hjá „næstu nágrönnum" okkar sem svo oft eru notaðir til viðmiðunar. En smávegis beikon í ýmsa rétti er þó ekki hægt að neita sér um og því keypt stöku sinnum. Beikonbitar út á eggjaköku, eða annað fljótlegt er vel hægt að hafa sem aðalrétt einhvem daginn ef gott brauð, smjör og græn- metissalat er borið fram með. Eggjakaka með beikoni 100 g beikon, pörulaust, 2 púrrnr, 400 g tómatar, 4-5 egg, >/2 tsk. salt, 3 dl mjólk, eða vatn og ijómi. Beikonið klippt eða skorið í bita og brúnað á pönnu. Púrran skorin í ca. eins sentimetra langa bita og soðin í söltuðu vatni þar til meyr. Ef notaðir eru niðursoðnir tómatar eru þeir hafðir heilir og lögurinn látinn síga vel af. Nýir tómatar em skomir í bita með hýði eða án. Hýðið næst af ef tómatnum er dýft í heitt vatn. Beikon, tómatar, púrra sett í botn- inn á ofnföstu fati, eggin þeytt með salti og mjólk og hellt yfir. Bakað í ca. 25 mín. við 225°C eða þar til eggjahræran stífnar. Gott brauð og smjör nauðsyn- legt með og grænmetissalat spillir ekki fyrir. Eggjakaka með beikoni og sveppum 200 g beikon, 1 laukur 100 g sveppir, 5 egg, 1 dl mjólk, V2 tsk. salt, V4 tsk. pipar, 300 g rifinn ostur, V2 rauð paprika, steinselja. Beikonið klippt eða skorið í bita, pömlaust, laukurinn brytjað- ur og sveppimir skomir í sneiðar, allt sett á smjör á pönnu. Egg, mjólk, salt og pipar þeytt saman, hellt yfir beikon og grænmeti, rifnum osti, brytjaðri papriku og steinselju stráð yfir allt. Lok sett yfir pönnuna og kakan steikt við mjög vægan straum þar til eggja- hræran er orðin stíf. Gott brauð og smjör borið með ásamt græn- metissalati. Eggjakaka með beikoni. Vaxtahækkun hjá Sam- vimiubanka og sparisjóðiuu VEXTIR hjá Samvinnubanka og sparisjóðum hækkuðu verulega síðast- liðinn þriðjudag en minniháttar vaxtahækkanir urðu hjá öðrum banka- stofnunum sem þegar hafa hækkað vexti. Þá varð almennt nokkur hækkun á vöxtum af afurðalánum, einkum i fslenskum krónum. Eftir undangengnar hækkanir í júni eru vextir sparisjóðanna almennt hærri en hjá viðskiptabönkunum en sparisjóðir hækkuðu einnig vexti umtal- svert i byrjun mánaðarins eftir að ljóst varð hvert stefndi nieð verðlags- fara vestur á Dalhrygg og sex menn til að fara suður á Sæfellshrygg. Hinir fóru allir inn á Eiði. Loks kemur Gídeon í ljós og stefnir á Eiðið, sem þá var víða stór- grýtt, þó þar væri misjafnlega mikið gijót og þar væri oft lent, og var mönnum þá tíðum smalað til þess að taka á móti skipum í vondum veðrum. Einkum var hættulegt að lenda þar um flóð vegna stórgrýtis, voru menn þá vaðbundnir og óðu þannig á móti skipinu. Oft voru vað- bundnir 16 menn, 8 hvoru megin við skipið. En tugi manna þurfti oft til þess að forða því, að skip brotn- aði í spón. Hannesi gekk lendingin vel, og rættist betur úr öllu en á horfðist." Seinni frásögnin er úr blaðinu Dagskrá, og þar er Hannes sjálfur talinn vera heimildarmaðun „Helgi Jónsson átti að taka við verslunarstjóm í Vestmannaeyjum árið 1881. Kom hann austur í Land- eyjar í nóvembermánuði á leið út í Eyjar. Var þegar kynt bál að Bakka og urðu menn þess samstundis varir í Vestmannaeyjum. Var þá brugðið við, skipi hrundið úr Hrófum og haldið undir Landeyjasand. For- maður fyrir skipinu var Hannes Jónsson lóðs á Miðhúsum. Bjó hann þá enn í Nýjakastala. Þegar undir Sand om, sáu þeir félagar strax að ekki var lendandi. Braut á hveiju rifi svo að ekki varð komist nærri landi. Margt manna beið í Sandinum. Meðal þeirra voru Helgi verslunarstjóri og Magnús bóndi á Kirkjulandi. Magnús var al- vanur formaður og hafði vel vit á sjó. Hafði hann langa reynslu af lendingum við Sandinn í misjöfnu veðri. Biðu þeir Hannes þarna fyrir utan Sandinn allan daginn og varð aldrei lát á briminu. Þegar komið var fram- undir rökkur, vildu flestir þeirra manna, sem í Sandi voru, fara heim- leiðis, svo að þeir, sem á skipinu voru, biðu ekki lengur. En Magnús vildi bíða enn um stund. Sagði hann, að e.t.v. yrði lát á með flóðinu, en mjög skammt var til flóðs. Hinir réðu þó og héldu flestir burt úr Sandinum. Magnús og Helgi hinkr- uðu við. Þegar Landeyingamir voru horfn- ir upp fyrir kampinn, sá Magnús að hlið gerði í brimgarðinn og gaf hann bátsveijum merki um að vera við- búnir. Lagðist hann síðan í Sandinn, þar sem hann vildi að þeir reyndu lendinguna. Hélt Hannes nú skipinu inn fyrir ystu brotin og gekk vel. Utan við innsta rifíð beið hann lags um stund. Svo varð skammt milli brotanna, að við lá að ytra brotið félli um stafn- inn. Urðu þeir því að halda skipinu nálega á sama blettinum. Eftir nokkra stund gaf Magnús Hannesi merki um að taka landróð- urinn. Hlýddi hann því, og var róið af miklu kappi. Heppnaðist lendingin með ágætum. Skipshöfnin byijaði þegar að bera skipið til og búa það undir ýtinguna. Áttu þeir ólagt árar í keipa, þegar Magnús kallaði að nú væri lagið út. Hannes sagði, að þeir væru ekki búnir enn og hreyfðu ekki fyrr en allt væri í lagi. ••**? Innan stundar kallaði MagnáajÖÉ#; lag væri til útróðursins. Var þ»j$t samstundis og heppnaðist Véft- mannaeyingunum vel að komaat l flot. Gátu þeir tekið útróðurinri I einni lotu út fyrir öll brot. Mátti Hannes lóðs við stýrisvölinn á leið til hafnar í Eyjum, þá orðinn 84 ára. ekki naumara standa. Strax og þeir voru komnir á rúmsjó, komu ólögin hvert af öðru, og varð ekkert hlé úr því, þar til myrkur skall á. Hafði lendingin og útróðurinn ekki tekið meira en fimmtán mínút- ur, og var þetta eini tíminn, sem fært var þann dag og næstu daga. Hannes og þeir félagar héldu síðan út til Eyja með póstinn og Helga verslunarstjóra. Hafði ferðin tekist hamingjusamlega." Ekki er út í hött að koma hér að nokkrum þönkum um lýsi, sem hefur verið þjóðinni dýrmætur orkugjafi um aldir og þó tiltölulega ódýr. Er þá bæði um að ræða þorska- og hákarlalýsi. Talið er víst að Hannes lóðs hafi notað þennan heilsudrykk sér til eflingar í fangbrögðum við Ægi, bæði sem bátsformaður og hafnsögumaður. Mun óhætt að gera ráð fyrir, að hann hefði ekki verið svo úthaldsgóður, sem raun bar vitni, nema vegna þess að lýsis var neytt reglubundið. í „Virkum dögum“, bók Guð- mundar Hagalíns um Sæmund Sæ- mundsson skipstjóra, segir Sæ- mundur frá því, er hann var ungur maður og að niðurlotum kominn vegna flörefnaskorts, og hug- kvæmdist þá að súpa sjálfrunnið hákarlalýsi. Eftir það bráðbatnaði honum. Vera má líka að lýsið hafi róandi áhrif á skapgerð manna, a.m.k. gæti svo hafa verið um Hannes lóðs, því að hann var mjög jafngeðja. Og þá um leið kemur upp í hugann kenning sú, sem sjósóknarinn og presturinn Oddur V. Gislason í Grindavík mun fyrstur hafa barizt fyrir að útbreiða hérlendis, að lægja mætti æstar sjávaröldur með lýsi og olíu. Sumir töldu þetta flarstæðu í fyrstu en komust brátt að raun um sannleiksgildi kenningarinnar, auk þess sem aðgerðin var kostnaðarlít- il. Ber þá hvorttveggja að sama brunni, róandi áhrif lýsis á ólgu hafs og hugar, auk þess sem það eykur mönnum kjark og þol. íslendingar eiga því lýsinu mikið að þakka. Flestir áttu greiðan að- gang að því í útgerðarplássum lands- ins, og menn þurftu ekki að kunna mikið fyrir sér til að geta búið til gott lýsi, aðallega úr þorsklifur. Vera má að vert væri að athuga stofnun heilsustöðvar, þar sem m.a. væri rannsakað á vísindalegan hátt, hvaða áhrif lýsistaka í ákveðinn tíma hefur á mismunandi aldurshópa. Mætti eftir það draga marktækar ályktanir, sem gætu orðið til að móta almenningsálit til aukinnar lýsisneyzlu og þannig stuðla að bættu heilsufari þjóðarinnar. Væri þá hægt að hugsa sér, að innlendur heilsugjafi gæti komið í veg fyrir sumar þær sólarlandaferðir, sem ís- lendingar fara nú á öllum tímum árs. Hannes Jónsson lóðs kvæntist 26 ára gamall árið 1878 stúlku á sama aldri. Hún hét Margrét, dóttir Brynj- ólfs sáttasemjara í Norðurgarði, en faðir hans, Halldór, var frá Kúhóli í Landeyjum. Móðir Margrétar, Jó- runn Guðmundsdóttir, var einnig þaðan úr sveit. Brynjólfur og Jórunn eignuðust 16 böm, og fóm þau snemma að taka til hendinni, og því fremur sem þau nutu föður síns ekki lengi. Fór þá strax mikið orð af dugnaði Margrétar. Hún var einn- ig góð húsfreyja, gjörvuleg ásýndum og í framgöngu. Þau Hannes bjuggu fyrst í húsi móður hans, Nýjakastala, en fluttu níu ámm síðar að Miðhúsum, er þau fengu byggingu fyrir hálfri jörðinni. Munu þau hjón vera kunnust allra landseta þar. Ekki vom þau efnuð framan af, en þeim búnaðist vel, og varð heimilið þekkt fyrir rausn. Þau hjónin eignuðust fjögur böm. Eitt þeirra dó í æsku, en hin þijú náðu fullorðinsaldri: Jóhannes verkstjóri (sem dó 34 ára að aldri), Hjörtrós, fyrri kona Tómasar Guðjónssonar kaupmanns, og Jómnn, kona Magn- úsar Guðmundssonar formanns á Vesturhúsum. Jörðin Miðhús var talin tvö kýr- fóður og hafði 15 sauða beit í Elliða- ey. Árið 1890 byggði Hannes timb- urhús til íbúðar, en seinna bætti Jóhannes sonur þeirra hjóna um betur og reis þar myndarlegt hús (sbr. teiknaða mynd). Hannes Jónsson missti Margréti konu sína árið 1925 og var ekkju- maður síðustu 12 árin en dvaldi þá lengstum hjá Jómnni dóttur sinni. Hann hélt sér vel andlega og líkam- lega fram undir andlátið, sem bar að 31. júlí 1937, er hann var hátt á 85. aldursári. Hafði hann þá látið af embætti sem yfirhafnsögumaður Eyjamanna 3—4 ámm fyrr, en því gegndi hann í 41 ár og var talinn vera elzti hafnsögumaður heims um það er lauk. Hann var einnig hafnar- vörður lengi og ráðamaður af bæjar- ins hálfu við hafnargerð, sem var torveld. Geta skal þess að Hannes var furðu slyngur í erlendum tungu- málum, þótt hann hefði ekki lært annað en dönsku á æskuámm. Kom þetta honum oft í góðar þarfir við hafnsögumannsstarfið, þegar stýra þurfti útlendum skipum til hafnar. Helgi Benónýsson, tengdasonur Jómnnar Hannesdóttur, lýsir svo Hannesi lóðs í bók sinni: „Hann var hár maður vexti og að sama skapi þrekinn, djarfur í framgöngu en þó prúðmannlegur. Lífsgleði hans var við bmgðið, glettni og gamansemi hans fylginautar“. Höfundur er tæknifrseðingur. hækkamr. Vextir hjá Samvinnubankanum hækkuðu nokkuð til jafns við vexti hjá öðmm viðskiptabönkum. Þannig hækkuðu vextir af almennum spari- sjóðsbókum og sértékkareikningum úr 18% í 23%. Forvextir af víxlum hækkuðu úr 31% í 36% og vextir af almennum skuldabréfum hækkuðu úr 32% í 37%. Hjá sparisjóðunum hækkuðu vext- ir af almennum sparisjóðsbókum og BIRGIR ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ritað fjármálaráðherra og borgarstjór- anum i Reykjavík bréf, þar sem hann biður hvorn um sig að út- nefna fulltrúa til viðræðna við fulltrúa menntamálaráðuneytisins um framtíð leikhússins Iðnó. „Þessar viðræður yrðu með það í huga að Iðnó verði áfram menningar- miðstöð, þar sem til dæmis Alþýðu- sértékkareikningum úr 20% í 26%. Vextir af almennum skuldabréfum hækkuðu úr 37,5% í 41% en sé um skuldabréf vegna vanskila að ræða eru vextir 43%. Þá eru forvextir af víxlum nú 38,5% en voru áður 34%. Vextir af afurðalánum í islenskum krónum eru almennt 34-35% en hjá sparisjóðum eru þeir 41%. Hækkunin er á bilinu 3-5,5%. leikhúsið og aðrir leikhópar gætu fengið inni með sina starfsemi," sagði Birgir í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að tónlistarmenn hefðu einnig sýnt húsinu áhuga. „Þetta gæti orðið alhliða menningar- miðstöð," sagði Birgir. Menntamálaráðherra sagði að enn væri svo stutt frá þvi að bréfið til fjármálaráðherra og borgarstjóra var ritað, að svör hefðu ekki borist. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra: Iðnó áfram menningarmíðstöð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.