Morgunblaðið - 25.06.1988, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
55
I'
Kveðjuorð:
Ragnar Signrðs-
son, Neskaupstað
Fæddur 27. janúar 1930
Dáinn 29. apríl 1988
Minningarnar hrannast upp er
ég frétti lát vinar okkar, Ragnars
Sigurðssonar sparisjóðsstjóra á
Neskaupstað, en kallið kom til
hans löngii fyrir aldur fram.
Á sólbjörtum sumardegi, er sólin
gyllti láð og lög, vorum við hjónin
í einni af okkar mörgu ferðum til
Norðijarðar. Með okkur var
tengdamóðir mín, þingeysk, sem
aldrei hafði litið Austurland og
átti engin orð yfir fegurð fjarð-
anna. Morguninn eftir er hún leit
út kallaði hún upp: „Hvað er nú
þetta?“ Ég leit upp og sagði: „Þetta
er nú bara Austfjarðaþokan okk-
ar.“ „Svona dimm að ekki sést í
næsta hús,“ sagði hún undrandi.
Já, svona eru veðrabrigðin í henni
veröld, það birtir á morgun.
Nú hefur þokan lagst yfir fjörð-
inn fagra, þó með öðrum hætti sé,
er Ragnar Sigurðsson, einn af
bestu sonum þessa staðar, er hrif-
inn burt svo fljótt.
í þessari fjölskyldu er stutt
stórra högga á milli, fyrst Styrkár
og nú Ragnar. Enginn fær svarað
spumingunni miklu, hvers vegna?
Ég vil ekki dvelja við skuggana,
heldur ylja okkur við minningamar
um glöðu og björtu dagana.
Á hveiju sumri fómm við hjónin
saman með fjölskyldu okkar aust-
ur, til að fá enduræringu á sálar-
tetrið, hjá Sigurborgu frænku og
elskulegum manni hennar, Antin
Lundberg. Hjá þeim ríkti kærleik-
ur, gleði og friður.
Þegar stökumar hennar frænku
flugu um loftið var stutt í hláturinn
svo húsið glumdi af kæti og hlátur-
inn ómaði. Hjá þeim var samkomu-
staður fyrir alla fjölskylduna, unga
sem aldna — fjölskyldan var svo
nátengd.
Þama við fjörðinn settust bömin
þeirra að og byggðu sér hús og
falleg heimili, sem við skunduðum
svo á milli og heimsóttum, til Lalla
og Emu, Nonna og Grétu og til
frændanna góðu á Gilsbakka.
Þama í þessu umhverfi kynnt-
umst við Ragnari fyrst. Hann hafði
. þá nýlokið námi í loftskeytaskólan-
um og var að fara á togara sem
faðir hans og tengdafaðir vom
hluthafar að.
Hann var þá einnig að stíga sín
fyrstu spor með heimasætunni,
fallegu og góðu, og urðu þau svo
undur samstiga alla leið.
Foreldrar Ragnars vom Kristr-
ún Helgadóttir, þingeyskrar ættar
er lengi veitti forstöðu Egilsbúð,
og Sigurður Hinriksson útgerðar-
maður, austfírskur. Ragnar var
einkasonur þeirra hjóna, en seinna
tóku þau kjörson, Hinrik. Þau
bjuggu alla tíð í Tröllanesi, en
keyptu nú á seinni áram neðri
hæðina í húsi Ragnars og Stínu.
Ragnar og Stína giftu sig 1954,
þau reistu sér hús að Þiljuvöllum
í Neskaupstað og byggðu sér þar
fagurt heimili.
Og seinna er þau Bogga og
Lúnni vom fallin frá varð þetta
samastaður allrar íjölskyldunnar
eins og fyrr hafði verið í Nýjabæ
og hér ríkti sama andrúmsloftið.
Ragnar og Stína eignuðust fjög-
ur mannvænleg böm, sem öll em
gift og hafa stofnað sín eigin heim-
ili, Sigurður, giftur Ragnheiði Hall
og búa þau í Mosfellsbæ, Sigur-
borg, gift Hólmgrími Heiðrekssyni
kennara, og rekur hún sína eigin
listmunagerð, Jasmín, í Neskaup-
stað, og Kristrún, er býr með
Snorra Styrkársyni viðskiptafræð-
ingi í Reykjavík.
Ragnar unni sínum fæðingar-
stað og vann alla tíð af hug og
hjarta að öllum málum sem til
hagsældar og uppbyggingar máttu
verða í bæjarfélaginu. Hann var
mjög virkur á öllum sviðum og sat
í fjölda ráða og stjóma enda mikið
til hans leitað.
Eftir að hann hætti á sjónum
varð hann hafnarstjóri og vann
ötullega að uppbyggingu hafnar-
mannvirkjanna nýju sem á margan
hátt bera vitni um stórhug hans
og þá stóm framtíðarsýn sem hann
bó yfir í svo ríkum mæli.
Síðustu árin var hann fram-
kvæmdastjóri Sparisjóðs Neskaup-
staðar og einnig þar naut hann sín
vel og hans ljúfa og glaða lund og
átti hann miklum vinsældum að
fagna í starfí.
Við sendum þeim öllum, Stínu
og bömunum, foreldmm Ragnars
og bræðmm Stínu, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og óskum og
vonum að þokunni létti sem fyrst
og við horfum til sólarinnar með
vissu um endurfundi að ferðinni
lokinni.
Dúdda og Eysteinn
Jóhann S. Guðmunds-
son — Minning
Fæddur 23. desember 1889
Dáinn 13. júní 1988
Afí, Jóhann Sigurður Guð-
mundsson, var fæddur að Selá á
Árskógsströnd á Þorláksmessudag
1889. Foreldrar hans vom hjónin
Róselía Jóhannsdóttir og Guð-
mundur Kristinn Jónsson, sem þá
vora þar til heimilis. Róselía var
dóttir Jóhanns Friðriks Sigurðs-
sonar og Guðrúnar Jónsdóttur,
búandi hjóna á Selá, en Guðmund-
ur var Skagfírðingur að ætt. Vom
foreldrar hans Þómnn Jónsdóttir
frá Valabjörgum og Jón Einarsson.
Átta ára gamall fór afí úr foreldra-
húsum ráðinn smali að bæ þar í
grennd, _en 10 ára fór hann að
Stærra-Árskógi til Sæmundar
Sæmundssonar og var þar í sex
ár. Þar þótti honum gott að vera,
mikil umsvif til lands og sjávar og
góður viðurgjömingur. Þar kynnt-
ist hann fyrst sjósókn, sem síðan
varð atvinna hans í um sextíu ára
skeið. Snemma varð afí dugmikill
og framtakssamur. Er hann kom
aftur í foreldrahús hóf hann sjó-
sókn á eigin vegum. Snemma
komst hann yfír byssu og varð góð
skytta, skaut seli, hnísur og svart-
fugl til búdrýginda. Á skútum var
hann í nokkur ár. Á þeim ámm
urðu þeir eitt sinn fastir í ís inni
á Norðurfirði á Ströndum seint í
maí. Afí var ráðinn annars staðar
frá 1. júní, og ekki vildi hann verða
of seinn í nýju vistina, svo að hann
lagði Iand undir fót og gekk heim
á Hauganes, en þar var hann bú-
settur þá. Hann réðist á vélbát frá
Hrisey á fyrstu áram vélbátanna,
fyrst sem háseti og síðar formað-
ur. Hann var í mörg ár formaður
á bátum frá Hrísey, Dalvík, Siglu-
fírði og Hauganesi, fyrst fyrir aðra
en skömmu eftir 1920 eignaðist
hann mótorbátinn Sverri í félagi
við annan mann, og var með hann
upp frá því. Hann var lánsamur
alla sína formannstíð, aldrei hentu
hann nein óhöpp og vom aflabrögð
góð.
Árið 1917 kvæntist hann Sig-
urlínu Sigurðardóttur ættaðri úr
Svarfaðardal. Fyrstu árin bjuggu
þau á Hauganesi. Amma dó árið
1946. Amma og afi eignuðust
fímm böm, þau em: Bima Guðrún,
ekkja Kjartans Valdemarssonar á
Hauganesi, Anna Rósamunda gift
Þorsteini Magnússyni á Akureyri,
Jónína Guðrún, ekkja Jóhanns G.
Ragúels á Akureyri og Jóhann
Sverrir, kvæntur Sæunni Kristj-
ánsdóttur í Grindavík. Eina dóttur,
Dagnýju, misstu þau bam að aldri.
Þá ólu þau upp systurson afa,
Sverri Traustason. Hann er kvænt-
ur Þorbjörgu Ingibergsdóttur og
býr í Reykjavík. Afkomendur
þeirra afa og ömmu er orðin æði
stór hópur. Eftir lát ömmu fluttist
afi til Akureyrar með Rósu dóttur
sinni og manni hennar, og var til
heimilis hjá þeim þangað til hann
kvæntist öðm sinni sjötugur að
aldri. Seinni kona afa hét Hóm-
fríður Guðvarðardóttir frá Ólafs-
fírði. Þau bjuggu saman í rösklega
20 ár. Mjög var gestkævmt á heim-
ili þeirra, og fékk enginn að fara
án þess að þiggja veitingar, slík
var gestrisni þeirra. A efri áram
eignaðist afí bíl, og ferðuðust þau
Hólmfríður vítt um land og lágu
þá við í tjaldi sem ungt fólk væri.
Nokkur síðustu árin var Hólmfríð-
ur sjúklingur, og var aðdáunarverð
sú umhyggja sem afi sýndi henni,
þá kominn um nírætt. Á Dvalar-
heimilið Hlíð fluttust þau 1982 og
andaðist Hólmfríður skömmu
seinna. Afí var feikna duglegur
maður og harkan við sjálfan sig
undanlátslaus. Skapmikill var
hann og þótti ef til vill stundum
full hreinskilinn, en hann var fljót-
ur til sátta og ekki langrækinn.
Líkamlegum kröftum hélt hann til
hárrar elli, t.d. ók hann bíl til 94
ára aldurs, og andlegum styrk
hélt hann til dauðadags.
Ég vil fyrir hönd okkar bama-
bamanna þakka afa samfylgdina.
Hann var alla tíð vakandi yfír vel-
ferð okkar, tilbúinn til aðstoðar
væri þess þörf. Hann var maður,
sem gott er að minnast.
Magnús Þorsteinsson
Kveðjuorð:
*
Karólína A. Guð-
mundsdóttir frá
Rafnkelsstöðum
Fædd 22. september 1921
Dáin 8. júní 1988
Dey fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Þegar ég frétti lát Köllu frænku
minnar þann 8. júní sl. þá brá mér
í brún, þrátt fyrir það að ég vissi
að hveiju stefndi. Ég heimsótti
hana viku áður en kallið kom og
var hún þá hress að vanda og
fylgdist vel með því sem var að
gerast í kringum hana og hjá
hennar nánustu.
Ef til vill hefur það verið henni
fyrir bestu að hún þurfti ekki að
heyja lengra stríð í baráttunni við
hinn illvíga sjúkdóm er hafði hel-
tekið hana á svo skömmum tíma.
Það var ekki hennar lífsstíll að
vera upp á aðra komin og láta
hafa fyrir sér. Þvert á móti þekkti
hún ekki annað en að fóma sér
og aðstoða aðra. Ég held að það
séu ekki margir í dag, sem myndu
sýna foreldmm sínum jafn mikið
trygglyndi og aðstoð og hún gerði.
Það má segja að hún hafí séð um
tvö heimili á meðan foreldrar
hennar lifðu og var henni aidrei
fullþökkuð sú fómfysi af okkur
ættingjum hennar. Ekki má
gleyma þætti eiginmanns hennar
þar sem hann reyndist tengdafor-
eldram sínum alla tíð sem besti
sonur.
Karólína Ásthildur Guðmunds-
dóttir var fædd í Holti í Garði
þann 22. september 1921. Foreldr-
ar hennar vom merkis- og dugnað-
arhjónin Guðrún Jónasdóttir og
Guðmundur Jónsson, útgerðar-
maður á Rafnkelsstöðum í Garði.
Karólína var hin fímmta af átta í
aldursröð bama Guðrúnar og Guð-
mundar og jafnframt eina stúlkan.
Eftirlifandi em Jónas, Ragnar og
Gunnar. Tveir bræður létust í
bemsku og hétu þeir báðir Jömnd-
ur, en tvíburamir Jón Garðar og
Kristján Valgeir sem vom elstir
létust báðir rúmlega fertugir.
Það vom mikil umsvif á þessu
stóra heimili, þar sem bæði var
rekinn búskapur og útgerð af
miklum myndarskap. Kalla spar-
aði ekki krafta sína við að hjálpa
til og gekk í öll verk bæði úti og
inni af sínum alkunna dugnaði.
Hún fór í húsmæðraskóla eins
og títt var um ungar stúlkur á
þessum tíma. Þá fræðslu og
menntun, sem hún aflaði sér þar,
nýtti hún vel, enda var hún sérs-
taklega myndarleg húsmóðir og
var hún rómuð fyrir matargerð
sína og hversu góður gestgjafi hún
var.
Það urðu mikil þáttaskil í lífí
Karólínu þann 12. ágúst 1955
þegar hún giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum, Sigurði Bjömssyni
frá Isafirði. Það má segja að það
hafí verið táknrænt fyrir hana að
láta brúðkaupsdag sinn bera upp.
á afmælisdag móður sinnar.
Fyrstu búskaparár sín áttu þau
Karólina og Sigurður heima á
Rafnkelsstöðum og þar fæddust
þeim þijú böm þeirra, tvíburamir.
Erla Björk og Sævar Þór árið
1956 og einu ári síðar sonurinn
Rafnkell. Áður hafði Karólína
eignast soninn Guðmund Krist-
berg Helgason, fæddan árið 1950.
Seinna byggðu þau sér hús, sem
ekki var langt frá æskuheimili
hennar, enda var hún alla tíð
kennd við Rafnkelsstaði.
Heimilið var hennar heimur, þar
sem alltaf var hægt að ganga að
henni vísri og nutu þess margir
að geta komið óvænt í heimsókn
og ekki síst bamaböm hennar,
sem henni var svo annt um.
Nú er þessi mæta kona farin
yfír landamæri lífs og dauða, en
hún trúði statt og stöðugt á annað
líf eftir dauðann. „
Sár er söknuður eiginmanns,
barna, barnabarna og tengdadótt-
ur. Guð gefí ykkur öllum styrk til
að bera þann harm.
Ég vil á kveðjustund þakka
frænku minni fyrir alla vináttuna
og samfylgdina sem því miður var
allt of stutt.
Guðrún Garðarsdóttir
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar ti!
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
em tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
em birtar afmælisfréttir með mynd i dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.