Morgunblaðið - 25.06.1988, Side 51

Morgunblaðið - 25.06.1988, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 51 Er waldorfskólinn betri fyrir alla nemendur, í öllum tilvikum? „Nei, því held ég ekki fram. Eig- inlega af mjög einfaldri ástæðu. Ef foreldrar eru neikvæðir útí skól- ann þá litar það nemandann og hindrar óhjákvæmilega alla náms- framvindu hans þar. En sé spum- ingin hins vegar sú hvort waldorf- skólinn sé heppilegri fyrir alla þá nemendur sem eiga jákvæða for- eldra þá verður erfiðara um svar. Það eru einnig til nemendur sem algjörlega af eigin hvötum finna sig ekki í waldorfskólunum — fyrst og fremst kemur það fyrir í eldri bekkj- unum. Þeir vilja eitthvað annað. Og ástæðan liggur djúpt, djúpt. Maður verður að taka því af fullri alvöru að í sérhverri manneskju búa ákveðnar tilhneigingar sem liggja mjög djúpt. Antrópósófían álítur reyndar að þessar tilhneigingar komi úr fyrri lífum. Það eru til nemendur sem hafa mjög sérstakar gáfur, sem waldorfskólunum getur gengið misvel að mæta. Ef óán- ægja þeirra litar skólagöngu þeirra ár eftir ár, þrátt fyrir allar hjálp- araðgerðir kennara, þá er nauðsyn- legt fyrir nemandann að leita sér að öðrum skóla, sem hugsanlega mætir þessum tilhneigingum á betri hátt en waldorfskólinn." Breytingar á skólakerf inu Finnst þér að almenna skóla- kerfið hafi nálgast waldorfupp- eldisfræðina þau ár sem þú hefur verið kennari? „Að nokkru leyti. Það sem kannski er mikilvægast og það sem mest er rætt um nú, er sú ákvörðun yfirvalda að það beri að stefna að því í Svíþjóð að gera kennurum kleift að kenna einum og sama bekknum að minnsta kosti í sex ár, ýmist frá 1. bekk upp í 6. bekk, eða frá 4. bekk til 9. bekkjar. Ég sat fund hjá Skolöverstyrelsen þar sem það kom fram að ein helsta kveikjan að þessari hugmynd og fyrirætlan ' séu waldorfskólarnir. Þetta er nýtt f sænska grunnskólan- um og er ekki enn komið til fram- kvæmda. Nú er viðurkennt að það gefi góðan árangur að einn og sami kennarinn fylgi nemendunum ekki skemmri tíma en sex ár. Að sá kennari sjái um ákveðinn grunnþátt kennslunnar og sinni sambandinu við nemenduma, en honum til að- stoðar verði fagkennarar, það er verið að sækjast eftir þessu djúpa persónulega sambandi milli nem- enda og kennara, sem aðeins skap- ast við rétt skilyrði. Nú er viður- kennt að það sé ekki síður mikil- vægt en að kennarinn hafi svo að segja fullkomna fagþekkingu. Almennt talað, þá hefur áhuginn á listrænni tjáningu nemandans mikið aukist í skólakerfmu. Nú heyrir það ekki lengur til undan- tekninga að kennarar í grunnskól- anum segi nemendum sínum sögur. En á árunum 1965 til 1975 var nánast lagt bann við slíkum sögu- stundum í skólanum; kennarinn átti að láta nemendur sína fá skrif- legt efni, bækur og fjölrit sem gerði mörgum nemendum vonlaust að fylgjast með kennslunni; kennarinn átti að svara spurningum og þar að auki að skapa samband við nem- enduma. Þá var algjörlega horft framhjá þeirri staðreynd að einmitt með sögustundinni skapast raun- verulega sambandið milli nemenda og kennara, en þetta er að breyt- ast.“ Hversu ört breiðist waldorf- hreyfingin út? „1970 voru um það bil 90 skól- ar. í dag eru þeir orðnir vel á fimmta hundrað. A hveiju ári eru stofnaðir- nýir skólar út um allan heim. Flestir eru þeir þó í Þýska- landi. í Svíþjóð eru 17 skólar — 1970 voru þeir 3. Sem stendur er mjög erfitt í Svíþjóð að fá waldorfkennara til starfa. Það er sjálfsagt okkar stærsta vandamál í dag. Að hluta til er ástæðan hversu umfangsmikið starfið er og hversu mikil ábyrgð því fylgir. Önnur ástæðan er sú að launin eru svo takmörkuð. Við get- um einfaldlega ekki greitt almenni- leg laun. Reynslan er sú að áber- andi margir waldorfkennarar eiga góðan maka með góðar tekjur. Það er ein leið að framfleyta sér. En þannig á það náttúrlega ekki að vera. En það er hræðilegt hversu mikið vantar raunverulega af wal- dorfkennurum og hættan er því sú að við fáum kennara sem hafa ekki hlotið almennilega Seminaríum- menntun. Þetta sjáum við sem al varlegt vandamál.“ Waldorfskólar og ríkisvald- ið Hversu vel hefur waldorfskól- unum tekist að halda það mark- mið að skólinn skal vera fyrir alla? „Markmiðið er það sama. Wal- dorfskólinn vill vera skóli fyrir alla. En okkur hefur ekki tekist að gera það að veruleika. Og það á sér mjög djúpar orsakir. Fyrsti skólinn var fyrst og fremst skóli fyrir verka- menn og aðra starfsmenn við Wal- dorf-Astoria-verksmiðjuna. Skólinn varð óhemju vinsæll í Stuttgart og þegar á öðru ári varð ásóknin mjög mikil, einkum frá foreldrum úr svo- kallaðri borgarastétt. Það verður að segjast eins og er að slíkir for- eldrar eru alla jafna áhugasamari um skóla en verkamenn. I dag eru allt að níutíu prósent foreldra sem leita til waldorfskólanna úr því sem við getum kallað borgarastétt. Við höfum því miður ekki mörg tilfelli um hinn dæmigerða verkamann. Vissulega ræður þar efnahags- þátturinn einhveiju um. Og þó varla í mörgum löndum Vestur-Evrópu, þar sem stuðningur ríkis og sveitar- félaga nemur nánast rekstrarkostn- aði skólanna. Þar eru skólagjöldin því óveruleg. í Svíþjóð njóta hins vegar waldorfskólarnir lítils opin- bers stuðnings og því sjálfgefíð að hér hefur efnahagsþátturinn vissu- lega afgerandi þýðingu um það hvort foreldrar senda böm sín í waldorfskóla eða ekki. Það stoðar ekki einu sinni þótt við segjum for- eldrunum að koma samt sem áður — barnið sé velkomið; þeir sem geti ekki borgað, þurfí heldur ekki að gera það, því verði bjargað á annan hátt. Og þótt viðhöfð sé þagnarskylda hveijir borga og hveijir ekki, þá er fólk nú einu sinni þannig gert, að flestir vilja ekki skynja sig sem byrði á öðrum og afþakka því boðið eða maður heyrir aldrei frá þeim. Fjölda slíkra for- eldra getur maður aldrei metið, það liggur í hlutarins eðli. Hvað peninga varðar höfum við vægast sagt mjög einkennilega stöðu. Ef við athugum kostnaðinn sem ríkið hefur af hveijum nem- anda í grunnskóla í Stokkhólmi þá var sú upphæð lesárið 1985—86 35 þúsund sænskar krónur. í athugun sem gerð var í 10 waldorfskólum (og níu þeirra hlutu einhvern ríkis- styrk) nam kostnaður við hvern nemanda minna en 13 þúsund krón- um. Samanborið við 35 þúsundin í ríkisskólunum! Þannig að foreldrar með böm í waldorfskóla greiða tvöfalt skólagjald, bæði til waldorf- skólans og þessi 35 þúsund sem eru raunverulegt skólagjald í ríkisskól- unum. Þetta er náttúrulega ósann- gjamt í meira lagi. Af þessum 13 þúsundum, sem kostnaðurinn er við hvem nemanda í waldorfskóla, verða foreldrar sjálf- ir að borga að meðaltali um 40% í formi skólagjalda og að hluta til afla peninganna með basar, fjár- söfnunum og öðmm þeim aðgerðum sem þeim dettur í hug. Og þá getur maður skilið að flestir foreldrar sem við fáum eru foreldrar sem em til- búnir að leggja mikið af mörkum." Af hveiju stafar þessi mót- staða sem mætt hefur waldorf- skólum og gerir að verulegu leyti enn, þar sem greinilegt er að þeir spara ríkinu umtalsverðar fjárhæðir? „I þessu landi er sú skoðun ríkjandi að það sé hlutverk þjóð- félagsins, ríkis og sveitarfélaga, að sjá um skólahald fyrir alla. I slíka skóla eiga allir að ganga. í Svíþjóð er nokkurs konar ríkishollusta ótrú- lega sterk tilfínning og hefð, líklega mun sterkari en á hinum Norður- löndunum. Meðal Svía ríkir djúp, djúp hollusta við ríkið. Sænska ríkið hefíir samtímis bæði verið drottn- andi og mannúðlegt; tiltölulega mannúðlegt ríki en vill algjörlega vera sem faðir yfir börnum sínum. Þannig hefur sænska ríkið verið um langan tíma. Og þá finnst „pabba“ að bömin sín skuli alast upp á þann hátt sem „honum" fínnst réttast. M.a. þess vegna er mjög erfítt að fá í gegn sjálfstæða, öðruvísi skóla. Núna virðist þó breytinga að vænta. Sósíaldemókratamir, sem að mestu leyti bera uppi þessa drottnandi og mannúðlegu samfélagshefð, segja nú að við verðum að skapa mismun- andi skólum ólík „andlit". Menn hafa ekki farið varhluta af þessu sinnuleysi sem ríkir í skólunum og hvemig það breiðist út. Nú vilja menn breyta þessu innan gmnn- skólans. Vilji einhver skólinn beita Monteseori-uppeldisfræðinni, þá gjöri hann svo vel. Vilji annar Frei- net-uppeldisfræði þá er það einnig í lagi. Einn vill waldorfuppeldis- fræði o.s.frv. Og þá þurfíim við einnig sjálfstæða skóla sem geta orðið gmnnskólunum til hjálpar til að þróa þessa uppeldisfræði í fram- kvæmd. Waldorfskólarnir em að öðlast enn jákvæðara tilvistargildi en áður. Þeir em til og em til hjálp- ar. Þessi stefnubreyting stjómvalda er hinsvegar ekki enn komin til framkvæmda. Þetta kom fram á síðasta þingi sósíaldemókrata sem hluti af tillög- um flokksforustunnar um væntan- lega stefnuskrá. Sósíaldemókratar virðast því núna vera jákvæðir gagnvart sjálfstæðum skólum; vilja að þeir njóti virðingar í þjóðfélaginu og hljóti Qárstuðning ríkisins. Við emm skyndilega ekki lengur til baga heldur til hjálpar. Hvers þetta leiðir til vitum við ekki, en þetta getur haft í för með sér gmndvallar- breytingar á sænska skólakerfinu.“ Er þá hætta á að waldorfskól- arnir verði innlimaðir í almenna skólakerfið? „Nei, því trúi ég ekki. Sú til- hneiging var til staðar á tímabilinu 1970—80 og var reyndar óhemju sterk, en sú fyrirætlan mætti svo mörgum lagalegum hindmnum að það varð nánast ógemingur að koma henni í framkvæmd. Því var ákveðið að hreyfa ekki frekar við því og waldorfskólamir fengu áfram að vera sjálfstæðir skólar. Ég held að menn komi ekki til með að reyna það nokkm sinni aftur. Þess í stað mun þróunin verða frek- ar í þá átt að þessir sjálfstæðu skól- ar öðlist meiri virðingu, verði metn- ir meira sem eins konar tilrauna- stofur sem em til staðar. Þetta em vissulega einskonar uppeldisfræði- legar tilraunastofur sem kosta til- tölulega lítið fé og menn eiga að gleðjast yfir. Þróunin verður í þessa átt; við fáum að vera svona lifandi tilraunastofur í framtíðinni. En ríkið verður að taka meiri þátt í kostnaðinum en það gerir nú, annað er ekki réttlátt, það er óverðugt að vita til þess að waldorfkennarinn hefur um 50—60% af þeim launum sem nokkum veginn samsvarandi vinna við gmnnskólann veitir. Það getur ekki liðist í landi sem hefur jafn félagslegan jafnréttisgmnn og Svíþjóð. Þess vegna hlýtur það að breytast fyrr eða síðar. Við getum sætt okkur við að fá dálítið minna fjármagn frá ríki og sveitarfélögum en það sem skóla- vist í ríkisskólunum kostar — og ríkið mun því spara sér dálítið af peningum með tilvist okkar, en ekki að svo miklu leyti sem það gerir nú. Við beijumst núna mjög LANDSSAMBAND lífeyrissjóða hefur sent frá sér ályktun þar sem það mótmælir þeirri nei- kvæðu umræðu sem á sér stað um verðtryggingu og bendir á gildi verðtryggingar fyrir spari- fé landsmanna, sér í lagi þann mikla sparnað, sem geymdur er í lífeyrissjóðum landsmanna og ætlaður er til greiðslu verð- tryggðs lífeyris. í ályktuninni segir ennfremur: „Hluti af vanda lífeyrissjóðanna stafar af því að fé þeirra brann á verðbólgubálinu fyrir daga verð- tryggingarinnar. Lífeyrissjóðirnir væru öldungis ófærir um að greiða þann lífeyri, sem þeir greiða í dag, ef verðtryggingar hefði ekki notið við hin síðari ár. Til þess að lífeyris- sjóðimir geti greitt verðtryggðan hart fyrir þessari sanngjörnu kröfu, og einhvern tímann tekst okkur að fá hana í gegn, spurningin er að- eins hvenær. Og það getur gerst nokkuð hratt, þar sem við erum skyndilega orðin dálítið forvitnileg sem tilraunastofur fyrir skólakerfið í heild sinni. Annað sem mun einnig hjálpa til er yfirlýstur vilji okkar að vinna í samvinnu við skólakerfið, að þeir grunnskólar sem vilja að einhveiju leyti beita waldorfuppeldisfræðinni innan síns skóla geti gert það. Við Rudolf Steiner Seminariet hér í Járna mun að öllum líkindum, í - fyrsta sinn á vorönn 1989, verða boðið upp á 5 mánaða námskeið fyrir starfandi grunnskólakennara sem vilja kynna sér nánar waldorf- uppeldisfræðina með það í hyggju að geta beitt ýmsum þáttum hennar innan síns bekkjar eða skóla. Við munum leggja okkar lóð á vogar- skál samstarfsviljans, við sýnum að viljum hjálpa til við nauðsynlegar umbætur á skólakerfinu. Þegar vel- vilji okkar er svo augljós þá er erf- itt fyrir skólakerfið að segja: „Já takk og þið megið gera þetta ókeyp- is!“ Þetta námskeið er ekki hugsað fyrir þá sem vilja kenna við hina sjálfstæðu waldorfskóla. Þetta er fyrir kennara við grunnskólann sem vilja nota í meira eða minna mæli þætti úr waldorfuppeldisfræðinni við kennslu í grunnskólanum. Þetta er fyrir kennara með áhuga á sögu- stundinni, þá sem vilja láta nemend- ur sína syngja mikið, blása í flautu, mála .. . sérstaklega í yngri bekkj- unum. A fimm mánuðum álítum við að okkur takist að gefa það góðan og stöðugan grunn á þessum svið- um að það nægi grunnskólakennara til að umskapa kennsluna í það horf sem hún eða hann sækist eft- ir. Það er allt annar hlutur að ætla sér að kenna í waldorfskóla, þá verður maður til að byija með að kynna sér antrópósófíuna, þennan þekkingarveg um manninn, og halda á djúpin í waldorfuppeldis- , fræðinni, svo álít ég og margir aðr- ir að minnsta kosti,“ sagði Frans í Carlgren að lokum. Hvort það er hinum verðandi f waldorfkennara nauðsynlegt eða • ekki að afla sér menntunar á wal- dorfseminaríi áður en tekist er á við sjálfa kennsluna, eru ekki allir á einu máli um innan waldorfhreyf- ingarinnar. Annar waldorfskólinn í Járna, Nibbleskólinn, hefur að þessu leyti mikla sérstöðu meðal annarra waldorfskóla. Meðal kenn- aranna þar er ekki álitið að mennt- un kennarans sé það mikilvægasta af öllu; það er látið einu gilda hvort hann hefur hlotið skólun í antrópó- sófu Rudolfs Steiners eða gengið í lögregluskólann. Það mikilvægasta er að kennarinn sé í samræmi við þá stemmningu og þann grunn sem skólinn byggist á. TEXTI: Guðni Rúnar Agnarsson MYNDIR: Vala Haraldsdóttir lífeyri í framtíðinni verða eignir þeirra að halda verðgildi sínu og gefa eðlilega raunávöxtun. Nauðsynleg forsenda þess að fella niður verðtryggingu er stöðugt efnahagslíf og varanleg hjöðnun verðbólgu. Ríkisvaldið verður að skapa þessar forsendur áður en hægt er að reyna að fella niður verðtryggingu án þess að eyði- leggja traust á sparnaði. Lánskjaravísitalan, sem grund- völlur verðtryggingarinnar og mælikvarði á verðlag, hefur sætt miklu ámæli að undanfömu. Þó hafa tekjur almennt hækkað miklu meira en lánskjaravísitalan hin síðari ár. Verðtrygging miðað við t.d. tekjur hefði orðið lántakendum miklu óhagstæðari en verðtrygging miðað við lánskjaravísitölu." Landssamband lífeyrissjóða: Verðtrygging1 nauðsyn fyrir lífeyrissjóðina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.