Morgunblaðið - 03.07.1988, Side 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988
mhmn
„parhu aLlta-P ab koupa
ódýrustu kjótb'itana ?"
hingað?
HÖGNI HREKKVÍSI
„Auglýsingamenningu
Til Velvakanda.
„Mig langar til að fítja upp á
máli sem ef til vill hefur legið í lág-
inni hjá þjóð vorri í alltof langan
tíma og allir hafa keppst við að
hlaupa í kringum eins og kettir í
kringum heitan graut.
Það eru hinar misvitru auglýs-
ingar sem þjóðin gleypir hráar eins
og ungar í hreiðri.
Hver er tilgangur þeirra? Hvað
kosta þær okkur neytendur?
Þetta eru spumingar sem al-
menningur er hættur að velta fyrir
sér, illu heilli.
Eg áfellist ekki auglýsingastof-
umar. Þær hafa fylgt straumnum.
Fólk vill, eða telur sig vilja sjá vel
uppsettar, frumlegar og stórar aug-
lýsingar í litum og það gengur jafn-
vel svo langt, að auglýsingar em
nú taldar gildur þáttur í menningu
okkar. Margar af þeim auglýsinga-
stofum sem nú starfa byijuðu á
markaði sem var fábreyttur, máske
nokkuð staðnaður. Auglýsingar
vom flestar með sama sniði, fata-
verslunin X auglýsir: „ Mikið úrval
af nýkomnum frökkum frá Z.
Gæðavara á góðu verði." eða: „
Nýlenduvömverslun Sigga Sæm.
auglýsir: Grænmeti í miklu úrvali.
Nýir ávextir frá Kaliforníu." Með
auglýsingunum fylgdi mynd sem
fylgdi lögmálum auglýsingaiðnað-
arins þá, undantekningarlaust ein-
ungis af vömnni sjálfri. Lögmálum
þessa iðnaðar var þröngur stakkur
búinn og var „auglýsingaflipp" litið
homauga.
En hvað gerðist svo?
Með auknum innflutningi tíma-
rita frá enskumælandi löndum, þ.e.
Bandaríkjunum og Bretlandi fengu
fyrirtæki, auglýsingastofur og al-
menningur smjörþef af þeirri yndis-
fagurri veraldarmynd sem birtist í
þessum tímaritum. Sjónvarpið lét
ekki sitt eftir liggja, erlendar aug-
lýsingamyndir sýna flekklausan
æskulýð dansa á rósum með vör-
una, sem auglýst er, í hendi.
Og íslenskur almenningur hugs-
aði:
Mikið væri nú gaman að vera
eins og þessi í auglýsingunni.
Kannski það hjálpi eitthvað að
kaupa vömna.
Og íslenskir verslunareigendur
hugsuðu:
Þetta ber árangur. Nú er lag.
Því meira sem auglýsingar höfða
til minnimáttarkenndar fólks þeim
mun betur selst varan.
Og auglýsingamenn hugsuðu:
Því meiri vinna sem lögð er í
auglýsingar þeim mun meira fáum
við fyrir okkar snúð.
Athugið að nú er ekki verið að
meina að fólk hugsi þetta beinlínis,
því enginn maður er eiginhags-
munaseggur vitandi vits og enginn
hugsar eins og fólkið í „Dallas".
Þetta kemur smátt og smátt, hring-
rásin viðhelst og að lokum telst það
hefð.
En hvað hefur gerst í raun?
Auglýsingar gegna nú tveimur
hlutverkum:
1. Að hækka verð vömnnar.
2. Að halda uppi tímaritum og
útvarpsrásum, sem þurfa á miklu
fjármagni að halda til að geta borið
sig.
Allt þetta lætur almenningur sér
lynda og ekki furða, því sannleikur-
inn liggur ekki í augum uppi. Hvaða
hlutverki eiga auglýsingar að
gegna?
1. 2. og 3. Að koma vömm á
framfæri og fræða neytandann um
eiginleika vömnnar.
„Ekki annað?", spyr kannski ein-
hver með vonbrigðasvip á andlitinu.
Nei, ekki annað.
Að vísu er rétt, að dagblöð, tíma-
rit, útvarps- og sjónvarpsstöðvar
byggja afkomu sína að mestu leyti
á auglýsingum. En er það ekki
fullmikið gjald sem við þurfum að
greiða fyrir upplýsingaþjónustu,
gjald sem við greiðum óafvitandi
þegar við kaupum gosdrykkina,
kjúklingana, morgunflögumar,
kexið, hálsbindin, málninguna og
skiptum við bankann okkar?
Nei, það er komin tími til að við
athugum okkar gang. ísland er lítið
land og ekki alltof auðugt. ísland
er það sem kallast lítill markaður.
Bandaríkin og Bretland em „stórir
markaðir". Leyfum Bandaríkja-
mönnum og Bretum að gera það
sem þeir telja best fyrir sinn mark-
að. En við skulum ekki bleklq'a
okkur sjálf með því að þykjast vera
stærri en við emm. Slíkt kann ekki
góðri lukku að stýra.
Búum til okkar eigin „auglýs-
ingamenningu" sem hæfir okkar
markaði.
S. A.
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um
hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli
kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því
ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábend-
ingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð,
en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda
blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut
ekki eftir liggja hér í dálkunum.
Víkverji skrifar
Víkveiji sá, sem hér heldur á
penna, horfði meira á sjónvarp
en góðu hófí gegnir framan af
starfsferli þess — og raunar allar
götur þar til til Stöð 2 tók til starfa.
Þá var komið að þeim tímamótum
að geta valið og þurfa að velja á
milli dagskrárefna, hafna einu,
horfa á annað. Þessi staða gerir
neytandann gagnrýnni á dagskrár-
efnið, kröfuharðari. Hann lætur
síður bjóða sér alls konar „botnfall"
sem því miður er uppáþrengjandi
fylgifískur sjónvarps hvarvetna í
veröldinni.
Þegar hér var komið sögu stóð
Víkveiji sig að nýrri breytni. Það
fór í vöxt að hann hafnaði dagskrár-
efnum beggja sjónvarpsstöðvanna.
Og niðurstaðan er sú að hann horf-
ir verulega minna — á heildina litið
— á tvær stöðvar nú en eina áður.
Hann gefur sér meiri tíma til að
lesa blöð og bækur, meiri tíma til
að ræða málin við sitt heimafólk —
gesti og gangandi.
Samkeppni sjónvarpsstöðvanna
gerði Víkveija kröfuharðari. Hann
hefur nú komist að þeirri niður-
stöðu, að þrátt fyrir þessa sam-
keppni er dijúgur hluti sjónvarps-
efnisins tæpast þess virði að eyða
dýrmætum tíma í það. Sumt er
raunar lítillækkandi að horfa á. En
það má sum sé slökkva á fyrirbær-
inu. Það er máski höfuðkosturþess.
XXX
Ilitlum bæklingi, „Gleymdur dag-
ur“ (höfundur Georg E. Vande-
man, þýðandi Gissur Ó. Erlingsson,
útgefandi Bókaforlag aðventista),
er fjallað um trúarlegt efni á fræði-
legan, eftirtektarverðan og ein-
iægan hátt. Höfundur er raunar
kunnur bandarískur sjónvarpsmað-
ur (stjómandi þáttanna „It is writt-
en“).
í lokakafla þessa bæklings, sem
ber yfírskriftina „Harðstjóm múgs-
ins“, er fjallað um svokallaða múg-
mennsku, eftiröpunaráráttu, til-
hneiginguna til að gera eins og
granninn, skera sig ekki úr. „Við
göngum um eins og vélmenni," seg-
ir þar, „týndir í fjöldanum, skelfdir
af umhugsuninni að vera öðruvísi."
„Skapandi sjálfstæði" er týnt og
tröllum gefíð.
Orðrétt segir í bæklingnum:
„Margaret Applegarth hefur
skrifað hrífandi bók sem hún kallar
Men As Trees Walking. Þar segir
hún sögu sem er sönn en næsta
ótrúleg, af Jean Henri Fabre og
rannsóknum hans á sérstakri lirfu-
tegund.
Þessar lirfur eru sagðar ráfa um
stefnulaust með margar á eftir sér
sem hreyfa sig þegar sú fremsta
hreyfír sig, stanza þegar hún stanz-
ar og éta þegar hún étur. Furunál-
ar eru aðalfæða þeirra.
Dag einn gerði Fabre tilraun.
Hann fyllti blómapott með furunál-
um, uppáhaldsfæðu þeirra, og rað-
aði lirfunum í heilan hring eftir
barminum á pottinum. Og svo sann-
arlega fóru þær af stað hægt í
hringi á pottbarminum, hver þeirra
elti þá næstu á undan. Jú, þú hefur
gizkað á það. Þær héldu áfram
þessu tilgangslausa hringsóli í heila
viku og stönzuðu aldrei til að éta
— þangað til þær gáfust upp hver
eftir aðra.
Og höfundurinn gefur þá mark-
verðu ábendingu að landið sé fullt
að göngulirfum — óhugnanlega
líkar fólki — sem þið og ég þekkj-
um.“
Þessi lesning er þörf áminning.
Hversu mörg okkar „elta ekki fjöld-
ann“ — „göngum hring eftir hring
eftir röndum blómapotta hóp-
mennskunnar, þangað til við gef-
umst upp, örmagna . . .“?
XXX
Sem betur fer lifír einstaklings-
hyggjan, viljinn til að móta eig-
in lífsstíl, enn meðal landans, þó
ekki jafn ríkulega og áður. Sá vilji
þarf ekki að stangast á við sam-
félagslega ábyrgð, að dómi
Víkveija, eins og sumir talsmenn
hópmennskunnar predika, raunar
síður en svo. Það er ekki aðeins
réttur okkar, heldur og skylda, að
móta eigin, persónulegar skoðanir.
Það samræmist ekki Islendingseðl-
inu að vera göngulirfa eða vél-
menni. Eða hvað? Eru fjölmiðlarnir,
ekki sízt ljósvakafjölmiðlamir,
máski að steypa okkur öll — smám
saman — í sama mótið?
Vertu þú sjálfur eða þú sjálf,
ekki eftiröpun.
iVlv V