Morgunblaðið - 25.06.1988, Síða 68
Á GRÆNIVIGREIN
EIGNA
MIÐUMIV
27711___________________:
HHHO 1 T S S T g Æ T I 3
Swrrii tnsunsson, sölustióri - Porieífw Guðnwidsson. söluít
ÞórtUur HaKdórssön.tdgfr.-UnrtstóinnBKkfiri., simi I23?0
LAUGARDAGUR 25. JÍINÍ 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR.
Forsetakosningarnar:
174.000 manns
eru á kiörskrá
UM 173.800 manns eru á kjör-
skrá í forsetakosningnnum, sem
fram fara I dag. Þar af eru um
4.700 nýir kjósendur. Kjörstaðir
verða opnir frá klukkan 9 til 23
víðast hvar. Kosningarétt hafa
þeir, sem eru orðnir átján ára á
kjördag, og eiga menn að kjósa
í kjördeild aðsetursstaðar síns
1. desember 1987.
Utankjörstaðaratkvæði í Reykja-
vík voru 6.656 er utankjörstaða-
skrifstofunni í Ármúlaskóla var lok-
að í gærkvöldi. Það er um tveimur
hundruðum færra en í síðustu for-
setakosningum árið 1980. Þá kusu
6.851 utan kjörstaðar.
Fyrstu talna um kjörfylgi fram-
bjóðenda, Sigrúnar Þorsteinsdóttur
og Vigdísar Finnbogadóttur, er að
vænta upp úr klukkan 23 í kvöld.
Haf narfj ör ður:
137 sóttu um 28 lóðir
MIKIL eftirspurn er eftir lóðum
í Hafnarfirði og sóttu 137 um
28 einbýlishúsalóðir, sem aug-
lýstar voru í maí og úthlutað í
byrjun júní. Að sögn Jóhannes-
ar Kjarval, skipulagsstjóra
Hafnarfjarðar, er fyrirhugað
að úthluta jafnmörgum lóðum
úr Setbergslandi á næstunni.
Jóhannes sagði að á síðasta
misseri hafi um 380 íbúðir í bæn-
um annað hvort verið'í úthlutun
eða á byggingarstigi, en sam-
kvæmt aðalskipulagi er gert ráð
fyrir framkvæmdum við um 120
íbúðir á ári.
„Það er mun meiri eftirspum
eftir lóðum en við getum annað.
Við sem vinnum við skipulag höf-
um ekki undan og hefur slíkt ekki
gerst á síðustu árum,“ sagði Jó-
hannes. „Áætlanir í skipulagsmál-
um hafa því breyst og ný svæði
verið skipulögð sem ekki átti að
skipuleggja fyrr en um aldamót."
Þegar Setbergsland er fullbyggt
eru uppi hugmyndir um íbúða-
byggð á Hvaleyrarholti og er þar
gert ráð fyrir um 3.000 til 4.000
manna byggð með fjölbýlishúsum,
par- og raðhúsum.
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Vatnsrennibrautin opnuð
Vatnsrennibrautin í Laugardalslaug var tekin í notkun í gær. Júl-
íus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur,
opnaði brautina að viðstöddu fjölmenni. Fyrstu dýfuna tóku tvö
reykvísk böm, Júlíus og Hafrún, en síðan renndu boðsgestir sér.
Vatnsrennibrautin var tvo mánuði í smíðum og kostaði tiu og
hálfa milljón króna. Tuminn er 10 m hár og brautin 82 m löng.
Það tekur 15-30 sekúndur að renna sér niður brautina og verður
hraðinn mestur um 15 kílómetrar á klukkustund. Það kostar full-
orðna 100 krónur að renna sér fimm sinnum, en fimm ferðir eru
innifaldar í aðgangseyri barna.
í gær vom einnig tekin í notkun ný gufuböð í Sundlaug Vestur-
bæjar. I gærkvöldi vom svo sundstaðir borgarinnar opnir til klukk-
an hálftólf í tilefni Jónsmessunnar og kunnu sundiðkendur vel að
meta það.
Erlenda lántökuheimildin:
Um 600 milljónir í
hlut Landsbankans
Frá slysstað á Kringlumýrarbraut. Morgunbiaðíð/ingvar
Fjösfur ökutæki í árekstri
Fjárhæð lánsumsókna nemur alls á sjöunda milljarð króna
HARÐUR árekstur varð á
Kringlumýrarbraut í gærkvöldi.
Þrjár bifreiðar og hjólagrafa
skemmdust í árekstrinum og þrír
voru fluttir á slysadeild. Meiðsl
þeirra voru enn ókunn í gær-
kvöldi, en munu þó ekki lífshættu-
leg.
Siysið atvikaðist með þeim hætti
að Toyota-bifreið á suðurleið bilaði
og neyddist til að stansa skyndilega
á vinstri akrein. Ökumanni Honda-
bifreiðar, sem á eftir ók, tókst að
hemla en ökumaður þriðju bifreiðar-
innar, sem er af Mazda-gerð, reyndi
að sveigja yfír á hægri akrein. Þar
var þá hjólagrafan fyrir. Mazda-
bifreiðin ók aftan á Honduna, sem
hringsnerist og skall á biluðu bifreið-
inni, sem hentist hálf upp á eyju.
Mazdan lenti hins vegar utan í gröf-
unni og saman mnnu þær út í kant-
inn hægra megin.
INNAN viðskiptabankanna og
sparisjóðanna er unnið að því
þessa dagana að fara yfir um-
sóknir þær sem borist hafa frá
fyrirtækjum um heimild til að
taka erlend Ián til endurskipu-
lagningar. Ríkisstjórnin hefur
sem kunnugt er heimilað er-
lendar lántökur fyrir um einn
milljarð króna i þessu skyni, og
falið bönkum og sparisjóðum
að annast úthlutun lánsheimilda
þessara, fyrst og fremst til út-
flutningsfyrirtækja og fyrir-
tækja í samkeppnisgreinum.
Fjárhæð umsókna sem fyrir
liggja nema hins vegar eitthvað
á sjöunda milljarð króna.
Viðskiptaráðuneytið hefur síðan
skrifað bönkum og sparisjóðum
bréf með fyrirmælum um hvemig
þessi milljarður skuli skiptast milli
einstakra banka og sparisjóðanna
sem heildar og er þessi skipting
sem hér segir: í hlut Landsbank-
ans koma 600 milljónir, Utvegs-
bankinn fær 170 milljónir og Bún-
aðarbankinn 120 milljónir.
Iðnaðarbanki og Samvinnu-
banki fá um 30 milljónir hvor en
50 milljónir koma síðan í hlut
Verslunarbanka, Alþýðubanka og
sparisjóðanna án þess að nákvæm-
lega sé kveðið á um skiptinguna
þar á milli í bréfi ráðuneytisins.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið hefur aflað sér mun
þó liggja fyrir að 6 milljónir koma
í hlut Alþýðubankans og hjá Versl-
unarbanka munu liggja fyrir um-
sóknir að fjárhæð um 10 milljónir
kr., þannig að ætla má að það sem
eftir stendur, 34 milljónir, komi í
hlut sparisjóðanna og muni skipt-
ast á milli þeirra.
Fólk flýr
rigning^una
ogfer í sól
PANTANIR á sólarlandaferðum
hafa aukist nokkuð að undanförnu
samkvæmt upplýsingum frá
stærstu ferðaskrifstofunum. Ann-
ars hafa sólarlandaferðir gengið
óvenjuvel út í sumar og er upp-
selt í margar ferðir til vinsælustu i
áfangastaðanna. t
Forsvarsmönnum ferðaskrifstof-.
anna kom saman um það að kippur
hefði komið í pantanir á sólarlanda- ■
ferðum nú í rigningunni. Það væri
ekki óalgengt að fólk kæmi og vildi
komast I sólina með mjög skömmum
fyrirvara. Það minntist fyrri rigning-
arsumra og vildi bjarga sumarleyf-'
inu, eða því sem eftir væri af því.
Hjá sumum ferðaskrifstofum er upp-
selt í mikið af ferðum og hefur því
aukningin orðið eitthvað minni, en
ekki talið ólíklegt að fólk færi að
taka við sér ef ekki færi að stytta
upp.
Fólk hætt komið á hraðbát
KARL og kona frá Reykjavík voru hætt komin í hraðbát á leið
frá Rifi til Reykjavíkur um miðjan dag i gær. Munaði engu að
báturinn sykki á leiðinni og lýsti fólkið ástandinu sem þriggja
klukkustunda barningi við að halda bátnum á floti.
Fór svo að þau villtust og áður af stað til leitar að bátnum og
en yfír lauk var búið að kalla út
þyrlu Landhelgisgæslunnar,
Fokker-vél hennar og björgunar-
bát Slysavamafélagsins.
Um hádegisbilið barst Tilkynn-
ingaskyldunni beiðni um aðstoð
frá hraðbátnum. Þá var lórantæki
bátsins óvirkt og fólkið vissi ekki
hvar það var statt. Þyrla Land-
helgisgæsiunnar var þegar send
fann hún hann um hálftíma síðar.
Var hann þá um 32 sjómílur norð-
vestur af Akranesi. Eins og fyrr
segir var sjólag vont og þyrluflug-
mennirnir sáu hvert brotið á fæt-
ur öðru ríða yfir bátinn, tvö þeirra
kaffærðu hann alveg. Um tíma
kom til álita að taka fólkið um
borð í þyrluna.
Er þyrlan var að verða bensín-
laus flaug hún aftur til Reykjavík-
ur. Þá var Fokker-vél Landhelgis-
gæslunnar komin á staðinn og
björgunarbátur Slysavarnarfé-
lagsins, Jón Bergsveinsson, á leið-
inni í átt að hraðbátnum til að
aðstoða hann í land. Einn úr áhöfn
Jón Bergsveinssonar fór um borð
og stýrði hraðbátnum til lands,
þar sem fólkið um borð var orðið
þreytt og þjakað. Síðan var siglt
til Reykjavíkur. Sú ferð gekk
áfallalaust fyrir sig og kom fólkið
til Reykjavíkur um hálfníuleytið í
gærkvöldi.