Morgunblaðið - 25.06.1988, Síða 67
MORGUNBLAÐEÐ IÞROTT1R LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
67
ENGLAND
Uverpool
mætir
Charlton
Skrá yfír leiki og leikdaga í
ensku knattspymunni
næsta keppnistímabil var birt í
gær. Meistarar Liverpool munu
leika gegn Charlton á útivelli í
fyrstu umferðinni, sem leikin
verður í ágúst.
Meðal annarra leikja í fyrstu
umferðinni má nefna:
Manchester United - QPR
Wimbledon - Arsenal
Tottenham - Coventry
Everton - Newcastle
Aston Villa - Millwall
Derby - Middlesbrough.
Strax í annarri umferð verður
stórleikur á Anfíeld Road í Li-
verpool. Þá mætast tvö efstu
liðin síðasta keppnistímabil, Li-
verpool og Manchester United.
2. DEILD
Sexgul
spjöld á
loftiá
Siglufirði
TÓMAS Kárason var hetja Sigl-
firöinga í gærkvöidi, með því
að skora jöfnunarmarkið, 2:2,
gegn Víði á elleftu stundu.
Tómas skoraði jöfnunarmarkið
eftir hornspyrnu á 91. mín., en
seinni hálfleikurinn stóð yfir í
fimmtíu mín.
Olafur Sveinsson, dómari leiks-
ins, var mikið í sviðsljósinu.
Hann sýndi sex leikmönnum gula
spjaldið. Þeim Baldri Benónýssyni,
Hafþóri Kolbeins-
syni, Birgi Ingi-
mundarsyni og Paul
Friar hjá KS og
Sævar Leifssyni og
Björgvin Björgvinssyni, Víði.
Rigning og pollar settu svip sinn á
leikinn, sem var mikill baráttuleik-
ur. Vilberg Þorvaldsson skoraði
fyrst fyrir Víði á 17. mín., eftir að
hafa leikið á Magnús Jónsson,
markvörð KS. Björgvin Björgvins-
son átti síðan skot sem hafnaði á
slánni á marki KS. Paul Friar jafn-
aði fyrir KS á 38. mín., eftir að
Steve Rutter hafði átt skot á stöng.
Friar átti þrumuskot af 25 m færi
í seinni hálfleik, en knötturinn small
þá á þverslánni á marki Víðis-
manna. Þegar aðeins fimm mín.
voru til leiksloka skoraði Guðjón
Guðmundsson, 1:2, úr vítaspymu,
fyrir Víði. Leikmenn KS gáfust
ekki upp og sóttu án afláts að
marki Víðismanna. Þeim tókst að
jafna metin. Tómas Kárason skor-
aði markið eftir homspymu. Leikn-
um lauk með sanngjömu jafntefli,
2:2.
Frá
Rögnvaldi
Þórðarsyni
á Siglufirði
KS-Víðir
2:2 (1:1)
Mtirk KS: Steve Rutter (38. mtn.) og
Tómas Kárason (91. mln.).
Mörk Vlðis: Vilberg Þorvaldsson (17.
mín.) og Guðjón Guðmundsson, víta-
spyma (85. mín.).
Maður leiksins: Tómas Kárason, KS.
KÖRFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD
Hreinn Þorkelsson í Val
Morgunblaðið/Einar Falur
Hreinn Þorkelsson mun leika með Val næsta vetur, en hér á hann i bar-
áttu við Torfa Magnússon. Torfi hefur lagt skóna á hilluna og mun þjálfa liðið,
en Hreinn tekur líklega stöðu Torfa í Valsliðinu.
HANDKNATTLEIKUR
Steindór þjálfar Framliðið
Steindór Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik úr Val,
hefur verið ráðinn þjálfari íslandsmeistaraliðs Fram í kvennahand-
knattleik. Steindór þjálfari karlaiið Selfoss sl. keppnistímabil. Framliðið
mun taka þátt í Evrópukeppni meistaraliða næsta vetur.
HREINN Þorkelsson, einn leik-
reyndasti leikmaður ÍBK und-
anfarin ár, hefur ákveðið að
leika með Valsmönnum í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik
næsta vetur. Hreinn á fjöl-
marga landsleiki að baki og
mun líkiega fylla skarð Torfa
Magnússonar sem hefur lagt
skóna á hilluna, en mun ein-
beita sér að þjáifun Valsliðsins.
Mér lýst bara vel á þetta og
held að Valsliðið sé mun
sterkara en árangurinn síðasta ár
gaf til kynna,“ sagði Hreinn Þokels-
son í samtali við Morgunblaðið. „Ég
hef mikla trú á Torfa sem þjálfara,
hann þekkir liðið og hefur mikla
reynslu. Auk þess eru margir góðir
leikmenn í liðinu og Valur verður
örugglega meðal efstu liða í deild-
inni.“
Hreinn hefur leikið á annað hundr-
að leiki með ÍBK og 44 landsléiki.
„Keflvíkingar spjara sig, það er
engin hætta á öðru. Þeir verða
sterkir í vetur og það munar ekkert
um þó að einn fari.“
Lið Vals hefur ekki tekið miklum
breytingum. Torfi Magnússon hefur
þó lagt skóna á hilluna og tekur
við þjálfun liðsins af Bandaríkja-
manninum Steve Bergman. Þá er
Matthías Matthíasson kominn heim
frá Bandaríkjunum og mun leika
með liðinu næsta vetur.
KNATTSPYRNA
Evrópukeppnin
í Svíþjóð 1992?
Svíar og Spánveijar hafa sótt
um að halda Evrópukeppni
landsliða 1992. „Það verður ekki
tekin ákvörðun um það fyrr en
seinna á árinu, hvar keppnin fer
fram. Flestir reikna með að Svíar
fái keppnina, þar sem Spánveijar
héldu heimsmeistarakeppnina
1982 og Ólympíuleikamir fara
fram í Barcelona 1992,“ sagði
Ellert B. Schram, formaður
Knattspymusambands íslands,
sem sat ársþing UEFA í Miinc-
hen, sem lauk í gær.
Ellert sagði að það væri langt um
liðið síðan Sviar hafí haldið stór-
mót í knattspymu. „Þeir héldu
heimsmeistarakeppnina 1958.“
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
Hvað sögðu þeir:
„Ánægður
meðbar-
áttuna"
Eg var ánægður með baráttu
minna manna og að þeir
skyldu ekki gefast upp eftir
slæma byijun. Okkur tókst að
yfirspila þá á köflum í seinni
hálfleik og áttum stigið skilið.
Við munum stefna ótrauðir að
1. deildarsæti en tökum einn
leik fyrir ( einu“ sagði Marteinn
Geirsson þjálfari Pylkis eftir
leikinn.
„K»ruleysi“
Ég er óánægður með að tapa
stigum á heimavelli. Við vorum
of kærulausir og þetta kennir
okkur að við megum ekki slaka
á. Við misstum tök á miéljunni
í seinni hálfleik og FVlkismenn
notfærðu sér það. I heildina
veiða úrsiitin sennilega að te(ji
ast sanngjöm" sagði Helgj
Rágnarsson annar þjátfara FH.
Martelnn Gelrsson
Kristján Hllmarsson skorar hér glæsimark sitt I samskeyti Fylkismarksins. MorgunbiaðuVKGA
Jaf ntefli í toppslagnum
FH-ingar misstu niðurtveggja marka forskot gegn Fylki
FH-INGAR töpuðu fyrstu stig-
um sínum í 2. deild, er þeir
gerðu jafntefli við Fylki 2:2, á
Kaplakrikavelli í gær. Þeir eru
þó langefstir í 2. deild með 16
stig og hafa fjögurra stiga for-
skot á Fylkismenn, sem koma
næstir.
Leikurinn var opinn skemmtileg-
ur á að horfa en mjög köflótt-
ur. FH-ingar sóttu linnulítið fyrsta
hálftímann og skoruðu þá tvö mörk.
Fyrra markið var
Guðmundur sérlega glæsilegt.
Jóhannsson Þá fékk Pálmi Jóns-
sknfar son knöttinn inn í
teig, lék honum
áfram og gaf síðan „Lothar Matt-
háus-hælsendingu á Kristján Hilm-
arsson er kom aðvífandi og skaut
þrumuskoti efst í markhornið.
Síðara mark FH skoraði Kristján
Gíslason eftir samleik í gegnum
vöm Fylkis.
Eftir þetta jafnaðist leikurinn og
áttu Fylkismenn ágæt færi, sem
þeir nýttu ekki. Þeir voru síðan
miklu ákveðnari í seinni hálfleik og
sköpuðu sér mýmörg færi og FH-
ingar fengu einnig sín. Fylkir fékk
síðan vítaspymu á 58. mínútu en
Halldór Halldórson varði vel skot
Amar Valdimarssonar. Menn bjug-
gust eftir þetta við sigri FH en
annað kom í ljós. Þegar aðeins 12
mínútur vom tii leiksloka tókst Jóni
Guðmundssyni að minnka muninn
og aðeins mínútu síðar jafnaði Bald-
ur Bjamason með skalla. Fýlkis-
menn vom síðan nær því að skora
þriðja markið en FH-ingar það sem
eftir var.
Úrslit leiksins verða sennilega að
teljast sanngjöm. FH-ingar vom
betri fyrst en féllu i þá gryfju að
hætta að taka á eftir að hafa skor-
að og Fylkismenn gengu á lagið
með mikilli baráttu. Mörkin hefðu
hins vegar getað orðið miklu fleiri,
svo opinn var leikurinn. Baldur
Bjamason var bezti maður Fylkis
en hjá FH vom Halldór Halldórsson
og Pálmi Jónsson einna sprækastir.
FH - Fylkir
2 : 2(2 : 0)
Mörk FH: Kriatján Hilmarsson (17.
mfn.), Kristján Gíslason (25. mín.).
Mörk Fylkis: Jón Guðmundsson (79.
mín.), Baldur Bjarnason (80. mín.).
Maður leiksins: Baldur Bjamason,
Fylki.