Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 fclk f fréttum Lisa Bonet gerir hvað sem henni sýnist hvort sem Bill Cosby eða aðrir eru ekki sáttir við það. LISA BONET Allt vitlaust Nú gengur mikið á hjá Bill Cosby og fjölskyldu hans í þáttunum um fyrirmyndarföður. Lisa Bonet sem leikur eina af fyrirmyndardætrunum í þáttun- um er að gera allt vitlaust. í maí olli hún gífurlegu hneyksli þegar hún lét birta myndir af sér kvik- nakinni í tímaritinu „Rolling Stone“. Bill Cosby varð ævareiður og sagði að svona mundi engin góð dóttir haga sér og hafði hann áhyggjur af því hvað áhorfendur þáttanna myndu halda. Munaði engu að hann gæfi Lisu reisu- passann af þessu tilefni. Þrátt fyrir viðbrögð Bills hefur Lisa nú öll færst í aukana. Hún segir, „Ég get ekki verið elsku góða dóttirin hans Bills að eilífu. Eg er orðin stjarna fyrir eigin verðleika núna og enginn getur ákveðið hvað ég má eða má ekki og þá allra síst Bill Cosby.“ Ekki er langt síðan Lisa giftist Lenny Kravitz þvert á vilja Bills. Hún tók síðan upp á því að vera með sinn eigin þátt sem kallast „Vistaskipti" og fjallar um lífíð í heimavistarskóla. Bill lagði reynd- ar blessun sína yfir þá þætti en nú hefur Lisa gert útslagið. Eitt kvöldið hringdi Lenny Kravitz skellihlægjandi í Bill og spurði hvemig honum fyndist að verða afi. Lisa er víst ófrísk og kemur það upp á mjög óheppilegum tíma. „Ég fékk áfall segir Bill Cosby. Við höfum verið í vandræðum með Lisu en þetta er því miður ekki bara hennar einkamál, heldur kemur þetta við alla sem vinna við þættina. Lisa getur ekki verið með í þáttunum meðan hún er í þessu ástandi." Nú stendur valið um að finna aðra leikkonu sem getur tekið við hlutverki Lisu eða láta fyrirmynd- ardótturina fara í námsreisu til Evrópu meðan Lisa gengur með bamið. Bill telur að ekki sé hægt að láta Lisu, kasólétta, leika hina saklausu Denisee. Allir vita að Lisa er ófrisk og það kæmi fárán- lega út að reyna að fela það. Lisa lætur sér hvergi bregða og segir, „Það er ákvörðun mín og Lennys hvenær við viljum eignast bam og það skal enginn, ekki einu sinni Bill Cosby, skipta sér af því. Það verður að breyta hlut- verki mínu í stað þess að reyna Bill Cosby er afar óánægður með framferði Lisu Bonet og telur að það spilli ímynd fyrir- myndardótturinnar í þáttunum hans. að breyta mér því að þeir geta ekki rekið mig. Þessir þættir standa og falla með mér.“ Lögreglumaður í Keflavík hlýtur viðurkenningu Keflavik. Oskar Þórmundsson lögreglu- fulltrúi í Keflavík var nýlega sæmdur æðstu viðurkenningu, þriðju gráðu, sem Alþjóðasamtök lögreglumanna (Intemational Police Association) veita fyrir vel unnin störf. Oskar hefur starfað sem lög- reglumaður í 17 ár, fyrst í götulög- reglunni í Reykjavík, síðan á Keflavíkurflugvelli og þaðan lá leiðin til Keflavíkur. Þar hefur hann starfað undanfarin 9 ár og annast rannsóknir fíkniefna- og sakamála. Óskar hefur látið fé- lagsmál mikið til sín taka, hann hefur verið í stjórn Islandsdeildar IPA síðan 1975 og forseti síðan 1983. - BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Óskar Þórmundsson lögreglu- fulltrúi í Keflavík með viður- kenninguna sem IPA, Alþjóða- samtök lögreglumanna, veittu honum fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna. Morgunblaðið/Ól.K.M. Sigrún Ó. Ólsen og Þuríður Hermannsdóttir. Reykhólar: Mikil aðsókn í afslöppunardvöl Miðhúsum, Reykhólasveit. TVÆR reykvískar konur, þær Sigrún 0. Ólsen og Þuríður Hermannsdóttir, tóku Reykhóla- skóla á leigu í sumar og hefur ver- ið þar heilsu- og afslöppunarheimili síðan 27. maí. Þangað koma gestir í sex daga afslöppunardvöl frá mánudagi til sunnudags. Síðasta vika sumarsins erfrá 18. til 24. júlí. Fyrstu vikuna voru gestir aðal- lega frá Þýskalandi og Sviss en svo komu íslendingar frá hinum ýmsu stöðum landsins. Að sögn forstöðu- kvennanna þeirra, Sigrúnar og Þuríðar, er fullbókað í allt sumar að mestu og er aðeins rúm fyrir 6—7 manns í viðbót. Mest hafa dvalið á hótelinu í einu 20 gestir. Fæðið er heilsufæði og allt gert til þess að grænmeti og kom sem notað er sé lífrænt ræktað. Þær stöllur hafa lært fræði sín erlendis og Þuríður hefur lært matreiðslu og önnur fræði þar í þrjú misseri. Sigrún hefur verið við nám í Lon- don, Sviss og Boston og svo hefur hún starfsreynslu frá Jóni Sigur- geirssyni en hann var með svipaðan rekstur á Varmalandi í Borgarfirði í mörg sumur. Fæðið er fyrst og fremst korn- og grænmetisfæði og er kallað á erlendri tungu makróbíótík. Sýni- kennsla er í matreiðslu og fá hótel- gestir með sér uppskriftir svo þeir geti haldið áfram þessari neyslu þegar heim er komið. Einnig eru kenndar líkamsæfingar og reynt að kenna þær þannig að þátttakendur geti haldið við kunnáttu sinni þegar heim er komið. Fyrirlestrar eru þama um hugleiðslu og til dæmis mun Halldór Kristjánsson lækn- ingamiðill segja frá reynslu sinni og kynnum sínum af huldufólki og álfum. Sigrún kennir vatnslitamál- un en hún er starfandi listamaður og að auki er boðið upp á nudd. Nuddari verður Magnús Guðmunds- son. - Sveinn 17. júní á Flateyri Sumarbúðafólkið frá Kálfeyri, eins og þessir krakkar kölluðu sig, kom í vagni, sem dreginn var af traktor, til hátíðarhaldanna á Flateyri á 17. júní. Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Flateyri. Leikfélags Flateyrar stóð fyr- ir hátíðarhöldum á 17. júní. Mikið rigndi og þeir sem mættu gölluðu sig bara eins og við átti í rigningunni. Dagskráin hófst með því að safnast var saman fyrir framan Brauðgerðina og farið þaðan í skrúðgöngu að skólanum. í skrúð- gönguna mættu skrítnir gestir sem komu akandi á dráttarvél í bæinn og kölluðu þeir sig sumar- búðafólkið frá Kálfeyri. Oddviti Flateyrarhrepps, Ægir Hafberg, flutti hátíðarræðu og þar á eftir var ávarp fjallkonunn- ar. Að því loknu var hið árlega víðavangshlaup sem ungmennafé- lögin Grettir á Flateyri og Önund- ur í Mosvallahreppi standa sam- eiginlega að ár hvert. Síðan var farið í ýmsa leiki og keppni á íþróttavellinum. Um kvöldið var svo haldið di- skótek fyrir yngri kynslóðina í félagsheimilinu og var þar mikið fjör, virtust börnin ánægð með daginn, en það er ekki alltaf sem 17. júní er haldinn hátíðlegur á Flateyri. - Magnea
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.