Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 39 MÖrg ríki í þriðja heiminum gerðust matvælaútflytjendur á áttunda áratugnum en innflutningshömlur iðnríkjanna hafa víða gert vonir um stórauknar tekjur af þessum útflutningi að engu. LANDBÚNAÐARMÁL HEIMSINS í ÓLESTRI - segir Reagan forseti, sem vill afnema styrkjastefnuna og gera viðskiptin frjáls Washington, frá fvari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti hefur gengið fram fyrir skjöldu í landbúnaðarmálum , sem hann telur vera í hinum mesta ólestri víðast hvar i heim- inum. Forsetinn leggur til að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til endurbóta, m. a. með því að afnema ríkisstyrki og útflutn- ingsuppbætur. Gera þurfi ráð- stafanir til að milliríkjaverslun með landbúnaðarvörur gangi snurðulaust fyrir sig, með sem allra minnstum kvöðum, eftirliti og sköttum. Til þess að undir- strika þessa stefnu Bandaríkja- stjórnar hefur Upplýsingastofn- un Bandaríkjanna gefið út bækl- inga og fréttatilkynningar, þar sem ástandinu i landbúnaðarmál- um í heiminum er lýst frá sjónar- hóli Bandarikjaforseta og stjóm- ar hans. Það er sannast sagna ekki glæsi- leg mynd, sem birtist í þessum rit- um Upplýsingastofnunarinnar. Bent er á, að í júlímánuði á síðasta ári, hafi forsetinn lagt til að gerðar yrðu ítarlegar ráðstafanir til að betrumbæta milliríkjaviðskipti með landbúnaðarafurðir. Bandaríkin fóru þess á leit við þau rúmlega 90 ríki sem taka þátt í GATT- viðræðunum (Alþjóðaviðræðum um viðskifti og tollamál) að þau gerðu ráðstafanir til að afnema með tímanum allar uppbætur, styrki og kvaðir, sem hamla viðskiptum með landbúnaðarafurðir milli ríkja. Talið er að aðkallandi sé að gera slíkar ráðstafanir. Er búist við að Reagan forseti reifí málið á leið- togafundinum, sem þófst í Toronto um síðustu helgi. Á áttunda ára- tugnum hafi ríkisstyrkir til land- búnaðarmála aukist að mun og kostnaðurinn farið fram úr öllu hófí. Þrátt fyrir það hafi öryggi og velmegun, sem þessar ráðstafanir áttu að færa bændum, ekki orðið að veruleika. Kreppan í landbúnað- arviðskiptum hafi breiðst ört út, það hafi komið fram í lægra verði á landbúnaðarafurðum og aukinni birgðasöfnun. Tillögur Reagans for- seta, segir í bæklingnum, eru til- raun til að koma í veg fyrir síhækk- andi styrki til landbúnaðarins, sem verða æ þyngri byrði er að lokum er lögð á herðar skattborgaranna. Tillögumar eru tilraun til veita bændum tækifæri til heilbrigðrar samkeppni sem byggist á dugnaði þeirra og gæðum framleiðslunnar, frekar en háum styrkjum úr ríkis- kassanum. Það fer ekki milli mála, að þess- ar tillögur eru djarflegar. Með þeim er viðurkennt að landbúnaðurinn sé hvorki fijáls atvinnuvegur né tryggur eins og málum er nú hátt- að. Bent er á að tillögur Bandaríkja- stjórnar séu ekki ætlaðar til að hygla einni þjóð á kostnað annarr- ar. Bandaríkin séu tilbúin að leggja öll sín spil á samningaborðið, ef aðrar þóðir eru reiðubúnar til hins sama. Þetta yrði öllum til góðs, segir í einum bæklingnum frá Upp- lýsingastofnuninni. Hver einasta þjóð mun hagnast af því að reglu verði á ný komið á landbúnaðar- markaðinn. Allir verða að færa fómir. Nauðsynin á djörfum endurbót- um í landbúnaðarmálum hefir verið viðurkennd og ráðlögð af stöðugt fleiri þjóðarleiðtogum, hagfræðing- um og öðrum sérfræðingum víða um heim. Samþykktir hafa verið gerðar í þessa átt á mörgum al- þjóðaráðstefnum, t.d. ráðstefnunni á Ítalíu 1987 og Punta Del Este- ráðstefnunni 1986. Tillögur Bandaríkjastjórn- ar Hér fara á eftir helstu tillögur í heiminum, sem Bandaríkjastjórn leggur til að verði ræddar og sam- þykktar á Toronto-ráðstefnunni. Afnema skal í áföngum alla styrki og uppbætur, sem beint eða óbeint hafa áhrif á viðskipti með landbúnaðarvörur í heiminum. Samræma skal allar reglur um meðferð landbúnaðarafurða. Slíkar ráðstafanir skulu gerðar innan tíu ára. Undanskildar eru öryggisráð- stafanir, sem bændur hafa gert og sem ekki eru í neinum tengslum við landbúnaðarviðskipti og mat- vælaaðstoð til þurfandi þjóða. Veita skal þróunarlöndunum alla aðstoð, sem sannanlegt er að þau þarfnast. Stjóm Reagans forseta leggur til, að boðað verði til alþjóðaráð- stefnu um landbúnaðarmál til þess að samþykkja ráðstafanir sem ákveðnar hafa verið, eða kunna að verða gerðar í landbúnaðarmálum. Bandaríkjastjórn gerir ráð fyrir, að þær þjóðir, sem að samningunum standa, geri eftirfarandi ráðstafan- ir: Samningar um viðskipti með landbúnaðarafurðir verði aðskildir frá öðrum samningum um milliríkjaviðskipti. Samningarnir skulu verða tvíþættir. Annars vegar skal fjallað um hvaða stefnumál og hvaða af- urðir skuli taka til athugunar og hins vegar gera sameiginlega rann- sókn á hvernig og hve mikið ein- stakar þjóðir styrkja landbúnað sinn fjárhagslega. Meinið er offramleiðsla Ástandinu í landbúnaðarmálum í heiminum í dag verður best lýst, segir í skýrslunni, með einu orði: Offramleiðsla. Birgðir af landbún- aðarvörum í heiminum í dag eru langt umfram eftirspurn. Land- búnaðarafurðir í geymslu hafa hlað- ist upp örar en nokkru sinni fyrr. Það hefír valdið verðhruni á land- búnaðarvörum um víða veröld. Hver var orsök þessa? Fleiri og fleiri stefnuráðandi aðil- ar í landbúnaði hallast nú að þeirri skoðun, að það hafí verið heima- bruggaðar ráðstafanir í landbúnað- armálunum sem hafí valdið erfíð- leikunum á heimsmörkuðunum. Víða um lönd hafa verið gerðar ráðstafanir í landbúnaðarmálum, bæði af ásettu ráði eða af tilviljun, sem hafa haft slævandi áhrif á land- búnaðarmarkaðinn. Sumar þessara ráðstafana hafa haft það markmið að gera viss svæði sjálfu sér nóg í matvælaframleiðslu, bjarga ætta- róðulum frá hruni eða forða bænd- um frá verðlagssveiflum og ótrygg- um tekjum. En slíkar ráðstafanir gera bændur óháða verðsveiflum á heimsmörkuðunum og slíta sundur framleiðslu og eftirspurn. Þetta er ástæðan fyrir því, að framleiðslan hefír orðið meiri en eftirspumin. Og er verðið féll jókst kostnaður vegna gífurlegrar og síaukinnar birgðasöfnunar. Til viðbótar kemur að þegar verð- ið féll var gripið til þess ráðs í sum- um löndum — „til að bjarga bænd- um“ — að auka við uppbætur og styrki til þeirra. Það varð til þess að verðlagið hækkaði enn á kostnað skattgreiðenda og neytenda. Á áttunda áratugnum flórföld- uðust landbúnaðarviðskipti í heim- inum. Ástæða þeirrar aukningar var aðallega fólksfjölgun og auknar tekjur millistéttanna í Mið-Austur- löndum, Norður-Afríku og löndum í Suðaustur-Asíu. Margar þjóðir léttu á innflutningshömlum, sem áttu að verða til þess að koma í veg fyrir að erlendum gjaldeyri yrði varið til kaupa á erlendum vamingi og til þess að styðja innlenda land- búnaðarframleiðslu. í mörgum ríkjum rómönsku Ameríku var til dæmis talið hentugra að auka inn- flutning matvæla frekar en að auka framleiðslu landbúnaðarvara heima fýrir. Gott dæmi um þessa stefnu er að Nígería fór skyndilega að flytja inn mikið af hveiti og hrísgijónum. Vegna aukins stjórnmálalegs þrýstings og tískusveiflna í matar- venjum var víða hætt að leggja áherslu á innlenda matvælafram- leiðslu. í staðinn var létt á innflutn- ingshöftum og háar uppbætur greiddar til að að lækka matar- kostnað þeirra er í borgum og þétt- býli bjuggu. Hæstu uppbætumar voru greiddar í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku þar sem upp- bætur gátu oft numið 50% af brauð- verði. Stefnubreytingar í miðstýrð- um efnahagskerfum Sovétríkjanna, Austur-Evrópulanda og Kína urðu til þess að auka landbúhaðarfram- leiðslu í þessum löndum. Sovétríkin höfðu áður fyrr þá reglu, að jafna komneysluna með fymingum eða með því að stjórna neyslunni. 1970 var þessu breytt og Sovétríkin ákváðu að flytja inn það korn sem þá skorti til að brauð- fæða þjóðina. Innflutningur á korni til Sov- étríkjanna jók mjög eftirspurnina og brátt fóru önnur ríki með efna- hagslega miðstýringu að dæmi þeirra. Á sama tíma var peninga- veltan að aukast í heiminum, eink- um meðal olíframleiðslulandanna. Auðvelt reyndist að fá peningalán því að olíufurstarnir vissu ekki hvað þeir áttu að gera við nýfengið ríki- dæmi sitt. Margar þjóðir juku inn- flutning á landbúnaðarafurðum og sumar gerðu ráðstafanir til að fram- leiða sjálfar meira af landbúnaðar- vörum. Það var auðvelt að fá lán hjá olíuþjóðunum, sem síðar varð þeim að falli er skuldirnar féllu í gjalddaga. Aðrar þjóðir undir- bjuggu landbúnaðvömframleiðslu, bæði þær sem áður voru sjálfum sér nógar í því efni og hinar sem fluttu inn. Verðið hækkaði skjótt. Bændur fengu styrki til að gera áveitur og annað sem þurfti til að efla landbúnaðinn. Nýjar verksmiðj- ur voru reistar til að framleiða land- búnaðarverkfæri. Bændur juku stöðugt framleiðslu sína. Landbúnaðarf ramleiðslan Þegar árið 1980 gekk í garð var landbúnaðarframleiðsla í heiminum enn í örum vexti. Tuttugu árum áður var heildarframleiðsla af korni í heiminum afraksturinn af 650 milljón hekturum akurlendis. 1975 voru 700 milljónir hektara í ræktun og 1981—82 var akurlendi heimsins 734 milljónir hektara. Stærsti hlut- inn af þessu akurlendi var í löndum sem nýlega höfðu hafíð kornrækt og þessar þjóðir fóru að flytja út kom til annarra landa. Á miðjum áttunda áratugnum voru lönd eins og Indland, Pakistan, Kína, Indó- nesía, Saudi Arabía og Bretland, sem öll fluttu inn kom áður fyrri, farin að flytja út kom. Thailand fór um þetta leyti að flytja út hrísgijón. Það kom að því að draumnum lauk og hann varð að martröð. Eft- ir því sem komframleiðslan jókst minnkaði eftirspumin. Fleiri og Inniskór Verð 890.- Stærðir: 40-46 Efni: Skinn Litir: Svart, brúnt 5% staðgreiðslu- afsláttur. Póstsendum samdægurs. töppJ| —SKORum VELTUSUNDI2. lasneNM S.689212. 21212 fleiri þjóðir ákváðu að takmarka innflutning sinn á landbúnaðaraf- urðum, einkum kommat. Nígería hefur sett bann á korninnflutning af og til frá árinu 1980. Sama átti sér stað í rómönsku Ameríku. Þjóð- ir sem áttu erfitt með að greiða lán og vexti af þeim takmörkuðu inn- flutning á matvöru. 1982 var svo komið að verð á landbúnaðarvörum fór stöðugt lækkandi og framleiðsla landbúnaðarafurða í heiminum fór minnkandi. Það var í fyrsta sinni í ' 20 ár að afturkippur hafði komið í landbúnaðarframleiðslu í heimin- um. Misjöfn viðbrögð annarra þjóða Tillögum Bandaríkjastjómar hef- ir verið misjafnlega tekið af aðild- > arríkjum GATT-viðræðnanna. Ákveðnasti stuðningur við tillög- urnar er frá svokölluðum CÁIRNS- þjóðahóp, en í honum em m. a. Argentína, Ástralía, Brasilía, Filippseyjar, Kanada, Chile, Kol- umbía, Indónesía, Malasía, Nýja Sjáland, Thailand, Ungveijaland og Uruguay. Þessi lönd flytja út mikið af landbúnaðarvörum. Fulltrúar þeirra komu saman til fundar í Caims í Ástralíu í ágúst 1986 og var samþykkt á þeirri ráðstefnu að gangast fyrir afnámi ríkisstyrkja til landbúnaðarafurða, sem hafa áhrif á landbúnaðarviðskipti milli landa. Afstaða Evrópubandalagsins er í stuttu máli sú, að aðalmeinið, sem þjaki landbúnaðarviðskipti, sé bilið milli framboðs og eftirspumar og það sé þetta bil, sem þurfi að brúa, með ríkisaðstoð ef þurfa þyki. Bandaríkjastjóm telur, að það megi margt gott segja um afstöðu Evr- ópubandalagsins, en stefna þess dugi þó ekki til að leysa málin. Afstaða Norðurlandanna í skýrslu Bandaríkjastjórnar um Gatt-viðræðumar segir að Finn- land, ísland, Noregur og Svíþjóð hafi í sameiningu lagt fram tillögu þar sem gert er ráð fyrir að offram- leiðslu á Iandbúnaðarafurðum verði settar skorður þegar í stað og jafn- vægi verði komið á milli framleiðslu og eftirspumar sem fyrst, helst fyrir 31. desember 1988. Þegar í stað verði dregið úr ráðstöfunum eins og t.d. þeim sem hafa tryggt hámarksverð. Tillaga Norðurland- anna gerir og ráð fyrir, að upp- bætur og styrkir til landbúnaðarins fylgi stranglega reglum GATT. Þótt Bandaríkjastjóm hafí fagn- að tillögu Norðurlanda fór ekki hjá því, að vonbrigða gætti með að Norðurlöndin skyldu ekki styðja kröfuna um algjört afnám beinna styrkja og uppbóta á landbúnaðar- vömr. Þessi mál hafa verið rædd á Tor- onto-fundi leiðtoga sjö helstu iðnr- íkja sem nú er að ljúka, þeim síðasta af slíku tagi sem Reagan forseti situr en hann lætur af embætti í lok janúar n.k. SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. -L\L SfiMiritoiuigtuiir ij<!j)fni®©®!ni (Q«s> Vesturgötu 16, sími 1 3280
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.