Morgunblaðið - 25.06.1988, Page 45

Morgunblaðið - 25.06.1988, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 45 Lausaleíksbamið úr Skaga- firði sem varð einn auðug- asti Vestur-íslendingurinn í janúar sl. andaðist í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna frú Ell- en Thurston, en hún var ekkja eftir Severt Thurston sem sagður var einn auðugasti Vestur-íslendingur- inn. Hann var með þekktustu hótel- mönnum í Bandaríkjunum. Pétur J. Thorsteinsson fyrrverandi sendi- herra þekkti Thurston-hjónin og fór Morgunblaðið þess á leit við hann að hann segði frá þeim. Fer hér á eftir frásögn Péturs: Þetta er fróðleg saga. Meðan ég var sendiherra í Washington 1965—69 heimsótti ég þær borgir í Bandaríkjunum þar sem íslenskir ræðismenn dvöldu. í Seattle hitti ég flölda Islendinga. Þar var mér tjáð að í útjaðri borgarinnar, í Bellevue, byggi Severt Thurston sem áreiðanlega væri auðugastur allra Vestur-íslendinga. En hann hefði aldrei neitt samband við ís- lendinga og ekki væri vitað um neinn Islending sem hefði náð fundi hans. Upphaflegt nafn hans var Sigurður og hann var Þorsteinsson. Mér lék strax forvitni á því að hitta þennan mann, einkum af því að þá var verið að stofna Thor Thors sjóðinn og safna í hann fé. Ég hringdi því til Thurstons, og bauð hann mér strax heim til sín. Ég dvaldi dagstund á heimili hans og ræddi við hann og Ellen, konu hans, og tvo tvíburasyni þeirra, sem þá voru rúmlega tvítugir. Húsa- kynni voru stór og mikil, við stöðu- vatn. Þarna voru bryggjur og bát- ar, tennisvöllur, sundlaug og annað sem venjulega prýðir slíka staði. Þegar Thurston sagði mér sögu sína kom sumt fram sem kona hans kvaðst aldrei hafa heyrt. í stórum dráttum var saga Sigurðar eitthvað á þessa leið: Ég man fyrst eftir mér þegar ég var með föður mínum, lítill dreng- ur. Við fórum frá einum stað til annars. Ég held að við höfum fyrst verið í Kanada, en síðan fluttum við hingað á vesturströnd Banda- ríkjanna. Ég man að pabbi vildi láta ferma mig, en þegar ég frétti hvaða kostnað það hefði í för með sér, spurði ég pabba hvort ég mætti ekki sleppa fermingunni og fá pen- ingana í staðinn. Pabbi samþykkti það. Ég fór að vinna í sögunarverk- smiðju, en þoldi sýnilega ekki sagið og fékk astma. Læknir sagði mér að ég yrði að hætta í þessu starfi og fara að stunda íþróttir. Ég réð mig þá hjá loftfimleikaflokki. Félagi minn, sem þar var, og ég unnum saman og sýndum fimleikalistir. Við urðum þekktir á vesturströnd- inni. En einn dag fékk hann sér of mikið í staupinu. Ég átti að snúa mér við i loftinu og koma niður á axlirnar á honum. En hann hreyfði sig, og datt ég og hálsbrotnaði. Ég átti lengi í þeim veikindum og gat ekki stundað loftleikfími eftir þetta. Ég réð mig þá sem afgreiðslumann í gistihúsi. Frá þeim tíma hef ég alltaf verið í hótelrekstri („Since then I never left the hotel busi- ness“). Þetta er saga Sigurðar. Hann var nú áttræður. Hann hafði gleymt íslenskunni nema orði og orði. Þrátt fyrir vöntun á skólamenntun varð hann með þekktustu gistihúsmönn- um í' Bandaríkjunum. Árið 1930 stofnaði hann hótelsamsteypuna „Western Intemational Hotels" sem sögð var stærsta gistihúsakeðja Bandaríkjanna fyrir vestan Miss- issippi-fljót. Hann var forstjóri hennar í 30 ár og síðan stjómar- formaður til dauðadags. Þá dagstund sem ég sat hjá Sig- urði og fjölskyldu hans fór mestur tfminn í frásögn mína af íslandi, sögu fslands og nútíma íslandi. Ekkert af þessu höfðu þau heyrt áður. Þegar ég kom aftur til Wash- ington fékk ég einstaklega elsku- legt bréf frá Sigurði. Þar segir hann meðal annars að nú langi hann að fara til íslands. En nú átti hann stutt eftir ólifað. Hann andaðist fjórum eða fímm mánuðum síðar. Þetta var einstaklega elskulegt fólk. Eftirmæli í blöðum sýndu að Sigurður var mikils metinn. Hann kvæntist Ellen, konu sinni, árið 1936. Hún var þá jafngömul og dóttir Sigurðar af fyrra hjóna- bandi. Ég hafði bréfaskipti við Ellen eftir að Sigurður lést. Á jólakorti árið 1986 sagðist hún nú vera ákveðin í því að fara til íslands. En nokkrum mánuðum síðar skrif- aði hún mér að hún yrði að fresta ferðinni vegna lasleika. Hún lést fyrir nokkrum mánuðum. í blaðaúr- klippum sem ræðismaðurinn í Seattle hefur sent mér kemur fram, að hún hafi tekið mikinn þátt í fé- lagslífi, einkum margvíslegri góð- gerðastarfsemi, og sýnilega verið mjög vinsæl. En saga þessi er ekki nema hálf- sögð. Ég skrifaði á sínum tíma séra Benjamín Kristjánssyni og spurði hann hvort hann gæti sagt mér eitt- hvað um uppruna Sigurðar. Ég fékk svar sem var 4 þéttskrifaðar vélrit- aðar síður. Þar segir sr. Benjamín fyrst frá því, að árið 1887 hafi um 2.000 íslendingar flust til Vestur- heims. Eitt vesturfaraskipið hét „Camoens“. Síðan segir í bréfinu: „Á Sauðárkróki hafði komið um borð 37 ára gamall ógiftur verka- maður, sem hét Þorsteinn Ólafsson, þreklegur maður en ekki hár vexti, rammur að afli og karlmenni. Ekki var hann með neinu fólki öðru nema hvað hann bar á handlegg sér dreng um það bil 1 árs eða tæplega það. Hét sveinninn Sigurður, og ætla ég víst að það sé sá hinn sami, er síðar kallaði sig Severt William Thurston. Ekki er unnt að fínna fæðingardag hans í bókum, því að kirkjubók sú, sem það geymdi, brann til kaldra kola í húsbruna á Sauðárkróki um aldamótin síðustu. Hvemig stóð nú á ferðum þessa manns og hverju sætti það, að hann var með dreng þennan í fangi sér, sem hann reyndi að hlynna að eftir föhgum, enda sýndist sem barnið væri aleiga hans? Mundi kona hans vera dáin? Ókunnugir hefðu getað ímyndað sér það, því að maðurinn var dapurlegur á svipinn, talaði fátt og brosti sjaldan. Það var auð- séð, að hann bar harm í huga. Til voru þeir menn í hópnum, sem höfðu hugmynd um, hvað að þess- um einmana manni amaði og hvaða sorgarleikur það var, sem komið hafði honum til að flýja ættarjörð sína.“ Þorsteinn var sonur Ólafs Gísla- sonar bónda að Haðastöðum á Reykjaströnd í Skagafjarðarsýslu. Þorsteinn stundaði sjómennsku um 14 ára skeið og „var talinn hinn röskvasti sjómaður“. Eftir það réð Þorsteinn sig sem vinnumann að Meyjarlandi á Reykjaströnd hjá efn- uðum hjónum og fluttist síðan með þeim að Kálfárdal í Gönguskörðum. Hjónin ■ áttu fósturdóttur, Sigur- laugu Ólafsdóttur. „Ólst hún upp hjá fósturforeldrum sínum í miklu eftirlæti og ástríki." Hún átti að erfa fósturforeldra sína og „þótti einna álitlegasti kvenkostur sveitar- innar, enda stóð hún til að verða jarðeigandi". Það kom mjög á hjón- in er þau urðu vör við að Þorsteinn og Sigurlaug felldu hugi saman og voru heitbundin. Henni hafði verið ætlaður annar ráðahagur. Sr. Benj- amín heldur áfram: „Varð af þessu mikil óánægja og ekki að tala um, að Þorsteinn fengi konunnar, og var talið að Sig- urlaug sætti harðræðum nokkrum af fóstru sinni fyrsta sinni. Var hún harmþrungin en fékk ekki að gert. Var Þorsteini vísað á brott. En þó varð sá endir þessa máls, að hann fengi að halda barninu, þó að hon- um væri þverlega synjað um stúlk- una. Fannst Sigurlaugu hún ekki geta yfirgefíð fósturforeldra sína, sem nú voru orðin gömul og slitin og höfðu gert vel til hennar áður. Kannski hugsuðu þau sér að reyna að ná saman seinna. Hvernig sem það var: Þorstein langaði ekki til að eiga lengur heima í þessari sveit, sem lék hann svo grátt og fystist af landi brott með barn sitt, sem hafði komið svo óvelkomið í heiminn. Hann fór fyrst til Nýja íslands (Gimli), þangað sem Sigurð- ur bróðir hans var kominn fyrir fáum árum og var hjá honum í tvö Severt W. Thurston ár.“ Sr. Benjamín rekur ættir Þor- steins meðal annars til Ólafs hvíta herkonungs á írlandi. Um einn ættlegginn segir hann: „Skíða- staða- og Hvalnesættir voru mjög fjölmennar um Skaga- og Laxár- dal. Þeir frændur voru miklir dugn- aðarmenn, margir vel gefnir og fjöl- hæfir forystumenn í sveitarstjórn- armálum og hneigðir til verslunar og viðskipta. Er ekki ósennilegt, að S.W. Thurston hafi erft þessa hneigð frá Skíðastaðamönnum.“ Um Sigurlaugu segir sr. Benj- amín m.a. „að hún bar harm sinn í hljóði og var áfram hjá fósturfor- eldrum sínum í Kálfárdal. Fékk hún engin fararefni til vesturferðar enda gat hún nú ekki fengið sig til að fara frá fósturforeldrum sínum í elli þeirra. Liðu svo átta ár að hún giftist ekki. En er hún frétti um giftingu fyrrverandi unnusta síns giftist hún bóndasyni sveitarinnar, Sölva Guðmundssyni, og áttu þau nokkur börn sem sum dóu úr berkl- um. Sigurlaug Ólafsdóttir andaðist að Skíðastöðum í Laxárdal 2. febrú- ar 1922. Var haldið að hún hefði ávallt tregað æskuunnusta sinn.“ Ég skrifaði til Seattle upplýsing- arnar frá sr. Benjamín. Én þegar bréfið barst þangað, var Sigurður látinn. Kona hans skrifaði mér, að það hefði áreiðanlega glatt hann mjög að fá fréttir um uppruna sinn, því að um hann hefði Sigurður lítið vitað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.