Morgunblaðið - 03.08.1988, Side 3

Morgunblaðið - 03.08.1988, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 3 Vextir af viðskiptavíxlum: Fyrirtækin eru að sligast undan þessu - segir Víglundur Þorsteinsson framkvæmdasljóri BM Vallá VÍGLUNDUR Þorsteinsson fram- kvæmdasljóri BM Vallá segir að hinir háu vextir sem nú eru á við- skiptavíxlum séu að sliga fyrir- tækin í útflutnings- og samkeppn- isgreinum. Eina lausnin sé að þessi fyrirtæki fái að komast út úr hinu íslenska peningakerfi eins og Félag íslenskra iðnrekenda hafi lagt til fyrir nokkru. „Hið dýra peningakerfi hér á landi er að ganga af þessum fyrirtækjum dauðum," segir Víglundur og bendir á að tekjur þessara fyrirtækja séu bundnar beint eða óbeint við gengis- skráningu erlendra mynta. Því sé eðlilegt að þau fái að afla sér rekstr- arfjár á erlendum fjármagnsmörkuð- um. „Ef gengisskráning hér á að vera eðlileg verða fyrirtækin að geta leitað út úr hinu dýra íslenska pen- ingakerfi. Slíkt myndi skapa þann stöðugleika sem rætt er um að þurfi í gengismálum hérlendis," segir Víglundur. Eins og kunnugt er af fréttum Morgunblaðsins fyrir helgina eru vextir á viðskiptavíxlum hjá bönkum og sparisjóðum í sumum tilvikum hærri en vanskilavextir. Sem dæmi má nefna að í Landsbankanum er ársávöxtun á viðskiptavíxli sem velt er áfram með 30 daga millibili nú rúmlega 55%. Hinsvegar eru van- skilavextir nú 52,8% á ársgrundvelli. Aðspurður um hvort hugmyndir Félags íslenskra iðnrekenda hafí fengið einhvern hljómgrunn segir Víglundur svo ekki vera. En vonandi vitkist menn er fram í sækir. Vextir af viðskiptavíxlum: Þetta eru einkenni um peningakreppu — segir PállBragason varaformaður Félags íslenskra stórkaupmanna PÁLL Bragason varaformaður Félags íslenskra stórkaupmanna segir að það séu augljós merki um peningakreppu er ársvextir af 30 daga viðskiptavíxlum eru orðnir hærri en vanskilavextir. „Við aðstæður eins og þær eru nú í þjóðfélaginu er það tilhneig- ing stjórnvalda að halda þeim vöxtum niðri sem þau hafa stjórn á eins og vanskilavöxtum. Er bankamir aftur á móti kaupa víxil af þér frá þriðja aðila en ekki beint er það svipað og um kaup á verðbréfi sé að ræða með afföllum og því taka bankarnir hærri vexti af slíkum pappírum en ef þeir væru að kaupa víxilinn beint af þér,“ segir Páll. skilavextir nú hinir sömu og raun- vextir, það er peningar þeirra sem fá vanskilavexti brenna ekki upp.“ Forsætisráðherra: Morgunblaðið/Kristján Þ. Jónsson Eins og sjá má á þessari mynd, sem tekin var þegar flestir gestir á tjaldstæðunum við Laugar- vatn höfðu haldið til síns heima, var engu líkara en um sorphauga væri að ræða. Laugarvatn: Tjaldstæðin eins og sorphaugar GÍFURLEGT rusl var á tjald- stæðunum við Laugarvatn að lokinni verslunarmannahelg- inni og var umhverfið víða einna likast sorphaugum. Að sögn Jónu Gestsdóttur, sem rekur tjaldmiðstöðina á Laugár- vatni, var engu líkara en ekið hafi verið yfír allar ruslatunnur á svæðinu eða hoppað á þeim og ruslinu úr þeim síðan dreift út um allt. Mikill mannfjöldi var saman- kominn á Laugarvatni um.helg- ina, en þar var þó ekkert skipu- lagt samkomuhald. Tuttugu manna hópur vann við að þrífa eftir tjaldgestina og lauk því verki seint á mánudagskvöldi. Ráðgjafarnefnd skipuð sem geri tillögur um aðstoð við fyrirtæki Páll segir að það sé hið versta mál þegar vanskilavextir verði lægri en vextir af almennum við- skiptavíxlum þótt þetta sé ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. „Það hafa áður komið upp aðstæður þar sem vanskilavextir voru með hag- stæðustu kjörum á markaðinum. Munurinn á því sem er að gerast nú og þá er að sennilega eru van- Á ríkisstjómarfundi í gær til- kynnti Þorsteinn Pálsson, for- sætisráðherra, að hann hefði ákveðið að skipa ráðgefandi nefnd skipaða fulltrúum at- vinnulífsins og stjórnarflokk- anna. Nefndinni er ætlað að gefa ríkisstjórninni álit annars vegar um ráðstafanir til að bæta rekstrarskilyrði útflutn- ings og samkeppnisgreina, og hins vegar ráðstafanir til að treysta eiginfjárstöðu íslenskra atvinnufyrirtækja. Ætlast er til að tillögur nefndarinnar taki mið af stefnu ríkisstjórnarinnar um jafnvægi í verðlagsmálum og á fjármagnsmarkaði. Að sögn Þorsteins Pálssonar var ákvörðun um skipan þessarar Innlend fjármögnun ríkissjóðs: Samband viðskiptabanka undirbýr tillögur í dag STJÓRN Sambands islenskra viðskiptabanka heldur í dag fund um viðræður þær sem bankar og sparisjóðir hafa átt við fjármálaráðuneytið um fjár- mögnun ríkissjóðs. Stefán Páls- son formaður sambandsins býst við að á fundinum verði reynt að sammælast um ákveðna leið í samningum við rikissjóð um sölu ríkisskuldabréfa. Bankar hafa boðist til að ábyrgjast sölu ríkisskuldabréfa fyrir allt að 3,6 milljarða króna en á móti komi m.a. að bindiskylda ban- kanna hjá Seðlabanka verði lækkuð en fjármálaráðuneytið hefur ekki viljað fallast á það. í lánsfjáráætlun var gert ráð fyrir að bankar keyptu ríkis- skuldabréf fyrir 1,3 milljarða og auk þess var gert ráð fyrir sölu spariskírteina og ríkisvíxla á al- mennum markaði, alls fyrir um 2,4 milljarða króna. Um mitt árið höfðu bankar ekki keypt nein ríkisskuldabréf og í kjölfar þess að Seðlabankinn fékk heimild fyr- ir hækkun bindiskyldu banka úr 13% í 15% fóru af stað óformlegar viðræður milli lánastofnana og fjármálaráðuneytis um fjármögn- un ríkissjóðs. Stefán Pálsson sagði við Morg- unblaðið að í viðræðunum hefðu komið fram ýmsar tillögur, m.a. buðust bankarnir til að ábyrgjast sölu ríkisskuldabréfa fyrir allt að 3,6 milljarða króna sem myndi þá uppfylla innlenda lánsfjárþörf ríkissjóðs samkvæmt lánsfjáráætl- un og einnig brúa fyrirsjánlegan halla ríkissjóðs, um 700 milljónir, og lánveitingu vegna útflutnings- bóta, um 500 milljónir. Á móti því kæmi að bindiskylda banka hjá Seðlabanka yrði lækkuð og spa- riskírteini, sem bankar hefðu ábyrgst en ekki tekist að selja innan ákveðins tíma, yrðu talin með eignum innan lausafjárhlut- falls. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins telur fjármálaráðuney- tið þetta tilboð bankanna ekki aðgengilegt, aðallega vegna hug- mynda um lækkun bindiskyldu. Verið er að skoða leiðir til að ná samkomulagi og er talið hugsan- legt að fjármálaráðuneytið komi með ákveðið tilboð til bankanna. nefndar tekin í framhaldi af því undirbúningsstarfi sem unnið hef- ur verið að undanförnu í þeim til- gangi að undirbúa þjóðhagsáætlun og ráðstafanir til að bæta stöðu útflutningsfyrirtækja, og jafn- framt í framhaldi af heimsóknum forsætisráðherra í atvinnufyrir- tæki út um land ásamt viðræðum hans við forystumenn atvinnulífs- ins. „Ákveðið var að setja á fót ráð- gjafanefnd fulltrúa atvinnulífsins og stjómarflokkanna, sem hefur þetta tvíþætta höfuðverkefni að koma með álit til ríkisstjómarinnar um bætt rekstrarskilyrði, og jafn- framt álit um ráðstafanir til að auka eigið fé í atvinnufyrirtækj- um. Allt þetta þarf að tengjast þeim höfuðmarkmiðum að vinna að hjöðnun verðbólgu og betra jafnvægi á fjármagnsmarkaði. Bæði stjómvöldum og forystu- mönnum er ljóst að mjög þarf að hraða allri vinnu á þessu sviði, og treysta þarf samráð og samvinnu stjómvalda og atvinnulífsins, því hér er mikill vandi á höndum, og þessi nefndarskipun er liður í því, en þó hefur ekki verið ákveðin nein dagsetning varðandi það hve- nær nefndin á að ljúka störfum," sagði Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra. INNLENT r.uUtðl.J nu/liúd i bu ÓXívj.é •u.v iniitib.ral Á' .nui .TU:*11.131 DI /gö liJ inÍ!M[ li Ó.JÍ.T! ilf. Nefndina skipa þeir Ágúst Ein- arsson frá Sambandi fiskvinnslu- stöðva, Guðjón B. Ólafsson frá Sambandi íslenskra samvinnufé- laga, Víglundur Þorsteinsson frá Félagi íslenskra iðnrekenda, Jón Sigurðarson frá Framsóknar- flokki, Einar Oddur Kristjánsson frá Sjálfstæðisflokki, en hann er formaður nefndarinnar, og frá Alþýðuflokki er að vænta tilnefn- ingar fulltrúa í nefndina í dag. Viðskjptaráðherra: Boðar fund um verð- tryggingu Viðskiptaráðherra hefur boðað fulltrúa lánastofnana, verðbréfasjóða og viðkom- andi ráðuneyta á fund um fjármagnsmarkaðinn föstu- daginn 12. ágúst. Aðal um- ræðuefnið verður skýrsla sú sem verðtryggingarnefnd skilaði nýlega um verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga og hugsanlegar breytingar á henni. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra kynnti þennan fund á ríkisstjórnarfundi í gær. Fund- arboð hefur verið sent til stjórn- ar Sambands íslenskra við- skiptabanka, stjórnar Sambands sparisjóðanna, lífeyrissjóða, fjárfestingarlánasjóða og stjórn- ar Verðbréfaþings Islands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.