Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNI 1988
47
ræði læknastéttarinnar í þessum
efnum er fáránleg tímavilla í nútím-
anum. Og einhvers staðar verður
að bytja hvað þetta varðar. Þess
vegna hef ég farið af stað með
skrif mín í vetur, einungis til að
vekja fólk til umhugsunar. Ég hef
ekki þolinmæði til að bíða eftir því
að mér vitrari og hæfari maður
taki til máls. Ég hef fært rök að
því að geymsla sjúkragagna von
úr viti, án nokkurrar aðgreiningar
eftir eðli þeirra, geti verið hagsmun-
um sjúklinga skaðleg. Ástæða væri
reyndar til að treysta þennan rök-
stuðning á ýmsan hátt. En jafnvel
eins og hann stendur verður honum
ekki svarað með því að yppta öxlum
eða með þungri þögn. Enginn lækn-
ir hefur þó séð ástæðu til að víkja
að skrifum mínum einu orði. Þeir
eru nógu pennaglaðir sín á milli,
eins og best sást í bjórmálinu þar
sem þeir kepptust við að sýna fram
á faglegar vitleysur hvers annars.
En þeim finnst greinilega ekki
ómaksins vert að virða leikmann
viðlits, jafnvel þó hann sé einungis
að skrifa um réttindamál sjúklinga
en ekki sérheim læknisfræðinnar.
Kannski standast ekki rök mín og
þau eru heldur ekki endanleg. En
þeim verður þó aðeins hnekkt með
öðrum rökum. En jafnvel þó engin
rök mín um þetta atriði stæðust
út af fýrir sig, ómerkir það ekki
málflutning minn. í bili geta lesend-
ur sjálfir reynt að átta sig á því
hvers vegna.
Læknaleikur
Hér verður að öðru leyti ekki
farið lengra út í þessa sálma. Grein-
inni er fyrst og fremst beint gegn
svörum stjórnar Læknafélags Is-
lands við spurningum mínum. Og
ég hef sýnt fram á það í smáatrið-
um að svörin eru óljós og villandi
ef ekki sum beinlínis röng. Þau eru
ekki marktæk. Er það dapurlegur
vitnisburður um afstöðu læknis-
stéttarinnar til almennings. Því
auðvitað gætu þeir svarað eins og
menn. Þeir eru bara enn í lækna-
leik. Það er háttur lækna að svara
helst engu ef þeir eru spurðir. En
ef þeim er ekki undankomu auðið
verða svör þeirra svo óljós og frá-
vísandi að spytjendur eru engu
nær. Almenningur á ekki að láta
lækna eða aðra embættismenn
komast upp með svona háttalag.
Fólk á að krefjast þess að þeir svari
skýrt og skorinort spumingum al-
mennings um málefni er varða
hvert mannsbarn í landinu. Þeirri
sjálfsögðu kröfu er ekki ætlað að
spæla einn né neinn eða klekkja á
neinum, heldur skapa gagnkvæmt
traust milli almennings og stjóm-
valda. — Það er svona einfalt.
P.S. Sérlegur útsendari minn
hefur nú komist að því hveijir sitja
í stjórn Læknafélags íslands. Það
eru ekki Kasper, Jesper og Jónatan
og ekki heldur Gísli, Eiríkur og
Helgi. Öllum á óvart reyndust þau
vera: Sigríður Þóra Magnúsdóttir,
Þorkell Bjarnason, Gestur Þorgeirs-
son sérfræðingur í lyflækningum,
Ari Jóhannesson sérfræðingur í
innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum,
Sveinn Magnússon sérfræðingur í
lyflækningum, Kristján Eyjólfsson
sérfræðingur í hjartasjúkdómum,
Sverrir Bergman yfirlæknir og sér-
fræðingur í taugasjúkdómum,
Haukur Þórðarson yfírlæknir og
sérfræðingur í endurhæfíngarlækn-
ingum.
Vegaframkvæmdir á Austurlandi 1988:
Vegabætur í Eskifirði og til Norðfjarðar
í ÁÆTLUN um vegafram-
kvæmdir á Austurlandi er gert
ráð fyrir miklum vegabótum á
leiðinni til Norðfjarðar og um
Fáskrúðsfjörð. Lagt er fé í und-
irbúning vegarlagningar yfir
Búr, suður af Vopnafirði. Hér
á eftir er sagt frá einstökum
verkefnum og staðsetning
þeirra er sýnd á kortinu.
Austurlandsvegur.
Blábjörg-Hofsá. Fjárveiting er
12,3 m.kr. og að auki verður unn-
ið fyrir viðhaldsfé. Vegur verður
styrktur á köflum og réttur af.
Lögð verður klæðing 8,5 km.
Vegagerðin vinnur verkið og er
áætlað að því ljúki í byijun júlí.
Ossurá-Reyðará. Fjárveiting
er 7,2 m.kr. og auk þess verður
unnið fyrir viðhaldsfé. Vegur verð-
ur réttur af og lögð klæðing 4,7
km. Vegagerðin vinnur verkið og
er áætlað að því ljúki í byijun júlí.
Mýri-Hof. Fjárveiting er 12,0
m.kr. og auk þess verður unnið
fyrir viðhaldsfé. Lokið verður við
nýbyggingu vegar 7,2 km. Verk-
takafyrirtækið Fell sf. á Höfn
vinnur verkið og ér skilafrestur
l. júlí. Vegagerðin leggur klæðn-
ingu á kaflann í júlí.
Norðausturvegur.
Sunnudalsvegur-Teigará.
Fjárveiting er 7,0 m.kr. Vegur
verður endurbættur um 5,0 km
upp Burstafellsbrekkur. Vega-
gerðin vinnur verkið í júní ogjúlí.
Jökulsárhlíð-Krossvík. Fjár-
veiting er 1,0 m.kr. Unnið verður
við tæknilegan undirbúning vegar
yfir Búr.
Norðfjarðarvegur.
Um Hólmaháls. Fjárveiting 4,8
m. kr. Lögð verður klæðing 1,8 km.
Frá Hólmahálsi að Eskifjarðará
verður vegur styrktur og end-
urnýjuð klæðing 2,5 km fyrir við-
haldsfé. Vegagerðin vinnur verkið
í júní og júlí.
Við Eskifjörð. Fjárveiting er
8,0 m.kr. Lokið verður við nýbygg-
ingu vegar á 0,7 km og gata upp
úr Eskifirði endurbyggð 0,3 km.
Vegagerðin vinnur verkið í júní
og júlí.
Eskifjörður-Beljandi. Fjár-
veiting er 23,1 m.kr. Lokið verður
við undirbyggingu vegar 2,5 km,
en yfirbygging og frágangur verða
unnin næsta sumar. Verkið er
boðið út og á verktaki að skila
undirbyggingu í byijun október,
en veginum í heild á að vera lokið
í byijun ágúst á næsta ári.
Seyðisfjarðarvegur.
Neðri Stafur - Efri Stafur.
Fjárveiting er 13,8 m.kr. Lokið
verður við frágang vegar á 4,0
km og lögð klæðing. Vegagerðin
vinnur verkið í júní og júlí.
Bakkaíjörður
Vopnafjöröur
Sunnudalsvegur
-Teigará
7,0 m.kr.
Seyðisfjörður
Egilsstaðir-
^-Jökuldalsvegur
7,0 m.kr.
Atlavik
-Hafursá
12,9 m.kr.
Slöðvarljörður
Djúpivogur
AUSTURLAND
VEGAÁÆTLUN, 1988
Borgarfjörður cystri
Neðri-Stafur-Efri-Stafur
13,8 m.kr.
AKVEGIR þeir sem hér eru sýndir
eru einungis númeraðir vegir,
hringvegurinn, tveggja ogþriggja
tölu vegirsvo og fjallvegir með
F-númerum.
Bretðdalsvik
■ Lsævarendaströnd
9,0 m.kr.
Össurá-Reyðará—x
7,3 m.kr. \
Skaftafcll *
25 km
i
Flugvallarvegur
3,8 m.kr.
v. Eskifjörð-i / Neskaupstaður
8,
Rcyðarijörður___^E^nörður -Be^nd^
um 23'1 m kr'
4,8 m.kr. Fáskrúðsfjörður ^___
— Skrtður-
‘-Höfðahús
15,1 m.kr.
Mýri-Hof—' Fagurhólsmýrt
12,0 m.kr.
Morgunbldðið/ GÓI
Suðurfjarðarvegur.
Skriður-Höfðahús. Fjárveiting
er 15,1 m.kr. Vegur verður endur-
bygKður 4,9 km. Verkið verður
boðið út í júní og á verktaki að
skila því fyrir haustið.
Sævarendaströnd. Unnið verð-
ur fyrir viðhaldsfé. Vegur verður
styrktur 9,0 km. Verkið verður
unnið í haust og verður a.m.k. að
hluta boðið út.
Jökuldalsvegur. Fjárveiting er
7,0 m.kr. Unnið var fyrir hluta
fjárveitingar sl. haust og verður
unnið að lagfæringum á ýmsum
stöðum á Jökuldalsvegi í sumar.
Vegagerðin vinnur verkið
Upphéraðsvegnr.
Atlavík-Hafursá. Fjárveiting
er 12,9 m.kr. Vegur verður réttur
af og lögð klæðing 4,6 km. Vega-
gerðin vinnur verkið í júní og júlí.
Flugvallarvegur á Norðfirði.
Fjárveiting er 3,8 m.kr. Byggð
verður ný brú og fyllt að henni.
Vegagerðin vinnur verkið í haust.
ÞATT
Kodak
Stuðningsaðill
Ölympluleikanna
1988
Vertu með í að styrkja Ólympíufara íslands. Það gerirðu með því að
kaupa Kodakfilmu eða láta framkalla í neðangreindum verslunum - um leið færðu
skafmiða sem getur fært þér skemmtilegan sumarvinning.
Hér færðu Kodak Express gæðaframköllun:
Verslanir Hans Petersen í Bankastræti, Glæsibæ, Austun/eri, Kringlunni
Lynghálsi. Bókaverslun Jónasar Tómassonar, ísafirði.
idrésar Níelssonar, Akranesi. Pedrómyndir, Akureyri. Nýja Filmuhúsið,
Akureyri. Vöruhús KÁ, Selfossi. Kaupstaður í Mjódd Hljómval,
Keflavík. Radíóröst í Dalshrauni og á Linnetstíg, Hafnarfirði.
Veda í Hamraborg, Kópavogi.