Morgunblaðið - 25.06.1988, Page 65

Morgunblaðið - 25.06.1988, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 65 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD Karl átti stórleik á Skaganum Skagamenn skutust upp í ann- að sætið með öruggum sigri á KR-ingum ígærkvöldi. Skaga- menn hófu leikinn mjög vel og sóttu stíft að KR-markinu og skoruðu eitt mark í hvorum hálfleik. A12 mín. fengu Skagamenn sitt fyrsta færi; Mark Duffield átti hörkjuskalla að markinu frá vítateigshorni eftir aukaspyrnu frá mHBHH Sigurði Lárussyni, SigþórEiríksson en Stefán Arnarson, skrifar nmarkvörður, varði meistaralega efst í markhorninu. Eftir þessa góðu byijun Skagamanna jafnaðist leikurinn og á 20. mín. átti Bjöm Rafnsson skot í Þverslá og yfir. Skagamenn náðu forystunni á 30. mín. en þeir höfðu þá átt stórgóða sókn, sem hófst með því að Hafliði Guðjónsson gaf fallega sendingu inn fyrir vörn KR-inga á Karl Þórð- arson. Karl komst á auðan sjó, sendi knöttinn fyrir frá endamörkum og þar kom Gunnar Jónsson og skor- aði af miklu harðfylgi. Undir lok fyrri hálfleiks fengu KR-ingar sín bestu færi í leiknum og hefðu vel getað jafnað með nokkurri heppni. I fyrra skiptið átti Bjöm Rafnsson gott skot í utanverða stöngina úr þröngu færi og Pétur Pétursson IA-KR 2 : 0 Akranesvöllur, íslandsmótið í knatt- spymu, 1. deild, föstudaginn 24. júní 1988. Mörk ÍA: Gunnar Jónsson (30.), Heim- ir Guðmundsson (68.) Gult spjald: Mark Duffield, ÍA (40.) Áhorfendur: 887. Dómari: Baldur Scheving 7. Lið IA: Ólafur Gottskálksson, Hafliði Guðjónsson, Mark Duffield, Sigurður Lárusson, Sigurður B. Jónsson, Heimir Guðmundsson, Ólafur Þórðarson, Guð- bjöm Tryggvason, Karl Þórðarson, Gunnar Jónsson, Aðalsteinn Víglunds- son (Haraldur Ingólfsson á 80. mín.) Lið KR: Stefán Amarsson, Rúnar Kristinsson (Jón G. Bjamason á 72. mín.), Bjöm Rafnsson, Þorsteinn Guð- jónsson, Willum Þór Þórsson, Jósteinn Einarsson, Ágúst Már Jónsson, Gunnar Oddsson, Pétur Pétursson, Sæbjöm Guðmundsson, Þorsteinn Halldórsson (Heimir Guðjónsson 61. mín.) skaut fram hjá fjærstönginni í dauðafæri. í seinni hálfleik hófu Skagamenn leikinn með sama kraftinum og þeir hófu þann fyrri, og áttu tvö ágætis færi. í fyrra skiptið tókst Willum Þórssyni að komast í veg fyrir að Heimi Guðmundssyni tæ- kist að senda knöttinn í mark í góðu færi og skömmu síðar átti Aðalsteinn Víglundsson þrumuskot, en Stefán í markinu varði meistara- lega er honum tókst með naumind- um að slá knöttinn yfir. Þung sókn Skagamanna bar svo árangur á 68. mín, en þá bættu þeir öðru marki við. Aðalsteinn átti stungusendingu inn á Heimi, sem lék inn í vítateig KR-inga og skaut þrumuskoti í fjærhornið, óverjandi fyrir markvörðinn. Eftir þetta var aldrei spuming hvaða lið færi með sigur af hólmi. Skagamenn drógu sig að vísu nokkuð aftar á völlinn, en sóknarlotur KR-inga voru mátt- lausar og áttu Skagamenn í litlum erfiðleikum með að verjast þeim. Þeir fengu hins vegar nokkrar skyndisóknir, og á lokamínútunum hefðu þeir hæglega getað bætt þriðja markinu við. I eitt skiptið lék Karl Þórðarson á hvern KR-inginn á fætur öðrum en gott skot hans frá vítateig fór rétt fram hjá. Skagamenn sýndu það og sönnuðu að þeir eiga fyllilega heima í öðm sæti í deildinni. Þeir áttu góðan leik, einkum þó í sðiðari hálfleik. Baráttan var í góðu lagi hjá þeim og Karl Þórðarson sýndi að hann hefur engu gleymt. Lið KR-inga olli hins vegar vonbrigðum. Það var eins og einhvem neista vantaði í liðið og sóknir þeirra vom ekki sannfærandi, og eftir annað mark Skagamanna varð leikur liðsins ráð- leysislegur. m Karl Þóri g [fn m, ÍA Guðbjöm Tryggvason, Heimir Guðmundsson, Sigurður B. Jónsson, ÍA, Björn Rafnsson, Willum Þór Þorsson, KR TENNIS / WIMBLEDON Morgunblaðið/Július Pétur Pétursson er öllum hnútum kunnugur á Akranesi, en þar lék hann lengi. Hann sótti þó ekki gull í greipar fyrmrn félaga sinna því KR-ingar töpuðu þar i gær. Hér á Pétur í baráttu við Sigurð Lámsson, en Hafliði Guðjónsson liggur í valnum. KNATTSPYRNA / 2. DEILD Langþrádur sigur SELFYSSINGAR náöu lang- þráðum sigri í gærkvöldi er lið- ið fékk Tindastól í heimsókn. Eina mark leiksins var skorað á lokamínútunum eftir nokl.cið þæfingslegan leik. Selfossliðið sótti heldur meira allan leikinn en sóknirnar gengu ekki upp. Tindastólsmönnum gekk betur að þessu leyti og áttu mörg góð færi. Sigurður Langþráð sigur- Jónsson mark Selfyssinga skrifar kom eftir j)unga sókn þar sem liðið lék framarlega og tók áhættu því skyndisóknir Tindastóls vom stór- hættulegar. En markið, sem Guð- mundur Magnússon skoraði fimm íslandsmótið 1. deild ÞÓR - VlKINGUR.............2:1 ÍA - KR....................2:0 Fj. teikja U J T Mörk Stig FRAM 6 5 1 0 13: 2 16 ÍA 7 4 3 0 11: 3 15 KR 7 4 1 2 12: 9 13 KA 6 3 1 2 6: 8 10 VALUR 6 2 2 2 7: 5 8 ÞÓR 7 1 4 2 7: 9 7 ÍBK 6 1 3 2 8: 9 6 VÍKINGUR 7 1 2 4 5: 13 5 LEIFTUR 6 0 4 2 4: 6 4 VÖLSUNGUR 6 0 1 5 3: 12 1 mínútum fyrir leikslok, var greini- lega þess virði. Liðin léku á blautum velli sem setti sitt mark á leikinn sem var frekar' þunglamalegur og mikið um brot. Segja má að dómarinn hafí málað síðari hálfleikinn gulan eftir að hafa gefið leikmönnum of lausan tauminn í fyrri hálfleik. Selfoss- Tindastóll 1:0 (0:0) Mark Selfoss: Guðmundur Magnússon (85.mín.) Maður leiksins: Anton Hartmannsson, Selfossi. 2. DEILD ÍR- ÞRÓTTUR ..............2:3 SELFOSS - TINDASTÓLL......1:0 FH - FYLKIR ..............2:2 KS - VÍÐIR................2:2 Fj. leikja U j T Mörk Stig FH 6 5 1 0 14: 4 16 FYLKIR 6 3 3 0 14: 10 12 VÍÐIR 6 2 2 2 12: 8 8 KS 5 2 2 1 12: 11 8 ÍR 6 2 1 3 10: 13 7 SELFOSS 5 1 3 1 8: 9 6 l'BV 5 2 0 3 10: 12 6 TINDASTÓLL 6 2 0 4 10: 15 6 ÞRÓTTUR 6 1 1 4 10: 14 4 UBK 5 1 1 3 9: 13 4 Lendl enn í vandræðum Sigraði naumlega í 3. umferð í gær. Mandlikova úr leik - tapaði fyrir Önnu Minter IVAN Lendl, besti tennisleikari heims samkvæmt lista alþjóð- lega tennissambandsins ITF, á enn í vandræðum á Wimbledon mótinu. Hann sigraði Hollend- inginn Michiel Schapers naum- iega í gær í spennandi leik í 3. umferð. Lendl kann ekki vel við sig á grasi og það sást í leik hans gegn Hollendingnum sem er í 43. sæti á heimslistanum. Schapers vann fyrstu lotuna, 7:6, en Lendl vann næstu tvær 7:6 og 6:4. Shca- pers svaraði með sigri í fjórðu lotu 7:6, en þó tók Lendl við sér og sigr- aði örugglega 6:1. Leikurinn var hraður og hvorugur sparaði kraftinn. Eftir leikinn var völlurinn illa farinn og engu líkara en að nautahjörð hefði átt leið hjá. Lendl, sem hefur aldrei sigrað á Wimbledon, átti einnig í vandræð- um í 1. umferð og þeir eru fáir sem spá honum sigri. Hann getur þó huggað sig við það að Svínn Jonas Svensson, sem sigraði hann á opna franska meistaramótinu, er úr leik. Hann tapaði fyrir Paul Annacone sem er mættur aftur til leiks eftir nokkurt hlé. Hana Mandlikova, sem nú hefur öðlast ástralskan ríkisborgararétt, tapaði óvænt fyrir landa sínum, Anne Minter, 3:6 og 4:6. Mand- likova hefur átt við meiðsli að stríða og hefur það sést á leik hennar. Minter var hinsvegar mjög kát eft- ir leikinn og sagði það ekki vafa- mál að hún væri besta tenniskona Ástralíu. Fátt annað hefur komið á óvart, en búast má við að stjörnurnar þurfi að hafa meira fyrir næstu leikjum sínum, enda hart barist um hvert stig á þessu óopinbera heims- meistaramóti tennisleikara. 3. DEILD Áml Sveinsson var á skotskónum Jafnt hjá Gróttu Gerði jafntefli gegn Aftureldingu GRÓTTA tapaði fyrstu stigum sínum í A-riðli 3. deildar er lið- ið gerði markalaust jafntefli gegn Aftureldingu í Mosfells- bæ. Grindvíkingar eru í 2. sæti deildarinnar, á eftir Gróttu, og þeir sigruðu ÍK á Kópavogsvelli í gær, 3:0. Hjálmar Hallgrímsson, Pálmi Ingólfsson og Júlíus Pétur Ingólfsson skoruðu mörk Grindavíkur. Stjarnan fikraði sig ofar með ör- uggum sigri á Leikni, 6:1. Árni Sveinsson skoraði þrennu, Valdimar Kristófersson, Heimir Erlingsson og Jón Árnason eitt hver. Mark Leiknis var reyndar einnig skorað af Garðbæingum — í eigið mark. Loks sigraði Víkvetjar Njarðvík- inga, 4:1 í Njarðvík. Níels Guð- mundsson skoraði tvö marka Víkveija, Ólafur Árnason og Guð- mundur Bjömsson sitt markið hvor. Mark Njarðvíkur skoraði Helgi Am- arson. Skoraðu með JVC JVC spólur fást í Hagkaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.